Dagur - 25.09.1999, Qupperneq 7
LAUGARDAGUR 2S. SEPTEMBER 1999 - 7
RITS TJÓRNARSPJALL
Hryðju verkamenn
hagkerfaini a
„Er það allra hagur, ekki síst
launþega, að verðbólguófreskj-
unni sé haldið í böndum eins og
úlfinum forðum.“ Þetta er niður-
lag leiðara Morgunblaðsins 22.
september s.I. Úlfurinn hræði-
Iegi sem skýrskotað er til mun
vera Fernisúlfur, sem liggur
bundinn allt til ragnaraka, en ríf-
ur sig þá lausan og gleypir Oðinn
alföður og þá fer sem fer. I nú-
tíma hagvaxtartrú er verðbólgu
oft líkt við ófreskju sem rífur sig
lausa og gleypir hagkerfin með
húð og hári og skilur eftir sig
auðn og tóm.
I sama tölublaði er greint frá
nýlegum úrskurði Kjaranefndar
um laun embættismanna. Allt
það fólk hefur fengið 10-15%
launahækkun á þessu ári og eru
Iaun hinna best settu á milli 400
og 600 þúsund krónur á mánuði.
Þess bera að gæta að þótt kjara-
dómur úrskurði ekki um laun
nema nokkura tuga eða hund-
ruða starfsmanna hins opinbera,
fylgir fjöldi annarra sjálfkrafa á
eftir. Hákarlar banka- og pen-
ingamála eru ekki síður sæmi-
Iega haldnir. Kjaranefnd og
Kjaradómur eru þeir úrskurðar-
aðilar, sem að nafninu til
ákvarða kjör embættismann-
anna. Bankaráðin hækka svo
reglulega góð laun bankastjórn-
anna, sem aftur sjá um að þeirra
undirsátar fái bita af kökunni.
Allt er þetta gott og blessað
nema fyrir það, að allt þetta lið,
sem kyndir sleitulaust undir
verðbólgubálinu, sem svo er kall-
að, og vísar þar enn til ragnaraka
og vítis hinna kristnu, varar al-
menna launþega sterldega við að
gera kröfur um kjarabætur.
Moggi tekur undir og hrópar:
Úlfur, úlfur, og á þar sýnilega
við sjálfan Fernisúlf, en ekki sak-
laust rándýr sem sem er að bíta
Iömb úti í skógi sér til matar,
eins og í öðrum sagnaminnum.
Kjaraaðalinn og hlutabréfaeig-
endur, sem æsa upp verðbréfa-
markaðinn, eru undanskildir að
draga úr sínum kröfum og græð-
gi þegar þrengja fer að og hættu-
merkin blasa við. Það er aðeins
hinn almenni launþegi sem puð-
ar á sínu taxtakaupi sem á að
sýna þjóðhollustu og takast á við
þær ófreskjur sem að sækja.
Framkvæmdaæði og
ofboðsneysla
Stjórnendur lýðveldisins guma
Iinnulítið af þvi góðæri, sem yfir
dynur og þakka sjálfum sér að
tiltölulega stór hluti þjóðarinnar
býr við góð b'fskjör og að lukku-
riddarar verðbréfamarkaðarins
hafa m^rgir komist í góðar álnir í
uppsveiflunni. En svo kom
þensla og þenslunni fylgir verð-
bólga, þá eru vextir hækkaðir í
þeirri von að háir vextir dragi úr
framkvæmdaæðinu og ofboðs-
eyðslunni.
En hætt er við að of seint sé í
rassinn gripið. Framkvæmdir
verða ekki stöðvaðar á skömm-
um tíma og stöðug útlánaaukn-
ing bankanna bendir ekki til að
eyðsluklærnar sjái að sér. Pen-
inga- og verðbréfaveltan eykst
jafnt og þétt og verði vextir
hækkaðir óhóflega er auðvelt að
fá lán erlendis á meðan allt leik-
ur í lyndi í uppsveiflunni, sem
allir vita að tekur engan enda
nema örfáir nöldurseggir sem
hvorki þarf að hlusta á né taka
mark á.
Viðskiptahallinn er fyrir löngu
orðinn óviðráðanlegur og skuldir
sjávarútvegsins aukast um nær
milljarð á mánuði. Kvótakaupin
munu fyrr eða síðar ganga að
honum örmagna, því kvótaselj-
endur hirða sitt á þurru þegar
þeir yfirgefa atvinnugreinina, en
skuldirnar verða eftir hjá útgerð-
arfyrirtækjunum.
En hvaðan kemur þenslan og
hvaðan kemur verðbólgan og
hvernig er hægt að magna upp
viðskiptahalla í öllu góðærinu,
sem stafar fyrst og fremst af
mjög góðum markaði fyrir út-
flutningsvörurnar og lengri
vinnudegi en hóflegur þykir í vel-
ferðarríkjum?
Gullkálfar uppsveiHuniiar
Ef vel er að gáð gæti verið að í
ljós komi að allt hið mikla láns-
fjármagn, sem lánastofnunum er
svo útbært, eigi einhverja sök á
því að efnahagslífið er að fara úr
böndunum. Skuldir heimila eru
orðnar yfirþyrmandi og verð-
bólguþróun síðustu mánaða eyk-
ur þær að miklum mun og víða
verður þröngt í búi ef heldur sem
horfir.
Ríkisbankarnir hafa keppst við
að moka út Iánsfé til gífurlegra
hlutabréfakaupa og fram-
kvæmda, sem oft er bágt að sjá
hvernig eiga að skila arði, svo
sem verslanamusterin miklu sem
reist eru til dýrðar gullkálfum
uppsveiflunnar. Alikálfarnir þeir,
kalla bankastjórana á sinn fund
hvenær sem þeim sýnist og Iáta
mynda sig við undirskriftir, þar
sem opinberu bankarnir taka
ábyrgð á gífurlegum Ijárupp-
hæðum sem nýkapitalistarnir
bralla með. Svo er lánað til að
kaupa fiskveiðikvóta og sitthvað
fleira sem eykur skuldir og
magnar þenslu.
