Dagur - 02.09.1999, Page 5

Dagur - 02.09.1999, Page 5
*..jnr FRÉTTIR ;»ít «a u d.-.rtm .« v. »•-. i.aitTW*is - t FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1999 - 5 Ottast ekkí mál- sókn frá Kjartani - Munt þú þáfarafram á það eða Landsbankinn? „Ég endurtek að mér finnst að Sigurður eigi að fá tækifæri til að sanna þetta. Ég fullyrði að þetta eru rakalaus ósannindi, það er hans að sýna fram á að þetta sé rétt. Þetta eru mjög þungar og al- varlegar ásakanir. Þetta eru ekki ásakanir sem eru bara vanalegur partur í hefðbundnu skítkasti ein- hvers manns út í bæ. Þetta er trún- aðarmaður fyrirtækisins á þessum tíma, sem stjómarformaður að ég held. Því er þetta mjög alvarlegt mál,“ sagði Kjartan Gunnarsson. „Þá væri bleik bragðið" Viðbrögð Kjartans voru borin undir Sigurð G. Guðjónsson. Hann sagð- ist ekki hafa átt von á því að Kjart- an myndi játa þessu, hvað þá Hall- dór Guðbjamason. „Þá væri nú bleik brugðið," sagði Sigurður og bætti við: „Ég trúi betur þeim sem tala við mig og reikna út krónumar og aurana í bankanum heldur en pólitískum plottara. Því síður að ég trúi bankastjóra sem er að bíða eft- ir þriðja bankastjórastólnum." Aðspurður hvort hann óttaðist málshöfðun sagðist Sigurður vera óhæddur við „þessa menn“. Hann hefði ekkert að fela. — bjb Fymini formaður bankaráðs útilokar ekki málshöfðim vegna ummæla Sigurðar G. Guðjónssonar um sig. Sigurður segist ekkert hafa að fela. „Það eru hrein og rakalaus ósann- indi. Ég held að Sigurður viti það afskaplega vel sjálfur og tali þess vegna algjörlega gegn betri vitund. Hann er einfaldlega að skrökva," sagði Kjartan Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins og fyrrum bankaráðsformaður Landsbankans, í samtali við Dag, aðspurður um viðbrögð við grein Sigurðar G. Guðjónssonar hrl. í blaðinu í fyrradag. Þar sakar Sig- urður Kjartan um að hafa staðið í vegi fyrir lánveitingu Landsbank- ans til Islenska útvarpsfélagsins sökum þess að Jón Olafsson ætti þar í hlut. Samskonar viðbrögð viðhafði Halldór Guðbjarnason, fyrrum bankastjóri Landsbankans, í fjölmiðlum í gær. Kjartan sagðist ekki kannast við að bankaráð hefði hafnað Iánveit- ingu, slíkt væri í höndum starfs- Kjartan Gunnarsson. manna bankans en ekki banka- ráðs. Aðspurður um frekari viðbrögð við grein Sigurðar sagðist Kjartan ekki útiloka að fara með málið lengra. Sigurður væri með alvar- Iegar ásakanir í sinn garð. „Þetta er ásökun um að hafa misnotað stöðu sína til þess að klekkja á einhveiju fyrirtæki og eða einstaklingum. Það er náttúrulega eitthvað sem ekki væri óeðlilegt að hann þyrfti að svara fyrir annars staðar," sagði Kjartan. - Ertu þá að gefa ískyn að þú ætl- ir með málið lengra? Sigurður G. Guðjónsson. „Ég hef ekkert ákveðið það en það getur vel verið. Ásakanimar eru mjög alvarlegar." - Ertu þá að tala um meiðyrða- mál? „Ég veit ekki hvemig ætti að standa að því. Margir aðilar eru í kerfinu sem geta rannsakað svona staðhæfingar." - Þú útilokar sem sagt ekki máls- höfðun gagnvart Sigurði? „Mér finnst eðlilegt að Sigurður fái tækifæri til að sanna þessar fullyrðingar sínar.