Dagur - 29.09.1999, Blaðsíða 2

Dagur - 29.09.1999, Blaðsíða 2
18- MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 1999 D^itr LÍFIÐ t LANDINU L ■ SMÁTT OG STÓRT UMSJÓN: SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON ,Annars hlusta ég afar Iítið á útvarp ... Get þó engu að síður haft gaman af þessum kjafta- þáttum sem eru á dagskránni." - Agúst Guðjóns- son taekniskóla- nemi í Degi, sl. þriðjudag. Ég reyni að forðast flugustöng Margt fróðlegt og skemmtilegt er að finna í ævisögu Halldórs E. Sigurðssonar, ráðherra, en hún kom út í tveimur bindum fyrir um hálfum örðum áratug. Þar segir Halldór meðal annars frá sjónvarpsviðtali við Gunnar Thoroddsen þegar hann varð sjötugur, þann 29. desember 1980. „Þar fór hann á" kostum sem fýrr, og það svo að mér varð að orði við konu mína: Forsætisráðherrann lítur út eins og nýrunninn lax,“ segir Halldór, sem kveðst jafnframt hafa sagt þetta í afmælisgrein sem hann skrifaði um Gunnar. Og ekki stóð á við- brögðum frá Gunnari sem sendi Halldóri þessa vísu, orta í orðastað laxins: Þótt sækifram um gljúfragöng og götur hálarfeti, ég reyni að forðast flugustöng, ogfestast hvergi í neti. Guðmund á þing Margar ágætar sögur^r að finna í bók Gísla Hjartarsonar á Isafirði, Nýjar vestfirskar þjóð- sögur, sem kom út fýrir síðustu jól. Sögurnar eru af ýmsum toga og er hér ein þeirra birt til gamans: „I þingkosningunum 1991 voru fram- bjóðendur í Vestfjarðakjördæmi á faraldsfæti um kjördæmið eins og jafnan fýrir kosningar. Fjórir efstu menn á lista Framsóknar voru á fundaferð saman og tóku þeir litla flugvél frá Reykhólum til Hólmavíkur. Þetta voru þau Ólafur Þ. Þórðarson alþingismaður, Pétur Bjarnason fræðslustjóri, Magnús Björnsson á Bíldudal og Katrín Marísdóttir á Hólmavík. Fimmti maðurinn á listanum var síðan Guð- mundur Hagalínsson á Hrauni á Ingjalds- sandi, en hann var ekki með í þessari ferð. Veður var mjög slæmt og flugvélin lét ákaflega illa. Farþegarnir voru þöglir og ekki laust við að nokkrum fölva slægi á andlit. Eftir langa þögn segir Ólafur með grafarraust sem hæfði alvöru málsins. „Ef við förumst öll hérna, þá er Guðmundur Hagalínsson þar með kominn á þing.“ Það lekui úr afa Sagan hér fyrir neðan gerðist einnig fyrir vest- an, þó hún sé að vfsu ekki fengin úr bók Gísla. En svo bar við að eldri maður lést að vetri til og slfk var veðráttan og frerinn í jörðu, að ekki var nokkurt viðlit að jarða manninn. Liðu svona dagar og vikur. Var því brugðið á það ráð að láta lík gamla mannsins uppá hanabjálka heima á bæ, sem var þó ekki sú hentugasta geymsluaðferð sem til er. Það var svo ein- hverju sinni þegar farið var að vora að í Ijúfum hnúkaþeynum varð litlum dreng á bænum lit- ið til lofts og horfði á ná afa síns og taum sem af honum rann. Mælti drengurinn þá þau fleygu orð: „Pabbi, það Iekur úr afa.“ Örvar Kristjáns- son. „Ég finn að það er lær- dómsríkt að haida sýningu. Það efiir mann til dáða.“ MYND GUN Efldur til dáða „Ég er ofboðslega ánægður með aðsóknina. Hingað eru búnir að koma um 300 gestir sem er nokkuð stór hluti af íbúum sveitarfélagsins. Ég finn að það er lærdómsríkt að halda svona sýningu. Það eflir mann til dáða.“ - Ertu húinn að selja margar myndir? „Ég seldi einar tíu og er mjög sáttur við það. Þótt ég væri með nokkrar myndir héðan þá fóru þær ekkert frekar. Menn horfa út fyrir túngarðinn og kaupa ekki síður myndir annars staðar frá.“ - Þú notar aðallega vatnsliti en hregður Ukafyrir þig krít. „Já, ég er nýlega byrjaður að nota krítina og finnst hún spennandi verkfæri. Svo á ég eftir að fara út í olíumálning- una. Ég þarf líka að fara að herða mig í að mála úti. Hingað til hef ég gert skyssur úti og svo lokið við myndirnar heima.“ - Hvað er langt st'ðan þú fórst að mála? „Ég var nú farinn að fást við þetta sem strákur. Mér skilst það hangi uppi myndir eftir mig á þremur heimilum hér á Höfn sem ég málaði um miðja öldina.