Dagur - 29.09.1999, Blaðsíða 5

Dagur - 29.09.1999, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 1999 - 21 LÍFIÐ í LANDINU Klukkustrengir leikrit eíitir Jökul Jakobs- son Leikstjóri: Valgeir Skagfjörð Leikmynd og búningar: Vignir Jóhanns- son Leikarar: Sigurður Karlsson, Sunna Borg, Aðalsteinn Bergdal, MaríaPáls- dóttir, Ingibjörg Stefánsdóttir, Ami Pét- ur Reynisson og Ari Matthíasson. Frumsýning 1. október hjá Leikfélagi Akureyrar Jökull Jakobsson skrifaði leikritið Klukku- strengi fyrir Leikfélag Akureyrar árið 1973 og lýsir þar mannlífinu við Pollinn á Akur- eyri. Ókunnur maður kemur í bæinn og raskar ró góðborgaranna, sem hittast reglu- lega á heimili frú Jórunnar (Sunna Borg) til að spjalla, borða smákökur og drekka sjerrí. Gamall og Iúinn klukkustrengur sem hefur hangið upp á vegg árum saman er allt í einu kominn í samband. Hver er hann þessi ókunni maður, sem segist vera kominn í bæinn til þess að stilla orgelið? Bæjarbúar hafa misjafria skoðun á því. Frúin (Sunna) telur hann hafa verið sendan af einhverjum æðri öflum til að hafa jákvæð áhrif á bæjarbúa, á meðan aðrir halda því fram að það eina sem hann geri með nærveru sinni sé að róta upp í annars rólegu samfélagi. Er hann anda- Iæknir, guðspekingur og útsendari almætt- isins ehf. eða er hann svikari, Ioddari og kynlífsglæpamaður, eða er hann kannski bara ímyndun. A heimili frú Jórunnar fer allt á annan endann og sumir tapa glórunni, þar á með- al dóttir Jórunnar (Ingibjörg Stefánsdóttir), Ókunnur maður kemur í bæinn og raskar hug- arró fólksins sem hefur búið í friði og spekt við pollinn. Ingibjög Stefánsdóttir og María Páls- dóttir leika hrifnar ungmeyjar. í sviðsmyndinni kristalsljósakróna, sem Vignir Jóhannsson hefur hannað úr fleiri tugum blómavasa sem fengnir voru hjá Amaro-verslun á Akureyri. KliLkkustrengir Ráð tíl að hætta að reykja SVOJMA ER LIFIÐ Pjetur St. flrason skrifar Pjetur svarar í símann! Reykingar eru mikil og hættuleg nautn. í síðustu ríku bárust fréttir af því að á hverjum degi deyi einn einstaklingur á Is- landi af völdum reykinga. Reykingamenn réttlæta þennan sið á ýmsan hátt. Það róar taugarnar að sjúga að sér nikótínmett- aðan reykinn. Margir finna einhverja dásam- lega vellíðunartilfinngu við það að skríða fram úr rúminu á morgnana og kveikja í fyrstu rettunni. Hjá mörgum fæðast nýjar og spennandi hugmyndir þegar þeir anda að sér eiturmettuð- um reyknum. í reyk sfgarettunnar eru yfir 3.000 tegundir af eiturefnum, og er nikótínið, virka eiturefnið í tóbaki, ekki það hættulegasta. Flestir reykingamenn vildu gjarnan vera lausir undan þeirri fíkn að þurfa að draga að sér tóbaksreyk. Það eru ýmis ráð til þess að hætta. Þeim er helst ráðlagt að drekka mik- inn vökva, vatn eða ávaxtasafa og hreyfa sig. Þegar löngunin í tóbaksreykinn verður sterk er gott að fara í stuttan göngutúr. Til eru ýmsar aðrar slökunaraðferðir en að sjúga að sér tóbaks- reyk. Margir bjóða upp á námskeið fyrir þá sem langar til þess að hætta að reykja. Hægt er að sækja sér upplýsingar um nám- skeið sem í boði erú