Dagur - 21.09.1999, Page 3
ÞRIÐJUD AGU R 21. SEPTEMBER 1999 - 19
X^MT
LÍFIÐ í LANDINU
Erfiðleíkar til blessunar?
/ Hrísey, perlu Eyjafjarðar,
eru viðsjár- en Snæfell hef
urákveðið að lokapökkun-
arstöð sinni
þar. Þungt
hljóð ífólki sem
segirKEA hafa
svikið sig. Sið-
Siguröur Bogi
Sævarsson
skrifar
ferðilegar spumingar
vaka. Að missa vinnuna er
sorgarferli segirprestur
eyjaskeggja.
„Þegar upp er staðið held ég að KEA
hafi graett meira á okkur en við á
þeim,“ segir Maríann Samúelsdóttir,
fisksverkakona hjá Snæfelli í Hrísey.
Hún er í hópi 50 starfsmanna þar sem
líklegt er að missi vinnu sína á næst-
unni, en Snæfell hefur nú ákveðið að
Ioka pökkunarstöð sinni í eynni og hafa
fisk\innslu sína við Eyjafjörð alfarið á
Dalvík. Það er þungt hljóð í Hríseyingum
og þeir tala um svik KEA og Snæfells við
þá, ekki síst svik á siðferðislegum skyld-
um.
Fljótfæmisleg ákvörðun
Ingimar Ragnsson er verkstjóri hjá Snæ-
felli í Hrísey. Hann er ómyrkur í máli og
segir Hríseyinga hafa verið lítillækkaða.
Er hans mat að vilji forráðamanna fyrir-
tækisins hafi aldrei verið sá að halda úti
vinnslu í Hrísey. Þegar sérhæfing í rekstri
Snæfells var tekin upp 1997 hafi vinnslu-
húsið í Hrísey verið gert að pökkunar-
stöð, en þar er unnið að því að pakka fisk
í neytendaumbúðir sem fer á markað í
Evrópu. Ingimar segir að pökkunarstöðin
í Hrísey hafi verið rekin með tapi, en á
þessu ári hafi orðið bragarbrót á. Menn
séu með hagræðingaragerðum að nálgast
núllið, en ein-
hverja mánuði enn
þurfi til að ná
settu marki.
Einmitt þá sé
Hrísey slegin af.
„Þetta er komið
í óefni vegna
óstjórnar í yfir-
stjórn fyrirtækis-
ins. Þegar menn
ætla að snúa við
verður að gefa því
tíma. Vera má að
Snæfell þoli ekki
bið, svo iíla sé fyr-
irtækið statt. Þó er
mitt mat að þetta
sé fljótfærnisleg
ákvörðun. Starfs-
fólk hér hefur
lengi verið uggandi
um framtíðina. Við stjórnendur höfum
verið að reyna að halda neikvæðni niðri
og höfum hvatt fólk til þess að líta já-
kvætt á hlutina. En étum það ofan í okk-
ur núna.“
Engtnn safnar fúlgum
„Það er þungt hljóð í fólki hérna og til-
finningin að loka eigi pökkunarstöðinni
hér er slæm því við höfum að engu öðru
að hverfa. Okkur finnst við hafa verið
svikin," segir Maríann Samúelsdóttir, sem
hefur starfað við fiskvinnslu hjá Snæfelli
og áður KEA í 28 ár. „Eg vona að hér
verði fiskvinnsla sett á laggirnar, en
vandamálið er að kvóta vantar. Það geng-
ur ekki upp að reka fiskvinnslu og kaupa
hráefni alfarið á mörkuðum. Þegar kvóti
var tekin héðan og lagður inn í Snæfell
í frystihúsi Snæfells í Hrísey. Maríann Samúelsdóttir, Ingimar Ragnarsson og Úlafur Agnarsson. „Einsog þegar
hundur hefur bitið mann, þá fer maður ekki aftur og klappar honum. Snæfellsmenn hafa bitið okkur Hríseyinga
illa og því förum við ekki til þeirra aftur.“ myndir: -brink.
