Dagur - 30.09.1999, Blaðsíða 3
n
e f. j i ií 'i R v 'c 'I 9 í. v « ili ii i\ *v M M t *í — C
FIMMTUDAGVR 30. SEPTEMBER 1999 - 3
Tkyur
FRÉTTIR
Mörg stórmál biða
Alþingis í haust
Alþiiigismeim eru
sammála um að um-
hverfis- og virkjaiia-
mál, sala bankanna,
efnahagsmál og vax-
andi verðbólga og
hyggðamálin verði
heitu málin á haust-
þinginu
Alþingi verður sett á morgun,
föstudag, en síðan hefst þing-
haldið á mánudagskvöld þegar
forsætisráðherra flytur stefnu-
ræðu sína og umræður um hana
hefjast strax á efdr. Að venju
verður þeim útvarpað og sjón-
varpað. Strax á þriðjudag hefjast
svo hin venjulegu þingstörf. Við
spurðum nokkra alþingismenn
hvaða mál þeir teldu að yrðu aðal
mál Alþingis á þessu hausti.
Valgerður Sverrisdóttir alþing-
ismaður sagði að mörg merkileg
mál yrðu til meðferðar á Alþingi í
haust. Hún nefndi þar til
Schengen-málið, flutning
Byggðastofnunar yfir til iðnaðar-
ráðuneytisins sem hún telur afar
mikilvægt mál og að miklar vonir
séu bundnar við að þessi breyting
verði farsæl.
„Síðan er það auðvitað stóra
málið hvort við ætlum að halda
Valgerður Margrét
Sverrisdóttir. Frímannsdóttir.
áfram að nýta auðlindir okkar til
Iandsins eða ekki. Inn í þá um-
ræðu hljóta atvinnumálin að
spinnast. Byggðamálin almennt
munu án vafa verða til umræðu
og tengjast flutningi Byggða-
stofnunar. Loks má ekki gleyma
einkavæðingu bankanna og öllu
sem því fylgir,“ sagði Valgerður
Sverrisdóttir.
Ný lög um lunliveríismat
„Það hljóta að verða miklar um-
ræður á Alþingi um sölu- og
einkavæðingu bankanna og hvort
um sé að ræða dreifða eignarað-
ild eða ekki. Þá hljóta efnahags-
málin og verðbólguþróun síðustu
mánaða að verða mikið rædd og
viðbrögð við því. Þá hlýtur að
verða farið yfir kjaramálin ekki
síst í ljósi nýrra frétta um að lítið
hafi gengið að jafna kjör milli
kynja,“ sagði Margrét Frímanns-
dóttir, talsmaður Samfylkingar-
innar.
Hún segir að það gefi augaleið
Steingrímur J. Hjáimar
Sigfússon. Jónsson.
að umhverfismálin verða fyrir-
ferðarmikil strax á fyrstu vikum
þingsins og Fljótsdalsvirkjun þá
fyrst og fremst.
„Menn hljóta líka að gera þá
kröfu að lög um umhverfismat,
sem átti að breyta samkvæmt
EES ákvæðum í mars á þessu ári
en var ekki gert verði afgreitt. Við
hljótum að gera kröfu til þess að
frumvarp sem samið var af nefnd
og Iá fyrir í mars til að fullnægja
þessum samþykktum, verði af-
greitt nú í þingbyrjun," segir
Margrét Frímannsdóttir.
Stærsta þjóðfélagsvanda-
málið
„Það eru fjögur mál sem ég tel að
standa muni upp úr í umræðunni
á haustþinginu. Það eru í fyrsta
lagi umhverfis- og virkjanamálin.
I öðru lagi nefni ég einkavæðingu
bankanna og hraklega frammi-
stöðu ríkisstjórnarinnar í þeim
efnum. Eg nefni efnahagsmálin
og verðþensluna og í Ijórða lagi
nefhi ég mál sem ég tel að verði
fyrirferðarmikið en það er hin
geigvænlega staða í byggðamál-
unum,“ sagði Steingrímur J. Sig-
fússon, formaður VG.
Hann segir að þessi þungi
straumur fólks til höfuðborgar-
svæðisins sé svo alvarlegt mál að
hjá því verði ekki komist að ræða
það. Hann segist telja að þessir
fólksflutningar kosti þjóðina tugi
milljarða á hverju ári og þetta sé
eitt stærsta sameiginlega þjóðfé-
Iagsvandamál sem við sé að glíma
um þessar mundir.