hjá Krabbameinsfélaginu á heimasíðu fé- lagsins, http://nmnv.krabh.is Ertu með ráð, þarftu að spyrja, viltu gefa eða skipta? Pjetur svarar í símann ld. 9—12. Síminn er 460 6124 (beint) eða 800 7080. Póstfang: Þverholt 14 Rvk. eða Strandgötu 31 Akureyri. Netfarig: pjeturst@ff.is Vísnagátur Síðastliðinn fimmtudag birtust í blaðinu vfsnagátur eftir Svein Víking, sem Helga á Hvolsvelli laumaði að undirrituðum. Helga átti bækurnar sem gáturnar birtust í á sínum tíma en vantaði blöðin með lausnunum. Hægt er að hafa samband við Helgu í síma 487 8262. Helga kunni ekki svarið \ið báðum gátunum sú seinni var svona: Burtu nétnur margra mein; marg oft grafið djúpt tjörð; talin löngu listagrein; lífifyrrum svipti hjörð. Hún Þorgerður hringdi hingað á föstudagsmorgun, daginn eftir að gátan birtst og vissi hún svarið. Þetta er skurður. Það bar hins vegar svo illa við að gáta misritaðist í blaðinu og beðist er velvirðingar á því. Leikfélag Akureyrar frumsýnir leikritið Klukkustrengi föstudaginn I. október. Sigurður Karlsson leikur piparsvein sem safnar kaktusum og Sunna Borg er ráðsett frú sem stendur fyrir samkomum góðborgara. myndir: brink. sem heldur því fram að sá ókunni hafi heimsótt hana eina nóttina og hafi þau átt hugljúfa stund saman, en ekki eru allir sammála því. Ljóst er að allir hafa skoðun á því hver hann sé þessi ókunni maður. Sigurður Karlsson leikur Harald sem er piparsveinn og safnar kaktusum og eru teg- undirnar orðnar 65 talsins. Aðalsteinn Bergdal leikur Kristófer sem á eiginkonu með bilaðan ristil, hann talar mikið og er sífellt með einhvetja spekingslega fyrir- lestra hinum til mikillar mæðu sem þurfa stöðugt að vera að segja „þegiðu Kristófer". María Pálsdóttir leikur ungfrúna sem bæði Haraldur og Kristófer gefa stöðugt undir fótinn, en hún heldur því fram að hún hafi átt í ástarsambandi við þann ókunna í Kaupmannahöfn og spuming er hvort eitt- hver sannleikur sé til í því. Árni Pétur Reynisson leikur kærasta heimasætunnar (Ingibjargar) og hcfur sambandi þeirra ver- ið stofnað í mi'.da hættu vegna komu ókunna mannsins. Og þann ókunna sem segist vera komin til að stilia orgel, en eng- inn veit hvort er satt, leikur Ari Matthías- son. I sviðsmyndinni er áberandi stór krist- alsljósakróna, sem Vignir Jóhannsson hefur hannað, en það sérstaka við hana er að hún er búin til úr fleiri tugum blómavasa sem fengnir voru hjá Amaro-verslun á Ak- ureyri. Valgeir Skagfjörð nær að draga fram grátbroslegan gleiðileik sem flettir ofan af manneskjunni og sýnir á henni og mannlíf- inu hinar fjölbreyttustu hliðar. -w ■ HVAD ER Á SEYDI? CAFÉ NORDEN,RÁÐSTEFNA UM NORRÆNA OG BALTNESKA POPPTONLIST Helgina 8.