Dagur - 21.09.1999, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1999 - 21
LÍFIÐ í LANDINU
Fréttaöftunljós-
vakans sainþættist
„Mér finnst alltaf munaður að geta hlustað á svæðisútvarpsstöðvar og það efni sem þær hafa uppá
að bjóða, “ segir Finnbogi Hermannsson. Ti! vinstri á myndinni er Arnar Páll Hauksson. mynd: brink
Norrænir útvarpsmenn
funda á Akureyri. Svæðis-
stöðvum ríkisútvarps lagðar
auknar skyldur á herðar
Á Akureyri var í síðustu viku haldinn
fundur forstöðumanna svæðissstöðva
ríkisútvarpa á Norðurlöndunum. Um 40
manns sóttu fundinn, en þeir eru
haldnir á tveggja ára fresti og eru þar
tekin fyrir ýmis fagmálefni hverju sinni.
Að þessu sinni var rætt um samþætt-
iningu fréttaöflunar við útvarp og sjón-
varp, en sú þróun hefur átt sér stað á
Norðurlöndunum og er að verða að-
veruleika hér, meðal annars með sam-
eingu fréttastofu Útvarps og Sjón-
varps.Þá eru svæðisstöðvar Ríkisút-
varpsins í vaxandi mæli að taka að sér-
fréttavinnslu fyrir Sjónvarpið, en svo
hefur ekki verið fram til þessa.Þetta
hefur til dæmis orðið að veruleika á Eg-
ilsstöðum þar sem fréttamenn Rfkisút-
varpsins annast fréttaöflun við báða
miðlana.
Styrkir útvarp og sjónvarp
„Ég tel að þessi þróun sé af hinu góða.
Hættan er auðvitað sú að það dragi úr
fjölbreytni á því efni sem stöðvarnar eru
að senda frá sér, en reyndin er sú, til
dæmis í Noregi, að þetta hefur verið að
styrkja bæði útvarp og sjónvarp," segir
Finnbogi Hermannsson, forstöðum.
Ríkisútvarpsins á Isafirði, en Dagur
ræddi við hann og Arnar Pál Hauksson,
sem veitir Ríkisútvarpinu á Akureyri
forstöðu. „Svæðisstöðvarnar þurfa ekki
miklu að bæta við sig í mannahaldi til
þess að geta sinn báðum miðiunum.
Þetta er því afar hagkvæmt fyrirkomu-
lag. Hjá mér vestur á Isafirði þyrfti að
auka starfshlutfall tæknimanns úr hálfu
starfi í heilt og bæta við einu stöðugildi
fréttamanns sem gæti sinnt báðum
miðlum,“ segir Finnbogi.
I starfi ríkisútvarps á Norðurlöndun-
um gegna svæðisstöðvarnar veigamiklu
hlutverki. Stöðvarnar í Noregi eru um
tuttugu talsins og fleiri í Svíþjóð. Þær
senda allar út á sérstökum rásum og
annast bæði fréttaöflun og eins dag-
skrárgerð fyrir landsrásir. Svæðisstöðin í
Kalmar í Smálöndum í Svíþjóð, í heima-
héraði barnabókahöfundarins Astrid
Findgren, framleiðir til dæmis mikið af
barnaefni sem þykir afar frambærilegt.
Þannig gegna stöðvarnar menningarleg-
um skyldum, sem eru í ríkum mæli á
herðar þeirra lagðar.
Mikið hlustað á svæðisútvarp
Arnar Páll Hauksson segir að íslending-
ar kunni vel að meta útsendingar svæð-
isstöðva útvarps. Hlustun á útsendingar
sé að jafnaði um 25% til 30% og fari á
góðum degi upp í 40%. Það sé jafnframt
ljóst að þegar heimurinn smækki sífellt
og daglegar fréttir komi víðar að - aukist
jafnframt gildi nærmiðlunar sem
svæðisútvarpsstöðvarnar Ieggi sig eftir
þ.e. fréttum úr hinu daglega umhverfi.
