Dagur - 02.09.1999, Síða 7
"oianíT
líVftl H'iai'.'i'V 'SÍ .S >' I . •UVJ'IKIM*- tT
FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1 999 - 7
Thypr.
PJÓÐMÁL
Einstakt djásn?
„Á heildina litið yrði Snæfellsþjóðgarður einstakt djásn sem að fjölbreytni og fegurð stæðist samjöfnuð við hvaða
úrvalssvæði sem er á heimsskautaslóðum. Hann myndi tengjast væntanlegum Vatnajökulsþjóðgarði og til suð-
austurs tæki við Friðland á Lónsöræfum." - mynd: gva
þjóðgarð? Það er stef-
na N áttúniveriid ar-
samtaka Austurlands,
sem hér gera grein fyr-
ir málinu.
Aðalfundur Náttúruverndarsam-
taka Austurlands - NAUST - var
haldinn að Brúarási 29. ágúst
1999. Þar var samþykkt að leggja
til, í samræmi við tillögu stjórnar
NAUST frá í júní 1999, „að stofn-
aður verði Snæfellsþjóðgarður,
sem taki til Snæfells og öræfanna
umhverfis að meðtöldum Eyja-
bökkum og Jökulsá í Fljótsdal að
mörkum heimalanda jarða í
Norðurdal. NAUST telur brýnt að
litið sé heildstætt á þetta verð-
mæta svæði með tilliti til vernd-
unar náttúru þess ókomnum kyn-
slóðum til yndisauka. Fundurinn
felur stjórn samtakanna að koma
tillögunni á framfæri við um-
hverfisráðuneytið, Náttúruvernd
ríkisins og AJþingi með ósk um að
stjórnvöld beiti sér fyrir stofnun
þjóðgarðsins.
Snæfellsþjóðgarður og vemdun
hálendisins norðan Vatnajökuls
hefði ómetanlegt gildi fyrir Iandið
í heild og Austurland sérstaklega
auk þess að hafa alþjóðlega þýð-
ingu. Tilkoma þjóðgarðsins myndi
hvetja til náttúruskoðunar og
verða lyftistöng fyrir umhverfis-
vernd og atvinnuþróun á Austur-
landi.“
Æskileg mörk þjóðgardsins
I greinargerð sem fylgir framan-
greindri samþykkt NAUST um
stofnun Snæfellsþjóðgarðs er
hugmyndin úrskýrð nánar sem
hér segir:
I aðalatriðum er miðað við að
mörk Snæfellsþjóðgarðs verði eft-
irfarandi: Að austanverðu fylgi
þau Kelduá frá upptökum í
Vatnadæld norður undir ármót
við Innri-Sauðá. Þaðan vestur í
Snikilsárvatn og með Ytri-Snikilsá
í Jökulsá í Fljótsdal. Að norðan-
verðu um Öxará og vatnaskil milli
Þórisstaðakvíslar og Laugarár,
vestur yfir Hölkná og norðvestur í
Kálffell (794 m). Þaðan til vesturs
um Tungusporð og Búrfell (840
m) í Jöklu við Hnitasporð. Að
vestan ráði Jökulsá á Dal [Jökla]
mörkum og innst Jökulkvísl að
upptökum og að sunnan lína um
64°39’N í Vatnajökli [milli ca.
15°24’ til 15°48’].
Hefðbundnar nytjar haldist
Lengi hefur verið í undirbúningi
að stofna svokallað Snæfellsör-
æfafriðland og er hér gert ráð fyr-
ir að það yrði allt innan þjóð-
garðsins, en svæðið hins vegar
stækkað austur fyrir Eyjabakka og
Jökulsá norður að mörkum
heimalanda. Leita ber samráðs
við heimamenn um mörkin í ein-
stökum atriðum sem og um regl-
ur fyrir þjóðgarðinn, en NAUST
telur að stofnun hans þurfi ekki
að rekast á við hefðbundnar nytj-
ar bænda af svæðinu. Hreindýra-
veiðar yrðu heimilaðar í samræmi
við sérstakar reglur þar að Iút-
andi. Æskilegt væri að Kleifar-
skógur milli Öxarár og Ófærusels-
Iækjar yrði hluti af hinu friðlýsta
svæði.
Eignarhald
Stór hluti umrædds svæðis er á
Iandi í ríkiseign en sumt afréttar-
Iönd aðliggjandi sveitarfélaga.
Austan Jökulsár innan við Ytri-
Snikilsá er Múli [Múlaafrétt] og
vestan ár umhverfis Snæfell og út
að Bessastaðaá [Gilsárvötnum]
kallast afréttin Undir Fellum en
Vesturöræfi þar fyrir vestan að
Jöklu með ytri mörk við Hnita-
sporð, Búrfell og Kálffell. Kring-
„Snæfellsþjóðgarður
og vemdun hálendis-
ins norðan Vatnajök-
uls hefði ómetanlegt
gildi fyrir landið í
heild og Austurland
sérstaklega auk þess
að hafa alþjóðlega
þýðingu.“
ilsárrani vestan við Jöklu og Jök-
ulkvísl var lýstur friðland að til-
lögu Náttúruverndarráðs 1975.
