Dagur - 22.09.1999, Blaðsíða 2

Dagur - 22.09.1999, Blaðsíða 2
18— MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1999 LÍFIÐ í LANDINU SMÁTT OG STÓRT UMSJÓN: SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON GULLKORN „En auðvitað er það stundum ill- þolandi að á Ak- ureyri skuli orðið sólskin í reynd merkja rigning, þetta veldur oft misskilningi og óþarfa öfund vegna veðurfrétta hér fyrir sunnan." - Kristján Jóns- son, blm. í Við- horfum í Mbl. sl. laugardag. Sjúmalisti í anorakk Pistlahöfundi hefur borist bréf frá Ingivari Gíslasyni fv. menntamálaráðherra. Bréfið er efirfarandi og er birt hér: „Sjúmalisti, Siggi Ess, sat á réttarvegg og drakk. Svcpensara sett upp hress, sveipaði um sig anorakk. Kæri Sigurður Bogi. Eftir að hafa lesið frá- sögn þína og skoðað myndir í Suðurlandi Dags í dag brá fyrir innri sjónum mínum mynd sem ég útmála með ofanrituðum orðum og fyrir- sögn, sem sver sig í ætt við hina nýju „frasa- flóru“ ykkar Dagsmanna, sem við sveitamenn skiljum oft ekki nema til hálfs. í minn sveit hét „sixpensarinn" þinn ensk húfa og „anorakk“ (eða „anorakkur?) kuldaúlpa eða hettuúlpa. Mér er hinsvegar ljóst að orðfæri sveitamanna er ekki til frambúðar. Þ\a hlýtur að víkja fyrir dönnuðu málfari sívilliséraðra manna. I því sambandi legg ég m.a. til að starfsheitið blaðamaður verði lagt niður og tekið verði upp það ágæta internasjónala orð sjúrnalisti. Þá ykist vegur stéttarinnar. Vertu ætíð kært kvaddur, Ingvar Gíslason." í tveimur flokkum Fyrir dyrum stendur að Samfylkingin verði gerð að stjómmálaflokki, enda þótt fram hafi komið líka að ekki standi til að leggja niður Alþýðuflokk og Alþýðubandalag, Fólk á að vera í tveimur Ilokkum. Rifjast þá upp saga sem Valdimar heit- inn Jóhannsson bókaútgefandi í Iðunni sagði í ævisögu sinni, frá úrslitum kosninga 1956 en þá var Valdimar í forystusveit flokksins - sem fékk afleitt gengi. „Kosninganóttinn var ömurleg. Við fengum ekki nema 1978 atkvæði í Reykjavík,á öllu land- inu 3706 atkvæða eða 4,5% og komum ekki að manni. Flokkurinn hafði þurrkast út. Eitt spaugilegt atkvik gerðist þó þessa dapur- Iegu kosninganótt. Eg er steinsofnaður, jiegar dyrabjallan hringir í sífellu og vekur mig. UriIIur og geðvondur opna ég útidymar og stendur þar ekki snillingurinn Leifur Haraldsson sem þýddi Stríð og frið eftir frið eftir Tolstoj, kostuiegur maður og engum líkur, stórgáfaður en illilega málhaltur. „É-É-É-g ætla að s-segja mig úr Þjóðvarnar- flokknum," stamar hann. „Gastu ekki beðið með að tilkynna það til morguns," ansa ég sárgramur og hneykslaður. „N-N-Nei, ég er n-n-nefnilega genginn í Fra- Fra-Framsóknar-flokkinn,“ segir hann. „Þarftu að vekja mig um miðja nótt til að segja mér það,“ hreyti ég út úr mér og er orðinn bálreiður. „J-J-J-J-J-já,“ svarar Leifur og rekur enn meira í vörðurnar en áður.“É-E-Ég get ekki s-s-sofið í tveimur flokkum!