Dagur - 25.09.1999, Síða 6
6 - LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1999
ÞJÓÐMÁL
Útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjóri: elías snæland jónsson
Aðstoðarritstjóri: birgir guðmundsson
Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson
Skrifstofur: strandgötu 3i, akureyri,
GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK
OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK
Simar: 460 6ioo OG 800 7080
Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is
Áskriftargjald m. vsk.: í.goo KR. A MÁNUÐl
Lausasöluverð: íso kr. og 200 kr. helgarblað
Grænt númer: 800 7080
Netföng auglýsingadeildar: greta@dagur.is - gunnarg@dagur.is
Sfmar auglýsingadeildar: (reykjavík)S63-i615 Amundi Amundason
(AKUREYRI)460-6191 Gunnar Gunnarsson
460-6192 Gréta Björnsdóttir
Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161
Símbréf ritstjórnar: 460 6171(akureyro ssi 6270 (reykjavíK)
Eiirn deyr á dag
í fyrsta lagi
Nýbirtar niðurstöður úr hóprannsókn Hjartaverndar sýna með
sláandi hætti hve risavaxið heilbrigðisvandamál reykingar eru.
Samkvæmt rannsókninni deyr um einn Islendingur á dag af
völdum reykinga, eða um 370 manns á ári. Þetta þýðir að rekja
má fimmta hvert dauðsfall til reykinga og ef einungis er skoð-
að fólk á „besta aldri“ þá er ljóst að þriðja hvert dauðsfall fólks
á aldrinum 35 - 69 ára má rekja til reykinga.
í ððru lagi
Það er fróðlegt að reyna að gera sér í hugarlund viðbrögð sam-
félagsins ef þessar dánartölur væru tilkomnar af einhveijum
öðrum ástæðum. Ef t.d eitt banaslys yrði á dag í umferðinni,
eða eitt sjálfsvíg, eða eitt dauðsfall vegna matareitrunar eða
mengunar svo einhver dæmi séu tekin. Slíkt yrði meðhöndlað
sem neyðarástand sem kallaði á umfangsmildl og skjót við-
brögð. Samt tökum við því af umburðarlyndi, nánast af æðru-
leysi, að á hverjum degi hefur einn fslendingur reykt sig í hel.
Þá er ekkert sagt um hvað það kostar skattgreiðendur að borga
fyrir nauðsynlega en dýra og flókna heilbrigðisþjónustu vegna
reykingatengdra sjúkdóma!
1 þriðja lagi
Hér á landi hafa menn staðið í ýmis konar tóbaksvömum og
reglur hafa verið settar um reykingar á vinnustöðum og á al-
mannafæri. Þetta hefur þó borið sorglega lítinn árangur og
reglur um reykleysi eru víðast virtar að vettugi. Niðurstöður
Hjartaverndar ættu að brýna bæði stjórnvöld, foreldra og allan
almenning til að styrkja varnirnar til mikilla muna. Reykingar
íslendinga eru enginn venjulegur heilbrigðisvandi, þær eru
ekkert annað en hamfarir. Við þeim þarf að bregðst sem slík-
um.
Birgir Guðmimdsson
Uppskrift að
eilifti Tifi
Það fór hrollur um Garra þeg-
ar hann las að fimmta hvert
dauðsfall sé af völdum reyk-
inga. Tölfræðin er ólygin og
samkvæmt ítarlegum og áreið-
anlegum útreikningum deyja
80 af hundraði af einhveijum
öðrum orsökum en reyking-
um. Það er að segja ef yfirleitt
er gert ráð fyrir að fólk deyi í
svona reiknikúnstum. Ef rýnt
er í fréttaflutninginn um þá
fífldirfsku að vera nikótínisti
og reykja sjálfan sig ofan í
gröfina, er hvergi
getið um að aðrir
fari yfir landamærin
miklu. Því sýnist
það vera ávísun á
eilíft Iíf, að hætta að
svæla tóbak og
venja sig á svo
hættulega fíkn.