Mikil endumýjim
„Eg á von á því að, fyrir utan fjár-
lögin, sem tengjast svo mörgu,
verði það virkjana- og umhverfis-
mál og að sjálfsögðu bankamál.
Salan á Fjárfestingarbanka at-
vinnulífsins sem og fyrirhuguð
sala á viðskiptabönkunum. Eins
getur orðið mikil umræða um
Schengen-málið,“ sagði Hjálmar
Jónsson alþingismaður.
Hann segir að mikil endurnýj-
un hafi orðið í hópi alþingis-
manna og sömuleiðis ný flokka-
skipan að hluta til. Þess vegna
séu ýmsir í stjórnarandstöðunni
sem vilji taka þar forystuna í að
veita stjórnarflokkunum og ríkis-
stjórninni aðhald.
„Þess vegna gæti þetta orðið
hið fjörugasta þinghald," sagði
Hjálmar Jónsson. - S.DÓR
Styrkirtil
náms
Sjávarútvegsráðherra, Arni M.
Mathiesen, hefur veitt tvo styrki
til framhaldsnáms £ greinum í
sjávarútvegi. Guðmundur Olafs-
son, sem er að hefja doktorsnám
í fiskifræði við Dalhousie háskól-
ann í Nova Scotia í Kanada,
hlýtur annan styrkinn. Rann-
sóknir Guðmundar munu bein-
ast að hrygningu íslensku sum-
argotssíldarinnar í samanburði
við hrygningu síldarstofna í
norðanverðu Atlantshafi. Guð-
mundur mun vinna að rann-
sóknum sínum við Dalhousie
háskólann og í samvinnu við sér-
fræðinga Hafrannsóknastofnun-
ar.
Margrét Bragadóttir, sem er í
meistaranámi við matvælaskor
Háskóla Islands, hlýtur hinn
styrkinn. Margrét er starfsmaður
Rnnsóknarstofnunar fiskiðnað-
arins en í náminu mun hún m.a.
sækja námskeið við Kaupmanna-
hafnarháskóla. Rannsóknarverk-
efni Margrétar hefur bæði hag-
nýtt og vísindalegt gildi en það
fjallar um náttúrurlega þráa-
hindrun í loðnuafurðum. - GG
Vinstri grænir
með aðalfimd
Aðalfundur Vinstri hreyfingar-
innar - græns framboðs í
Reykjavík verður haldinn í kvöld
í Iðnaðarmannahúsinu við Hall-
veigarstíg. Auk venjubundinna
aðalfundarstarfa flytja þing-
menn flokksins í borginni ávörp,
þau Ögmundur Jónasson og
Kolbrún Halldórsdóttir. Einnig
verða kjörnir fulltrúar á lands-
fund flokksins í næsta mánuði.
Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra og Ingibjörg Pálmadóttir heiibrigðisráðherra voru á meðal þeirra sem kynntu stefnumótun
til framtiðar í heilbrigðistækni. mynd: tbtur
Milljarða sóknarfæri
MikiII áhugi virðist vera fyrir því
að skapa góð starfsskilyrði fyrir
iðnað á sviði heilbrigðistækni
hérlendis. I nágrannalöndunum
veltir þessi iðnaður um 1/3 af
heildarútgjöldum til heilbrigðis-
þjónustunnar. Til að standa jafn-
fætis þessum þjóðum ætti veltan
í heilbrigðistækni að vera yfir 20
milljarðar á ári en var tæpir 5
milljarðir árið 1998. Stjórnvöld
og hagsmunaaðilar telja því að
eftir miklu sé að slægjast í þessari
atvinnugrein.
Stefnumótiui
I fyrradag var kynnt framtíðar-
stefnumótun á sviði heilbrigðis-
tækni. Þar kom fram að ráðherr-
ar heilbrigðis- og tryggingaráðu-
neytis og iðnaðar- og viðskipta-
ráðuneytis hafa lýst yfir stuðningi
við stofnun vinnuhóps sem fær
það verkefni að byggja upp sam-
starfsvettvang um heilbrigðis-
tækni. I þessum vinnuhóp munu
eiga sæti fulltrúar frá viðkomandi
ráðuneytum, Samtökum iðnaðar-
ins, Rannsóknarráði Islands, Ný-
sköpunarsjóði atvinnulífsins og
fyrirtækja á sviði heilbrigðis-
tækni. Þarna er um að ræða sam-
starf milli fyrirtækja og stofnana
um þróun og markaðssetningu
heilbrigðistækni í því skyni að
reyna að margfalda veltuna í
þessari atvinnugrein. Með því er
einnig lagt til að fyrirtæki nýti sér
þá þekkingu og reynslu sem sé til
í .háþróuðu heilbrigðiskerfi lands,-.
manna. í þessum efnum horfa
menn til þeirrar reynslu og ár-
angurs sem náðst hefur á sam-
starfsvettvangi iðnaðar og sjávar-
útvegs.