Sr. Hulda Hrönn M. Helgadóttir er sóknarprestur í
Hrisey. „Fyrirtæki sem rekið er með hálfum huga
færir enga blessun og von fyrir staðinn."
þá var vopnið slegið úr höndum okkar."
Maríann kveðst nú vera farin að hug-
leiða hvort ekki sé rétt að leita á nýjar
slóðir. „Eg fer allt annað en að vinna hjá
Snæfelli á Dalvík," segir hún. Bætir við
að það setji fólk í erfiða stöðu að með því
ástandi sem upp er komið upp í atvinnu-
málum í Hrísey verði eignir fólks verðlitl-
ar og örðugt sé fyrir fólk að kaupa hús-
næði annarsstaðar, enda safni enginn
fúlgum með störfum í fiski. Laun sín til
dæmis séu ekki nema um rúmlega sjötíú
þús. á mánuði.
Stórhuga menn
„Eg vona að af stað fari stórhuga menn
hér í eynni sem taka til hendinni,“ segir
Ölafur Agnarsson, starfsmaður Snæfells.
„Ég þyrfti að vera kominn undir hamar-
inn með eigur mínar áður en ég færi að
vinna hjá Snæfelli á Dalvík. Þetta er svip-
að einsog þegar hundur hefur bitið
mann, þá fer maður ekki aftur og klappar
honum. Snæfells-
menn hafa bitið
okkur Hríseyinga
illa og því förum
við ekki til þeirra
aftur. Eigum þetta
ekki skilið af
þeim,“ segir Ólaf-
ur.
„Það er
reikningsleikfimi
hvort rekstur í
Hrísey er með
hagnaði eða tapi,“
segir Pétur Bolli
Jóhannesson sveit-
arstjóri í Hrísey.
„Við í Hrísey fáum
fiskbita til pökkun-
ar senda frá Dalvík
og þeir geta þá
stjórnað því hver
framleiðnin er hér - og jafnframt afkoma.
Það var þvi ljóst að þegar bolfisksvinnslu
var hætt hér myndi það veikja okkar
stöðu, sem hefur líka komið á daginn. Nú
höfum við líka orðið undir. Sjálfsagt má
finna rök fyrir því að hafa þetta allt á ein-
um stað, en menn mega ekki heldur
gleyma því að hér hefur fólk mikla verk-
kunnáttu og reynslu."
Pétur Bolli segir að frystihúsið hafi á
meðan þar var stunduð almenn fisk-
vinnsla verið gullmoli fyrir KEA og hafi
það skilað góðum hagnaði. Þá hafi verið
stunduð í eynni umfangsmikil útgerð og
á fyrstu árum kvótakerfisins hafi eyja-
skeggjar eignast talsverðan kvóta sem
nú er hjá Snæfelli. „Ég tel ekki nema
eðlilegt að Snæfell skili aftur þessum
kvóta sem er 800 til 1200 þorsí-
Pétur Bolli Jóhannesson, sveitarstjóri í Hrísey. „Það er reikningsleikfimi
hvort reksturinn f Hrísey er með hagnaði eða tapi."
gildistonn. Ég sé enga ástæðu til annars
en að þeirri kröfu okkar verði vel tekið,"
segir Pétur. Hvað varðar framhald mála
segir Pétur að framundan sé fundur
eyjaskeggja með stjórn KEA og einnig
erindi sem hreppsnefnd Hríseyjarhrepps
hefur nú sent til ríkisstjórnar þar sem
þess er óskað að hún grípi inn í þá þró-
un sem nú á sér stað um allt land, þar
sem líf heilu byggðarlaganna hangir á
bláþræði. Þegar stjórnendur jafnvel eins
Árni Tryggvason leikari og Hríseyingur. „Get
ekki hugsað mér að perla Eyjafjarðar verði
bara nýlenda ferðamanna.“
fyrirtækis hafi líf eða dauða byggð-
arlags í hendi sér. I þessu sambandi
þurfi m.a. að breyta kvótalögum.