Náttúrufar
Snæfellsþjóðgarður sem hér er
gerð tillaga um yrði í allra fremstu
röð náttúruverndarsvæða hér-
lendis og einstakur um margt.
Snæfell er hæst íslenskra fjalla
utan Vatnajökuls, fjölbreytt að
jarðfræðilegri gerð og því tengist
svipmikil hnjúkaröð.
Eyjabakkasvæðið er víðfeðm
gróðurvin og sérstætt votlendis-
svæði í um 650 m hæð fram með
upptakakvíslum Jökulsár í Fljóts-
dal. Svæðið stendur undir miklu
fuglalífi, einkum heiðagæsa sem
halda sig f sárum á jökullónum
við sporð Eyjabakkajökuls. Sem
votlendi með ríkulegu fuglalífi
falla Eyjabakkar undir skilgrein-
ingu Ramsarsáttmálans sem Is-
land er aðili að. I Jökulsá norðan
Eyjabakka er ein fegursta fossa-
syrpa landsins.
Vesturöræfi eru óvenju vel gró-
in heiðalönd í 650-670 m hæð.
Votlendi er þar útbreitt með fjöl-
da tjarna og smávatna. Vesturör-
æfi eru helsta burðarsvæði hrein-
dýrastofnsins.
Innan svæðisins framundan
Brúarjökli og Eyjabakkajökli er að
finna margháttaðar minjar um
framhlaup þessara jökla, meðal
annars svonefnda Hrauka þar
sem skriðjöklarnir hafa ýtt upp
jarðvegi sem stendur undir sér-
stæðum gróðri. Þá er vottur af
freðmýrum með rústum eða dysj-
um allvíða á svæðinu.
Við vesturmörk svæðisins er
Jölda, korgugasta jökulfljót hér-
lendis, sem grafið hefur út
gljúfrið mikla kennt við Hafra-
hvamma vestan undir Kárahnjúk-
um.
Á heildina litið yrði Snæfells-
þjóðgarður einstakt djásn sem að
fjölbreytni og fegurð stæðist sam-
jöfnuð við hvaða úrvalssvæði sem
er á heimsskautaslóðum. Hann
myndi tengjast væntanlegum
Vatnajökulsþjóðgarði og til suð-
austurs tæki við Friðland á
Lónsöræfum.
Um Snæfellsöræfi og Eyja-
bakka hefur margt verið ritað.
Nýlega kom út sérstakt hefti af
tímaritinu Glettingi (nr. 17-18) ,
helgað Snæfellssvæðinu, og eru
því þar gerð góð skil.
Hvers vegna er nú gerð
tiUaga uin þjóðgarð?
Náttúruverndarsamtök Austur-
lands vöktu þegar á fyrstu starfs-
árum sínum eftir 1970 athygli á
verndargildi Snæfellssvæðisins að
Eyjabökkum meðtöldum. Að til-
Iögu samtakanna tók Náttúru-
verndarráð svæðið á opinbera
náttúruminjaskrá árið 1978.
Virkjunaráform vegna Jökulsár í
Fljótsdal urðu þess valdandi að
ekki var unnið að friðlýsingu
svæðisins í heild eftir 1980. Nátt-
úruverndarráð [nú Náttúruvemd
ríkisins] hefur hins vegar frá
1990 freistað þess að að fá stofn-
að til friðlands við Snæfell og á
Vesturöræfum.
Hin síðustu ár hefur skilningur
almennings á gildi miðhálendis-
ins og nauðsyn þess að vernda
stóran hluta þess ósnortinn vaxið
hröðum skrefum. Andstaða við
virkjun Jökulsár í Fljótsdal hefur
magnast og fyrirvarar verið settir
við þá framkvæmd, m.a. í tillögu
að svæðisskipulagi miðhálendis-
ins, sem nú hefur verið staðfest.
Við þessar aðstæður telur NAUST
brýnt að litið sé heildstætt á nátt-
úru þessa svæðis og þau sterku
rök sem eru fyrir því að vernda
hana óspillta og gera ferðafólki
kleift að njóta svæðisins án þess
tjón hljótist af. Það verður best
gert með því að stofnað verði til
þjóðgarðs, eins og hér er gerð til-
laga um.“
„Að hengja bakara fyrir smið“
BRYNJÓLF-
BRYNJÓLFS-
SON
SKRIFAR
Nýjustu fréttir af fuglabakteríu-
málinu eru þær að tveir lögfræð-
ingar, sem fara fyrir Neytenda-
samtökunum, náðu sáttum á
fundi þar sem ákveðið var að
fara með lögum að fuglabúi.
