Dagur - 30.09.1999, Page 5

Dagur - 30.09.1999, Page 5
FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1999 - S FRÉTTIR Of hlýr sjór veldur trúlega loðnuleysi Loðnuleysi í septembermánuði er ekki óþekkt fyrirbæri. Útgerðarstjóri Hrað- frystihúss Eskifjarðar segir að það sem ein- kennt hafi loðnuleit- arleiðangur Guðrúnar Þorkelsdóttur var að sjórinn var óvenju- lega heitur. Nótaskip Hraðfrystihúss Eski- fjarðar eru á kolmunnaveiðum í færeysku lögsögunni um þessar mundir eða við loðnuleit fyrir austan og norðaustan land. Emil Thorarensen, útgerðarstjóri, seg- ir að fyrr í sumar hafi útgerðin selt allan síldarkvótann, eða lið- lega 1000 tonn, í skiptum fyrir rækjukvóta, og því séu skip fé- lagsins ekki á síldveiðum á Papa- grunni eða annars staðar fyrir suðaustan land, en hins vegar á útgerðin enn sinn kvóta í norsk- íslensku síldinni. Heitui’ sjór „Það sem einkenndi þennan loðnuleitarleiðangur Guðrúnar Þorkelsdóttur var að sjórinn var óvenjulega heitur, eða frá 6 og upp í 8,5 gráðu heitur, eða nokkru heitari en það hitastig sjávar sem Hafrannsóknastofn- un mældi nýverið á þessum slóð- um. Loðnan heldur sig ekki mik- ið í svona hita og fer því örugg- lega norður í haf. Það verður aft- ur farið í loðnuleit eftir mánaða- mótin, og þá fleiri skip saman, enda er þetta svo gríðarlega stórt svæði. Það er markvissara. Það fer að fiskast loðna þegar fer að kólna og sjávarhiti að lækka hvort sem það verður fyrir ára- mótin eða ekki fyrr en eftir þau,'1 segir Emil Thorarensen. Hólmaborg SU er í færeysku lögsögunni á kolmunnaveiðum, og hefur ný og stærri vél og spil skilað þeim árangri sem stefnt var að. Veiði er nokkuð treg og því talsverður barningur að fá fullfermi en skipið landar öllum aflanum á Eskifirði. Jón Kjart- ansson SU er í vélaskiptum í Póllandi og kemur ekki hingað til lands fyrr en ( nóvembermán- uði. Loðnuleysi Guðrún Þorkelsdóttir SU fór til loðnuleitar í síðustu viku en kom inn til Eskiíjarðar í gær þar sem lítið var að sjá annað en smælki. Loðnuleysi í septembermánuði er ekki óþekkt fyrirbæri, en tog- arar sem hafa verið á rækjuveið- um fyrir Norðurlandi hafa verið að fá trollin loðin af loðnu. Sjór- inn er þar mun kaldari niður við botninn. Enginn er nú við loðnuleit en Víkingur AK, skip Haraldar Böðvarssonar á Akra- nesi, byrjaði leit frá Akranesi vestur fyrir land og síðan norður fyrir Kolbeinsey, en án árangurs. Guðrún Þorkelsdóttir SU kom síðan að austan, byrjaði á Digra- nesflaki og hélt með kantinum norður eftir og allt að 150 mílur norður af Melrakkasléttu. - GG Neytendasamtökin segjast hafa var- að við þróun á grænmetismarkaði. Fagna grænmetis- rannsókn Neytendasamtökin hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau lýsa yfir vanþóknun á framferði fyrir- tækja sem misnota aðstöðu sína til þess að forðast eðlilega sam- keppni og halda þannig uppi óeðlilega háu verði á grænmeti og ávöxtum. Jafnframt er fagnað rannsókn Samkeppnisstofnunar á heildsölufyrirtækjum á græn- metismarkaði og telja samtökin hana löngu tímabæra. Ljóst er að grænmeti hefur hækkað verulega í verði umfram aðrar vörur á undanförnum árum vegna ofurtolla og fákeppni og þannig hefur neyslu á þessari hollustuvöru verið haldið í skefj- um þvert á opinber manneldis- sjónarmið. Neytendasamtökin segjast hafa ítrekað varað við þessari þróun á undanförnum árum. Samtökin hvetja stjórn- völd því til að flýta endurskoðun samkeppnislaga með það í huga að gera samkeppnisyfirvöldum auðveldara að grfpa til aðgerða gegn fákeppni og samráði. Fjolskylda „suður“ á hverjum degi Höfuðborgarsvæðið „græddi" 700 manns af landsbyggðinni á fyrri helm- ingi ársins, sem samsvarar því að ein 4ra manna fjölskylda flytji í bæinn á hverjum einasta degi, umfram þær sem fiytja úr bænum. F ólk sflutiiingar iitaii af landi svara til þess að 4ra manna fjöl- skylda ílytji suður á hverjum eiuasta degi, þar sem húist er við fjölgun um heilt hæj- arfélag í ár. „Ibúum á höfuðborgarsvæðinu gæti íjölgað um 4.500 manns, eða um 2,7% á yfirstandandi ári. Svo mikill hlutfallslegur vöxtur hefur ekki sést hér síðan 1988 en þá var mikill aðflutningur fólks frá útlöndum," segir í Hag- vísum Þjóðhagsstofnunar. Sú