Dagur - 02.09.1999, Blaðsíða 3
tJagtur
FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1999 - 3
SUÐURLAND
Eyjameim fá
finnu milljonir
Eignarhaldsfélagið
Bnmahótafélag ís-
lands greiðir út 130
millj. kr. til 86 sveit-
arfélaga og er mælst
til þess að féð sé not-
að til brunavama.
Það hyggjast Eyja-
menn gera.
Eignarhaldsfélagið Brunabóta-
félag íslands greiðir 130 millj.
króna framlag til ágóðahlutar til
sveitafélaga sem eiga aðild að
Sameignarsjóði EBI. I hlut
Vestmannaeyjabæjar koma
rúmar 5 millj. kr. Þetta framlag
er í samræmi við ákvarðanir
stjórnar og fulltrúaráðs EBI.
Þau 86 sveitarfélög sem eiga
aðild að sjóðnum fá greitt fram-
lag til ágóðahlutar í samræmi
við eignarhlut sinn í sjóðnum.
Hilmar Pálsson forstjóri EBI
segir að í samræmi við sam-
þykktir félagsins hafi stjórn og
fulltrúaráð félagsins mælst til
þess við aðildarsveitarfélögin að
þau verji fjármununum til for-
varna, greiðslu iðgjalda af trygg-
ingum sveitarstjórna og bruna-
varna í sveitarfélaginu. Nú er
nýlokið útboði á tækjabúnaði
fyrir slökkvilið sveitarfélaga sem
skipulagt var af EBÍ og Sam-
bandi íslenskra sveitarfélaga.
Fimm sveitarfélög hafa nú þeg-
ar Iýst yfir vilja sínum til að
festa kaup á nýjum slökkvibif-
reiðum og mun EBI bjóða hag-
stæð kjör við fjármögnun kaup-
anna.
Hilmar segir að fjöldi þeirra
sveitarfélaga sem áhuga hafi á
því að taka þátt í útboðinu sé
ekki endilega mælikvarði á
brunavarnir sveitarfélaga, held-
ur fari það ekki síður eftir stærð
þeirra og tekjum. Þau fimm
sveitarfélög sem hafa lýst yfir
áhuga á að festa kaup á nýjum
slökkvibílum eru Sandgerði,
Reykjavík, Hveragerði, Fjarðar-
byggð og Seyðisfjörður. Hér er
um nýjar bifreiðar að ræða, en
hins vegar er það opið ef ein-
hver önnur sveitarfélög vilja
bætast við. Guðjón Hjörleifsson
bæjarstjóri segir að Vestmanna-
eyjabær eigi ágætan slökkvibíl
og þess vegna muni bærinn ekki
verða eitt þeirra sveitarfélaga
sem taka mun þátt í slökkvibíla-
útboðinu. „Við erum að efla
brunavarnir hjá stofnunum
bæjarins og erum vel búnir
hvað slökkvibíl varðar. Þannig
að þessi upphæð sem kemur til
greiðslu nú mun fara sem tekj-
ur til bæjarins. Hins vegar
finnst mér ekkert óeðlilegt að
sveitarfélög sem vantar slökkvi-
bíl, nýti sér þetta útboð.
-BEG.
Eyjamenn fá fimm milljónir úr sjóði eignarhaldsfélags Brunabótafélags
íslands.
Margir nýir kenn-
arar til starfa
Allnokkrar hreyting-
ar verða í kennara-
liði grunnskólanna í
Árhorg í vetnr. Fjórir
nýir kennarar við
ströndina.
Allnokkrar breytingar verða á
kennaraliði skólanna í Arborg
og voru þær kynntar á síðasta
fundi skólanefndar. Þar kom
meðal annars fram að Kolbrún
Guðnadóttir verður í 50% veik-
indaleyfi í vetur sem aðstoðar-
skólastjóri Sandvíkurskóla og
munu hluta starfsins deila með
sér þau Guðrún Jóhannsdóttir
og Gísli Magnússon, sem bæði
eru kennarar við skólann. Guð-
rún Sigríður Þórarinsdóttir
verður í veikindaleyfi og María
Bjarnadóttir mun starfa við
bókasafn skólans og Bæjar- og
héraðsbókasafnið og verður í
hálfu starfi á hvorum stað.
Milan Djurica mun kenna við
Sandvíkurskóla í vetur sem og
við grunnskólann á Eyrarbakka
og Stokkseyri. Aðrir nýir kenn-
arar þar eru Sigurgeir Hilmar
Friðþjófsson, Hansína Stefáns-
dóttir og Böðvar Bjarki Þor-
steinsson. - Þá greindi Oli Þ.
Guðbjartsson, skólastjóri Sól-
vallaskóla, frá því á fundi skóla-
nefndar að Birna Ragnarsdóttir
hefði sótt um stöðu tónmennta-
kennara við Sandvíkur- og Sól-
vallaskóla og Gerður Halldóra
Sigurðardóttir hefði sótt um
kennarastarf, en hún er nú í
réttindanámi við KHÍ. -SBS.
f
WðSAB
OLÍUFYLLTIR
RAFMAGNSOFNAR
Betri hiti - engin
rykmengun
- fyrir heimilið, sumarbústaðinn
eða vinnustaðinn.
Stærðir 400,750,800,1000,2000
wött • Hæðir 30 og 60 cm.
Sérstök frostvarastilling
Thermóstýring
Hagstætt verð
Einar Farestveit & Co. hf
Borgartúni 28, sími 562 2900
—
: * Askriftarsíminn er
800 7°8o
/V\
|Mcponaid’s
McDonald's auglýsir laus störf í
veitingastofum í Kringlunni,
Austurstræti og Suðurlandsbraut.
McDonald's býður spennandi starf, starfsþjálfun og
möguleika á skjótri launahækkun fyrir duglegt fólk.
Ekki er krafist sérstakrar menntunar heldur áhuga og vilja til
þess að læra og vera hluti af skemmtilegum starfshóp.
Umsóknareyðublöð er hægt að fá send eða sækja þau
veitingastofurnar.
Frekari upplýsingar veita
Magnús, s. 581-1414 (netfang: mangus@lyst.is),
Vilhelm, s. 551-7400 (netfang: vilhelm@lyst.is)
eða Pétur, s. 551-7444 (netfang: petur@lyst.is).
McDonald's
Kringlunni (frá 30. sept.)
Austurstræti
Suðurlandsbraut
WWW \JF12» ■ WT'
FVRSTUR MEU FHETTIRNAR
KAUPÞINC
Kaupþing hf. • Ármúla 13A • Reykjavík
simi 5151500 • fax 5151509 • www.kaupthing.is