Dagur - 30.09.1999, Síða 4

Dagur - 30.09.1999, Síða 4
20-FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1999 LÍFIÐ í LANDINU „Með trékylfu að vopni náði hárlausi apinn tökum á umhverfi sínu sem risaeðlur höfðu áður haft og rauf hringferð fæð- unnar. Frá þeim degi hefur hallað undan fæti hjá móður náttúru og apinn með lur- kinn sífellt étið stærri hluta aföðrum teg- undum,“ segir Ásgeir Hannes meðal ann- ars. Maimapi í frakka slær um sig Ekki þarf að liggja lengi yfír hinum stórkostlegu náttúru- þáttum sjónvarpsrásanna til að sjá móður náttúru koma til dyranna eins og hún er klædd eða klæðalaus öllu heldur. Reyndar er mann- skepnan eina dýrategundin sem hefur skorið á nafla- strenginn til náttúrunnar og klæðst tilbúnum skjólfatnaði til að greina sig frá móður jörð og bömum hennar. Eða kannski varð mannapanum bara svona kalt á tánum á sínum tíma? Api rýfur fæðukeðju Allt að einu, þá hafa niðjar mannapa og apa- manna hleypt heimdraganum úr regnskógin- um og eru löngu hættir að kannast við upp- runa sinn þó hann komi berlega í ljós við fyrsta glas á bamum. Sé það markmið hinna ýmsu dýrategunda að Ijarlægjast uppmnann þá hefur hvíta apanum tekist furðu vel að láta fenna í sporin. Að minnsta kosti yfír vetrar- mánuðina. En oft er stutt í regnskóginn undir skjólflíkinni. Náttúran byggir afkomu sína á því að teg- undir hennar fjölgi sér reglulega til að halda við stofninum og verða jaíhframt fæða og fæðubótarefni íyrir aðrar og svangar tegundir í líftíkinu. Þessi ótrúlega hringferð hefur haldið taktinum frá byijun sköpunarverksins og dapraðist ekki fótaburðurinn fyrr enn mannapinn komst til vits og ára og fann upp bareflið. Með trékylfu að vopni náði hárlausi apinn tökum á umhverfí sínu sem risaeðlur höfðu áður haft og rauf hringferð fæðunnar. Frá þeim degi hefur hallað undan fæti hjá móður náttúru og apinn með Iurkinn sífellt étið stærri hluta af öðmm tegundum en þær hafa étið af honum á matarborði náttúmnnar. Slagsíða er komin á hagkerfí regnskógarins. Á síðustu öldum hefur svo keyrt um þverbak og mannskepnan gengið á milli bols og höfuðs á hverri tegundinni á fætur annarri og í dag er manndýrið í frakkanum ekki lengur bam nátt- úrunnar heldur böðull hennar. Matargestir í mannapaheimum Mannapinn er um það bil að éta lífríkið upp til agna eins og hann pillaði upp í sig allar lirfumar undan tijárótunum í gamla daga og kálar nú því litla sem hann kyngir ekki með sportveiðum og úrgangi. Hins vegar þykja það stórslys ef Iífríkið nær að svara fyrir sig og borða einn og einn hárlausan apa í ffakka í hádegismat eins og móðir náttúra gerir ráð fyrir að sé daglega á matseðlinum. Að loknu náttúrulegu borðhaldi er hræið af manndýrinu hins vegar lagt í vígða mold með yfirsöng en ekki fleygt í gæludýrafóður og mannapar með tárín í augunum skrifa um það minningargreinar í dagblöðin. A meðan er milljónatugum af öðrum tegundum lífríkisins skóflað vélrænt upp á aftökupalla og að taka náttúruna af lífi er lang stærsta iðja mann- skepnunnar. Annað hvort er að duga eða drepast fyrir móður jörð. Er því nema von að náttúran bregðist því til vamar lífríkinu og sendi öðm hveiju kostgangara út af örkinni til að freista þess að jafría metin við mannskepnuna. Apinn í skjólfrakkanum kallar þessa litlu matargesti í mannapaheimum ýmist faraldra, plágur eða drepsóttir og heitir bæði morðfjár og Nóbels- verðlaunum til höfuðs þeim. Þannig eru jafn sjálfsagðir félagar í lífríkinu og eyðniveiran, krabbamein og gigtin höfuðsetnir og ofsóttir af frakkaklæddum mannapa með smásjá. Ein- hvern tíma hefði það þótt saga til næsta bæjar í regnskóginum. Hérar í hatti náttúruimar En móðir náttúra á fleiri héra í hattinum en kostgangara eina saman og hefur fyrir Iöngu komið græðginni fyrir undir frakkalafínu. I dag er græðgin viðkvæmasta líffæri mannapa og apamanna. Náttúran hefur þannig náð að Iáta græðgina jafna bilin með styijöldum