“ - Fyrir dómstólum þá? „Já, til dærnis." Sighvatur Björgvinsson er á leið í fundaferð. Fundirí farvatninu Nefnd, sem í sumar hefur unnið að tillögugerð um hvernig staðið skuli að stofnun Samfylkingar- innar, sem formlegs stjórnmála- flokks, er að ljúka störfum. Til- lögur hennar verða síðan kynntar flokksfólki flokkanna þriggja sem að Samfylkingunni standa. Sig- hvatur Björgvinsson, formaður Alþýðuflokksins, segist ætla að hefjast handa næstu daga og hyggst hann halda fundi í öllum kjördæmum landsins. Hinir flokkarnir Alþýðubandalag og Kvennalisti munu einnig hefja fundaferð í þessum mánuði. Alþýðubandalagið mun halda landsfund sinn í haust en Al- þýðuflokkurinn ekki fyrr en eftir ár. Sighvatur segir að þegar ákvörðun um flokksstofnun Sam- fylkingarinnar hefur verið form- lega tekin þá muni æðstu stofn- anir flokkanna þriggja verða kall- aðar saman. - S.DÓR Sveitarfélögm tapa 2,2 milljörðiun á ári Fjámmgnstekjuskattiir og skattfrelsi lífeyris- iðgjalda. Sameiginlegt álit nefndar ríkis og sveitarfélaga. Hærri hlutdeild í stað- greiðslu. Sveitarfélögin í landinu tapa ár- lega allt að 2,2 milljörðum króna í tekjum vegna skattkerfisbreytinga stjórnvalda. Þarna er aðallega um að ræða áhrif frá fjármagnstekju- skattinum og raunar mest vegna skattfrelsis lífeyrisiðgjalda. Þetta kemur fram í sameiginlegri niður- stöðu nefndar ríkis og sveitarfé- laga sem (jallaði um áhrif hinna ýmsu skattalagabreytinga sem átt hafa sér stað á síðustu árum. Hærri hlut í staðgreiðslu Þórður Skúlason framkvæmda- Þórður Skúlason framkvæmda- stjóri Sambands íslenskra sveitar- félaga telur að hægt sé að leið- rétta þetta tekjutap strax fyrir ára- mót. stjóri Sambands íslenskra sveitar- félaga segist persónulega vera þeirrar skoðunar að það sé eðlilegt að gengið verði strax í það að leið- rétta þessa tekjuskerðingu. Sér- staklega þegar haft sé í huga að tekjutapið vegna skattkerfisbreyt- inga sé sameiginleg niðurstaða nefndarinnar. Hann segir að hægt sé að leiðrétta þetta tap með því að sveitarfélögin fái t.d. hærri hlut- deild í staðgreiðslunni. Það sé trú- lega einfaldasta Ieiðin auk þess sem hægt sé að ganga frá þessu fyrir áramót. Þórður telur jafn- framt að það sé enginn árangur í fjármálastjórn hins opinbera í heildina tekið þótt rikið geti greitt niður sínar skuldir á sama tíma og sveitarfélögin safna skuldum. Hann telur að það þurfi því ekki að bíða eftir niðurstöðum nefndar sem á að vinna að endurskoðun tekjustofna sveitarfélaga hvað varðar þetta mál, þótt niðurstöðu nefndarinnar um áhrif skattkerfis- breytingarinnar hafi verið vísað til hennar. - GHH Leiðbeinendur aldrei fleiri Um 60-70 í ár. Fleiri keimslustioidir og fleiri skólar. Útskrif- uðum kennurum íjölg ar lítið. Það stefnir allt í það að leiðbein- endur við grunnskóla borgarinnar verði aldrei fleiri en á nýbyrjuðu skólaári, eða 60-70. í hitteðfyrra voru þeir B0 og 50 í fyrra. Hins- vegar hafa IJestir þeir kennarar sem sögðu upp störfum í vor vegna kjaradeilna við borgina ráð- ið