Dagur - 02.09.1999, Page 2

Dagur - 02.09.1999, Page 2
 ?*.'*? I ft. *; *j v -k t' *\ i ?, . *: ‘i V* *’ fi \1 ‘f \t ! i 2 - FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 199^ FRÉTTIR Giftingar aftur konmar í tísku Um ijórðimgi fleiri pör efndu til brúðkaups í fyrra en Jþrein árum áður og búist er við að árið 2000 verði al- gert metár í giftingum. Fara verður tuttugu ár aftur í tímann til að finna eins margar hjónavígslur á Is- landi eins og í fyrra, þegar 1.530 pör létu pússa sig saman, um 30 á viku að meðal- tali, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Flestar urðu giftingar í Islandssögunni 1.890, á árinu 1974. Þeim fækkaði síð- an jafnt og þétt allar götur til ársins 1990, þegar aðeins um 1.150 pör gengu í hjónaband - og varð að fara fjóra áratugi aftur í tímann til að finna svo fáar gifting- ar, en þá var þjóðin Ifka næstum helm- ingi fámennari. Giftingum fór svo aftur að ijölga, fremur hægt fram á miðjan áratuginn. En síðustu þrjú árin hefur hjónavígslum fjölgað um ijórðung (og hlutfallslega úr 4,6 upp í 5,6 á hveija 1.000 íbúa). Sjö giftingar sama daginn Og langsamlega flestir, eða 5/6 allra brúðhjóna láta gefa sig saman í kirkju. Blaðamanni Dags, sem býr í grennd við Háteigskirkju finnst hann t.d. hafa heyrt brúðarbjöllur hljóma þaðan á klukkutíma fresti flesta laugardaga í sumar. Og Helgi kirkjuvörður staðfestir að þetta er ekki svo fjarri lagi. I sumar hafi alla jafna ver- ið frá 4 og upp í 6 giftingar á laugardög- um; oftast á klukkutíma fresti; það íyrsta klukkan eitt og það síðasta klukkan sex. Og eitt sinn 7 giftingar sama daginn. Pantanir fyrir árið 2000 „Já, ég hef orðið var við þessa fjölgun - en sýnist þó að öll met munu verða slegin árið 2000. Það eru gífurlegar pantanir fyrir árið 2000,“ sagði séra Vigfús Þór Amason. „Við Grafarvogsprestar vorum á fundi í morgun og sáum allt í einu að við kæmumst ekkert í sumarfrí að ári ef við ákveðum það ekki nú þegar.“ Margir prestar búist nánast við biðröðum í öllum kirkjum næsta sumar. Gifting með glæsibrag í tiskn En af hveiju þessi mikla Ijölgun? Eru brúðkaup komin í tísku, eða hefur bless- að góðærið gert fólki auðveldara að gifta sig með þeim glæsibrag sem marga dreymir um? Séra Vigfús Þór telur ástæð- urnar af ýmsum toga. Það sé í tísku um þessar mundir að gifta sig með glæsibrag. I annan stað virðist fólk í auknum mæli að átta sig á þeim réttindum sem gift fólk hefur umfram sambúðarfólk, m.a. til bóta og arfs þegar eitthvað alvarlegt kemur fyrir - og raunar einnig við skiln- að. Mjög mikið sé um giftingar fólks sem þekki hvort annað ansi vel og hafi oft langa sambúð að baki. Séra Vigfús Þór segir lítið um brúðhjón um tvítugt, en 25-30 ára aldurinn mjög algengan. Gömlu hjónaböndin bresta Lögskilnaðir hafa aðeins einu sinni á ára- tugnum orðið færri en í fyrra, eða 484 - auk 2ja samvistarhjóna. En 1991 héldu t.d. um 550 hjón hvort í sína áttina. At- hyglisverðasta breytingin er þó á lengd hjónabandsins við skilnað. Á 8. áratugn- um varð meira en þriðjungur allra hjóna- skilnaða eftir aðeins 1-5 ára hjúskap, sem þá var algengasta Iengd hjónabands við skilnað. Á 9. áratugnum skildu flestir eftir 6-9 ár. En framan af þessum áratug var Jangalgengast að hjón hafi verið gift í 20 ár eða lengur, sem átti við í fjórðungi tilfella. Og síðustu árin hefur hlutfallið enn hækkað og nálægt 30% skilnaða orð- ið eftir meira en 20 ára hjónaband. Séra Vigfús Þór telur að aukið sjálfstæði kvenna geti m.a. átt þama hlut að máli. Og fólk álíti nú auðveldara að búa eitt út af fyrir sig en áður var. — HEI í heita pottinum ræða menn nú bensín hækkanirnar og eru fúlir. Mótoristamir í hópnum vilja íyrir alla muni herða á baráttunni gegn skattlagningu bensíns og vilja styðja FÍB í þeirri viðleitni. 