Dagur - 28.08.1999, Page 8

Dagur - 28.08.1999, Page 8
VIU -LAUGARDAGVR 28. ÁGÚST 1999 KIRKJUSTARF Ðxgur Bræðraminning Sigurður og Þórarmn Níelssyriir Sigurður Níelsson fæddist að Hrauntanga á Öxarfjarðarheiði 5. október 1917. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Ak- ureyri 5. ágúst 1999. Útför hans fór fram 14. ágúst sl. frá Skinnastaðakirkju, jarðsett var í Snartastaðakirkjugarði. Þórarinn Níelsson fæddist að Hrauntanga á Öxarljarðarheiði 21. ágúst 1915. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Ak- ureyri 4. janúar 1999. Útför hans fór fram 9. janúar sl. frá Snartastaðakirkju. Foreldrar Sigurðar og Þórarins voru Haildóra Halldórsdóttir og Níels Sigurgeirsson. Þijú hálf- systkini áttu þeir, en þau hétu Björg, Guðrún og Friðjón Jóns- börn. Þeir ólust upp á Hrauntanga á Öxarfjarðarheiði, en þar bjuggu þeir með foreldr- um sínum til ársins 1943, en þá fluttust þau að Arnarstöðum í Núpasveit, þar sem þeir bræður stunduðu búskap með foreldrum sínum og sáu um póstferðir í rúm 20 ár. Ur Núpasveitinni fluttust þeir til Akureyrar þar sem þeir störfuðu við búskap og síðar hjá Iðnaðardeild KEA síðustu árin. „Sælir eru hógværir því þeir munu jörðina erfa. Sælir eru hjartahreinir, því þeir munu Guð sjá.“ (Matteus 5.5 og 8). Þetta eru orð sem áttu vel við þá föðurbræður mína þá Sigurð og Þórarin, sem mig langar til að minnast hér í örfáum orðum. Þeir Sigurður og Þórarinn voru afar samrýmdir og bjuggu alla tíð saman. Eg var barn að aldri þeg- ar ég fór í sveitina til ömmu og Níelsar og þeirra bræðra að Arn- arstöðum í Núpasveit, og minnist ég þess tíma með þökkum og hve lánsamur ég var að fá að kynnast sveitastörfunum í þá daga. Sigurður var alltaf hægri hönd ömmu og aðstoðaði hana við húsverkin þar sem hún var orðin heilsulítil, hann var einstakt snyrtimenni og hafði gott lag á skepnum, man ég t.d. eftir því að þegar hann var að mjólka geit- urnar gat hann látið þær standa í röð og mjólkaði þær svo einsam- all hverja af annarri, en það gat enginn annar á bænum. Á morgnana var notalegt að vakna við söng frá Sigurði þegar hann var að skilja eða strokka niður í búri, en hann hafði góða söng- rödd og söng gjarnan við vinnu sína þegar hann var einn. Þeir bræður Sigurður og Þórarinn voru að mörgu leyti ólíkir þó samrýmdir væru, Þórarinn var mikill verkmaður og vildi Iáta hlutina ganga hratt fyrir sig og stjórnaði hann öllum útiverkum. Hann var mikill búmaður og fylgdist vel með öllum nýjungum í Iandbúnaði. Þórarinn hafði líka mikla ánægju af hestum og fannst honum þá gaman að glíma við baldna fola og ótemjur. Arin liðu og þeir bræður fluttust til Akureyrar þar sem þeir stund- uðu vinnu við landbúnaðarstörf fyrstu árin og síðan unnu þeir hjá Iðnaðardeild KEA. Á Ákureyri tók Þórarinn að sér að slá garða með orfi og Ijá fyrir fólk og var hann eftirsóttur við það. Þeir bræður höfðu yndi af ferðalögum og gáfust þeim fleiri tækifæri til ferðalaga eftir að til Akureyrar kom. Þeir bjuggu síð- ustu árin í Oddagötu 5, og var þar alltaf vel tekið á móti okkur hjónunum og Ijölskyldu okkar. Það var gott samfélag í því húsi. Björn Þórðarson sem Iést árið 1998 bjó á efri hæðinni og karl- arnir okkar, eins og við sögðum