Dagur - 25.09.1999, Qupperneq 5
ro^tr.
FRÉTTÍR
n n n *■ n ' 'j i> o i *> t r n r» ». n «s * n> u k \ _t\
LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1999 - S
Innherjar gætu þurft
að segja til narns
í tengsluin við raf-
ræna verðbréfaskrán-
ingu er til ahugunar
hjá Verðbréfaþingi að
aflétta nafnleynd í
innherj aviðskiptum.
Framundan er að Verðbréfa-
skráning Islands taki formlega til
starfa en í kjölfarið má búast við
því að öll viðskipti með verðbréf
sem skráð eru á Verðbréfaþingi
og skráning þeirra verði í raf-
rænu og tölvutæku formi. I
tengslum við þá tækninýjung er
m.a. til athugunar hjá Verðbréfa-
þingi hvort aflétta eigi nafnleynd
á viðskiptum innherja með
hlutabréf, þ.e. þeirra stjórnenda
og starfsmanna sem skilgreindir
eru sem innherjar innan hvers
hlutafélags og taldir eru búa yfir
meiri upplýsingum um rekstur-
inn en almennir hluthafar. Til
þessa hafa nöfn innherjanna
ekki verið birt hér á Iandi, enda
þótt þau hafi verið tilkynnt til
Stefán Halldórsson, framkvæmdastjóri
Verðbréfaþings íslands.
Verðbréfaþings. Að sögn Stefáns
Halldórssonar, framkvæmda-
stjóra Verðbréfaþings, tíðkast
það í flestum kauphöllum er-
lendis að innherjaviðskipti fari
fram íyrir opnum tjöldum.
„Þetta hefur verið til umræðu
hjá Verðbréfaþingi í nokkurn
tíma en menn hafa ekki talið
tímabært að breyta þessu fyrr en
allir sætu við sama borð. Hand-
virkur frágangur viðskipta hefur
helst staðið í vegi fyrir þessu og
verulegar tafir hafa orðið í mörg-
um tilvikum á því hvenær upplýs-
ingar berast hluthafaskrá hvers
félags og hvenær þær upplýsing-
ar berast síðan Verðbréfaþingi.
Nú hvílir skyldan á innheijunum
sjálfum að tilkynna viðskiptin til
hlutaskrár félagsins,“ sagði
Stefán og lagði áherslu á að eng-
ar ákvarðanir lægju fyrir um af-
nám nafnleyndar.
Sýnileg viðskipti
Með tilkomu Verðbréfaskráning-
ar verður ekki hægt að eiga
hlutabréfaviðskipti öðruvísi en
að þau fari í gegnum rafræna
skráningu. Uppgjör viðskiptanna
fer fram strax daginn eftir að þau
áttu sér stað og því verður það úr
sögunni að tilkynningar um inn-
herjaviðskipti berist nokkrum
vikum eftir að þau áttu sér stað.
íslenskur verðbréfamarkaður
er enn að þróast og hlutabréfa-
viðskipti, einkum þau stærri,
hafa verið sveipuð leyndarhulu.
Því má reikna með að svokallað-
ir innherjar veigri sér við að til-
kynna kaup eða sölu þeirra á
bréfum. Aðspurður tók Stefán
undir þetta og sagði að fjárfestar
gætu talið það íþyngjandi að
koma svona fram í dagsljósið. En
fyrst aðrar þjóðir geti búið við
þessa reglu mætti ætla að ís-
Ienskir íjárfestar ættu að geta
það líka.
„Það mætti líka segja á móti að
einmitt á Islandi, þar sem ná-
lægðin er meiri í öllum samskipt-
um, væri meiri þörf á að allar
reglur séu skýrar og upplýsingar
liggi ljósar fyrir. Það er ekkert
óeðlilegt við það að stjórnandi
eða lykilmaður vilji kaupa eða
selja bréf í eigin hlutafélagi. En
alla jafna er það ekki heppilegt
að slíkir menn eigi skammtíma-
viðskipti með bréfín í því skyni
að hagnast á verðbreytingum.