Garri er svo mikill
bindindismaður á
tóbak, að hann hef-
ur oftar hætt að
reykja en flestir aðrir. Alltaf
þegar vísindin og tölfræðin
bjóða honum eilíft líf hérna
megin grafar er slökkt í síð-
ustu sígarettunni og heilbrigt
líferni tekur við. Keyptur er
nýr skokkgalli og ársáskrift að
kropparæktinni Kynþokkabót
og Stína frænka lánar fúslega
hundinn sinn svo maður geti
nú tekið út þegar hlaupið er
gegnum grillbrækjuna hjá ná-
grönnunum. Þama sitja þeir
með illa grillaða kjúklinga,
kúluvambir og bjórkippur og
menga tilveruna með sígarett-
um og vindgangi sem stafar af
óhóflegri nautnasýki.
Hættumar
Þegar Snati hennar Stínu
hleypur tignarlega, með Garra
hangandi í bandi á eftir sér,
fram hjá þeim biðsölum dauð-
ans sem nágrannarnir hreiðra
um sig í, vorkenna þeir vesal-
ingunum sem eru að reykja,
éta og drekka sig í hel. Ef þeir
lifa ekki nógu lengi til að bilað
hjarta og ónýt Iungu geri út af
við þá, mun sprelllifandi
kjúklingabakterían á grillinu
áreiðanlega gera það fljótt og
vel.
Alltaf þegar Garri hættir að
reykja fyllist hann þakklæti
fyrir að vera ekki eins og hinir
þrælar fíknarinnar
og sýnir þeim mikla
umhyggju. Allir
öskubakkar út í
tunnu og reykingar
bannaðar í helm-
ingnum af garðin-
um, hvað sem kerl-
ingin á efri hæðinni
íjasar. I vinnunni
og Iionsklúbbnum
eru fluttir magnað-
ir fyrirlestrar um
skaðsemi reykinga en erfitt er
að telja bridsfélögunum hug-
hvarf því þeir eru steinhættir
að láta vita hvar spilakvöldin
eru haldin.
En þegar frá Iíður tekur
Garri eftir því að fólk sem
aldrei reykir deyr líka. Þetta
veldur heilabrotum og hugar-
angri og draumsýnin um eilífa
jarðvist hverfur. Því ekki að
njóta lífsins meðan það varir
og hvernig verður það betur
gert en að teyga af nægtahorni
nautnanna, þangað til næsta
áróðurshrina gegn reykingum
hefst. Vonandi verður Snati
hennar Stínu enn lifandi þá
svo að hægt verið að hætta að
reykja með stæl. GARRl
JÓHANNES
SIGURJÓNS-
SON
skrifar
Sú var tíðin að mjólkin flaut og
freyddi eftir bikarúrslitaleiki í
fótbolta. Þá var keppt um mein-
hollan mjólkurbikarinn og jafn-
vel gagnkynhneigðustu bindind-
ismenn hrifust þegar Iæraprúðir
og stæltir sveinar jusu og gusuðu
nýmjólkinni allt um kring og
mjólkurtaumarnir runnu niður
sveitt en sigurglöð andlitin.
A morgun fer fram úrslitaleik-
ur í bikarkeppninni. En að þessu
sinni eru sigurlaunin ekki sjálfur
mjólkurbikarinn og af umræðu
síðustu daga um samtvinnun öls
og íþrótta mætti ætla að hér væri
tekist á um bjórbikarinn eða bús-
bikarinn. Alltént er öruggt að
ekki verður skálað í mjólk að leik
loknum á Laugardagsvelli. En
það var reyndar ekki heldur gert
þegar mjólkurbikarinn var og
hét, mjólkin var þar aðeins til út-
vortisnota og ekki var að sjá að
leikmenn létu svo mikið sem
Hvér stal mjóLkur
Mkamiun?
mjólkurdropa inn fyrir sínar var-
ir í öllu sullumbullinu. Þannig
að það hefur kannski ekki svo
mikið breyst þrátt fyrir allt. Leik-
menn fagna sigri með kampavíni
og öli, eins og
þeir hafa flestir
gert frá því fót-
boltalandið
byggðist.
Mjólk var góö
Sitthvað annað
hefur hinsvegar
breyst í boltan-
um á fáum
árum. Áratugum
saman var spilað fyrir ánægjuna
og árangurinn. Nú er reyndar
líka spilað fyrir árangur og
ánægjuna, en einnig og ekki síð-
ur fyrir aurana. Ungmennafél-
agsandinn er löngu horfinn úr
íþróttinni og áhugamennskan að
mestu leyti líka. Fótboltinn snýst
ekki síst, eins og annað í þessu
samfélagi, um peninga. Knatt-
spyrnumenn gegna margvísleg-
um hlutverkum þessa dagana.