“ Nikolay Mateev, skylmingaþjálfari segir það helst vera hús- næðismálin sem standi Skylmingafélaginu fyrir þrifum, „Félagið æfir í ÍR-húsinu við Túngötu. Það er Landakotsskóli sem á lóðina og vill flytja húsið í burtu og byggja nýtt íþróttahús." - Mynd Teitur Skylmingarvoruá í íþróttahúsi ÍR við Túngötu eru stundaðar ólympískar skylmingar. Þar er starfsemi Skylmingafélags fyrctll CílvrririlJllpÍhjlTJ- Til þess að stunda skylmingar þarf Reykjavíkur, félagið hefur á haust- * * sverð, grímu til að verja andlitið og dögum tekið inn nýliða. Þjálfari fé- jjjjj pjjá CTU fáOT íbrÓtt- Jahha l'l að veija búldnn. Nikolay Iagsins er búlgarski skylminga- * ^ * segir að félagið eigi allan búnað, meistarinn Nikolay Mateev. Hann jy gpjjj Jjjjfjl VCTÍð StUUd- l)ann'8 se kostnaðarsamt fyrir kom til Islands fyrir rétt rúmum 0 fólk að stunda íþróttina, mánaðar- Landakotsskóli vill byggja nýtt hús Til þ( sverð, grímu til að verja andlitið og átta árum og er orðinn íslenskur ríkisborgari. „Ég byrjaði að æfa skylmingar þegar ég var 11 ára. Þegar ég var 13 ára var ég Búlgar- íumeistari í mínum aldursflokki og tveimur árum seinna var ég orðinn atvinnumaður í íþróttinni. Ég var atvinnumaður í ein 15 ár. Ég hef keppt á 8 heimsmeistaramótum og einum Olympíuleikum. Búlgarska liðið vann tvisvar silfur á heims- meistaramóti, þ.e. árin 1985 til 1987 og brons 1986. Svo urðum við í 6. sæti á Olympíuleikunum í SeouI.“ Félagið hefur stækkað mikið á þessum átta árum og íslenskir sky'lmingamenn hafa náð árangri á alþjóðavettvangi. Þau Ragnar Ingi Sigurðsson og Helga Eygló Magn- úsdóttir hafa unnið Norður-Evr- ópubikar og Helga varð í 6. sæti á síðasta heimsmeistaramóti. ,Áður voru þetta svona 10 til 20 manns sem æfðu skylm- ingar. Núna eru þrír hópar í gangi. Við erum með bama- starf og unglingastarf. 6 til 10 ára krakkar em á þriðjudögum og föstudögum og 11 til 16 ára hópur er á þriðjudögum og fimmtudögum. Svo emm \ið með fullorðinshópa sem æfa þrisvar til firnm sinnum í viku.“ aðarjafnlengi.Þettaer saldisé 2 - 3000 frónur- ’>Svohef; ur Ragnar Ingi kennt íþrottrr 1 Landakotsskóla. Hann hefur kennt krökkunum skylmingar og þetta er eini skólinn á landinu sem það ger- ir. Svo höfum við haldið kynningar fyrir framahaldsskóla víðsvegar um landið. Félagið á útbúnað sem það Iánar byijendum. Það em helst húsnæðismálin sem standa félaginu fyrir þrifum. Félagið æfir í ÍR-húsinu við Túngötu. Það er Landakotsskóli sem á lóðina og vill flytja húsið í burtu og byggja nýtt íþróttahús. ÍR hefur nýlega ver- ið dæmt til þess að flytja húsið í burtu, ætli það verði ekki gert í vor, þannig að við fáum þá nýtt og stærra hús næsta haust,“ segir Nikolay. Nikolay er ekki ánægður með styrktarkefið hjá ÍBR, hann vill að kerfið verði notað til þess að umb- una félögum sem ná árangri. „Þetta lottó-kerfi er bara tengt fjölda iðkenda en ekki árangri. Það furðulegasta við þetta styrkjakerfi er að það hjálpar ekki íþróttunum, það hvetur ekld til þess að menn reyni að ná meiri árangri. Aðalvandamálið er að allir vilja fá peninga, en ég held að kerfið væri betra ef styrkjakerfið væri tengt árangri." -PjESTA íþróttsem stunduð erí öllum háskólum íBret- landi og Bandaríkjun- um. Hjá Skylmingafé- iagi Reykjavíkur