Það gæti vakið tortryggni um að
þeir séu að misnota aðgang að
upplýsingum,“ sagði Stefán og
benti á að í sumum löndum, t.d.
Noregi, væri innherjum meinað
að eiga viðskipti 30 daga fyrir
birtingu árs- eða milliuppgjöra.
- B]B
58% veðja
á KR-sigur
Samkvæmt niðurstöðum spurn-
ingar Dags á Vísi.is síðustu daga
telja 58% aðspurðra að KR sigri
í úrslitaleiknum í bikarkeppn-
inni í knattspyrnu á Laugardals-
velli á morgun. Þar með eru
42% þeirra sem þátt tóku í
spurningaleiknum á því að
Skagamenn sigri í leiknum.
Spurt var: Tekst KR að sigra í
bikarkeppninni í knattspyrnu?
Þátttaka var með miklum ágæt-
um enda áhuginn gríðarlegur á
leiknum.
Ný spurning Dags hefur verið
sett á fréttavef Vísi.is. Hún er
eftirfarandi: Samræmist það
starfsemi i'þróttafélaga að þau
reki vínveitingastaði?
Niðurstöður þeirrar atkvæða-
greiðslu verða birtar í Degi um
næstu helgi. Munið slóðina
www.visir.is
Grunur uin lðgbrot í
grænmetisdreiftngu
Forsvarsmeim Sölufé-
lags gardyrkjiunaima,
Ágætis og Banana
íhuga að áfrýja hús-
leitarheimild, sem
S amkejjpni s stofium
fékk, til Hæstaréttar.
Starfsmenn Samkeppnisstofn-
unar og hópur lögreglumanna
gerðu á fimmtudag húsleit í
húsakynnum þiggja dreifíngar-
aðíla grænmetis, að fenginni
húsleitarheimild með dómi Hér-
aðsdóms Reykjavíkur. Stjórn-
endur fyrirtækjanna Sölufélags
garðyrkjumanna, Agætis og Ban-
ana ehf. eru grunaðir um brot á
samkeppnislögum.
Georg Ottóson, stjórnarfor-
maður SG og Banana ehf., segir
aðspurður að þess hafi verið
gætt að halda rekstri fyrirtækj-
anna aðskildum. Forsvarsmenn
fyrirtækjanna íhugi nú að áfiýja
úrskurði Héraðsdóms til Hæsta-
réttar en ákvörðun þar að lút-
andi verður tekin um helgina.
„Þetta eru mjög harkalegar að-
gerðir og komu okkur verulega á
óvart. Eg er ekki lögfróður en við
höfum verið í þeirri trú síðustu
fjögur ár sem við höfum rekið
fyrirtækin að við værum innan
lagaramma Samkeppnisstofnun-
ar. Ef svo er ekki munum við að
sjálfsögu fara að þeim ábending-
um sem koma frá Samkeppnis-
stofnun. Eg vona að þetta skaði
ímynd fyrirtækjanna sem
minnst, en svona umræða er
aldrei góð fyrir fyrirtæki," sagði
Georg Ottósson.
Guðmundur Sigurðsson hjá
Samkeppnisstofnun vildi ekki
staðfesta ástæður húsleitarinnar,
annað en að staðfesta að grunur
léki á að samkeppnislög væru
brotin og vísa til þess að dómari
hefði taiið rökin fyrir húsleit
réttmæt. Um er að ræða sjálf-
stæða athugun Samkeppnis-
stofnunar, en ekki kæru frá
þriðja aðila. Guðmundur vísar til
40. greinar samkeppnislaga, en
þar segir: „Samkeppnisstofnun
getur við rannsókn máls gert
nauðsynlegar athuganir á starfs-
stað fyrirtækis og lagt hald á
gögn þegar ríkar ástæður eru til
að ætla að brotið hafí verið gegn
Iögum þessum eða ákvörðunum
samkeppnisyfirvalda."
