Dagur - 30.09.1999, Blaðsíða 2
2 - FIMMTVDAGUR 3 0 . SEPTEMBEK 1999
FRÉTTIR
Fræðslumiðstöð Reykjavikur og námsflokkarnir kynntu í gær tölvunámskeið fyrir eldri borgara sem fram fara í nokkrum grunnskól-
um borgarinnar á næstunni. - mynd: teitur
Ungir kenna
og aloraðir læra
Fræðslumiðstöð og Náms-
flokkar Reykjavíkur bjóða
öldruðum borgarbúum að
læra á tölvur hjá nemend-
um í sex grunuskólum
borgarinnar.
„Það er búið að tala um það svo lengi
sem ég hef verið í stjórnmálum að reyna
að efla tengsl barna við eldra fólkið í
borginni. En einhvern veginn hefur það
nánast aldrei gengið upp, þar til nú að
þetta samband er komið á. Það er búið
að undirbúa mörg verkefni í þessa veru,
en fyrst og fremst er hér að fara af stað
tölvunámskeið fyrir eldri borgara í 6
grunnskólum í borginni, þar sent nem-
endur valdir af tölvukennurum skólanna
kenna öldruðum á tölvur,“ sagði Sigrún
Magnúsdóttir, formaður Fræðsluráðs í
gær, þar sem þessi nýjung var kynnt í
tölvustofu Langholtsskóla. Tölvukennsl-
an verður einnig {boði í Breiðholtsskóla,
Hagaskóla, Háteigsskóla, Hólabrekku-
skóla og Rimaskóla. Námskeiðin eru
fimm sinnum 90 mínútur og kosta
3.700 krónur. Ahersla verður Iögð á
tölvupóst og notkun Netsins. Engar
kröfur eru gerðar um vélritunarkunn-
áttu eða annað, þótt slíkt geti komið sér
vel.
Á viðráðanlegu verði
Sveinsína J. Jónsdótir var fyrst til að skrá
sig í námskeiðið, hafði reyndar áður
viðrað þá skoðun sína að opna þyrfti
eldri borgurum aðgang að tölvunám-
skeiðum á viðráðanlegu verði. En hvað
vakti áhuga hennar fyrir tölvunámi?
„Það vildi nú svo til að krakkamir mínir
voru að endurnýja og gáfu mér gömlu
tölvuna. Eg fékk þá áhuga á að læra
eitthvað á hana og finnst þetta gott tæki-
færi. Vona að ég geti kannski í framtíð-
inni notfært mér frístundirnar til að
finna áhugaverð efni gegnum tölvuna
sem þannig stytta mér stundir, því nú
hefur maður orðið svo góðan tíma til að
gera það sem áður var ekki tími til.“
Sveinsína sagði sér lítast mjög vel á það
að unglingarnir komi inn i þessa
kennslu. „Kannski getur það Iíka orðið
til að brúa lítillega bilið sem orðið hefur
millí kynslóðanna."
MiMll tölvuáhugi meðal aldraðra
Jón Helgason, formaður framkvæmda-
nefndar Árs aldraðra, sagðist binda
miklar vonir við að þetta. „Þetta kemur
beint inn á það sem kannski er einna
brýnast fyrir aldraða til að fylgjast með
og vera í góðu sambandi við umheiminn
og jafnframt að tengja saman kynslóð-
irnar." - Taldi Jón þetta verkefni vel und-
irbúið og hafið á þann hátt að líklegt sé
að þetta verði árangursríkt. Þetta gefi
jafnframt fyrirheit um að aldraðir komi
til með að eiga kost á tölvunámi á við-
ráðanlegum kjörum.
í tilraunaverkefni sem efnt var til f
samvinnu við tölvuskóla fyrr á árinu hafi
gífurlegur áhugi meðal aldraðra fyrir
tölvunámi komið glöggt í ljós og jafn-
framt að finna þyrfti leið til að gera þeim
þetta ekki allt of dýrt. Þetta hafi síðan
byrjað f Garðabæ í fyrravetur og tekist
mjög vel. „Og hefur nú vaxið svona
miklu örar en ég þorði nokkurn tíma að
vona. Um Ieið gegnir þetta þvf gífulega
mikilvæga hlutverki að tengja kynslóð-
irnar saman. Sumir segja að tölvur ein-
angri fólk, en tölvurnar eru Iíka tæki til
að auka mannleg samskipti," sagði Jón,
sem sagðist aðspurður hafa farið á
tveggja daga tölvunámskeið fyrir
nokkrum árum, en nú þurfa meiri
fræðslu, þegar tími gæfist til. - HEI
jDnptr
Pottverjar hafa mikinn áhuga á
nýja fisksölurisanum, eða SÍS,
eins og þeir kalla nýja SÍF hf. í
pottinum í gærmorgun voru
menn að ræða stöðu Friðriks Páls-
sonar, íýrrum forstjóra SH, sem
nú er orðinn stjórnarformaður
nýja risans sem veltir litlum 50
milljörðum króna. Fall er farar-
heill, varð einum pottveija að orði og átti þá við
brotthvarf hans frá Sölumiðstöðmni síðastliðið
vor. Upp frá þvl hefur vegur Friðriks vaxið á ný.
Ekki nóg með að hann er stjómarformaður SÍF
h.f. heldur er hann einnig stjómarformaður
Landssímans, sem rúllar 12 milljörðum til og
frá árlega. Með báðum þessum virðulegum stól-
um töldum telja pottveijar óhætt að fara að tala
umFriðrikmikla...
