Dagur - 30.09.1999, Síða 8
8 -FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1999
FIMMTUDAGVR 30. SEPTEMBER 1999 - 9
FRÉTTASKÝRING
k. J
Trúlega hefur framtíð
byggðar í Hrísey aldrei
verið eins ðviss og ein-
mitt þessa dagana.
íbúar eyjarinnar, 232
talsins, standa nú
frammi fyrir því að
þetta litla samfélag
hrynji eftir að lífs-
björgin hefur verið
flntt úr eyjunni yfir
til Dalvfkur.
Sá flutníngur fer fram í nafni
hagræðingar, rekstrarhagkvæmni
og hinnar miskunnarlausu arð-
semiskröfu. Fiskvinnslufyrirtækið
Snæfell, dótturfyrirtæki KEA,
hyggst sameina á einn stað frum-
vinnslu sína og fullvinnslu, sem
þýðir að pökkunarstöð sem starf-
rækt hefur verið í Hrísey mun
flytjast til Dalvíkur og tengjast
vinnslunni þar.
Þung ímdiralda
Sú mynd sem blasir við heima-
mönnum í Hrísey er ekki glæsileg
og er greinilega mjög þung undir-
alda gegn KEA, sem mörgum
finnst að sé að koma aftan að
Hríseyingum og hafa af þeim lífs-
björgina. Borgarafundur í Hrísey
á dögunum samþykkti áskorun til
stjórnarmanna í Kaupfélagi Ey-
firðinga um að koma á borgara-
fund út í eyju og svara fyrir þessa
ákvörðun og var sá fundur hald-
inn í fyrrakvöld undir fundar-
stjórn sveitarstjórans, Péturs
Bolla Jóhannessonar. Til fundar-
ins var einnig boðið Benedikt
Guðmundssyni hjá Atvinnuþró-
unarfélagi Eyjafjarðar, en hann
hafði tekið saman skýrslu um
áhrif þess á Hrísey, að Snæfell
dragi sig þaðan út. Af hálfu KEA
komu á fundinn þau Jóhannes
Geir Sigurjónsson, stjórnarfor-
maður, Guðný Sverrisdóttir, odd-
viti í Grýtubakkahreppi og stjórn-
armaður í KEA og Snæfelli,
Rögnvaldur Skíði Finnbjörnsson,
bæjarstjóri á Dalvík og stjórnar-
maður í KEA og Snæfelli og Ei-
ríkur Jóhannsson, kaupfélags-
stjóri KEA og stjórnarformaður
Snæfells.
Það kom í hlut Benedikts Guð-
mundssonar að setja málin i
byggðasamhengi og sýna hvað
brotthvarf pökkunarstöðvarinnar
myndi í raun þýða íyrir samfélag-
ið. Boðskapur hans var ekki upp-
örvandi.
Benedikt gengur út frá þeirri
megin forsendu í skýrslugerð
sinni að þeir sem missi vinnuna
vegna brotthvarfs Snæfells muni
flytja úr eyjunni og tekjutap sveit-
arfélagsins verði því samsvarandi.
Kortlagning hans er athyglisverð.
Stærsti laimagreiðandinn
Snæfell er stærsti launagreiðand-
inn í Hrísey og eru flestir starfs-
mannanna 44ra ófaglærðir, ein-
hverjir eru iðnmenntaðir og ein-
hverjir með tæknimenntun. Fólk-
ið hefur nokkuð langan starfsald-
ur hjá fyrirtækinu (áður Útgerðar-
félagi KEA) eða um 15 ár að með-
altali og sá sem unnið hefur
lengst hjá félaginu hefur unnið
þar í 43 ár.
Mikill meirihluti þessa fólks á
síðan fasteignir í Hrísey en allir
starfsmenn Snæfells búa í eyj-
unni, 36 þeirra í eigin húsnæði, 5
í Ieiguhúsnæði og 3 í foreldrahús-
um. Það gefur því auga leið að
missi þetta fólk lífsviðurværi sitt
gæti það aukið enn á vandræði
þess að þurfa að selja fasteignir
sínar við verði sem væntanlega
yrði kaupanda hagstæðara en selj-
anda.