Forgangsverkefni
Tillaga þess efnis kom fyrst fram
í verkefnisstjórn sem var á vegum
ráðuneytanna tveggja, Rannsókn-
arráðs Islands, Samtaka iðnaðar-
ins, Heilbrigðistæknifélags Is-
lands og fleiri aðila. Jafnframt
hafa þessar stofnanir staðið fyrir
úttekt sem nær til rannsókna,
þróunar og framleiðslu á lyfjum,
stoðtækni, lækningatækjum og
lækningavörum, sérhæfðum hug-
búnaði í heilbrigðisþjónustu,
heilsuvörum.og erfðatækni. - GRH
Gæsluvarðhald staðfest
Hæstiréttur staðfesti í fyrradag
gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðs-
dóms Reykjaness yfir einum
mannanna sem grunaðir eru um
rán í versluninni STRAX í Kópa-
vogi fyrr í mánuðinum. Um leið
var varðhaldið framlengt um
viku, eða til 22. október næst-
komandi. Auk gruns um
STRAX-ránið er maðurinn grun-
aður um aðild að tveimur inn-
brotum auk nokkurra óaf-
greiddra afbrotamála, s.s. fíkni-
efnamála og þjófnaðar.
Sáttauefnd sjávarút-
vegsius
Árni Mathiesen, sjávarútvegs-
ráðherra, hefur skipað nefnd
sem hefur það hlutverk að end-
urskoða og koma með tillögur til
breytinga á lögum um stjórn
fiskveiða. Beðið hefur verið eftir
þessari nefndarskipan með
óþreyju af hagsmunaaðilum
sjávarútvegsins. Er nefndinni
ætlað að taka tillit til hagsmuna
sjávarútvegsins, byggðanna og
almennings í landinu. Nefndina
skipa Friðrik Már Baldursson,
rannsóknaprófessor við Hag-
fræðistofnun
Háskólans, sem
jafnframt er
formaður,
Kristján Skarp-
héðinsson,
skrifstofustjóri í
viðskiptaráðu-
neytinu, og
þingmennirnir
Árni Steinar Jó-
hannsson,
Kristinn H. Gunnarsson, Sig-
hvatur Björgvinsson, Tómas
Ingi Olrich og Vilhjálmur Egils-
son. Starfsmaður nefndarinnar
er Kristín Haraldsdóttir, lög-
fræðingur í sjávarútvegsráðu-
neytinu. Nefndin fær góðan
tíma, því hún á að skila tillögum
til ráðherra fyrir 1. september á
næsta ári.
Kratar skamma
stjómina
Stjórn Alþýðuflokksfélags
Reykjavíkur samþykkti nýlega á
fundi sínum harðyrta ályktun
þar sem ríkisstjórnin fær kaldar
kveðjur. I ályktuninni segir m.a.:
„Stjórn Alþýðuflokksfélags
Reykjavíkur, stuðningsfélags
Samfylkingarinnar, Iýsir fullri
ábyrgð á hendur ríkisstjórn Dav-
íðs Oddssonar vegna þeirrar
verðbólguskriðu og skuldasöfn-
unar heimila og þjóðarinnar
allrar sem teflir stöðugleika
efnahagslífsins og afkomu heim-
ilanna í tvísýnu. Með veikum
tökum á ríkisfjármálum á und-
angengnu hagvaxtarskeiði hefur
ríkisstjórnin búið illa í haginn
fyrir komandi tíð. Ennfremur
hefur ríkisstjórnin með fálm-
kenndri einkavæðingu opin-
berra fyrirtækja og stofnana ýtt
undir óvissu og þenslu í íslensku
efnahagslífi, en eina ástæðu
mikillar útlánaþenslu fjármála-
stofnana má rekja til sölu á
hlutafé ríkisbankanna." Síðan
segir: „Með hverri viku sem líð-
ur verður landsmönnum æ bet-
ur ljós sá vandi sem við blasir,
en ráðherrar ríkisstjórnarinnar
hafa til þessa kosið að stinga
.höj'ðinu.£.saadinn."...... .
Friðrik Már
Baldursson.