Pottverjar kíktu á vefsíðu Lund-
únablaðsins The Times, sem sagði
frá því sl. laugardag að Ólafi
Ragnari Grímssyni forseta hefði
mistekist að bræða hjarta Dorrit
Moussaieff. í gær var komin önn-
ur grein, merkt Alex O’Connell og
Hildi Helgu Sigurðardóttur, með
fyrirsögninni „Icelandic leader
who fell in love falls again“. Pott-
verjum fannst fyrirsögnin í þeim
anda að Bretar væru að gcra gys
aó forseta voram, en líklega cra
þeir á enska Tímanum bara fúlir
yfir því að samband Ólafs Ragn-
ars og Dorrit sé alvarlegra en frétt
þeirra um síðustu helgi gaf í
skyn. Pottverjum fannst cinnig
athyglisvert að sjá nafn Hildar
Helgu spyrt við þessa frétt, en
hún hefur þótt helsti sérfræðing-
ur okkar í brcska aðlinum...
Ólafur
Ragnar
Grímsson.
FRÉTTAVIÐTALID
GunnarPáll
Pálsson
forstöðumaðurliagdeildarVerslun-
armannafélags Reykjavíkur
Um 20% kaupmáttar-
aukninghjá staifsfólki í
smásöluverslun og 50% hjá
fjármálafyrirtækjum.
Launataxtar úr takti við
raunveruleikann. Maikaðs-
laun í stað lágmarkslauna.
Launaleiðréttingar sam-
kvæmtlaunakönnun. Skipt-
ar skoðanir í atvinnulífinu.
1
Um 29% laimamuniir á
- Hverjar voru lielstu niðurstöður í kjara-
vísitölu VR d úrunutn 1990-1998 sem þið
voruð að hynna?
„Það er í fyrsta lagi að launahækkanir eru
mjög mismunandi eftir atvinnugreinum.
Kaupmáttaraukinn hefur verið þetta frá 20%
í smásöluverslun og upp í 50% hjá fjármála-
fyrirtækjum. Mönnum dettur í hug að skýr-
ingar á þessu séu m.a. einkavæðing og þensla
sem skapaðist í kringum það og þegar menn
fóru að keppast um starfsfólk. Þá er hugsan-
legt að við höfum náð hærra hlutfalli af sér-
fræðingum inn í félagið okkar sem áður
stóðu kannski fyrir utan það.“
- Hvað með aukningu kaupmáttar launa?
„Það er ljóst að 3-4 síðustu ár hafa verið
mesta tímabil kaupmáttaraukningar lýðveld-
istímans.ÍMiðað við þessi ár og reynsluna í
30 ár þariá undan, þ.e. verðbólgutíminn, þá
kemst ég að þeirri niðurstöðu að almennir
launþegar tppa á verðbólgu. Eg kemst líka að
þeirri niðurstöðu að launaliður kjarasamn-
inga er úr takt við raunveruleikann. Við erum
t.d. með taxtana á bilinu 66-84 þúsund krón-
ur á mánuði á sama tíma og meðal dagvinnu-
laun í VR eru 161 þúsund krónur á mánuði.
Af þeim sökum hefur m.a. komið fram sú
hugmynd að hverfa frá því sem við köllum
kjarasamninga Iágmarkslauna yfir í marks-
aðslaunasamninga. I nágrannalöndunum sjá-
um við þetta útfært jjannig t.d. að það er ekki
kveðið á um neinar kauphækkanir í kjara-
samningum. Þess í stað eiga menn að fá leið-
réttingar á launum miðað við launakannanir
sem gerðar séu. Þannig að launakönnunin
verður í rauninni „launataxtinn.11
- Er þetta eitthvað setn menn eru að gæla
við gerð komandi kjarasamninga?
„Já. Ég hef lagt til að við mundum hafa
kannski hefðbundna kauphækkun í upphafi
samningstímans en að þessi markaðslaun
yrðu hugsanlega tekin upp að ári. Það má
líka hugsa sér einhverja blöndu þannig að
yrði einhverskonar lágmarkskauphækkun
uppá 2%. Ég hallast þó frekar að því að það
mundi frekar halda kauphækkunum niðri.“
- Hafið þið eitthvað rætt þessa nýjung við
atvinnurekendur?
„Já, við höfum að kynnt þetta. Þeir sjá
þessu helst til foráttu að það séu ekki til nógu
vandaðar launakannanir hér á landi. Það
segja þeir að minnsta kosti. Án þess að ég
geti nokkuð fullyrt það þá held ég að það sé
ágreiningur innan þeirra raða hvernig eigi að
milli kynja
fara í þessa kjarasamninga. Ég held að iðnað-
urinn og fiskvinnslan vilji stefna þessu í mið-
stýrða samninga. Ég hugsa að aðrir hlutar at-
vinnulífsins væru tilbúnir að skoða einhverj-
ar svona nýjar leiðir."
Hvað kom út úr kjarakönnun ykkar?
„Það er um 29% launamunur á milli kynja
í heildarlaunum. Launamunurinn er hins-
vegar um 18% á milli kynja þegar fer saman
sama starf og sami vinnutími og þessi launa-
munur fer vaxandi. í peningum talið eru
heildarlaun karla 214 þúsund á mánuði, en
164 þúsund hjá konum. Við höfum m.a.
brugðist við þessu með auglýsingum í sjón-
varpi til að reyna að minnka þennan mun.
Það hefur einnig verið rætt hvernig sé hægt
að binda það í kjarasamninga. Það er ljóst að
atvinnurekandinn ákveður þennan launa-
mun. Við höfum þá trú að hann sé kannski
að gera það ómeðvitað vegna þess að hann
hefur ekki nógu góða mælikvarða á vinnu-
framlag einstaklingana. Þannig að við erum
að reyna að pína atvinnurekendur til að taka
faglega á starfsmannamálum, starfsmati og
framlagi einstakra starfsmanna." — GRH