Margföldimaráhrif
Benedikt kynnti einnig útreikn-
inga Atvinnuþróunarfélagsins
varðandi Iaunagreiðslur og marg-
földunaráhrif af brotthvarfi Snæ-
fells. Beinar launagreiðslur fyrir-
tækisins hafa verið um 78 millj-
ónir króna að meðaltali sl. tvö ár.
Benedikt taldi eðlilegt að athug-
uðu máli að reikna með margföld-
unarstuðlinum 1,3 vegna þessarar
starfsemi, þannig að ætla má að
rétt rúmar 100 milljónir króna í
launagreiðslur í Hrfsey megi rekja
til starfsemi Snæfells, beint eða
óbeint. Samkvæmt þessu hlutfalli
telur Atvinnuþróunarfélagið
óhætt að áætla að um 23 íbúar til
viðbótar við starfsmenn Snæfells
og þeirra fjölskyldur hafi lífsviður-
væri sitt af starfsemi fyrirtækisins.
Þar með er heildartala þeirra sem
byggja afkomu sína á starfsemi
fyrirtækisins komin upp í 100
manns! Síðan segir í skýrslu At-
vinnuþróunarfélagsins:
„Ef Snæfell hættir allri starf-
semi í Hrísey myndu 43 ársverk af
rúmlega 100 hverfa úr atvinnulífi
eyjunnar að öðru óbreyttu. 100 af
232 íbúum sem með einum eða
öðrum hætti hafa Iífsviðurværi
sitt af starfsemi Snæfells þyrftu
að finna sér önnur störf sem eldd
eru fyrir hendi í Hrísey. Eftir
stæði sveitarfélag með um 130
íbúa og tæplega 60 ársverk.
Launasumma í sveitarfélaginu
væru um 105 m.kr. og meðallaun
tæplega 14% undir landsmeðaltali
í stað þess að vera 2,2% undir
landsmeðaltali."
Heimamenn fengu engar góðar fréttir á fundinum. Ákvörðunin um að
flytja pökkunarstöðina stendur.
væri að þjálfa upp verkkunnátt-
una í Hrísey, byggja þar verk-
smiðju og setja upp vélar auk þess
sem ljóst væri að framboð vinnu-
afls í eyjunni yrði að öllum líkind-
um mun stöðugra en á Dalvík.
Efasemdir uiit stjómendur
Tengdar þessu voru efasemdir um
að eins mikið tap gæti verið á ein-
ingu Snæfells í eyjunni og menn
vildu vera láta. I því.sambandi var
bent á ótrúlega háar afskriftir og
fjármagnskostnað sem fært væri á
Hríseyjardeildina og auk þess tal-
að um að Dalvíkingar væru Iátnir
selja Hríseyingum hráefnið til
pökkunar nánast á markaðsverði,
sem auðvitað væri allt of hátt.
Miklum efasemdum um stjórn-
visku stjórnenda fyrirtækisins
hafa líka fyrri ákvarðanir Snæfells
valdið. Hver fundarmaðurinn á
fætur öðrum Iýsti því yfir að al-
mennt starfsfólk hafi verið fullt
efasemda þegar ákveðið var að
staðsetja pökkunarstöðina í Hrís-
ey og frumvinnsluna á Dalvík, en
stjórn fyrirtækisins hafi hins veg-
ar fullyrt kröftuglega að þetta væri
hagkvæmt. Nú, eftir tuga og
hundruð milljóna útgjöld og íjár-
festingu, kæmu menn hins vegar
og héldu allt öðru fram og leggðu
til einhverjar leiðir sem þeir full-
yrtu jafn kröftuglega að væru hag-
kvæmar. Fundarmönnum þótti
sem sporin hræddu í þessum efn-
um, og ekki væri ástæða til að
trúa því að stjórnendur hefðu
frekar rétt fyrir sér nú en síðast.
Raunar var allan fundinn stutt í
þá samsæriskenningu að KEA/-
Snæfell hefði allan tfmann viljað
flytja vinnsluna frá Hrísey, og ein-
faldega ekki þorað að taka skrefið
til fulls 1997. Síðan væri meint
stórtap á Hríseyjareiningunni
notað til að réttlæta flutning nú.
