Dagur - 02.09.1999, Síða 10

Dagur - 02.09.1999, Síða 10
tl - e «•£ I HiRtO't'ní .& HtlBÍ- ‘t VJ 1 HBll 10- FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1999 >us,wtT SMflflUGLYSINGAR Hrísar Eyjafiarðarsveit Til leigu í vetrarleigu 45 m2 timburhús með svefnlofti að Hrísum Eyjafjarðar- sveit. Innifalinn er allur húsbúnaður. Upplýsingar í síma 463 1305. Tökum að okkur tjaldvagna og fellihýsi í vetrargeymslu. Verð kr. 1.800 á tjaldvagn og 2.500 á fellihýsi per mánuð. Upplýsingar í síma 463 1305. Ökukennsla________________________ Kenni á nýjan Mercedes Benz A-class (litla Benzinn). Útvega öll náms- og prófgögn. Kenni allan daginn, á kvöldin og um helgar. Anna Kristín Hansdóttir, ökukennari Þingvallastræti 18 heimasími 462-3837 GSM 893-3440. Gæðabílar á qóðu verði Vegna flutnings eru tveir nýskoðaðir fólks- bílar til sölu á útsöluverði. Volkswagen Golf árg.' 89 (sjálfskiptur) og Skoda Favorit árg. 1 93 (lítið ekinn). Upplýsingar í síma 462 7883. Hesta-hey til sölu Rúllur af túni og rúllur af starengi. Hag- stætt verð. Upplýsingar í síma 462-4947 eftir kl. 19.00. " ORÐDAGSINS" 462 1840 S______________________r á Eyrina og víðar Upplýsingar gefur Edda í síma 460 6100 eða 800 7070 Vantar blaðbera Véla - Pallaleiga Skógarhlíð 43, 601 Akureyii fyrir ofan Húsasniiðjuna Leigi út álvinnupalla. Henta vel við málningu og viðgerðir á litlum og stórum húsum. 461-1386 og 892-5576 Kenni á ^OJS Ingvar Björnsson ökukennari frá KHÍ Akurgerði 11 b, Akureyri Sími 899 9800 Heimasími 462 5692 Tímar eftir samkomuiagi Bróðir okkar, SIGURÐUR GUNNARSSON, Þingvallastræti 26, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri sunnudaginn 22. ágúst. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 3. september kl. 13.30. Systkini hins látna. Ástkær frænka mín, SÓLVEIG RÖGNVALDSDÓTTIR, Brúarlandi, Eyjafjarðarsveit, verður jarðsungin frá Kaupangskirkju laugardaginn 4. september kl. 13.30. F.h. aðstandenda, Sveinn Bjarnason. ro^tr FRÉTTIR Laxveiðar í EHiðaánum hafa dottið niður úr rúmlega 2.200 löxum árið 1973 í rúmiega 400 laxa í fyrra og svipað í ár. Vilja bjarga EHiðaánimi Atak í uppsiglingu til að bjarga lífríM Ell- iðaánua. Laxveiðiu þar hefur verið í sögu- legu lágmarki í tvö ár. Vaxaudi mengun vegna bílaumferðar og nálægðar byggða. í gær voru kynntar niðurstöður á vistfræðirannsóknum á vatna- sviði Elliðaáa. Þar kemur að sjálfsögðu margt athyglisvert í ljós en niðurstaða þeirra vísinda- manna sem unnu að þessum rannsóknum eru m.a. þær að nauðsynlegt sé að framkvæma frekari rannsókir og þá sérstak- lega á ósi ánna en það var ekki gert að þessu sinni. Það er kunnara en frá þurfi að segja að laxveiðar í EHiðaánum hafa dottið niður úr rúmlega 2.200 löxum árið 1973 í rúmlega 400 laxa í fyrra og svipað í ár. Hvað veldur þessu vita menn ekki og raunar geta ástæðurnar verið margar. Bent er á vaxandi mengun í ánum, slæmar endur- heimtur úr sjó og að kýlaveiki kom upp í ánum. Eldisfiskur komst í árnar í miklum mæli árin 1985 til 1996, og talið er að