Saltað á þremur plönum
„Ég man hér þá tíma þegar lífið í
eynni var hér blómstrandi og
skemmtilegt. A síldarárunum var
saltað hér á þremur plönum," segir
Arni Tryggvason leikari, sem er
uppalinn í Hrísey. „Það er búið að
hirða af okkur allan kvóta nema af
trillunum og ef þessi sta.f»emi
Ieggst niður þá sjá allir sína sæng
út breidda hvað atvinnu snertir.
Fólkið á sennilega ekki mikið meira
en það sem liggur í húsunum
þeirra. Ekki margir hér eiga pen-
inga afgangs og það er ekki auðvelt
að hlaupa burtu frá eigum sínum
sem verða verðlitlar," segir Arni.
„Frystihúsið hér er eitt það full-
komnasta á landinu og hentar vel
þeim sem vilja koma hér einhverri
starfsemi á laggirnar. En þeir verða
að vera fljótir til og gera eitthvað
áður en fólk missir kjark. Ég er
bjartsýnismaður að eðlilsfari og get
ekki hugsað mér að perla Eyjafjarð-
ar verði bara nýlenda ferðamanna.
Hér verður byggð -
hingað koma menn
og fara í útgerð og
fiskvinnslu. Það góða
sigrar."
KEA brást
trausti fólks
Sr. Hulda Hrönn M.
Helgadóttir er sóknar-
prestur í Hrísy og seg-
ir hún að með þeim
uppsögnum sem nú
vofa yfir sé verið að
grafa undan lífsaf-
komu Hríseyinga og
um leið sjálfsvitund
þeirra, tilvist og af-
stöðu til wnnunnar.
„Ég segi afstöðu til
vinnunnar, því vinna
er ekki bara að þreyja
þorrann þar til vinnu-
tíminn er búinn. Að
vinna, er að skapa og
vera hluti af heild og
þróun og sjá afrakstur verka sinna. I upp-
sögn felst því, að starf einstaklings er ekki
metið að verðleikum. Að vera sviptur
starfi er því mikill persónulegur missir og
því fylgir sorg og fólk gengur í gegnum
sorgarferli," segir Hulda.
Hún segir að með aðgerðum sínum
hafi KEA illilega brugðist trausti fólks í
Hrísey í krafti viðskiptahátta og með
stuðningi orða einsog arðsemi og hagræð-
ingu séu menn að leika sér að lífi fólks og
eigum. „Siðferðilegar skyldur KEA voru
að halda einu af bestu frystihúsum Iands-
ins áfram sem slíku og halda áfram mark-
vissri uppbyggingu þess ásamt því að að
efla útgerð í Hrísey sem það gerði ekki.
Það brást trausti fólksins.“
Slíkt fyrirtæki fær enga blessun
En þegar neyðin er stærst, er hjálpin
næst. Séra Hulda Hrönn segir að vissu-
lega geti erfiðleikar orðið til blessunar
og í lífinu verðum við oft fyrir erfiðri
reynslu sem þroskandi sé. Mikilvægt sé
að sjá Ijósið og gera sér grein fyrir að oft
séum við sterkust þegar við séum veik-
ust. „Við komumst yfirleitt ekki hjá því
að lenda í erfiðleikum, en mikilvægt er
að læra að takast á við þá með hjálp
Guðs og vinna úr þeim. Éf okkur tekst
það verðum við sterkari en áður og öðl-
umst meiri lífsreynslu. Fyrirtæki sem
rekið er með hálfum huga færir enga
blessun og von fyrir staðinn. Þessir erf-
iðleikar geta orðið okkur til blessunar
hér í Hrísey ef framtakssamir og áhuga-
samir einstaklingar fá tækifæri til að
reisa á ný gott fyrirtæki eða fá tækifæri
til að efla þann rekstur sem fyrir er.“