Fuglabúið er talið ábyrgt fyrir því
að dreifa sýktum matvælum.
Komnir eru fram sjö einstakling-
ar sem' urðu veikir af umræddu
bakteríusmiti og á að höfða
skaðabótamál á hendur tilteknu
búi vegna þeirra. Þessir sjö ein-
staklingar mötuðust allir í sama
mötuneyti og fengu smitið í sig í
þeirri máltíð að taþð er, þar sem
kjúklingar voru fram bornir.
Þarna er verið að búa til prófmál
vegna matvælasýkingar.
Ábyrgð fagmanns
Margt þarf að skoða þegar kem-
ur að svona málabúnaði og er
hætt við að snúið geti orðið að
sanna það sem þarf að sanna í
málinu. Undirrituðum finnst að
ekki eigi að kæra búið heldur
mötuneytið sem ber fram kjúk-
linga sem eru þannig matreiddir
að í þeim lifa bakteríur. Huga
þarf að hvernig er skipað í
ábyrgðarstöðu þá sem ber ábyrgð
á matargerðinni. Ef um faglærð-
an matreiðslumann er að ræða
þá er hann ábyrgur að lögum fyr-
ir þessum verkum sínum og get-
ur hæglega orðið skaðabóta-
skyldur gagnvart þeim sem sýkt-
ust eða sá sem hann vinnur fyr-
ir, í þessu tilfelli mötuneytið eða
eigandi þess.
Óviss tilgangur
Hver er tilgangurinn með máls-
sókninni? Er hann ljós og skil-
greindur? Er verið að ná fram
bótum fyrir einstaklinga sem
hafa orðið fyrir skaða eða er ver-
ið að ná fram staðfestingu á því
að formaður neytendasamtak-
anna hafi rétt fyrir sér þegar
hann fullyrðir um skaðsemi vör-
unnar? Þarna gæti orðið snúið
mál að ná fram því sem að er
stemmt í raun. Hvernig verður
sannað að búið beri ábyrgð þeg-
ar augljóst er að þó varan væri
sýkt þá hefði það ekki orðið til
skaða ef fullnægandi matreiðsla
hefði farið fram. Ef fullnægjandi
hreinlæti hefir verið eða bara að
sá sem átti að matreiða og hafði
kunnáttu til þess hefði í raun
gert það. Að hann hafi ekki látið
aðstoðarfólk sitt í eldhúsinu sjá
um matargerðina og hugsanlega
ekki verið á staðnum eins og
mun ekki vera alveg óþekkt.
Að kaUa tH ábyrgðar
Raunhæf aðför væri að fara með
Iögum að mötuneytinu og mat-
reiðslumeistaranum sé hann fyr-
ir hendi og láta þessa aðila bera
ábyrgð á verkum sínum eins og
Iög kveða á um. Við þá gjörð væri
frekar verið að vinna í þágu neyt-
enda en að fullnægja metnaði for-
mannsins. Nokkuð þekkt vanda-
mál er að matreiðslumeistarar
nota verkstjóravald sitt á vinnu-
stöðum sínum til þess að koma
verkum sem þeir eiga sjálfir að
vinna á aðstoðarfólk á staðnum
en eru sjálfir nokkuð lausir við
verki. Með því að kalla eftir
ábyrgð þeirra með aðför að Iögum
gæti þessi þáttur trúnaðar í verki
breyst til batnaðar fyrir neytend-
ur. Matvæli er efni sem þarf
kunnáttu til að fara með ef tryggt
á að vera að ekki verði skaði þess
vegna er matreiðsla iðnnám sem
gerir einstaklingin sem hefir unn-
ið sér slík réttindi ábyrgan.
Fordæmid er til
Ekki þarf að fara í fordæmismál
vegna þessa tiltekna máls því að
fordæmið er til. Ekki er mjög
langt í árum síðan stór hópur af
erlendu fólki sem var hér á ráð-
stefnu sýktist af kjúklingarétti,
sem var borin fram frá mötu-
neyti sem hafði gert magntilboð
í matinn. Þá var farið með lögum
að mötuneytinu og matreiðslu-
manninum og var dæmt fyrir
sóða- og trassaskap. Saurgerlar
og ýmsar aðrar bakteríur fundust
á tækjum og veggjum mötuneyt-
isins og væri meira við hæfi að
gera samskonar heilbrigðisúttekt
á mötuneytinu og þar var gert.
Ef verður látið við það sitja að
gera aðför að kjúklingabúinu en
ekki mötuneytinu sem bar fram
matinn þá glatast mikilvægt
tækifæri til þess að vinna í þágu
neytenda.