Dagur - 29.09.1999, Blaðsíða 4

Dagur - 29.09.1999, Blaðsíða 4
20-MIÐVIKUDfiGUR 29. SEPTEMBER 1999 LIFIÐ I LANDINU "Við viljum ekki að einkaiíf kjörinna fulltrúa verði efni í veisluhöld slúðurblaða eða álíka pappíra. Hér í London - háborg ofsókna og eineltis lágkúrunnar - er fullkomlega Ijóst að við heima höfum ekki misst neitt með því að virða friðhelgi fólks í opinberum stöðum," skrifar Stefán Jón Hafstein frá London. Éinkalíf forseta London, 27. sept.: Forseti vor hefur oskað eftir því að þjóðin veiti sér „tilfinningalegtsvigrúm" til aðjjróa samband við konu. I sögulegu viðtali við Stöð 2 í síðustu viku komst forseti lýðveldisinsmjög vel frá því erfiða verkefni að segja að hann ætti í ástarsambandi við konu. Hún hefur sést af og til við opinberar athafnir að undanfömu. Nú var stað- festur orðrómur um nýja konu í lífí forsetans. Auðvitað orðaði forseti þessa hluti alla mjög almennt og smekklega - en kjarni málsins var öllum Ijós. Forsetinn var auðvitað ekki að biðja um neitt leyfí. Hann þarf þess ekki. Hann var að sinna lágmarks upplýsingaskyldu um einka- hagi sína. En hér hangir fleira á. Hjónaframboð Þegar Ólafur Ragnar Grímsson bauð sig fram til forsetaembættisins var ræða hans i Ijósi fjölmiðla heima á Barðaströnd um allt annað mál: Um að þau hjónin byðu sig fram. I kosningabaráttunni og embættistíð Ólafs Ragnars var Guðrún Katrín „sólargeislinn á Bessastöðum" og markvisst spiluð upp í þá stöðu. Þetta var ekki aðeins herfræðilega heppilegt fyrir gamla stríðsherrann - heldur og einstaklega vel sniðið að sambandi þeirra hjóna og rómaðri framgöngu Guðrúnar Katrínar. Hún bræddi hvert hjarta sem bræð- andi var. Þetta gekk fullkomlega upp. Nema. Þetta var ótrúlega gamaldags. Guðrún Katrín Guðrún Katrín var frábær í hlutverki sínu á Bessastöðum, þjóðarsómi og öllum harmdauði. Eins og þau hjónin stilltu sér upp saman var hún í hefðbundnu kynhluverki eig- inkonu framamanns. Vigdís Finnbogadóttir sýndi að forseti án maka er ekkert vandamál, og Guðrún Katrín sýndi að maki forseta getur verið álitsauki. Hlutverk þessara tveggja kvenna á Bessastöðum voru jafn ólík og hægt er að hugsa sér. En gerði ekkert til. Svona vildu Ólafur Ragnar og Guðrún Katrín hafa það og meirihluti þjóðarinnar samþykkti með dúndrandi lófataki. Hlutverk maka háembættismanns er hvergi til nema í meðförum þeirra sem á halda. í til- viki forsetahjónanna var það hlutverk mótað í sviðsljósinu. Aðrir hafa ólíkan hátt á: Hjörleif- ur Sveinbjömsson maki borgarstjóra er áber- andi hlédrægur, og svo er um Astríði Thorarensen maka forsætisráðherra. Bæði sinna „skyldum" af sóma en halda einkar vel til hliðar persónum og einkalífi, svo til fyrir- myndar er. I þessum efnum er einfaldlega ekkert ein- hlýtt. DaHa og Tiima Það er sameiginlegt öllum í fjölskyldu Ólafs Ragnars, að þeim var falið opinbert hlut\'erk eftir að hann varð forseti. Böm Vigdísar og Kristjáns Eldjárns höfðu aldrei neitt sambæri- legt hlutverk. Svo vel vill til að dætur þeirra Ólafs Ragnars og Guðrúnar Katrínar - Dalla ogTinna - eru vel gerðar og frambærilegar ungar konur á eigin forsendum. Ella hefði mátt ldúðra þeim inn í einhverja veislukjóla ímynd sem hæfir hvorki persónu þeirra né hefð í íslensku þjóðlífi. Hlutverk þeirra var mjög erfitt, en sinnt með sóma bæði fyrir og eftir andlát Guðrúnar Katrínar. Ur því að þeim var falið hlutverk á annað borð er ekki hægt að segja annað en vel hafí tekist til. En