“ - Ertu uppalinn hér? „Ég ólst upp í Volaseli í Lóni til 10 ára ald- urs, þá flutti ég til Hafnar. Var hér m.a. á sjó í uppvextinum en fór að heiman 16-17 ára.“ - Varstu hyrjaður að spila á harmóníku þá? „Ég fékk að spila á balli í klukkutíma á fermingardaginn minn og upp frá því byrjaði fer- ill minn sem harmónikuleikari, bæði á böllum í bryggjukjallar- anum í Nesjum og víðar. Það er ar Hamwnikuleikarínn góðkunni, Örvar Krístjánsson, varað pakka niður myndum ZS i? 4 í Pakkhúsinu i Höfn l , nikkllna M. Homafirði eftirsína “j4^Iók hana upp 4 fyrstu sjálfstæðu mál- i 4 . . Djúpavogi þar sem verið var að verkasymngu . via nýjan hótelsal.“ - Hvað er svo framundan? „Við hjónin erum farin að telja dagana þar til við förum til Kanarí þann 20. október. Þar verðum við allan veturinn eins og við höfum gert undanfarin 5 ár. Ég er fastráðinn harmóníku- spilari þar hjá íslenskri konu á Cosmos eða Klörubar, eins og hann er gjarnan nefndur af Islendingum. Svo spila ég fyrir Urval-Utsýn líka, á kvöldvökum, jólaskemmtunum og þorrablótum. Yfirleitt spila ég á hverju einasta kvöldi allan veturinn." - En ertu farinn að skipuleggja næstu mál- verkasýningu? „Nei, ég lifi á ánægjunni af þessari næstu mánuði. Gott að hafa minningarnar um hana í farteskinu út.“ GUN SPJALL FRÁ DEGI TIL DAGS Allt þarf maður að gera sjálfur - meira að segja að hlæja. Michael Friedrichs Þau fæddust 29. september • 1547 fæddist spænski rithöfundurinn Miguel de Cervantes. • 1864 fæddist spænski rithöfundurinn og heimspekingurinn Miguel de Una- muno. • 1881 fæddist austurríski hagfræðíng- urinn Ludwig von Mises. • 1912 fæddist ítalski kvikmyndaleik- stjórinn Michelangelo Antonioni. • 1916 fæddist breski leikarinn Trevor Howard. • 1931 fæddist sænska Ieikkonan Anita Ekberg. • 1942 fæddist bandaríska leikkonan Madeline Kahn • 1943 fæddist pólski verkalýðsleiðtog- inn og síðar forseti Lech Walesa. • 1950 fæddist Pálmi Gunnarsson söngvari. Þetta gerðist 29. september • 1906 tók Landssími Islands til starfa. • 1923 tóku Bretar til við að stjóma Palestínu í umboði Þjóðabandalagsins. • 1936 var útvarpið fýrst notað í kosn- ingabaráttu í Bandaríkjunum. • 1955 var leikritið „Horft af brúnni" eftir Arthur Miller frumsýnt í New York. • 1974 var Auður Eir Vilhjálmsdóttir vígð til prests, fyrst íslenskra kvenna. • 1990 var Nesjavallavirkjun formlega tekin f notkun. • 1992 bauð Madonna Díönu prinsessu að koma og búa hjá sér í Bandaríkjunum. Vísa dagsins Eggjaði skýin öfund svört, upp rann morgunstjarna: „Byrgið hana, hún er ofhjört helvítið að tarna". Steingrímur Thorsteinsson Afmælisbam dagsins Þórunn Sigurðardóttir, Ieikstjóri, Ieikari og leikritaskáld, fæddist í Reykjavík 29. september árið 1944. Hún útskrifaðist sem leikari frá Leildistarskóla LR árið 1967. Hún hefur leikið á Ijölum Þjóðleikhúss- ins, Leikfélags Reykjavíkur og í út- varpi og sjónvarpi. Auk þess að sinna leildistargyðjunni hefur hún starfað sem blaðamaður, fararstjóri og setið í ýmsum stjómum og nefndum. Lengsta servétta 1 heimi Maður nokkur sat að snasðingi á litlu veit- ingahúsi, og tók þá eftir að servéttu vant- aði á borðið. Hann kallaði á þjóninn og bað um servéttu. Þjónninn fór fram til að ná í servéttu, en þá stóð svo á að hvergi var servéttu að finna. Hann sendi aðstoð- armann kokksins strax út í búð til að kaupa servéttur, en til að bjarga málunum í bili fór hann fram á klósett og náði þar í klósettpappír, sem hann fór síðan með að borðinu þar sem maðurinn sat enn að snæðingi. Maðurinn sá strax hvers konar pappír þetta var, og sagði: „Þetta er ekki servétta, þetta er klósettpappír." Þjónninn svaraði: „Það fer nú eftir ýmsu. I sumra augum er þetta klósettpappír, en aðrir líta svo á að þetta sé lengsta servétta í heirni." Veffang dagsins Allt um dagatöl og tímatalsreikning að fornu og nýju, og í ýmsum heimshlutum: untnv. wehexhihits. com/calendars/

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.