fólksfjölgun sem hér er spáð á höfuðborgarsvæðinu er álíka og íbúafjöldi í nokkrum stærri bæj- arfélögum á landinu, til dæmis Vestmannaeyjum (4.600 manns), Isafjarðarbær (4.470 manns), Skagafirði (4.200), Sel- tjarnarnesi (4.680) og Akranesi (5.190 manns). Samkvæmt þessu þarf væntanlega að byggja upp sem svarar heilu nýju stóru bæjarfélagi á höfuðborgarsvæð- inu á þessu ári. Höfuðborgarsvæðið „græddi" 700 manns af Iandsbyggðinni á fyrri helmingi ársins, sem sam- svarar því að ein 4ra manna fjöl- skylda flytji í bæinn á hverjum einasta degi, umfram þær sem flytja úr bænum. Þar við bætast hátt í 500 manns sem komu frá útlöndum umfram þá sem fóru utan. Hraðasti Hóttinn úr háskóla- bænum Allir aðrir landshlutar fluttu mun fleiri suður en komu í stað- inn, á fyrri helmingi ársins, utan hvað Suðurland marði að vera 2- 3 tugum réttu megin við „fólks- flutningastrikið". Athygli vekur að Norðurland eystra er sá landshluti sem flestum tapaði „suður“ í fólksflutningum innan- Iands, kringum um 250 manns. Austurland missti kringum 150 manns, Norðurland vestra og Vestfirðir kringum 100 manns hvort svæði, Suðurnes litlu færri og Vesturland ríflega hálfu hundraði. I öllum þessum lands- hlutum voru aðfluttir frá útlönd- um hins vegar töluvert fleiri en brottfluttir, og þar var Norður- land eystra líka efst á blaði. - HEl Banaslys á SauðárkróM Banaslys varð á Sauðárkróki í var á gangi fyrir aftan bifreiðina króki. Ekki er hægt að birta nafn gærmorgun er 84 ára gömul og varð ökumaðurinn hennar hennar að svo stöddu. kona varð fyrir vörubifreið sem ekki var í baksýnis- né hliðar- bakkað var úr bílastæði. Konan speglum. Konan var frá Sauðár- Skýrslu um álver skilað Frumskýrslu um umhverfismat vegna byggingar álvers í Reyðarfirði hefur verið skilað inn til Skipulagsstofnunar, mánuði á eftir áætlun. Þegar skipulagsstofnun hefur farið yfir skýrsluna metur hún hvort nauðsynlegt sé að fá fleiri gögn en ef svo er ekki verður hún auglýst sem formleg skýrsla um umhverfismat. Magnús Ásgeirsson hjá Ráðgjöf og hönnun á Reyðarfirði, sem hef- ur séð um þessi mál, segir að ekkert neikvætt hafi komið fram við þetta mat. Eldri mengunarmælingar, gerðar innar í firðinum, komu mun verr út en þær sem nú voru gerðar á þeim stað þar sem verk- smiðjan á að rísa og á mastri í réttri hæð. - S.DÓR Bréf SÍF og ÍS hækkuðu Lítilsháttar hækkun varð á gengi hlutabréfa í SIF og IS á Verðbréfa- þingi í gær. SIF-bréf skiptu um eigendur fyrir 17,6 milljónir og var Iokagengið 6,23, sem er 1,2% hækkun frá deginum áður. Viðskipti með bréf ÍS voru minni, eða fyrir 3,9 milljónir með Iokagenginu 2,53. Það er tæplega 1% hækkun frá sl. þriðjudegi. Mestu einstöku hluta- bréfaviðskiptin á þinginu í gær voru með SIF-bréfin en næst komu viðskipti með bréf Eimskips fyrir 16 milljónir. - bjb LeM heftur úr E1 Grillo Tekist hefur að stöðva olíulekann úr E1 Grillo sem liggur í Seyðisfirði samkvæmt því sem RUV hafði eftir Einari Sveinbjörnssyni, aðstoðar- manni umhverfisráðherra. Lekinn var aðallega úr hliðartanki skips- ins. Kafarar hafa kannað ástand skipsins með neðansjávarmyndavél. Nýr sendiherra Bandaríkjanna Barbara J. Griffiths afhenti ríkisstjórn Islands trúnaðarbréf sitt í gær. Clinton Bandaríkjaforseti tilnefndi hana sem sendiherra Bandaríkj- anna á Islandi 1. júlí og var tilnefning hennar staðfest af Oldunga- deild Bandaríkjaþings 5. ágúst. Griffiths sendiherra hefur unnið fyrir bandarísku utanríkisþjónust- una frá 1977. A árunum 1996 til 1999 gegndi hún starfi aðstoðar- ráðherra efnahags- og viðskiptamála í bandaríska utanríkisráðuneyt- inu. Þar á undan var hún yfirmaður viðskiptadeilda bandarísku sendiráðanna í Moskvu og Seoul. Barbara J. Griffiths fæddist 1. ágúst 1949 og er hún frá Verona í New Jersey. Hún hefur BA gráðu í hagfræði frá Montclair ríkishá- skólanum og MA gráðu, einnig í hagfræði, frá háskólanum í Conn- ecticut. Hún hefur lært frönsku, rússnesku, þýsku, spænsku og legg- ur nú stund á íslenskunám. Griffiths sendiherra er gift David M. Schoonoyer, sem vann í bandarísku utanríkisþjónustunni og sinnti þar málefnum landbúnaðar, en hann er nú kominn á eftirlaun.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.