hér er kjami málsins: í forsetatíð Ólafs Ragnars Grímssonar hefur verið almenn til- hneiging til að færa tiltekna þætti tengda embættinu í vaxandi mæli framar í sviðsljósið. Hreint út sagt: Ef Guðrún Katrín og dætumar hefðu ekki verið jafn alþýðlegar og sterkar persónur og raun ber vitni hefði forsetaemb- ættið verið á hættulegri braut inn í glans- myndaheim. Sem er það síðasta sem maður vill. Hvað nú? Allt er þetta rakið til að setja ósk forseta um „svigrúm" í samhengi. I fyrsta lagi var rétt hjá honum að skýra stuttlega - en innilega - frá stöðu mála. Við lif- um í svo litlu þjóðfélagi að enginn möguleiki er á því fyrir mann í stöðu Ólafs Ragnars að eiga alveg lokað einkalíf. Betra að skýra málið áður en Gróa á Leiti gerir það. I öðru lagi má skilja orð hans sem ósk um að fá að vera í friði með einkalíf sitt. Við Is- lendingar höfum aldrei tekið þann rétt frá framámönnum okkar. Það hafa aðrar þjóðir gert með afleiðingum sem eru okkur víti til vamaðar. Ekki er hægt að ímynda sér að nokkur skynug manneskja setji sig á móti því að forseti „þrói samband" við hveija þá per- sónu sem hann kýs. Með fylgja bestu ham- ingjuóskir. Og þá er það þriðji punkturinn: Einkalíf á að vera það. Einkalíf. Embættið og persónan sem gegnir því hafa engin skýr mörk. En þau verða að vera einhver. Við höfum vanist því að hafa þau skörp. EkM Við viljum ekki að einkalíf kjörinna fulltrúa verði efni í veisluhöld slúðurblaða eða álíka pappíra. Hér í London - háborg ofsókna og eineltis lágkúrunnar - er fullkomlega ljóst að við heima höfum ekki misst neitt með því að virða friðhelgi fólks í opinberum stöðum. En þar er kengur á móti: Fjölmiðlum er ekki einum um að kenna. Freistingin til að fóðra þá er oft sterk. Nú á tímum er stigvax- andi þorsti fjölmiðla í gott slúður, sem freistar ráðamanna að svala með tilheyrandi egohress- ingu. Því er rétt að staldra við. Forseti biður um svigrúm og hann á að fá það. En við viljum Iíka fá okkar svigrúm. Til að vita jafii lítið og við þurfum. UMBUÐA- LAUST Stefán Jón Hafstein skrifar IMENNINGAR LÍFID Ort í þágu þjálfunarlaugar Nú á föstudags- kvöldið, I. októ- ber, kl. 21 efna Lionsldúbbur Akureyrar og Lionsklúbbur- inn Vitaðsgjafi til hagyrðinga- og skemmti- kvölds í íþrótta- húsinu við Hrafnagils- skóla. Allur að- Meðal hagyrðinga er Björn Ingólfs- son skólastjóri á Grenivik. gangseynr mun renna til bygg- ingar þjálfun- arlaugar við endurhæfingar- deild FSA á Kristnesi, sem ver- ið hefur eitt stærsta styrktar- verkefríi Lionsklúbba við Eyja- Ijörð og í Þingeyjarsýslum á undanförnum árum. Óhætt er að segja að til hag- yrðingakvöldsins mæti einvala lið spaugsamra hagyrðinga og verður vafalítið stungið á við- kvæmum þjóðfélagsmálum. Stjómandi verður Birgir Svein- bjömsson en hagyrðingarnir eru þeir Bjöm Ingólfsson, Björn Þórleifsson, Hákon Aðal- steinsson, Pétur Pétursson og Hjálmar Freysteinsson. Þá munu einnig koma fram söngvararnir Öskar Pétursson og Hulda Björk Garðarsdóttir. Allt mun þetta fólk gefa sína vinnu í þágu góðs málefnis. Þetta er annað árið í röð sem efnt er til styrktarsamkomu af þessu tagi í Eyjaijarðarsveit því Lionsklúbbur Akureyrar stóð íyrir réttu ári fyrir ljáröflunar- samkomu með líku sniði í Freyvangi en þá komust færri að en vildu. Til að tryggja hús- pláss ákváðu áðurnefndir tveir ldúbbar að taka höndum sam- an og endurtaka skemmtunina í íþróttahúsi Hrafnagilsskóla, sem rúmar fleiri. Forsala