-10. oktober verður haldin í Norræna hús- inu ráðstefnan Café Norden-Nordpop, ráðsteíria um norræna og baltneska popptónlist. Aðstandendur ráð- stefunar eru Nordklúbburinn (ungmennadeild Nor- rænafélagssins)ásamt íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur og Norrænahúsinu. Á ráðstefnunni Ijalla popptónbstarmenn,útgefandi og blaðamaður um um- gjörð og möguleika popptónlistar á hjara veraldar. Ríf- lega 100 þátttakendur frá 12 löndum sitja ráðstefnuna. Nordpop-tónleikar verða haldnir á Geysi kakóbar á laugardeginum þar sem margar ungar og upprennandi hljómsveitir ffá þáttökulöndunum spila fyrir gesti og gangandi. Þær hljómsveitir sem koma fram eru Maus frá íslandi, Candy darling frá Finnlandi, Merlin ffá Litháen, Blancky frá Eistlandi, The MiIIbrooks frá Álandseyjum, Prata Verra(Brain Storm) ífá Lettlandi, Siissisoq ffá Græn- landi og Hatespeech frá Færeyjum.Rás 2 sendir tónleikana út. Þátttökugjald er 4000 - innifalið matur, ráðstefna, gisting, tónleikar, og geisladiskur með upptöku af tónleikunum. Skráning er í Norræna félaginu Bröttugötu 3b, 101 Revkjarík í síma 5510156 - fax 5628296 - tölfupóstfang cafenorden@norden.is - veffang norden.is/cafenorden.html HOFUÐBORGARSVÆÐIÐ Ritlistahópur Kópavogs Upplestur á vegum Ritlistarhóps Kópavogs verður haldinn fimmtudaginn 30. september í Gerðarsafni. Þar les Berglind Gunnarsdóttir Ijóðskáld og þýðandi upp úr verkum sínum. Upplesturinn hefst kl. 17:00 . Aðgangur er ókeypis og allir vel- komnir. Kúba: land og samfélag Miðríkudaginn 29. september kl. 20:30 verður haldinn ffæðslu- fundur á vegum Félags landfræðinema í stofu 201 í Odda, húsi félagsrísindadeildar Hl. Þar verður j sagt í máli, ntyndum og tónlist frá náms- ferð landfræðinema til Kúbu síðaslliðið vor. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. \ Opið hús í Hallgrímskirkju. Miðvikudaginn 29. september verður opið hús í Hallgrímskirkju frá kl. 20-21 þar gefst fólki kostur á að ræða um mikilvæg málefni sem snerta lífið í landinu. Að þessu sinni ræðir hr. Karl Sigurbjörnsson biskup um „kirkju og trú“. Náttsöngur, tíð- arsöngur samkvæmt elstu mynd skipulags bænahalds kirkjunnar hefst síðan kl.21:00. Sr. Kristján Valur Ingólfsson leiðir sönginn .Opið hús verður alla miðvikudaga í vetur í Hallgrímskirkju. Námskeið í almennri skyndihjálp á vegum RKI Reykjaríkurdeild RKÍ gengst fyrir tveimur skyndihjálpar námskeiðum. Fyrra nám- skeiðið hefst fimmtudaginn 30. sept. Kennt verður frá kl. 19-23 ,eignig verður kennt 4. og 5. október á sama tíma. Helg- arnámskeið verður daganna 2.og 3. októ- ber, kennt verður frá kl.10-16 laugardag og 11-17 á sunnudag. Námskeiðin teljast vera 16 kennslustundir alls. Öllum 15 ára og eldri er heintil þátttaka. Námsskeiðsgjald er 4000.- Félagar í RKÍ fá 25% afslátt, hægt verður að ganga í félagið á staðnum. Að námskeiðinu loknu fá þátttakendur skírteíni sem metið er í ýmsum skólum. Skráning er í síma 568-8188 frá kl. 8-16. LANDIÐ Kynning á verkum Sigurveigar Kynning verður á verkum Sigun eigar Sig- urðardóttur í Samlaginu í Listagilinu á Ak- ureyri 2. - 23. október. Sigurveig (Veiga) útskrifaðist úr málunardeild Myndlista- skólans á Akurevri vorið 1998. Verkin sem sýnd verða eru olíumálverk, máluð á árun- um 1996 -1999. Sigunæig starfar sem læknaritari en hefur myndlistina sem krydd í tilveruna. Santlagið er opið alla daga ,nema mánudaga, frá kl. 14:00 til kl. 18:00

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.