Dagur - 22.09.1999, Side 3

Dagur - 22.09.1999, Side 3
MIÐVIKUDAGU R 22. SEPTEMBER 1999 - 19 LÍFIÐ í LANDINU Einn steinngetur þungu hlassi vellt. Margrét Brynjólfsdótt- ir tók eitt myndlistar- námskeið fyrirníu árum. Nú erhún kom- in í myndlistamám í fjölbraut og ætlarað vinna í opinni vinnu- stofu í vetur. Börn á aldrinum 6-8 ára að mála hópverkefni í vor eftir uppstillngu Söru Viibergsdóttur kennara. myndir: úr einkasafni „í skólanum lærir maður tækni, tii dæmis að teikna sem maður er kannski ekkert ofsalega klár £. Maður lærir Iíka að Iita birtu og skugga. Það er eins með þetta eins og hljóðfæranám að maður Finn mig í gömlu drasli „Eg hef málað ofsalega mikið í jarðlitum og málað alls kyns dót og drasl, gamla mjólkurbrúsa og hjólbörur, grjót og jörð. Þetta eru náttúru- og sveitamyndir, ég finn mig mjög vel í gömlu drasli en ég hef málað uppstillingar líka. Mér finnst besta myndin mín núna vera uppstilling en ég hvíli mig alltaf með uppstilling- um, mála nokkrar hinsegin í rykk og tek svo uppstillingu til að hvíla mig á sveitinni," segir hún. Verður maður ekki einhvern timann útlærður? „Eg held ekki. Ef maður talar við alvöru myndlistar- menn þá eru þeir alltaf að læra. Fólk getur alltaf bætt við sig og þróað sig í hinar ýmsu áttir. Sumir fara í ákveð- inn stíl og halda sig þar.“ -GHS Margrét Brynjólfsdóttir: besta myndin núna er uppstilling en venjulega mála ég náttúru- og drasi -myndir.mynd: DV æfir sig. Maður er alltaf að mála. Þegar maður er búinn að teikna tíu skúra eða skálar þá er yfirleitt síðasta skálin best. Æf- ingin skapar meistarann. Maður sér alltaf að myndin í dag er betri en sú sem maður málaði í fyrra. Framfarirnar sjást,“ segir Margrét Brynjólfsdóttir. Komin í opna vinnustofu Margrét hefur unnið við kynn- ingarstörf hjá Osta- og smjörsöl- unni í 14 ár. Hún hafði alltaf haft gaman af því að Ieika sér með liti og verið að mála myndir en vantaði tilsögn og skellti sér þess vegna á námskeið í málun hjá Rúnu Gísla fyrir níu árum. Þaðan fór hún til Erlu Sigurðar- dóttur vatnslitakonu sem kennir við Myndlistarskólann í Kópa- vogi. „Hún hvatti mig til að fara í skólann. Eg fór þar í teikningu og byrjaði svo í olíumálun," út- skýrir Margrét. „Eg hef verið þar í olíumálun síðastliðin fimm, sex ár, þar af þrjú ár hjá Tuma Magnússyni. Hann er alveg frá- bær.“ Margrét byrjaði í myndlistar- deildinni í fjölbraut í haust og tekur listasögu, Ijarvídd og lita- fræði „af því að mig langaði að klára það nám. Svo ætla ég að vera í opinni vinnustofu í þeim skóla í Kópavogi." Hún segist þurfa aðhald til að halda sig að verki. Margrét vinnur nær ein- göngu með olíu og striga, ýmist á vettvangi eða eftir ljósmyndum en hún tekur mikið af myndum af hjólbörum og ýmsu drasli og kveðst safna þannig í sarpinn. Á spjalli við verkin í Gerðarsafni á 10 ára afmælissýningu Myndlistarskóla Kópavogs. Englar, konur og kýr í Gallerí Handverki á Seyðisfirði em haldin námskeið í trémuna- gerð. Lára G. Vil- hjálmsdóttir er leið- beinandi. „Segja má að amerísk sveita- stemmning svífi yfir vötnum á námskeiðunum hjá mér. Við sækj- um hugmyndimar til Bandaríkj- anna þar sem tréð er mjög vinsælt efni í skreytingar. Við notum kross- við og eðalviðinn magnolíum í þá hluti sem við gerum. Ég hef allt tilbúið handa þátt- takendum, teikna upp sniðin og saga út hlutina. Síðan setja þeir þá saman og mála. Þannig kynn- ast þeir efnunum og finna hvern- ig er að mála á tré.“ - Verða ekki komnir eins skrautmunir í öll hús á Seyðisfirði áður en lýkur? „Nei, ég ætla að vona ekki. Auðvitað þarf að gæta þess vel á svona Iitlum stað. Ég verð sjálf að vera það fijó að ég fái nýjar hugmyndir til að miðla þátttakendum á námskeiðunum. Ég hef lagt mikla vinnu í það að vera með Ijöl- breytt úrval. Svo fer útkoman eftir því hvernig hlutum er pússlað saman því hægt er að búa til allskonar hluti úr sömu einingun- um. Ef við tökum sem dæmi löng hjörtu þá er hægt að búa til úr þeim engla, konur eða jafnvel kú. I framhaldi af þessu fer fólk svo væntanlega að skapa hluti sjálft úr þessum efnum og byggja á þeirri reynslu og kunn- áttu sem það fær hér.“ - Hversu mörg námskeið ertu húin að halda í trévinn- unni? „Tvö, sem bæði hafa verið fullbókuð og ekk- ert lát er á eftirspum. Þetta eru kvöldnám- skeið sem standa frá 20.00 til 24.00. Þá fer fólk heim með fallega hluti. Gallerí-handverk var opnað í júní sl. og þetta er frumraun mín í námskeiðahaldi þannig að talsverður tími hefur farið í undirbúning." - Ertu með önnur námskeið í uppsiglingu? „Já, hér verður kenndur bútasaumur og dúkku- saumur helgina 9. og 10. októ- ber. Það námskeið er fullbókað og kominn biðlisti fyrir annað af sama tagi. Hér á Seyðisfirði er mjög mikið af góðu handverks- fólki en lítil kennsla hefur verið í boði að undanförnu. Markmiðið er að ná saman handverkshóp sem hefði aðstöðu í menningar- miðstöðinni Skaftfelli. Hér var á sínum tíma sett á stofn eitt fyrsta handverkshús sinnar tegundar á íslandi, sem var Frú Lára. Það er ekki til leng- ur og því þarf að skapa grundvöll að nýjum samastað fyrir hand- verksfólk á staðnum og efla sam- stöðu þess.“ -GUN Lára G. Vilhjálms- dóttir„Ég verð sjálf að vera frjó óg fá nýjar hugmyndir“ MYNDIR GUN.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.