Hnípnir stjómarmenn
Stjórnarmenn KEA voru frekar
hnípnir á þessum fundi og aug-
ljóst að þeim þótti þetta erfítt
mál. Allir voru fullkomlega með-
vitaðir um áhrif þess fyrir Hrísey,
en töldu það skyldu sína að
standa að rekstri Snæfells með
þeim hætti sem tryggði fyrirtæk-
inu líf.
Jóhannes Geir Sigurgeirsson,
stjórnarformaður KEA, Iagði
áherslu á það í sínum málflutn-
ingi að staðreyndir málsins væru
einfaldlega þær að Snæfell hefði
ekki úr nægum kvóta að spila til
að starfrækja tvö fullbúin frysti-
hús á sama svæðinu. Fyrirtækinu
væri einfaldlega ekki stætt á að
gera slíkt. Hins vegar ítrekaði Jó-
hannes það sem hann hefur áður
sagt að KEA væri tilbúið til að
koma að einhverjum nýjum
rekstri í þeirri aðstöðu sem fyrir
Samfélag fellur sainan
Augljóslega myndi niðurstaða af
þessu tagi gerbreyta öllum
innviðum og forsendum þess
FélagsheimiHð Sæborg var þétt setið í fyrrakvöid eins og sjá má. Þar brá líka fyrir andlitum þingmanna.
myndir: birgir guðmundsson . .
Stjórnarmenn í KEA við háborðið. F.v. Eiríkur Jóhannsson, Jóhannes Geir Sigurgeirsson, Guðný Sverrisdóttir og
Rögnvaldur Skíði Finnbjörnsson.
samfélags sem nú er í Hrísey.
Samkvæmt útreikningum At-
vinnuþróunarfélagsins mætti
gera ráð fyrir að útsvarstekjurnar
minnkuðu um helming og sam-
tals myndu tekjur hreppsins
minnka um tæp 40% eða úr tæp-
um 44 milljónum í tæpar 27
milljónir. I skýrslunni er lauslega
skoðað hvað þetta gæti þýtt fyrir
einstaka málaflokka s.s. hita- og
vatnsveitu, en báðar myndu þær
tapa um 17% af tekjum sínum.
Augljóslega er fullkomin óvissa
um starfsemi annarra stofnana
s.s. grunnskólans og veruleg
hætta er á að samfélagsgerðin
falli hreinlega saman.
Alvöruþnmgið andrúmsloft
A fundinum í fyrrakvöld lá það því
fyrir eftir að Benedikt Guðmunds-
son hafði Iokið máli sínu, að hægt
væri að fullyrða með fræðilega út-
reiknuðum hætti að hrun blasti
við í Hrísey. Raunar hefði ekki
þurft slíka greiningu til að skynja
alvöru málsins á þessum fundi,
rafmagnað loftið sagði sína sögu.
Engum stökk bros á vör allan
fundinn - nema þegar Ásgeir Heið-
arsson fundargestur lét það flakka
að svarfdælskir bændur hefðu bet-
ur látið verða af því að flá lifandi
Jóhannes Geir Sigurgeirsson og
aðra KEA-stjóra á fundi hér um
árið þegar þeir kynntu ákvörðun
sína um að leggja af sláturhús á
Dalvík. Þá hló salurinn. Og klapp-
aði. Jóhannes Geir hafði fyrr um
kvöldið nefnt dæmi' af reiði svarf-
dælsku bændanna til stuðnings
þeim málatilbúnaði sínum að þó
sárt sviði núna gæti komið í ljós
síðar að ákvörðunin sem tekin var
hafi einmitt verið rétt.