„Mér finnst alltaf munaður að geta
hlustað á svæðisútvarpsstöðvar og það
efni sem þær hafa uppá að bjóða - en
ekki eingöngu fréttir og fréttatengt efni
sem lýtur að málefnum á höfuðborgar-
svæðinu. Landsbyggðarfólki finnst
stundum mikil áhersía lögð á að segja
frá áætlun strætisvagna í borginni og
færð í Ártúnsbrekkunni," segir Finnbogi
Hermannsson.
-SBS.
Fyrlrtaks
morgunlelkfraii
Sl/OJMA
ER LIFIÐ
„Morgunstund gefur gull í mund,“ segir gamalt íslenskt mál-
tæki í merkingunni að sá sem fari snemma á fætur verði Ioð-
inn um Iófana, en orðið mund merkir lófi. Margir fara í bað
eða sturtu áður en þeir halda út í daginn og skola þá af sér
svefndrungann. Það er líka í þrifnaðarskyni því að að sofandi
maður skilar talsverðu magni af svita í værðarvoðirnar. Morg-
uninn er víða annatími á baðstöðum. Margir hafa stundað
sömu sundlaugina
í áraraðir og oft
sérstæð
í sund-
laugunum.
Fátt er betra
fyrir spennta
vöðva en heitt bað.
Sundlaugarnar
geta verið hrein-
ustu heilsubrunn-
ar. Heitu pottarnir eru tilvaldir fyrir þá sem þurfa að glíma við
stirða vöðva að láta líða úr sér. Það, að synda nokkur hundruð
metra, getur verið góð morgunleikfimi og komið blóðrásinni á
hreyfingu. Góð sundferð mýkir vöðvana og styrkir þá. Þannig
eru sundferðir góðar fyrir líkama og sál.
myndast
samfélög
Pjetur
svarar
í símann!
Ertu með ráð,
þarftu að spyrja,
viltu gefa eða
skipta?
Pjetur svarar í
símann kl. 9—12.
Síminn er
460 6124 (beint)
eða 800 7080.
Póstfang:
Þverholt 14 Rvk.
eða Strandgötu 31
Akureyri.
Netfang:
pjeturst@ff.is
Brúðkaupsafmæli
Ýmis tilefni gefast til þess að gera sér dagamun. Brúðkaupsaf-
mæli getur verið stór stund í lífi fólks. Giftingarhringurinn er
tákn um kærleika og trúnað. Einu sinni heyrði ég af manni
sem var rotaður með kökukefli af því að hann gleymdi brúð-
kaupsafmæli þeirra hjóna. En brúðkaupsafmælin hafa nöfn, og
eru kennd við mismunandi verðmæta hluti.
1 ár: pappírs 13 ár: knipplinga
2 ár: bómullar 14 ár: fílabeins
3 ár: leður 15 ár: kristals
4 ár: blóma 20 ár: postulín
5 ár: tré 25 ár: sill'ur
6 ár: sykur 30 ár: perlur
7 ár: ullar 35 ár: kóral
8 ár: brons 40 ár: rúbín
9 ár: leir 45 ár: safír
10 ár: ál 50 ár: gull
11 ár: stál 55 ár: smargaðs
12 ár: kopar 60 ár: demants
■ HVAD ER Á SEYfil?
JAZZ OG GRÚVÍ TÓNAR
Það verður glansandi stuð og stemning á ölkeldu-
húsinu Gauki á Stöng næstkomandi þriðjudags-
kvöld, 21. september, því þá verða í gangi tónleikar
númer sautján í hinni alræmdu Stefnumóta-tón-
leikaseríu. Að venju er það tónlistar- og menning-
arblaðið Undirtónar sem stendur íýTÍr herlegheit-
unum og að þessu sinni verður það jazz og alls
kyns grúví tónar sem verða í aðalhlutverki.