Þeir eru (þegar vel tekst til) eins
og áður að
skemmta sér og
öðrum. En þeir
eru líka orðnir
Iaunþegar inni á
vellinum og
gegna um leið
hlutverki hluta-
bréfa, þeir eru
fjáríestingar fyr-
ir félagið sitt og
ganga kaupum
og sölum ef svo ber undir.
Og sjálfsagt ekkert við það að
athuga, að þeirri forsendu gef-
inni að boltinn sé orðinn bisniss
og viðurkenndur sem slíkur. Og
ef bisnessvæðing fótboltans
verður til þess að Ieikmenn skapi
sér atvinnu, hafi meiri ánægju af
því að spila, Ieiki þar af leiðandi
betur og auki þannig skemmt-
anagildi íþróttarinnar fyrir áhorf-
endur, þá er þetta örugglega allt
til góðs og hægt að skála fyrir því
á næsta fótboltapöbb, þannig að
hann skili líka hagnaði ekki síður
en rekstur knattspyrnudeildar
félagins.
En þá er líka rétt að vera ekki
að hræsna með því að flagga
verulega gömlum ungmennafél-
agsgildum og frösum á borð við
ræktun lýðs og lands, heilbrigð
sál í hraustum líkama, markmið-
ið að vera með, að taka tapi með
sæmd og mjólk er góð. Svoleiðis
píp kemur aldrei til með að
hækka verð á hlutabréfum veru-
lega.
Áfram KR! Áfram ÍA!
SDs^tr
sváirad
Hverju spáirþú um bik-
arúrslitaleik KR ogÍA?
Björn S. Lárusson
fréttaritari Útvarpsá Skaganum.
“Þetta verður
markaleikur.
Markamask-
ína Skaga-
manna fer í
gang í þess-
um leik og
hann fer 3 -
2 fyrir Skag-
ann. Mörkin
skora þeir Kári Steinn Reynisson,
Stefán Þórðarson og Ragnar
Hauksson. Ég held að aldrei hafi
verið jafn mikil stemmning í
kringum bikarleik einsog nú,
bæði hér á Skaganum og eins í
vesturbænum. Stemmningin hér
í bæ er mikil og eins er mikið
fjallað um KR-inga í fjölmiðlum.
En sem betur fer upplifum við
ekki stemmningu eins og nú ger-
ist með KR-ingar nema á þrjátíu
ára fresti.“
Sigtirjón Magnús Egilsson
blaðamaðurog KR-ingur.
“Þetta verður
öruggur og
sanngjarn
sigur KR-
inga, þrjú
mörk gegn
engu. Mörk-
in skora þeir
Einar Þór
Daníelsson,
Sigurður Orn Jónsson og Þor-
móður Egilsson, sem ekkert mark
hefur skorað í sumar og skuldar
því í rauninni eitt slíkt. Það hefur
sýnt sig í sumar að KR-ingar eru
sannkallaðir Islandsmeistarar og
það í öllum flokkum og því er
eðlilegt að búast við sigur þeirra í
þessum bikarleik."
Eðvarð Ingólfsson
söknarprestur á Akranesi.
“Mínir menn
vinna þenn-
an Ieik með
tveimur
mörkum
gegn einu.
Pálmi Har-
aldsson skor-
ar annað
markið og
Ragnar Hauksson hitt. Ég tel að
við Skagamenn getum unað vel
við árangur okkar manna í deild-
inni í sumar, en nú eru þeir í
flórða sætinu. Ég er viss um að
Olafur Þórðarson muni gera góða
hluti með liðið í náinni framtíð."
Bubbi Morthens
tónlistannaður.
“Úrslit Ieiks-
ins verða tvö
mörk gegn
engu og
mörkin skora
þeir Bjarki og
Gummi Ben.
Svona fer nú
leikurinn
vegna þess
að Skagamenn eru einfaldlega lé-
legir, það sýndi sig til daemis afar
vel í Ieiknum á móti ÍBV. Það
voru líka mistök hjá þeim að fá
Ólaf Þórðarson inn sem þjálfara,
þó það sé lfka engin spurning að
hugur Akurnesinga stefni til þess
að gera virkilega góða hluti í bolt-