sig á ný. Um 1300 grunnskóla- kennarar starfa við grunnskóla borgarinnar en nemendur eru um 15 þúsund. Fleiri stundir og fleiri skólar Ingunn Gísladóttir starfsmanna- stjóri hjá Fræðslumiðstöð borgar- innar segir að skortur á grunn- skólakennurum við skóla borgar- innar sé m.a. vegna þess að borg- in hefur fjölgað kennslustundum, auk þess sem skólum hefur íjölg- að. Á sama tíma hefur fjöldi út- skrifaðra kennara nánast staðið í stað. Hún telur þó að borgin hafi haldið sínum hlut í nýjum kenn- urum. Ingunn bendir einnig á að ef nemendum væri boðið uppá jafn margar kennslustundir eins og var þegar sveitarfélögin tóku við grunnskólanum árið 1996 og skólum hefði ekki fjölgað, þá hefði ekki þurft að ráða neina Ieiðbeinendur í fyrra né í ár. Und- antekningin frá því séu þeir leið- beinendur sem ráðnir séu ár hvert vegna sérfræðiþekkingar sinnar. — GRH Nýtt hugbúnaðaxhús Taeknival, Skýrr og Opin kerfi til- Skýrr og Opin kynntu í gær um stofnun nýs hug- búnaðarfyrirtækis er nefnist AX- hugbúnaðarhús. Það byggir á hug- búnaðarsviði Tæknivals og Agresso-sviði Skýrr. Nýja félagið hefur einnig keypt hlut Tæknivals í Kerfi og Tæknivali í Danmörku. Jóhann Jónsson, rekstrarhagfræð- ingur, verður framkvæmdastjóri AX. Myndin er frá blaðamanna- fundi sem haldinn var í húsakynnum AX í Skeifunni 8. - mynd: eúl Véfengir ekki mat tryggingafélaga Fjármálaemrlitið tilkynnti í gær að þao nefði á grundvelri fyrirliggj- andi upplýsinga ekki séð ástæðu til að véfengja mat vátryggingafélag- anna á áhrifum nýlegra breytinga á skaðabótalögum á fj'árhæð tjóna- bóta og þá iðgjaldahækkun sem af því mati leiddi. I ljósi óvissu um áhrif skaðabótalaga, mat á tjónaskuld og þróun tjónakostnaðar telur Fjármálaeftirlitið hins vegar brýnt að hvert vá- tryggingafélag taki forsendur iðgjaldaákvarðana sinna til endurskoð- unar um leið og frekari reynsla er fengin. Fjármálaeftirlitið mun í kjölfar þessarar athugunar hlutast til um að vátryggingafélögin geri betur grein fyrir stöðu lögboðinna öku- tækjatrygginga í skýringum með ársreikningum sínum og upplýsinga- gjöf til eftirlitsins. Ástæða er til að gera starfsreglur félaganna skýrari og auka gagnsæi í reikningsskilum þ.á m. um stöðu vátrygginga- greina. Eim ekki sótt um umhverfismat Samkvæmt samningi iðnaðarráðuneytis og Norsk Hydro um bygg- ingu álvers í Reyðarfirði átti að vera búið að sækja um starfsleyfi og umhverfismat fyrir verksmiðjuna ekki síðar en 1. september. Magnús Asgeirsson hjá Hönnun og ráðgjöf á Reyðarfirði, sem annast um þessi mál, segir að enn hafi ekki verið sótt um umhverfismat. „Astæðan er sú að umhverfismatið er háð ansi mörgum þáttum, þetta er eins og keðja, að ef einn hlekkur bilar teljast aðrir þættir líka. Við erum komnir það Iangt með þetta allt saman og töfin verður ekki nema örfáir dagar, þá verður sótt um umhverfismat," sagði Magnús Ásgeirsson. Hann segir að verkinu í heild miði mjög vel og nánast allt sé sam- kvæmt tímaramma sem settur var inn í samninginn. — S.DÓR

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.