sú erfðablöndun sem þá varð geti átt hlut að máli. Færri og yngri gönguseiði en áður, sveiflukennd umhverfisskilyrði frá 1989 til 1995 og vaxandi þrýstingur ým- issa þátta á lífríkið sem af byggð leiðir. Tillögur til úrbóta Lagt er til í skýrslunum að dreg- ið verði jafnt og þétt með skipu- lögðum hætti úr þeim þáttum sem eru taldir slæmir fyrir lífríki ánna. Koma verður í veg fyrir og draga úr mengun og röskun sem fylgir nálægri byggð. Minnka verði mengun úr ofanvatnslögn- um og afrennsli frá umferðaræð- um. Aukin verði vöktun á umhverfi og lífríki ánna með reglulegum mælingum á áhættuþáttum sem til þessa hafa ekki verið mældir. Gera verður auknar kröfur til nýrra byggða með hreinsun ofan- vatns á Norðlingaholti og í Kópa- vogi með tilliti til Elliðavatns. Lágrennslismörk Elliðaánna að vetrarlagi verði hækkuð og einnig að rennslissveiflum yfir veturinn verði stýrt. Banna neta- veiði á Iaxi í Elliðavatni og að gömul stífla í Hólmsá verði Ijar- lægð. Þetta eru helstu atriðin sem lagt er til að unnið verði að. Og loks að frekari rannsóknir verði gerðar á öllu vatrnasvæð- inu. - S.DÓR Þenslu- seidi? Glæsileg þorskseiðavísitala gef- ur vonir um búbót í þjóðarbúið þegar þessi þorskseiði hafa náð veiðanlegri stærð. En eru kannski líkur á að þjóðina langi að eyða þessum vonarpeningum fyrirfram, eins og henni virðist tamt? „Þetta þýðir auðvitað að framtíðarhorfurnar - þótt óviss- ar séu - líta heldur bjartar út en ella hefði verið. Og það getur haft áhrif á einkaneysluna strax til aukningar,11 sagði Már Guð- mundsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans. Þannig að þessi háa seiðavísi- tala geti hugsanlega torveldað mönnum aukið aðhald og gert erfiðara að draga úr þenslu í þjóðfélaginu? „Það gæti gert það. Ég er nú ekki að segja að þessi áhrif verði mikil - en þau eru í þessa áttina", svaraði Már. - HEI RAFVEITA AKUREYRAR - lýdj/L leuðiMCi, Sá hluti tæknideildar Rafveitu Akureyrar, sem sér um rekstur og framkvæmdir orkukerfisins, auk birgðahalds er fluttur að Rangárvöllum. Rafveita Akureyrar. Sundlaug Akureyrar Laus eru til umsóknar störf við bað- og sundlaugarvörslu við íþróttamannvirkin við Laugargötu. í starfi er fólgin öryggisgæsla, baðvarsla karla, ræstingar ásamt þjónustu við gesti staðarins. Umsækendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst. Við leitum að reglusömum einstaklingum sem hafa góða þjónustulund og eiga auðvelt með að umgang- ast börn sem fullorðna, hafa góðan samstarfsvilja og reykja ekki. Þær kröfur eru gerðar til umsækjenda að þeir stand- ist hæfnispróf sundstaða skv. reglum um öryggi á sund- stöðum. Laun eru skv. kjarasamningi STAK og Launanefndar sveit- arfélaga. Nánari upplýsingar, veitir forstöðumaður Gísli Kr. Lórenzson í síma 461-4455. Umsóknum skal skila til starfsmannadeildar, Geislagötu 9, á eyðublöðum sem þar fást. Umsóknarfrestur er til 15. september 1999. Sundlaug og íþróttahús eru reyklausir vinnustaðir. Starfsmannastjóri.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.