æfir einkonasemhejur fengið háskólastyrk út áskylmingamar. SPJALL ■ FRÁ DE01 TIL DAGS En hvað sem yfir okkur kann að dynja, verður hver einstaklingur að lifa lífinu, meðan það endist. Sigurður Nordal Þau fæddust 22. september • 1515 fæddist Anna af Cleves, fjórða eiginkona Hinriks áttunda Englands- konungs. • 1800 fæddist breski grasafræðingur- inn George Bentham. • 1867 fæddist Sigurjón Friðjónsson skáld frá Sandi. • 1885 fæddist þýski kvikmyndaleik- stjórinn Erich von Stroheim. • 1931 fæddist breski rithöfundurinn Fay Weldon. • 1934 fæddist Ragnar Bjarnason söngvari. • 1940 fæddist danska leikkonana Anna Karina. • 1957 fæddist rokkarinn og rithöfund- urinn Nick Cave. • 1972 fæddist rokksöngvarinn Liam Gallagher. Þetta gerðist 22. september • 1792 var franska Iýðveldið stofnað, hið fyrsta í röðinni, en hið fimmta hefur verið við lýði frá því 1958. • 1827 skýrði Joseph Smith frá fundi Mormónsbókar. • 1949 sprengdu Sovétríkin fyrstu kjarnorkusprengju sína. • 1951 dæmdi dómstóll í Stokkhólmi sjómann til að greiða sekt fyrir að hafa kysst stúlkuna sína á almannafæri. • 1957varArbæjarsafríiðíReykjavíkopnað. • 1980 hófst stríð milli írans og íraks. • 1986 skipti bandaríski tónlistarmaður- inn Prince um nafrí, en nýja nafnið er tákn sem ekki er hægt að bera fram. • 1992 lauk fyrstu Ólympíuleikum þroskaheftra í Madríd og hlaut ís- Ienskt sundfólk 21 verðlaun. • 1992 var Júgóslavía rekin úr Samein- uðu þjóðunum vegna stríðsins í Bosníu-Hersegóvínu. Afmælisbam dagsins Garðar E. Cortes, söngvari, fædd- ist í Reykjavík 22. september árið 1940. Hann stundaði guðfræðinám og tónlistarnám á Englandi á árun- um 1959-1969. Hann lauk sön- kennaraprófi frá Konunglegu tón- listarakademíunni í Lundúnum og einsöngvaraprófi frá Trinity Colla- ge í sömu borg. Hann var tónlista- skólastjóri á Seyðisfirði um tíma en hann stofnaði söngskólann í Reykjavík árið 1973. Garðar er einn af stofríendum íslensku óper- unnar og var lengi óperustjóri. Brandari Tveir gamlir kunningjar, annar Iögfræðingur og hinn læknir, hittust óvænt á lúxushóteli á frönsku Rivíerunni og höfðu þá ekki sést í mörg ár. Læknirinn spyr lögfræðinginn hvemig standi á ferðum hans. ,Jú, manstu eftir gamla húsinu sem ég keypti fyrir slikk, og var næstum því að falli komið? Það vildi svo vel til að það kom upp eldur í því og allt brann til grunna, og nú er ég hingað kominn að njóta peninganna sem ég fékk út úr trygg- ingunum," sagði lögfræðingurinn. „Nú, þá er Iíkt á komið með okkur," sagði læknirinn. „Þú manst kannski eftir hús- garminum sem ég átti í Bandaríkjunum, og gat aldrei selt hvemig sem ég reyndi. Eftir að Mississippifljót flæddi yfir bakka sína fékk ég háa upphæð í tryggingarbætur og er því hing- að kominn að njóta lífsins." Lögfræðingurinn rak upp stór augu. „Vá,“ sagði hann hugsi, „hvernig fer maður að því að koma af stað flóði?“ Veffang dagsins Heimasíða Atla Harðarsonar heimspekings er fróðleiksbrunnur mikill um heimspeki, tölvur og skólamál: www.ismennt.is/~atli

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.