Dagur - 25.09.1999, Page 11
LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1999 - 11
Vgjf*'
ERLENDARFRÉTTIR
Loftárásum
haldið áfram
Lögreglan í Moskvu leitar á mönnum sem grunaðir eru um aðild að
sprengjutilræðunum.
Russnesk stjómvöld
segja loftárásiraar á
Téténiu ekki beinast
gegn stjóravöldum
eða íbúum þar.
Aslan Maskadov, forseti Téténfu,
krafðist þess í gær að Rússar
settust að samningaborði um
lausn á stríðsátökunum í Norð-
ur-Kákasushéröðunum. Maska-
dov sagði að hægt væri að koma
f veg fyrir að ástandið verði með
öllu óviðráðanlegt ef rússnesk
stjórnvöld væru reiðubúin til að
setjast niður að samningaborði
til að leysa vandamálin.
Maskadov fullyrti að ef rúss-
nesk stjórnvöld væru ekki reiðu-
búin til samningaviðræðna, þá
neyddist hann til þess að gera al-
varlegar breytingar á stefnu
sinni gagnvart Rússum. Ljóst er
að Téténar eru ekki par hrifnir af
þessum árásum, enda finna þeir
áþreifanlega fyrir þeim þótt
Rússar segi þær ekki beinast
gegn þeim.
Landamæruni Téténiu lokað
Rússneski herinn hefur lokað
landamærunum að Téténíu, sem
eru alls um það bil 650 kíló-
metra löng, og ástæðan er sú að
bækistöðvar íslömsku skærulið-
anna, sem réðust inn í Dagestan
í ágúst, eru taldar vera í Téténíu.
Stjórnvöld í Moskvu telja að
skæruliðarnir beri einnig ábyrgð
á sprengjutilræðum í fjölbýlis-
húsum í Moskvu og víðar í Rúss-
landi, sem hafa orðið meira en
300 manns að bana. Halda
Rússar því fram að árásunum á
Téténíu sé eingöngu beint gegn
þessum skæruliðum, en ekki
gegn stjórnvöldum eða íbúum
Téténíu.
Sprengjum varpað á
borgarhverfi
Loftárásum Rússa á Grosní,
höfðuborg Téténíu, var haldið
áfram í gær og meðal annars var
sprengjum varpað á borgarhverf-
ið þar sem Maskadov forseti á
sér heimili. Loftárásirnar ollu
nokkru mannfalli í Grosní og
eignatjón varð verulegt. Meðal
annars hefur olíuhreinsistöðin í
Grosní verið eyðilögð, en hún
hefur gegnt stóru hlutverki í
efnahagsuppbyggingu í Kákasus-
héröðunum.
Loftárásirnar á flugvöllinn í
Grosní á fimmtudag voru fyrstu
árásir rússneska hersins á Tétén-
íu frá því stríðinu lauk fyrir
þremur árum. Þúsundir manna
hafa flúið heimili sín vegna þess-
ara loftárása, og í gær mátti sjá
um 5.000 bifreiðar í lest sem
mjakaðist í áttina að nágranna-
ríkinu Ingúsétíu.
Rússar standa nú frammi fyrir
því að taka ákvörðun um fram-
hald hernaðaraðgerða í Téténíu,
þar sem þeir geta annað hvort
látið nægja að gera loftárásir líkt
því sem Nató gerði í Kosovo, eða
senda herinn inn í Iandhernað
gegn fslömsku skæruliðunum
sem vilja stofna sameinað ísl-
amskt ríki í Kákasushéröðunum.
Öflugt eftirlit
Þriðji möguleikinn væri sá að
rússneski herinn sjái um öflugt
eftirlit á eins konar öryggisbelti,
annað hvort innan téténsku
landamæranna eða utan við þau,
líkt og Israelsmenn hafa gert í
suðurhluta Líbanons.
Rússneski herinn vanbúinn
Vegna þess hve rússneski herinn
kom illa út úr stríðinu við Tétén-
íu á árunum 1994-96 hafa þó
margir látið í Ijós efasemdir um
að hann sé fær um að standa að
neinum þeim aðgerðum, sem
dygðu til að hafa hemil á skæru-
liðunum. Ekki er nóg með að
herinn skorti bæði fjármagn og
tækjabúnað, heldur vantar hann
lfka sárlega meira sjálfstraust og
virðingu meðal almennings.
Vegna vanmáttar rússneska
hersins þykir Iíklegra að reynt
verði að koma upp slíku öryggis-
svæði utan téténsku landamær-
anna heldur en innan þeirra,
sem myndi kosta erfiða bardaga
við skæruliðana.
Matvæliun varpað úr flugvéliun
INDÓNESÍA - Sameinuðu þjóðirnar byrjuðu í gær á að varpa mat-
vælum og öðrum nauðsynjum úr flugvélum til jarðar á Austur-Tímor,
þar sem tugir þúsunda flóttamanna hafa hafst við undir berum himni
frá því skömmu eftir að kosningarnar um framtfðarskipulag Austur-
Tímors voru haldnar í lok síðasta mánaðar.
Ekki var talið ráðlegt að hætta á að afhenda matvælin á jörðu niðri,
þar sem það myndi einungis valda því að flóttamennirnir, sem fengju
þau, yrðu skotmörk vígasveitanna sem barist hafa gegn því að Aust-
ur-Tímor slíti samband sitt við Indónesíu.
Indónesíuher féllst í gær á að afhenda friðargæslusveitum Samein-
uðu þjóðanna, sem nefnast Interfer, öll hernaðarleg yfirráð á Austur-
Tímor nú á mánudaginn, nokkrum dögum síðar en áður hafði verið
talað um. Eftir það verða engu að síður um 1.400 indónesískir her-
menn áfram á Austur-Tímor, en þeir verða undir stjórn lögregluyfir-
valda á eyjunni.
