Dagur - 30.09.1999, Side 12
12 - FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1999
Simi 462 3500 • Hólabraut 12 • www.nett.is/borgarbio
ctipfstophep UiíiBm
gesuRRection
Fimmtud.
kl. 21 & 23 :'.|=i|
B.í. 16
Fimmtud. kl. 19
Miðctuei'ð: Yncjri en 6
tirci 400 Iti*.
-El.tli'i en 6 cim 650 lci-.
QDS
D I G I T A L
ULJffiU
DIGITAL
Sýnd kl. 21
Sýnd kl. 17
lottasta hetja sem sett befur verið sama
er komin á huita tjaldið!
Maltheuv Broderick og Rupert Everet
fara á kostum í frábærri myni).
Sýnd kl. 18 og 21 - B.i.14
Sýnd kl. 19 - B.i.16
I^ir
ÍÞRÓTTIR
Úrslit leikja
í gærkvöld
Handbolti
1. deild karla
ÍR - Stjarnan 23-18
Haukar - Fram 28-29
Valur-HK 21-15
Afturelding - FH 29-22
ÍBV - Fylkir 24-23
Víkingur - KA 17-27
Fótbolti
Meistaradeild Evrópu
Lazio - Maribor 4-0
B. Leverk. - Dynamo Kiev 1-1
Barcelona - Arsenal 1-1
AIK Solna - Fiorentina 0-0
Rosenborg-Bor. Dortmund 2-2
Boavista - Feyenoord 1-1
Króatia Zagreb-Sturm Graz 3-0
Man. United - Marseille 2-1
Ármann Björnsson.
Ármanntil
Stabæk eða
LUleström?
Armann Bjömsson, markahrókur
Sindra frá Hornafirði, hefur verið
við æfingar hjá norska liðinu Lil-
leström undanfama viku. I spjalli
við Dag sagðist Armann vera
ánægður með dvölina hjá félaginu
og sagði að það hafi boðið honum
samning, sem hann eigi eftir að
skoða nánar. Til stóð að Ármann
færi einnig til að sýna sig og skoða
aðstæður hjá fyrstudeildarliðinu
Haugasund en af því varð ekki þar
sem Lilleström vildi hafa hann
lengur til skoðunar.
Dagur hefur heimildir fjTÍr því
að Stabæk hafi einnig áhuga á að
skoða Hornfirðinginn sem skoraði
36 mörk fyrir Sindra í sumar.
Vignir er hér í hörkuglímu við bandarískan júdókappa.
Frábært
hjá Vigni
Vignir Go Stefansson,
júddkappi lir Ár-
manni, sem nú stund-
ar æfingar og keppni í
Texas í Bandaríkjun-
um, er heldur betur
að gera þad gott í
keppnum vestra.
Enn og aftur er Vignir G. Stef-
ánsson, júdókappi, að ná frábær-
um árangri á júdómótum í
Bandaríkjunum. Vignir, sem
keppir fyrir háskólann í Dallas í
Texas, tók fyrr í mánuðinum þátt
í stórmóti í Louisianafylki og
vann þar enn einn sigurinn í -73
kg flokki. Alls voru níu þátttak-
endur skráðir til keppni á mót-
inu í hans flokki, þar af sex með
svart belti og vann Vignir allar
sínar viðureignir á Ippon, eða
fullnaðarsigri. Eftir mótið var
Vignir valinn í „Texas All-Star“
liðið, sem keppti við sjö önnur
fylkis- og háskólalið. Það er ekki
að því að spyija, að lið Vignis
vann þá keppni og tapaði Vignir
þar ekki einni einustu glímu.
Helgina 18.-19. september
keppti Vignir svo á mjög sterku
móti í Boston, þar sem mættir
voru keppendur frá öllum fylkj-
um Bandaríkjanna, auk kepp-
enda frá Kanada og frá „Tht
Olympic Training Center" í Kali-
forníu, þar sem bestu júdómenn
Bandaríkjanna æfa.