að- göngumiða er í Bókabúð Jónasar á Akureyri. Bygging þjálfunarlaugarinnar í Kristnesi er langt á veg komin og hefur verið framkvæmt fyrir nær allt það fé sem safnast hefur, rösar 20 milljónir króna. Nýverið barst í söfnunina minningargjöf frá einstaklingi að upphæð 500 þúsund krónur og er sú gjöf gott dæmi um hvaða velvilja verkefnið hefur hvarvetna mætt. Léttrómantísk dogmamynd SÍÐASTI SÖNGUR MIFU- NE(Mifunes sidste sang) Leikstjóri: Sören Kragh-Jacob- sen Handrit: Sören Kragh-Jacobsen ogAnders Thomas Jensen Aðalhlutverk: Anders W. Berthel- sen (úr Taxa), Iben Hjejle, Jesper Asholt og Emil Tarding. MENNINGAR VAKTIN Dogmakastið danska hefur nú getið af sér þrjár kvikmyndir sem allar hafa náð talsverðum vinsældum í Danmörku og víðar auk þess að hafa landað nokkrum verðlaun- um. Þannig hlaut Síðasti söngur Mifu- ne, sem var frumsýnd í Háskólabíó sl. föstudag, Silfurbjörninn í Berlín á þessu ári auk þess sem Iben Hjejle hlaut sérstök verðlaun fyrir framúr- skarandi leik. Nú hefur Mifune verið seld til yfir 40 landa og hvorki fleiri né færri en 16 dogma-myndir eru í bígerð. Aðeins helmingur þeirra verður gerður á Norðurlöndum en hinar verða teknar í Frakklandi, Namibíu ogAmeríku. Lóa Aldísardóttir skrifar Uppinn hverfur tH upprunans Mifunes sidste sang segir frá ungum uppa í Kaupmannahöfn sem hrekkur upp með andfælum síðla brúðkaupsnætur sinnar við fréttir um andlát föður síns. Kersten á ekki annars úrkosta en að halda til heimahaganna til að ganga frá málum föður síns. Uppruna sínum hefur Kersten haldið leyndum fyrir unnustunni og uppavinunum enda heimahag- arnir ekki par fínir - Kersten ólst upp hjá föður sínum og þroska- heftum bróður á niðurníddum afskekkt- um búgarði. Kersten snýr því aftur heim til að selja búgarðinn og koma bróðurnum þroska- hefta fyrir einhvers staðar. Víkur þá sög- unni til ungrar konu, yfirstéttarmellu, sem vill þvert á móti flýja borgina og perversjónir hennar. Af tilviljun lendir yfirstéttarmellan unga sem ráðskona á búgarðinum til að Kersten geti gengið frá málum tjölskyldunnar en eins og lög gera ráð fyrir fara þau Kersten og Liva að draga sig saman. Ferskleikiim hnrfinn Mifune er létt og notaleg mynd, laus við tepruskap og uppskafningshátt í Ieik og umgjörð. Sum atriðin er kostuleg, m.a. kaffiboðið með Rud og vinum hans, og myndin er í heild sinni vel leikin, fer vel í sálu og reynir hvorki á jafnvægisskynið eða fókuseringartilhneigingu augna líkt og fyrirrennari hennar Festen. En af sömu sökum er Mifune ekki eins áleitin. Sagan er fyrst og fremst notaleg og Kragh-Jacob- sen hefur tekist að Iáta áhorfendur gleyma dogma-grunni myndarinnar og af því leiðir að myndin rennur misfellulaust. En um leið nær hún ekki sömu græðgislegu tök- um á manni og fyrri dogmamyndir. Snilld- in í Idioterne var ekki sú að hún notaði tæknilegar takmarkanir Dogma-yfirlýsing- arinnar heldur sú að leikstjórinn nýtti sér aðferðina til að leika sér með og móta innihaldið. Kragh-Jacobsen fylgdi hins vegar Dogma-kenningunni til að búa til hefðbundna léttrómantíska mynd í betri kantinum. SUM SÉ: Um fram allt sæt, falleg og vel gerð mynd. Kragh-Jacobsen hefur náð tökum á dogma-tækninni en um leið hverfur ferskleikinn og sá hrái innileiki sem greip mann við fyrstu tvær dogma- myndimar. og Fávitana. Þriðja dogmamyndin skortir ferskleikann og ævintýramennskuna sem einkenndi Veisluna

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.