Á Stefnumóti 17 koma fram hljómsveitirnar Drum N Brass (sem sló eftirminni-
lega í gegn þegar hún hitaði upp fyrir No Smoking Band í höllinni nú á dögunum),
Snurk (sem spilar fönkí freejazz og er skipað tveim meðlimum fönksveitarinnar
Funkmaster 2000), Dúetinn 3+4 (sem spilar experimental jazzblöndu) og plötu-
snúðurinn DJ Kristín Björk (sem er ein af aðal manneskjunum í kringum hin víð-
frægu Tilraunaeldhús-kvöld).
Tónleikarnir heljast stundvíslega klukkan 22:00 og er aðgangseyrir 500 kr, en
innifalið í honum er hóstastillandi vökvi sem bannað er að auglýsa. Líkt og allir
aðrir Stefnumóta-tónleikar eru þeir sendir út beint á tónlistarvefsíðu Coca-Cola
[www.coca-cola.is].
Allar frekari upplýsingar um Stefnumót #17 og listamennina sem á því spila
veitir Eldar Ástþórsson í síma 552-4466 og 898-2151.
HOFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Listasetur í Þýskalandi
Miðvikudaginn 22. september kl. 20.00
mun Rithöfundasamband Islands standa
lyrir kynningu á Stiftung K.nstlerdorf
Schöppingen í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi
8. Stiftung K.nstlerdorf Schöppingen er
listasetur í Westfalen í Þýskalandi sem
veitir rithöfundum og myndlistarmönnum
vinnuaðstöðu og dvalarstyrki til sex mán-
aða. Forsvarsmenn stofnunarinnar hafa
mikinn áhuga á að kynna starfsemina fyrir
íslenskum rithöfundum og myndlistar-
mönnum sem huga hafa á að dvelja og
starfa í Schöppingen. Forstöðumaður
stofnunarinnar Dr. Josef Spiegel mun
kynna starfsemina, tilhögun styrkveitinga
og aðstöðu þá sem boðið er uppá. Allir rit-
höfundar og myndlistarmenn eru hvattir til
að mæta í Gunnarshús nk. miðvikudag.
Hagsaga á íslands
Þriðjudaginn 21. september flytur Guð-
mundur Jónsson lektor við sagnfræðiskor
Háskóla Islands fyrirlestur sem hann
nefnir: „Hvernig bagsaga er stunduð á Is-
landi? íslenskar hneigðir i alþjóðlegu
ljósi.“ Fundurinn verður haldinn í Þjóð-
arbókhlöðu á 2. hæð í hádeginu (12:05-
13:00) og er hluti af fyrirlestraröð Sagn-
fræðingafélags íslands sem nefnd hefur
verið: Hvað er hagsaga? Eru allir áhuga-
menn um sögu hvattir til að koma á
fundinn og taka þátt í umræðum um efn-
ið. Guðmundur Jónsson er annar ritstjóra
Hagskinnu, rits um sögulegar hagtölur,
og er nú um þessar mundir í samstarfi
við hóp fræðimanna sem hafa á pijónun-
um að vinna að rannsóknum á íslenskri
verslunarsögu. Athygli skal vakin á því að
fundarmenn geta fengið sér matarbita í
veitingasölu Þjóðarbókhlöðunnar og
neytt hans meðan á fundinum stendur.
Félag eldri borgara Ásgarði, Glæsibæ
Kaffistofan opin 10-13. Matur í hádeg-
inu. Skák í Ásgarði kl. 13 í dag. Haust-
ferð til Þingvalla 25. sept., kvöldverður í
Básnum og dansað á eftir. Staðfesta þarf
ferðina í síðasta lagi í dag.
LANDIÐ
Aðalfundarboð Skákfélags Akureyrar
Aðalfundur Skákfélags Akureyrar verður
haldinn fimmtudaginn 23. september kl.
20 í íþróttahöllinni á Akureyri, gengið
inn að norðvestan. Dagskrá, venjuleg að-
alfundarstörf. Húsnæðismál félagsins og
umræða um skákþing Norðlendinga.