Þenslan birtist í ýmsum mynd-
um og er einna áþreifanlegust á
vinnumarkaði. I þenslugreinun-
um, svo sem verklegum fram-
kvæmdum, er mikill skortur á
vinnuafli, enda eru allir að gera
allt á sama tíma, það opinbera og
einkafyrirtækin. Yfirsýn og forsjá
eru ekki til í hugarheimi þeirra
framkvæmdaóðu. Nú er til að
mynda Alþingi og borgarstjórn
Reykjavíkur komin í hár saman
út af þinghúsbyggingu sem eng-
in þörf er fyrir. Þingið er farið að
sjá að sér og vill hætta við bygg-
inguna eftir að búið er að steypa
mikinn kjallara en borgarstjórnin
kærir sig ekkert um að hafa nöt-
urlegan grunn næstu áratugina
rétt framan við sorptunnuport
Ráðhússins, sem snýr að Alþing-
ishúsinu.
Siðgæði?
Ríkisstjórnin og vel haldnir ráð-
gjafar hennar kunna engin önn-
ur ráð til að sporna við verðbólgu
en að hækka vexti og hóta al-
mennu launafólki afarkostum ef
það dirfist að fara fram á svipaða
kauphækkun og kjaraaðallinn
fær hjá dómstóli og nefnd sem
hann skipar sjálfur. Það fólk sem
þarna vélar um skilur ekki hvað
siðgæði þýðir og skal því ekki far-
ið út í þá sálma að velta fyrir sér
hvort athæfið er siðlegt eða sið-
laust.
I eina tíð ráðskuðust ríkis-
stjórnir og bankastjórar þeirra
með gengisskráningu, vexti og
verðlagsuppbætur. Því var líka
stjórnað hverjir fengu niður-
greiddu lánin og hverjir ekki.
Efnahagslífð var í sífelldu upp-
námi og alltaf var verið að bjarga
atvinnugreinum og byggðarlög-
um og alltaf var allt á hausnum,
jafnvel þeir líka sem nutu náðar
og niðurgreiddra lána. Lífeyris-
sjóðir almennra launþega voru
rúineraðir og fé svikið af þeim
sem plataðir voru til að leggja
sparifé í ríkisbankana, en al-
þingismenn sáu um sig og sína
eins og fyrri daginn og búa við
dágóð lífeyriskjör ásamt banka-
stjórum sínum og öðrum gæð-
ingum.
A uppgangsárum tíunda ára-
tugarins Ieikur allt í lyndi.
Einkavæðing og hlutaQárdýrkun
helst í hendur og lánastofnanir
eru svo þrútnar af peningum, að
lánum er nánast þröngvað upp á
fyrirtæki og einstaklinga. Verð-
bólgan er kveðin í kútinn og eng-
in uggir að sér fyrr en allt í einu,
að ískyggilegar tölur fara að
koma fram í dýrtíðarmælingum
og allir varða afskaplega hissa.
Þá þykir allt í einu tímabært að
hækka enn einu sinni kaup
kjaraaðalsins og hefja svo upp
ramakvein um allar þær hættur
og kollsteypur sem eru framund-
an ef Iágnlaunafólkið á almenna
markaðnum ætlar að fara að
gera kröfur í þeim kjarasamning-
um sem nú standa fyrir dyrum.
Eins og fyrri daginn eru það
stjórnendur landsmála og efna-
hagslífs sem aldrei ráða við að
halda hagkerfinu í eðlilegum
skorðum. Þeir ólmast í fram-
kvæmdum og ótímabærum ljár-
festingum og lofa meiru upp í
ermina. Lánum er hlaðið á
markaðsöflin og þau síðan látin
leika lausum hala og landsfeður
standa frammi fyrir þenslu, eins
og átján barna feður í álfheim-
um, og skilja ekkert í hvað kom-
ið hefur fyrir eða hvernig bregð-
ast á við svo óskiljanlegri þróun.
Nema hvað æðsti maður efna-
hagsmála, Davíð Oddsson for-
sætisráðherra, er búinn að kom-
ast að því að íslenskt fjármála-
kerfi sé ósköp óburðugt. Samt
liggur honum og samstarfs-
mönnum þessi ósköp á að selja
ríkisbankana og særstu og öflug-
ustu fyrirtækin sem svo á að
heita, að séu í eigu þjóðarinnar.
Fyrstu taugaviðbrögðin við
verðbólguþróuninni eru að
kenna væntanlegum kjarasamn-
ingum um hvernig komið er og
fara mun. En aldrei munu þeir
háu herrar og eðlu frúr líta í eig-
in barm og reyna að skynja hveij-
ir eru hinir raunverulegu hryðju-
verkamenn efnahagslífsins.
Liðónýt stjórnarandstaða sem
þjáist af uppdráttarsýki og
femínisma reynir árangurslítið
að komast að því í hvaða flokk-
um hún er, ef einhverjum, og
hleður undir vinsældir og traust
þjóðarinnar á Davíð Oddssyni og
ráðuneyti hans og öðrum einka-
\’inum íhalds og framsóknar. Því
verður alþýðu fátt til varnar og
munu verðbólgnar skuldir heim-
ila vaxa í takt við heimatilbúna
þenslu og brasknáttúru gullkálf-
ana, sem hagkerfi nýkapítalsism-
ans er skraddarasniðið utan um,
svo óburðugt og siðlaust það
annars er.