oft, voru á neðri hæðinni. Á hverjum degi kom Helgi Sigur- jónsson við hjá þeim, og heilsaði upp á þá og aðstoðaði ef með þurfti, og viljum við hjónin þakka þá umhyggju sérstaklega. Þegar að heilsu þeirra tók að hraka fluttust þeir að hjúkrunarheimil- inu Hlíð, þar sem þeir nutu frá- bærrar umönnunar starfsfólksins og skal það þakkað hér. Eftir að þeir fluttust að Hlíð, var ævinlega spurt um það sama þegar að ég hringdi norður. Æ, hvenær kemur þú næst norður Jón minn það er nú svo langt síð- an við höfum farið í „túr“, en við hjónin fórum alltaf með þá í bíltúr og fannst þeim það mikil upplyfting. En kæru frændur Sigurður og Þórarinn nú eruð þið farnir í „túrinn" langa, hafið þökk fyrir elsku ykkar, minningin lifir. Jón Friðjónsson og Jjölskylda í Mosfellsbæ. Ólafur Sigurðsson læknir Kirkjustarf Sunnudagur 29. ágúst Akureyrarkirkja. Kvöldguðsþjónusta kl. 21:00. Sr. Svavar A. Jónsson messar. Glerárkirkja Kvöldguðþjónusta kl.21.00. Sr. Gunnlaugur Garðarsson. Hvítasunnukirkjan, Akurreyri. Sunnudagaskóli fjölskyldunnar" kl. 11:30. Vakningasamkoma kl. 20:00. Snorri Óskars- son, forstöðumaður í Hvítasunnukirkjunni Betel I Vestmannaeyjum, predikar á báðum samkomunum. Hjálpræðisherinn, Hvannavöllum 10, Akureyri. Bæn kl. 19:30. Almenn samkoma kl. 20:00. Allir alltaf velkomnir. Gaulverjabæjarkirkja. Messa kl. 14:00. Sóknarprestur. Strandakirkja í Selvogi. Messa kl. 14:00. Sr. Baldur Kristjánsson. Hjallakirkja í Ölfusi. Messa kl. 20:00. Sr. Baldur Kristjánsson. Selfosskirkja. Sunnudaginn 29. ágúst verður messað I Selfosskirkju kl. 11.00. Morgunbænir eru alla þriðjudaga og föstudaga kl. 10.00. Septembertónleikar þriðjudag 31. ágúst kl, 20.30. Sóknarprestur. Árbæjarkirkja. Síðsumarferð Árbæjarkirkju. Messað verður í Staðarstaðarkirkju á Snæfellsnesi kl. 11.45. Lagt af stað frá Árbæjarkirkju kl. 9 árdegis. Prestarnir. Digraneskirkja. Messur falla niður vegna sumarleyfa starfs- fólks til 12. september. Fólki er bent á helgi- hald í öðrum kirkjum prófstsdæmisins. Fella- og Hólakirkja. Guðsþjónusta kl. 20.30. Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Organisti Lenka Mátéová. Prest- arnir. Bænastund og fyrirbænir mánudaga kl. 18. Tekið á móti bænaefnum í kirkjunni. Grafarvogskirkja. Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Sigurður Arnarson prédikar. Kór Grafarvogskirkju syngur. Org- anisti: Bjarni Þór Jónatansson. Prestarnir. Bænahópur kl. 20. Tekið er við bænarefnum í kirkjunni alla virka daga frá kl. 9-17 i síma 567-9070. Kópavogskirkja. Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Kór Kópavogskirkju syngur. Organisti: Hrönn Helgadóttir. Áskirkja. Vegna sumarleyfa starfsfólks Áskirkju er bent á guðsþjónustu í Laugarneskirkju. Bústaðakirkja. Guðsþjónusta kl. 11:00. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matthíasson. Dómkirkjan. Messa kl. 11:00 i Fríkirkjunni í Reykjavík. Altarisganga. Prestur sr. Jakob Á. Hjálmars- son. Organleikari Marteinn H. Friðriksson. Elliheimilið Grund. Guðsþjónusta kl. 10:15. Organisti Kjartan Ólafsson. