Dagur - 02.09.1999, Blaðsíða 1
FIMMTUDAGUR 2. september 1999
2. árgangur - 27. Tölublað
Þrettán skípa
sjávamtvegsrisi
Frá Vestmannaeyjum. Miklar sviptingar eru þar nú í atvinnulífinu með
sameiningu stærstu útgerðarfyrirtækjanna. Kvótinn helst á staðnum.
Sj árvarút vegsrisi í
Eyjimt verður til með
samemmgu Vinnslu-
stöðvariimar og ísfé-
lagsius. Krossanes og
Óslaud einnig með í
pukkinu. Verkalýðs-
leiðtoganum í Eyjum
lýst vel á málið.
„Ur því sem komið var gat ekki
betri hlutur gerst. Mér líst vel á
þessa sameiningu,“ segir Jón
Kjartansson formaður Verkalýðs-
félags Vestmannaeyja um fyrir-
hugaða sameiningu Isfélags Vest-
mannaeyja hf., Vinnslustöðvar-
innar hf. í Eyjum, Krossaness hf. á
Akureyri og Oslands ehf. á Höfn í
Hornafirði. Viljayfirlýsing um
sameiningu félaganna var undir-
rituð fyrr í vikunni og miðast sam-
einingin við 31. ágúst. Vinnu við
formlegan samruna á að ljúka fyr-
ir miðjan október.
20 þúsund þorsMgildistonn
I tilkynningu félaganna fjögurra til
Verðbréfaþings Islands segir að
aðdraganda þessa megi rekja til
viðræðna fulltrúa Vinnslustöðvar-
innar við ýmis sjávarútvegsíyrir-
tæki þar sem menn höfðu sam-
starf eða sameiningu í huga.
Starfshópur á vegum ijögurra áð-
umefndra fyrirtækja fór yfir málin
og útkoman varð sú viljayfirlýsing
um málið sem fyrr er getið. End-
anleg ákvörðun um sameiningu er
svo í höndum stjóma félaganna
íjögurra sem funda um málið á
næstu dögum. - I tilkynningunni
sem Verðbréfaþingi var send er
undirstrikað að áfram sé í gildi
fyrri samþykkt stjórnar Vinnslu-
stöðvarinnar hf. um að leita skuli
eftir álitlegustu kostum til sam-
starfs eða samruna við önnur
sjávarútvegsfyrirtæki í sjávarút-
vegi.
Ef samruni þessara fjögurra
sjávarútvegsfyrirtækja verður að
veruleika er orðið til eitt stærs-
ta sjávarútvegsfyrirtæki lands-
ins. Sameinað fyrirtæki ræður
þá yfir aflaheimildum upp á
tæpíega 20 þús. þorskígildis-
tonn, fjórum fiskimjölsverk-
smiðjum - þar af þremur sem
geta framleitt hágæðamjöl, öfl-
ugri saltfiskvinnslu og bolfisk-
frystingu í Vestmannaeyjum
auk góðrar aðstöðu til verkunar
síldar, humars og fleira. Þá hef-
ur sameinað fyrirtæki yfir að
ráða þrettán fiskiskipum. Gert
er ráð fyrir að höfuðstöðvar nýja
fyrirtækisins verði í Vestmanna-
eyjum og rekstur þess skiptist í
tvö meginsvið: uppsjávar- og
bolfiskssvið.
MiMlsvert að halda í kvóta
„Eg á ekki von á því að þetta
komi við almennt verkafólk hjá
fyrirtækjunum. Það má vera að
toppunum fækki eitthvað, en
þetta snertir ekki mitt fólk. Laun
í fiskvinnslu hér í Vestmannaeyj-
um hafa einnig verið betri en víð-
ast hvar annarsstaðar, eða um
2% hærri, og ég á ekki von á öðru
en því að það haldist. A þessi
launakjör er komin hefð,“ segir
Jón Kjartansson. Hann segir að í
sínum huga sé mikilsvert að
kvótinn haldist áfram í Eyjum,
eins og fyrirsjáanlegt sé enda þó
vinnuveitendur verði líka að gera
sér grein fyrir að þeir nái engum
árangri nema með góðu starfs-
fólki. - Fréttir um fyrirhugaða
sameiningu hafði strax mikil
áhrif á verðbréfamarkaði. Tals-
verð viðskipti voru með bréf í
Vinnslustöðinni í fyrradag og
hækkaði gengi þeirra um 10,5%
og var það í lok dagsins 2,32.
-SBS.
60 nýnemar
íEyjiun
Framhaldsskólinn í Vestmanna-
eyjum var settur þriðjudaginn 24.