Tíu júdómenn voru þar skráð-
ir til keppni í -73 kg flokki og var
lágmarksgráða svart belti.
Keppnin varð því mjög hörð og
endaði með því að Vignir stóð
uppi sem sigurvegari, eftir að
hafa aftur unnið allar sínar jglím-
ur með fullnaðarsigri. I úr-
slitaglímunni lenti hann á móti
Kanadamanni og vann hann eft-
ir 90 sek. Eftir mótið var Vignir
valinn „maður mótsins", fyrir
framúrskarandi árangur.
Ami Gautur til Stabæk?
Árni Gautur Arason
gæti veriö á leiðinni
til Stabæk. Góður
kostur, segja forráða-
menn Stabæk. Þjálfar-
ar Rosenborgar ekki
sammála um íslend-
inginn. Jöm Jamtfall
ekki ndgu góður fyrir
meistarana.
Eins og Dagur greindi frá í sumar
hefur norska liðið Stabæk áhuga
á landsliðsmarkverðinum, Árna
Gauti Arasyni. Frode Olsen,
markvörður Stabæk, hefur ekki
staðið undir væntingum eftir að
hann fór í fylu þegar félagið neit-
aði að selja hann til Wimbledon í
vor. Framkvæmdastjóri Stabæk,
Tom Schelvan, sagði í samtali við
Dag að meiri líkur en minni væru
á því að Olsen yfirgæfi Stabæk
eftir tímabilið og Islendingurinn
hjá Rosenborg, Árni Gautur Ara-
son, væri góður kostur.
Ámi Gautur fyrir Olsen
Nú er komin upp sú staða að svo
gæti farið að Rosenborg og Sta-
bæk skipti á markvörðum. Olsen
færi til Rosenborgar, þar sem
hann var fyrir 10 árum, og Árni
Gautur kæmi í staðinn til Sta-
bæk. Forráðamenn Rosenborgar
eru langt frá því ánægðir með
frammistöðu aðalmarkvarðar
síns, Jörn Jamtfall, en svo virðist
sem Nils Arne Eggen, þjálfari
liðsins, treysti Árna Gauti ekki
ennþá til að taka við af honum
þrátt fyrir að Árni hafi staðið sig
mjög vel í þeim leikjum sem hann
hefur leikið fyrir meistarana.
Norska íþróttapressan er ekki í
vafa um að Islendingurinn eigi að
verja mark Rosenborgar. Það er
markvarðarþjálfari liðsins, Ola By
Risa, líka. En það er ekki hann
heldur Nils Arne sem velur liðið
og þar við situr.
Betri kostur
I spjalli við Dag í gær sagðist Árni
Gautur aðeins hafa heyrt af
áhuga Stabæk í gegnum Islend-
ingana sem þar léku, Pétur Mart-
einsson og Helga Sigurðsson.
Sjálfur sagðist hann ekkert hafa
heyrt frá forráðamönnum Bærum
Iiðsins. Hann sagði þó að Stabæk
væri betri kostur en varamanna-
bekkurinn hjá Rosenborg.
Samningur Árna Gauts við
norsku meistarana rennur út eftir
næstu leiktíð. Hann er því með
góða samningsstöðu þar sem
hann hefur vakið athygli bæði í
Noregi og í Evrópu með frammi-
stöðu sinni í Meistarakeppninni í
fyrra. En hvað hyggst Arni Gaut-
ur gera?
„Eins og staðan er í dag reikna
ég bara með því að klára samning
minn hérna. Eg verð bara að berj-
ast enn meira fyrir sæti í liðinu.
Ég var náttúrlega ekkert ánægður
þegar mér var kippt út fyrir leik-
ina í Meistarakeppninni. En
svona er þetta bara. Það kemur
svo væntanlega í Ijós hvort Ros-
enborg býður mér nýjan samning
eða hvort ég fer eitthvað annað.“
- GÞÖ