Dagur - 21.09.1999, Side 1
I
J
I
t
1
Kínverski skiptineminn Jin
Shi lærði að hjóla íAðastræti
áAkureyri. Þegarhann ætl-
aði að reyna sig í umferðinni
þá datt hann á höfuðið en
hjálmurinn bjargaði honum.
Jin Shi er 17 ára drengur frá Sjanghæ sem
býr í vetur á Akureyri sem skiptinemi og
stundar nám við Menntaskólann. Hann
kom til Islands 23. ágúst og því lá beint
við að hann fengi íslenska nafnið Agúst.
Þegar Agúst kom frá Kína til Islands hafði
hann aldrei stigið á reiðhjól, en hann kom
inn á heimili þar sem bjó hjólafólk og fjöl-
skyldan lánaði honum hjól. Hann segir að
ekki hafi verið mjög erfitt að Iæra kúnsti-
na að hjóla. Það hafi tekið hann ríflega
hálftíma á Aðalstrætinu þar sem er frekar
lítil umferð. Þegar hann ætlaði síðan að
fara út í umferðina þá byrjuðu vandræðin.
„Eg var að hjóla eftir Þórunnarstræti og
var að prófa hvað hjólið kæmist hratt. Þar
er mjög kröpp beygja og ég reyndi að
bremsa, en það var sandur og möl á vegin-
um og ég rann til og beint á höfuðið."
Agúst segir bílstjóra sem áttu leið hjá
hafa verið mjög hjálplega. Hann meiddist
lítilega en það hafi bjargað honum að
hann var með hjálm á höfðinu. „Pabbi
vildi endilega að ég væri með hjálm. Mér
fannst það hálf furðulegt vegna þess að í
Kína eru það bara þeir sem stunda hjól-
reiðar sem íþrótt sem eru með hjálma.“
Líður eins og á bókasafni
Agúst er frá Sjanghæ. I Kína mega hjón
bara eignast eitt barn. Faðir hans vinnur í
öðrum borgarhluta sem er það langt í
burtu frá heimilinu að það borgar sig ekki
fyrir hann að koma beim úr vinnunni
nema á tyllidögum og um helgar. „Eg var
þarna í menntaskóla sem í eru 2500 nem-
endur og um 300 kennarar. Þar vakna ég
fyrir klukkan sex á morgnana. Ég fer síðan Agúst segir að ekki hafi verið mjög erfitt að læra kúnstina að hjóla. Það hafi tekið hann ríflega
með skólabílnum klukkan hálf sjö í skól- hálftíma á Aðalstrætinu þar sem er frekar lítil umferð. Þegar hann ætlaði síðan að fara út í um-
ann og er þar til klukkan fjögur á daginn. ferðina þá byrjuðu vandræðin. mynd: brink.
Það verður örugglega öðruvísi að vera í
Menntaskólanum á Akureyri.
Það búa 14 milljónir manna í Sjanghæ,
sem eru talsvert fleiri en á Akrureyri. Mér
líður eins og ég sé á bókasafni þegar ég
geng hérna um göturnar. Það er mjög gott
en stundum kann ég hinsvegar mjög vel
við mig þegar það er fullt af fólki i kring-
um mig. Það er mjög gott að ganga eftir
götu þar sem er fullt af fólki."
Notar timann
Ágúst hefur ekki miklar áhyggjur af
norðlenskum vetri. I Sjanghæ fer hita-
stigið sjaldan niður fyrir fimm gráður á
Celsíus. Þar er alltaf Iogn og þó að það
snjói stundum tekur fönnina fljótt upp.
Ágúst fór í réttir á dögunum og þar var
rigning og kuldi. „Það var mjög skemmti-
leg reynsla. Það kom mér mest á óvart
hversu búskapur hérlendis er náttúru-
Iegur. Bændurnir gera allt á náttúruleg-
an hátt. Þeir láta kindurnar ganga á fjöll
og sækja þær á hestum og Iáta þær síðan
ganga heim í hús. Það var mjög gaman
að sjá þetta.“
Það er mikill munur á íslensku og kín-
versku. Ágúst byrjaði strax og hann kom
til Akureyrar að huga að því hvernig
hann gæti best lært tungumál inn-
fæddra. Hann fór á bókasafnið og útveg-
aði sér kennslubækur í íslensku fyrir út-
lendinga. Hann segir það vera mjög
slæmt að íslenskar orðabækur séu ekki
ætlaðar fyrir útlendinga, að ekki sé til
brúkleg ensk-íslensk, íslensk-ensk orða-
bók sem væri hugsuð fyrir enskumæl-
andi fólk.
„Ég ætla að nota tfmann vel meðan að
ég dvel hérna. Það verður gaman að læra
nýtt tungumál. Svo er ég líka í íþróttum.
Bræður mínir hérna á íslandi spila fót-
bolta, körfubolta og stunda Tae Kwon Do.
Það er kórenösk sjálfsvarnaríþrótt. Sjálfs-
varnaríþróttir eru mikið stundaðar um alla
Asíu, þær eru hins vegar ekki vinsælar í
Kína. Ég er vanur að hlaupa mikið úti en
hef ekki mikla reynslu af boltaíþróttum.
Tíminn er dýrmætur en aðalmálið et held
ég, að hafa nóg fyrir stafni og sóa honum
ekki.“
-PJESTA
i'L'JMir.iiifc
Vesturfand: Hljómsýn, Akranesi. Kf. Borgfiröinga, Borgarnesi. E
Kf. Steingrimsfjaröai; Hólmavík. Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvei
Fáskrúösfiröi. KASK, Höfn, KASK Djúpavogi. SuAuríand: Mosfell, Hellu. /
w
3 ára ábyrgð
Örugg þjónusta
Blákalda
Heiti Brútto Lítrar Hæð sm. Breidd sm. Dýpt sm. Körfur sem fylgja Læsing Einangrun þykkt í mm. Rafnotkun m/v 18°C umhv.hita kWh/24 klst. Tllboðsverð stgr.
HF 120 132 86 55 61 1 Nei 55 0,60 20.900
HFL 230 221 86 79 65 1 Já 55 0,84 33.000
HFL290 294 86 100 65 1 Já 55 1,02 35.000
HFL 390 401 86 130 65 2 Já 55 1,31 39.000
EL 53 527 86 150 73 3 Já 60 1,39 46.900
EL 61 607 86 170 73 3 Já 60 1,62 63.000
jík
RÖDIO
Gaislagötu 14 • Sími■/
B R Æ Ð
m ORMSSON
Lágmúla 8 • Sími 530 2800
Hallgrímsson, Grundarfirði. Ásubúö, Búöardal. Vastfirðin Geirseyrarbúðin, Patreksflrði. Rafverk, Bolungarvík. Straumur, ísafiröi. Pokahorniö, Tálknafiröi. Norðuríand: Radionaust, Akureyri.
lingabúð, Sauöátfkróki. Urð, Raufarhöfn. Austuriand: Sveinn Guðmundsson, Egilsstööum. Kf. Vopnafirðinga, Vopnafirði. Kf. StööFiröinga. Verslunin V(k, Neskaupstað. Kf. Fáskrúðsfiröinga,
* “ “ ............... rg, Grindavík. íSgéi- *
Þorlákshöfri.; Brimnes, Vestmannaeyjum. Klakkur, Vík. Reykjanes:
eflavík. Rafborg,'