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. Grensáskirkja. Guðsþjónusta kl. 11:00. Kirkjukór Grensás- kirkju syngur. Organisti Árni Árinbjarnarson. Sr. Ólafur Jóhannsson. Hallgrímskirkja. Orgeltónlist kl. 12:00 á laugardag. Jon Laukvik frá Noregi leikur. Messa kl. 11:00. Sögustund fyrir börnin. Hópur úr Mótettukór syngur. Órganisti Hörður Áskelsson. Sr. Sigurður Pálsson. Orgeltónleikar kl. 20:30. Jon Laukvik frá Noregi leikur. Landspítalinn. Messa kl. 10:00. Sr. Maria Ágústsdóttir. Háteigskirkja. Messa kl. 11:00. Organisti Douglas A. Brotchie. Sr. Gylfi Jónsson. Langholtskirkja. Kirkja Guðbrands biskups. Messa kl. 11:00. Altarisganga. Sr. Kristján Valur Ingólfsson prédikar og þjónar fyrir altari. Margrét Bóas- dóttir syngur. Organisti Jón Stefánsson. Eft- ir messu mun organisti leika á nýja orgel kirkjunnar en það verður vígt 19. september nk. Kaffisopi eftir messu. Laugarneskirkja. Kvöldmessa kl. 20:30. Kór Laugarneskirkju syngur. Organisti Gunnar Gunnarsson. Sögustund fyrir börnin á meðan á prédikun og altarisgöngu stendur. Kaffi og kakó að messu lokinni. Prestur sr. Bjarni Karlsson. Morgunbænir mánudag kl. 6:45.12 spora hópur mánudag kl. 20:00. Neskirkja. Guðsþjónusta kl. 11:00. Sr. Frank M. Hall- dórsson. Seltjarnarneskirkja. Messa kl. 11:00. Prestur sr. Solveig Lára Guðmunsdóttir. Organisti Sigrún Stein- grímsdóttir. Óháði söfnuðurinn. Sameiginleg messa í Skálholti kl. 14:00 með Fríkirkjusöfnuðunum í Reykjavík og Hafnarfirði í tilefni 100 ára afmælis Fríkirkj- unnar í Reykjavík. Mæting í rútu við Fríkirkj- una I Reykjavik kl. 12:00. Friðrikskapella. Kyrrðarstund í hádegi á mánudag. Léttur málsverður I gamla félagsheimilinu að stundinni lokinni. Hjallakirkja. Almenn guðsþjónusta kl. 11. Sr. íris Krist- jánsdóttir þjónar. Sr. Hjörtur Hjartarson prédikar. Félagar úr kór kirkjunnar leiða safnaðar-— söng. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Við minnum á bæna- og kyrrðarstund á þriðju- dag kl. 18. Prestarnir. Breiðholtskirkja. Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Daníel Jón- asson. Gísli Jónasson. Seljakirkja. Guðsþjónustur falla niður I ágústmánuði vegna sumarleyfa starfsfólks Bæna- og kyrrðarstundir verða sem áður alla miðviku- daga kl.18.00. Genginn er nú til feðra sinna Olafur læknir Sigurðsson á Akur- eyri á áttugasta og fimmta ald- ursári. í úrslitaorustu Iangs og erfiðs banastríðs laut hann að síðustu í lægra haldi fyrir þeim vágesti, sem hann hafði att kappi við í 7 ár af æðruleysi og þraut- seigju. Með Olafi er genginn einn af stórhöfðingjum íslenzkr- ar læknastéttar og mun hans ávallt verða minnst af virðingu, þökk og aðdáun af þeim, sem honum kynntust og nutu af- skipta hans og félagsskapar. Að Olafi stóðu sterkir stofnar einstaklinga, sem hvergi fóru troðnar slóðir og skáru sig á ýms- an hátt úr fjöldanum. Æska hans og uppeldi mun ásamt meðfædd- um eðliseigindum hafa stuðlað að því, að hann varð snemma maður íhugull með næma skynj- un en jafnframt hógvær og dulur. Hann hélt sér Iöngum um of til hlés og mér er til efs, að margir hafi þekkt hann vel, enda maður- inn þeirrar gerðar, að seint varð hann lesinn sem opin bók. Svo margbreytilegur persónuleiki og Ijölgáfaður mannkostamaður var hann. Þótt Olafur fengi ekki að ganga í barnaskóla, var náms- og starfsferill hans afar glæsilegur. Hann var í fararbroddi þeirra lækna