Guðmundur verst frétta af til-
urð rannsóknarinnar og árangri
húsleitarinnar. „Við lögðum hald
á gögn og erum nú að vinna í því
að fara í gegnum þau og meta
hvort eitthvað í þeim bendir til
brota á samkeppnislögum. Ég vil
leggja áherslu á að það hefur
enginn verið dæmdur, en jafn-
framt liggur fyrir að rík ástæða
var til að fara út í þessa aðgerð."
- fþg/gg
Kafarar mynda £1 Grillo
Kafarar hófu í gær að skoða flak
breska olíuskipsins EI Grillo, en
austúr til Seyðisfjarðar hafði ver-
ið fluttur stór vinnuprammi
ásamt tækjum sem er staðsettur
á sjónum ofan við flakið, við hlið-
ina á mengunarvarnargirðing-
unni sem er full af olíu sem
stöðugt Iekur úr flakinu. Við
könnunina er einnig notuð neð-
ansjávarmyndavél. Kafararnir,
sem eru 6 talsins, telja að það
verði ekki stórmál að ná allri olíu
úr skipinu, en uppi hafa verið
hugmyndir að lyfta skipinu af
hafsbotni til þess m.a. að komast
að öllum tönkum þess. Það yrði
mjög dýr aðferð. Varðskip kom
austur til Seyðisfjarðar aðfara-
nótt föstudags, til aðstoðar við
þær aðgerðir sem nauðsynlegt er
að framkvæma til þess að stöðva
olíumengunina. - GG
Sameining samþykkt
Yfírgnæfandi meirihluti félagsmanna í Eflingu - stéttarfélagi og Iðju,
félagi verksmiðjufólks í Reykjavík, samþykkti sameiningu félaganna í
allsherjaratkvæðagreiðslu. Talning fór fram í fyrradag. Á kjörskrá Iðju
voru 2204 og sögðu já 93,22%. Atkvæði greiddu hins vegar aðeins
32,8%. Hjá Eflingu voru 12.470 á kjörskrá. Samþykk sameiningu
voru 92,74%. Atkvæði greiddu aðeins 22,54%. - grh
Fleiri handtökur og kyrrsetningar
Listinn yfír haldlagðar og kyrrsettar eignir vegna stóra fíkniefnamáls-
ins svokallaða lengist með degi hverjum, ásamt því að nú hefur sjötti
einstaklingurinn verið handtekinn, maður fæddur 1972. Lögreglan
verst allra frétta, en Jón H. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrota-
deildar Ríkislögreglustjóra, segir aðspurður að sífellt bætist við lausa-
fjármunir sem reynt verður að gera upptæka sem afrakstur ólöglegr-
ar starfsemi. „Um Ieið hefur borið á því að fólk er að reyna að skjóta
eignum undan með því að skrá þær sem eign annarra. Það gefur
augaleið, að fólk sem tekur þátt í slíku er að kalla yfir sig sjálfstæða
refsiábyrgð," segir Jón. - FÞG
Engidalsskóli einsetinn
Ný og glæsileg við-
bygging við Engi-
daísskóla í Hafnar-
firði var tekin í
notkun í gær þegar
bæjarstjórinn,
Magnús Gunnars-
son, afhenti skóla-
stjóranum, Hjör-
dísi Guðbjörns-
dóttur, lyklavöldin.
Fyrst fékk Magnús
lyldana frá verktak-
anum Friðjóni &
Viðari og kom það í
hlut Friðjóns
Skúlasonar af skila
verkinu til bæjar-
stjórans. Með
þessu er Engidals-
skóli annar einsetni skólinn í Hafnarfirði. Auk viðbyggingar var eldra
húsnæði endurbætt sem og lóðin í kring. Heildarkostnaður við fram-
kvæmdina er um 370 milljónir króna, sem er undir fyrstu áætlunum.
MYND: E.ÓL.