Indónesíuhermenn hafa margir hverjir skilið eftir sig eyðileggingu
þegar þeir fara frá Austur-Tímor, en fjölmargir þeirra eru afar ósátt-
ir við að eyjarhelmingurinn slíti sambandið við Indónesíu. Meðal
annars kveiktu þeir í byggingu útvarpsstöðvarinnar Radio Dili.
Bretar buðu Pinochet frelsi
BRETLAND - Breska dagblað-
ið „The Daily Telegraph" skýrði
í gær frá því að bresk stjómvöld
væru að velta fyrir sér þeim
möguleika að leysa Augusto
Pinochet, fyrrverandi einræðis-
herra í Chile, úr haldi af
mannúðarástæðum meðan á
réttarhöldunum stendur, en
hann er orðinn 83 ára gamall
og hefur átt við veikindi að
stríða.
Robin Cook, utanríkisráð-
herra Bretlands, afhenti Vald-
es, starfsbróður sínum frá
Chile, tilboð þar að lútandi á
fundi þeirra í New York, en
skilyrði væri þó að lögfræðing-
ar Pinochets noti sér ekki allar
heimildir til að áfrýja úrskurði í
framsalsmálinu. Afrýjunarferlið gæti tekið allt að tveimur árum.
Réttarhöld í framsalsmálinu heíjast á mánudag, og er talið ólíklegt
að framsalsbeiðninni verði hafnað. Dómstóll á Spáni hafnaði í gær
kröfu frá saksóknara um að fallið verði frá alþjóðlegri handtöku-
beiðni á hendur Pinochet. Dómarinn taldi að hætta væri á því að
Pinoehet myndi nota tækifærið til flótta og þess vegna sé ekld rétt-
lætanlegt að láta hann lausan.
Stuðniugur við serbnesku
stjómarandstöðuna
BANDARÍKIN - Vesturlönd hyggjast veita stjórnarandstöðunni f
Serbíu öflugan stuðning með markvissum hætti. Það varð niðurstað-
an af fundi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands,
Italíu og Þýskalands, sem haldinn var í New York í gær. Ráðherrarn-
ir voru einnig sammála um að refsiaðgerðum gegn stjórnvöldum í
Júgóslavíu verði haldið áfram.
Augusto Pinochet.
NASA týndi geimfari
Geimfarið átti að
kanna veðurfar á
Mars, en virðist hafa
farið of nálægt loft-
hjúpnum.
Geimferðastofnun Bandaríkj-
anna (NASA) sagðist í gær hafa
misst sjónar á geimfari, sem
nefndist „Climate Orbiter" og
kanna átti veðurfar á reikistjörn-
unni Mars.
Geimfarið var nýkomið til
Mars og rétt að helja hringferð
sína um reikistjörnuna þegar allt
samband rofnaði við það. Geim-
farið átti einnig að þjóna til sam-
skipta við annað geimfar, sem
nefnt er „Polar Lander“ og mein-
ingin er að lendi á Mars í desm-
ber næstkomandi.
Geimfarið sem týndist á Mars og
átti m.a. að kanna hvort líf kynni
að leynast þar.
Svo virðist sem geimfarið hafi
farið of nálægt reikistjörnunni
og annað hvort brotnað í sundur,
brunnið eða hrapað. Að sögn
NASA á þetta óhapp ekki að
hafa ýkja mikil áhrif á starfsemi
seinna geimfarsins, „Polar Land-
er“, sem á að rannska jarðveginn
og leita að ís undir yfirborðinu.
Hins vegar þurfi að skipuleggja
rannsóknarstarfið upp á nýtt
með tilliti til þess að heilt geim-
far tapaðist.
Geimfarið sem týndist kostaði
nærri nfu milljarða króna, en um
borð voru mælitæki sem rann-
saka áttu veðurfarið á Mars og
hvað varð um það vatn sem talið
er að áður hafi verið að finna í
miklu magni á reikistjörnunni.
Meðal annars voru í geimfarinu
mælitæki sem mæla áttu Ioft-
hita, rykmagn í lofti og uppguf-
un vatns, en niðurstöður þessara
rannsókna áttu að veita upplýs-
ingar um það hvort hugsanlega
sé einhvers konar líf að finna
þar, eða hvort líf hafi áður fyrr
verið þar.
Sex ára dreng-
ur fannst á lífi
TAÍVAN - Sex ára dreng var
bjargað lifandi úr rústum á
jarðskjálftasvæðinu í Taívan
í gær, nærri fjórum sólar-
hringum eftir að jarðskjálft-
inn átti sér stað. Mjög hefur
þó dregið úr vonum um að
fleiri finnist á lífi í rústun-
um þar sem svo langur tími
er nú liðinn frá jarðskjálft-
anum. Meira en 2.100 lík
hafa fundist í rústunum, og
talið er að nokkur hundruð
manns séu enn ófundin.
Græningjar hugleiða stjómarslit
ÞYSKALAND - Græningjar í Þýskalandi velta því nú fyrir sér hvort
rétt sé að slíta stjórnarsamstarfinu við þýska Sósíaldemókrataflokk-
inn, og telja sumir þeirra að eftir lélega útkomu flokksins í kosning-
um undanfarið sé nauðsynlegt að slíta stjórnarsamstarfinu ef flokk-
urinn á ekki hreinlega að lognast út af. Aðrir taka þó ekki undir þetta,
og forsvarsmenn Sósíaldemókrata, sem einnig hafa fengið slæma út-
reið í kosningum undanfarið, segja þessar hugmyndir fjarstæðu-
kenndar.