ágúst að viðstöddum kennurum
og nemendum næsta skólaárs. Að
sögn Olafs H. Sigurjónssonar
skólameistara verða um 260
nemendur í skólanum í vetur þar
af 60 nýnemar sem er svipað og
sl. vetur. Ólafur sagði að árgang-
urinn nú væri frekar lítill, en um
90% nemenda sem luku grunn-
skólaprófi x Vestmannaeyjum í
fyrra setjast nú á skólabekk í
Framhaldsskólanum. Einhverjir
hafa farið í skóla upp á landi eða
farið á vinnumarkaðinn.
Engin skipstjómarbraut er nú
við Framhaldsskólann, en að
öðru leyti er skipting milli náms-
brauta svipuð og verið hefur, en
flestir eru þó skráðir á náttúru-
fræðibraut og félagsfræðibraut.
Allar kennarastöður hafa verið
mannaðar og litlar breytingar í
kennaraliðinu, nema hvað aðeins
eru breytingar í hópi stundakenn-
ara, þurfti þó ekki að fá kennara
ofan af landi heldur var hægt að
manna allar stundakennarastöð-
ur heimamönnum - BEG.
Tókumenn frá íslenska kvikmyndfyrirtækinu Pan Arctica unnu í síðustu viku við gerð auglýsingamyndar fyrir
Voikswagen bilaverksm)ðjunar og meðal annars voru tekin glæfraatriði á sérsmíðaðri brú yfir Markarfljótsgljúfur,
þar sem það er hvað hrikalegast. Fjöldi fólks vann að gerð myndarinnar, bæði tökumenn og einnig smiðir, en
ærnar tilfæringar þurfti til að setja brúna yfir gljúfrið upp. Aðstæður þar voru þannig að mörgum myndi sundla,
einsog vel sést á myndinni.
Kuldaboli í
Þorlákshöfn
Nýtt ffysti- og kælivöruhús var
tekið í notkun í Þorlákshöfn sl.
laugardag og var því gefið nafnið
Kuldaboli. Nýja húsið er 29 þús-
und m3 að stærð og annast
geymslu frysti- og kælivöru til
lengri eða skemmri tíma. Þar er
pláss fvrir 2000 bretti í frysti-
geymslu og 800 bretti í kæli-
geymslu.
Ljóst er að nýja frysti- og kæli-
vöruhúsið mun hafa mikil áhrif í
Þorlákshöfn, jafnt á atvinnulífið
sem bæjarmyndina. Húsið mun
þjóna matvælaframleiðendum
um allt land og jafnframt inn-
lendum sem erlendum fiskiskip-
um, sem safna frystum afurðum
saman til flutnings á erlenda
markaði. Isfélag Þorlákshafnar
átti frumkvæðið að byggingu
hússins, en stjómarformaður er
Hafsteinn V. Asgeirsson. Húsið
er sagt hið fullkomnasta sinnar
tegundar í heiminum. Þar ráða
mestu tækninýjungar, umhverfis-
vænn kælimiðill og öflugt af-
greiðslukerfi. gg
Sláturfélagið
stykirbændur
Tveimur bændum á Suðurlandi
vom sl. föstudag veittir styrkir frá
Sláturfélagi Suðurlands til að
stuðla að framförum f nautgripa-
og sauðljárrækt. Einsog sagt var
frá í Degi á dögunum var á vor-
mánuðum auglýst eftir bændum
sem hefðu áhuga á samstarfi við
félagið í þriggja ára verkefni, þar
sem útgangspunkturinn var að
stuðla að hagræðingu í búrekstri
og þar með þættum rekstrarskil-
yrðum. Styrkþegarnir fá eina
milljón kr. á ári frá Sláturfélagi
Suðurlands næstu þjú árin gegn
því að láta í té ákveðnar upplýs-
ingar úr búskapnum, sem geta
orðið öðrum bændum til leið-
beiningar.
SauðQárbóndinn sem styrk
fékk var Isleifur Jónasson, bóndi í
Kálfholti í Asahreppi. Hann býr
með 565 fjár, en áætlanir hans
ganga út á að fjölga kindunum í
700. Jörðin Kálfholt er 750 ha. að
stærð og er allt landið vel gróið. -
Nautgripabóndinn er Gísli Geirs-
son í Byggðahorni í Flóa, en það
er vel gróin jörð og er 307 ha. að
flatarmáli. Gísli hætti mjólkur-
framleiðslu fyrir fimm árum og
breytti ljósinu þá í aðstöðu fyrir
eldisgripi. Hann er nú með 32 kýr
og innleggið er 45 til 50 naut, en
stefnan er sú að innleggsljöldi
verði kominn í 60 til 70 naut
undir lok styrkstímans.