íslenzkra, sem sóttu sér starfsþjálfun til virtra fræðasetra vestan hafs, auk þess sem hann styrkti síðar menntun sína með þriggja ára starfi á heimsfrægum sjúkrahúsum í Lundúnaborg. Að framhaldsnámi loknu stóðu hon- um ýmsar dyr opnar, en hann kaus að verja starfsævi sinni á æskuslóðunum, þar sem hann fann, að rætur hans lágu. Hann varð þar brautryðjandi, því hann var fyrsti sérfræðingurinn í lyf- læknisfræði, sem settist að norð- an heiða. Fljótlega varð læknis- hróður hans mikill sakir yfir- burðaþekkingar, starfsleikni og sálfræðilegrar skarpskyggni en ekki síður vegna góðvilja hans og hjartavits. Hann lagði fremur stund á læknislist en læknisþjón- ustu og hollusta hans við fræði- grein sína og hinn vísindalega grundvöll hennar var takmarka- laus. Um hann mynduðust smám saman þjóðsögur, svo sem gjarnan tfðkast, þar sem menn með hans burði eiga í hlut. Eg átti ekki því láni að fagna að njóta rómaðrar kennslu og hand- leiðslu Olafs Sigurðssonar, en kynntist honum samt sem áður nokkuð á ævikvöldi hans. Af þeim kynnum varð mér fullljóst, að þar fór einstakur maður að lífsþekkingu og göfgi. Minni hans var fágætt og fróðleiksfýsn- in óslökkvandi og gilti það jafnt um læknisfræðileg efni sem önn- ur vísindi, fagurbókmenntir, heimspeki, persónufróðleik, ætt- fræði eða mannlegt eðli í víðustu merkingu. Eg átti þess kost að kynna mér bréfaskipti hans við aídraða sveitakonu, sem fyrir nokkru er látin. Þar má glögglega sjá, að Ólafur hafði yfirburðatök á íslenzku máli og framúrskar- andi bókmenntaþekkingu. Rit- mál hans var afar vandað og blæ- brigðaríkt, og framsetning öll bar vott um skarpa dómgreind og smekkvísi. Fátt mannlegt virðist hann hafa látið sér óviðkomandi að hugsa um og brjóta til mergj- ar. En hógværð hans í bréfum þessum, lítillæti og siðvit vöktu þó mesta athygli mína. Hann var þaulkunnugur á gróðurlendum heimsbókmenntanna ekki síður en víðernum íslenzks menning- ararfs og dró stöðugt ályktanir og jók lífsvizku sína til hinzta dags af því, sem hann las og kynnti sér. Ólafur naut ástríkis, um- hyggju, virðingar og uppönomar mikilhæfrar konu sinnar, Önnu Björnsdóttur, og mun það vafalít- ið hafa átt sinn þátt í því, hversu vel honum vannst í starfi og frí- stundum. Henni og niðjum þeirra hjóna votta ég samúð mína og virðingu og vitna til orða gengins heimilisvinar þeirra, að góðar konur skapa góð heimili og góð heimili skapa gott samfélag. Ólafur heitinn hafði það eftir föður sínum, Sigurði skólameist- ara, að „æðri menntun væri feng- in fyrir fróðleiksfýsn og skiln- ingsþrá og væri fólgin í hlutlægri dómgreind, sem greinir aðalat- riði frá aukaatriðum, lífsverð- mæti frá hégóma og hismi, met- ur hvað er staðreynd og hvað er hugarburður, finnur orsakir at- burða og aðgerða og sér fyrir áhrif þeirra og afleiðingar, hlut- lægni í framkomu og viðhorfi og hófsemi í trú og skoðun.“ Ólafur Sigurðsson var gagnmenntaður maður, sem bar að brautu mann- vit mikið. Pétur Ingvi Pétursson Leiðrétting Þau mistök urðu við vinnslu síðustu Islendingaþátta að höfundarnafn á minningar- Ijóði misritaðist en höfund- ur er Kristján Falsson, en ekki Pálsson. QRÐ DAGSINS \ 462 1840 r

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.