Finnst þeir sviknir
Augljóst er á málflutningi heima-
manna á þessum fundi að þeim
finnst KEA vera að svíkja sig og
flytja lífsbjörgina frá þeim og til
annars sveitarfélags. Þröstur Jó-
hannsson flutti m.a. skörulega
ræðu um það hvernig útgerð og
kvóti hafi í áföngum verið færð úr
eyjunni og upp á land í tíð Kaup-
félagsins. Efnislega var þessi ræða
samhljóða grein sem Þröstur
skrifaði hér í Dag í fyrradag og
birtist í Akureyrarblaðinu. Góður
rómur var gerður að máli Þrastar,
en í heildina tekið var áberandi
hvað heimamenn stöldruðu í raun
við fá atriði, sem þeir komu aftur
og aftur að. Heimamenn áttu
þannig erfitt með að trúa því að
það gæti í raun og veru verið hag-
kvæmara að flytja pökkunarstöð-
ina til Dalvíkur í ljósi þess að búið
■
hendi er í Hrísey. Hann benti líka
á að það sem Hrísey þyrfti á að
halda núna væri aukin Qölbreytni
í atvinnulífinu, það sem væri að
gerast núna sýndi kannski betur
en margt annað galla þess að
treysta um of á einn stóran at-
vinnurekanda - sem þar að auki
væri að verulegu Ieyti utanaðkom-
andi. Jóhannes hvatti menn því til
að fara að leita að nýjum mögu-
leikum og liafa fjölbreytnina að
leiðarljósi.
S veitarstj ómarmeim
Guðný Sverrisdóttir og Rögnvald-
ur Skíði Finnbjörnsson eru bæði
sveitarstjórnarmenn í nágranna-
sveitarfélögum og fengu á sig
nokkra gagnrýni sem slík. Bæði
bentu á að þau hefðu líka skyldur
sem stjórnarmenn í þessu fyrir-
tæki og gætu ekki skorast undan
ábyrgð þótt málin væru erfið.
Ekkert KEA...
Eiríkur Jóhannsson kaupfélags-
stjóri var m.a. spurður út í tap-
rekstur KEA og Snæfells og kom
þá fram hjá honum að hið gríðar-
iega tap sem varð á báðum þess-
um fyrirtækjum á síðasta ári væri
algjörlega óásættanlegt og gerði
kröfuna um hagræðingu og hag-
kvæmni í rekstri enn brýnni en
nokkru sinni. Það yrði hins vegar
ekki gert þannig að allir yrðu sátt-
ir. Spurningunni um skyldur KEA
gagnvart búsetuþróun vítt um
Eyjaljörð svaraði Eiríkur einfald-
lega á þann veg að það yrði engar
skyldur hægt að uppfylla ef það
yrði ekkert KEA! Hins vegar sagði
hann menn þrátt fýrir allt vera að
reyna að haga þessari vamarbar-
áttu þannig að það væri byggt upp
í leiðinni og nefndi hann í því
sambandi sameiningu kjötvinnsl-
unnar vítt um land sem gæti gef-
ið mikið af sér. Þá svaraði Eiríkur
þeim vangaveltum sem fram
höfðu komið um háan fjármagns-
kostnað og afskriftir þannig að í
Hrísey væri einfaldlega stuðst við
sömu reglur og annars staðar í
fyrirtækinu og að allar ákvarðanir
varðandi flutninginn hafi verið
teknar eftir að reksturinn var
skoðaður fyrir íjármagnsgjöld og
afskriftir.
Eiríkur tók undir með Jóhann-
esi Geir að KEA og Snæfell vildu
taka þátt í uppbyggingu í eyjunni,
þótt það yrði ekki gert undir
merkjum Snæfells.
At viimufu 11 trú i
Eins og sjá mátti á þessum fundi
eru málefni Hríseyjar í miklu
uppnámi. Ymsar hugmyndir eru á
sveimi, um að nýta sér vistvænt
umhverfi eyjunnar og að koma
upp sælgætisverksmiðju þar, en
það mál bíður nú svars frá Ný-
sköpunarsjóði. Hins vegar er Ijóst
að ekkert er í hendi varðandi
þann bráðavanda sem blasir við
þegar pökkunarverksmiðjan fer.
Eins og \ið sögðum frá í blaðinu í
gær hefur stjórn Byggðastofnunar
boðist til að kosta til svæði^ins at-
vinnuráðgjafa sem myndi í sam-
ráði við sveitarstjórn leita ein-
hverra ráða. Á meðan bíða eyja-
skeggjar í óvissu. Þeir bíða raunar
líka eftir nýrri og stærri Hríseyjar-
ferju. I bili á spurningin sem einn
fundargesturinn hvíslaði að mér
fullkomlega rétt á sér - Hvaða fólk
skyldi það verða sem nýja ferjan
mun flytja milli Iands og eyjar?