1 þvi sambandi hafa memi fagnað því að til liðs við FÍB mun nú vera að ganga Stefán Ásgrímsson sem mun ritstýra blaði samtakanna Ökuþór. Stefán hefur verið blaðamaður á DV og áður á Tímanum og eins og einn pottverjinn orðar það þá ætti að „muna um nagla eins og Stefán"... Veiðimenn í pottinum hafa miklar áhyggjtn af friðunarað- gerðum á rjúpu og telja að ráð- herra kunni að grípa til að- gerða, annað hvort með stytt- ingu veiðitíma eða lokunar á svæðum. Rjúpnavinir pottsins telja hins vegar nauðsynlegt að ganga talsvcrt langt í friðun- inni. í vikunni var tilkynnt um friðun á helsingja í Skaftafcllssýslu og í pottin- um segja inenn það aðeins vera upptakt að því sem koma skal hjá Siv Friðleifsdóttur umhverf- isráðherra. Hún muni flj ótlcga tilkynna uin frið- unaraðgerðir á rúpu á Suð-vesturhominu... Stefán Ásgrímsson. í pottinum heyrist nú að rikis- stjómin sé búin að ná lendingu í bankamálunum og samstarf- ið sé óðum að komast í samt lag eftir nokkra snarpa jarð- skjálftakippi. Finnur og Davíð em sagðir sammála um þá út færslu að selja í einu lagi tii margra aðila og fresta sölunni ekki. Útfærsluna á þó eftir að finna en í pottinuin er fullyrt að menn séu komnir út af hinu pólitíska jarðskjálftasvæði... FRÉT TA VIÐTALIÐ EinarRafn Haraldsson á Egilsstöðwn, formaðurfélagsins „Afl fyrirAusturland“ Stofnaðvarsl. laugardagá AusturlandifélagiðAfl Jyrir Austurland til þessaðhvetja stjómvöld til þess að hvika í engu frá virhjunaráformum norðan Vatnajökuls og stór- iðjuáReyðarfirði Markmiðið er uppbygging iðnaðar og atvinnu Austfirðingar fjölmenntu á fundinn sem hald- inn var á Egilsstöðum og virtist ríkja mikil ein- ing meðal þeirra 700 fundargesta sem hann sóttu. Fundarmenn virtust sammála um að blása ætti til nýrrar sóknar í atvinnumálum Ijórðungsins inn í nýja öld. Einar Rafn Haralds- son, formaður hins nýja félags, var inntur svara við því hvort nauðsynlegt hefði reynst að stofna félag til þess að fylgja eftir áðurnefndum mark- miðum. ,/itburðir síðustu dagana fyrir fundinn fylltu þolinmæðisbelg Austfirðinga. I fyrsta lagi þegar nokkrir menn spiluðu sig fasta á Bessastaðabrú, í öðru lagi ummæli borgarstjórans í Reykjavík við þetta tækifæri og í þriðja Iagi hvað fór fyrir hjartað á biskupnum vegna Eyjabakka. Ummæli fólks í fjölmiðlum hafa verið með miklum ólík- indum og þar vitna ég m.a. til greinar Ásgeirs Hannesar Eiríkssonar í Degi sem er af því tagi að okkur svíður undan vitleysunni og óréttmæt- inu sem Jjar er farið með, en greinin var ómál- efnaleg og rætin. Menn hafa lengi setið undir yfirlýsingum um að Eyjabakkar væru fallegasta svæði í heimi og þeirri ótrúlegu frekju Austfirð- inga að ætla sér að „drekkja" Eyjabökkum. Um- ræðan hefur ekki snúist um atvinnuuppbygg- ingu á Austljörðum og hvort eigi að virkja held- ur hvort sökkva eigi Eyjabökkum. Birt er falleg mynd af Hafrahvammagljúfri sem sögð eru ná- lægt Eyjabökkum. Hvað kemur það málinu við? Er Siglufjörður ekki nálægt Akureyri?" - Hefur umfjöllun fjöhniðla verið ómakleg að ykkar mati? „Myndbirtingar Rfkissjónvarpsins hafa stund- um verið falskar með Ómar Ragnarsson í broddi fylkingar. Þar eru sýndar í bland myndir frá Eyjabökkum og öðrum svæðum sem er blekk- ing. Það hefur verið endalaus áróður frá Ríkis- sjónvarpinu og hart að vera launagreiðandi þessara starfsmanna. Við getum sagt upp áskrift t.d. að Degi ef okkur mislíkar en við sitjum uppi með ríkisfjölmiðlana hvort sem okkur líkar bet- ur eða ver. Á fimmtudegi vorum við nokkrir búnir að fá nóg og spurðum okkur hvort ekki væru einhverj- ir ósammála þessum þvættingi. Fólk var haldið mikilli reiði á fundinum, þessi þögli meirihluti hér fyrir austan sem minna hefur heyrst í. Það var afar gleðilegt að sjá Austfirðinga úr öllum flokkum og byggðarlögum sammála, virkilega þverpólitískt afl.“ - Hvert verður nú hlutverk þessa nýjafélags? „Við drögum nú fram sannleikann í því hversu margir eru á móti virkjunaráformum með því að safna undirskriftum sem beint verð- ur til ráðamanna. Við hvetjum einnig fólk til þess að tjá sig með greinaskrifum." - JVií hefur ekki verið tekin endanleg úkvörðun um stóriðju á Reyðarfirði. Munið þið þrýsta á um ákvörðun? „Við munum skipta okkur af því og fylgja því eftir að ákvörðun verði tekin um það að hér rísi orkufrekur iðnaður. Okkar markmið eru upp- bygging iðnaðar og atvinnu í fjórðungnum. Eg er sæmilega bjartsýnn um það að orkufrekan iðnað eða stóriðju verði að hafa á Reyðarfirði innan eigi langs tíma. Það er búið að draga okk- ur Austfirðinga á asnaeyrunum í 20 ár, fyrst með Idsilmálmverksmiðju og Bessastaðaárvirkj- un. Þetta hefur m.a. valdið fólksflótta úr fjórð- ungnum enda hefur hér skort vel launuð störf fyrir langskólagengið fólk.“ _ gg

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.