og skærum hárlausa apans við sjálfan sig þó nú haldi bæði vopnahlé og friðarsáttmálar honum í skeljum um stundarsakir. En sá frakkaklæddi heldur áfram að vera sjálfum sér næstur og þó hann haldi friðínn og stijúki kviðinn í nokkur misseri þá nær hann sér aftur á strik fljótlega. Að minnsta kosti hefur sjálfur Nostradamus lofað móður jörð að friðurinn sé brátt úti og verulega saxist á mannapakynið í þriðja ver- aldarstnði. Og náttúran á fleiri kort í holu. En græðgi mannapans er ekki bundin við hinn þétta leir eingöngu og ekki síður bundin við magamálið. Náttúran hefur þróað bragð- lauka líkamans í veikasta hlekk apamannkyns- ins og í dag borðar apinn í frakkanum ekki til að seðja hungur sitt heldur til að frfða bragð- laukana. Enda eru það ekki bara kostgangarar farsóttanna sem óboðnir leggja mannapann ört að velli heldur líka hin ýmsu efnavopn sem eru ekki blönduð í tilraunaglösum heldur vaxa í skauti náttúrunnar og frakkaklæddur apinn sækir sér sjálfur til matar. Salt jarðar er þannig mildu skæðari böðull en bæði gigt og krabbamein og stráfellir þann frakkaklædda við matarborðið úr heilablóðfalli þrátt fýrir stöðugt ný blóðþrýstingslyf. Sykur- reyrinn er verðugur keppinautur saltsins á grafarabakkanum og stöðugt vaxandi líkams- fitan afgreiðir mannapafólkið hratt ofan í gröf- ina með hjartaáföllum. Otalin eru þá lögbund- in eiturvopn ríkisvaldsins og tóbakið heldur áfram að fóstra krabbameinin við brjóst apans í skjólfrakkanum á meðan heldrykkja brenni- víns dregur sína apa til dauða í skugga ríkis- sjóðs. Hver api fær nú sinn skammt og allir fá sitt að lokum, endalokum. Grafnir upp taungarðar Vísindaapar og apasagnfræðingar hafa enda- Iaust velt fyrir sér hvað varð risaeðlum fom- aldar að fjörtjóni og komið með hinar líldeg- ustu tilgátur. Kynslóðir mannapans ættu að létta undir með vísindaveimm, sagnfræðibakt- eríum framtíðar, að grafast fyrir um örlög hár- lausa apans í skjólfrakkanum og skilja eftir á vísum stað einn tanngarð í vatnsglasi. UMBÚÐfl- LAUST .D^mt Imenningar LÍFIO Nan Goldin. Myndir Nan Goldin ,/\ð taka mynd af Guð™n . , . Sigurðardóttir einhverjum er eins og að snerta hann. Það eru gælur. Mynd- ir mínar eru oft sprottnar af erótiskri löngun." (Nan Goldin) í Listasafríi Islands er sýning á úr- vali ljós- mynda bandansku listakonunnar Nan Goldin síðustu 20 árin. Ljósmyndimar hafa farið sigurför um heiminn á síðustu árum og eiga allar það sameiginlegt að vera sprottnar af hennar persónu- legu reynslu. Flestar em af nánum vinum hennar og sam- starfsmönnum auk sjálfs- mynda. Myndimar bera þess vitni að Nan Goldin hefur gist undirheima stórborganna og margir úr vinahópi hennar hafa gengið í berhögg við við- teknar hugmyndir um kyn- hegðun og sjálfsímynd kynj- anna, auk þess sem margir hafa glímt við sjúkdóma og eit- urlyfjafíkn. Vissulega sýning sem allir eiga að sjá. Færeysklög I lcvöld syngur færeyski bassa- söngvarinn Runi Brattaberg við undirleik finnska píanóleikar- ans Gustavs Djupsjöbacka í Norræna húsinu. Á efnis- skránni verða söngvar eftir Schubert, Rachmaninoff, Si- belius og Mussorgsky. Einnig verða flutt tvö ný færeysk sönglög eftir tónskáldin Sun- Ieif Rasmussen og Regin Dahl í útsetningu Sunleifs Rasmus- sens. Tónleikamir hefjast kl. 20.30. Aðgangur er kr. 1.000. Norræn lög A morgun, föstudaginn 1. október, syngur sænska óperu- söngkonan Solveig Farin- ger við undirleik píanóleikar- ans Gustav Djupsjöbacka í Norræna húsinu og heljast tónleikamir klukkan 20.30. Á efriisskrá verða eingöngu verk eftir norræn tónskáld. Aðgang- ur er kr. 1.000. Norræna húsið. Undarlegar ævisögur Síðustu kvöld hef ég verið að glugga í ævisögu sr. Emils heitins Björnssonar prests og frétta- stjóra. Sannmæli er að af mis- jöfnu þrífast bömin best og það gerði Emil einmitt að titli þessa fyrra bindis ævisögu sinnar, sem er með því besta í íslenskri ævi- sagnagerð sem komið hefur. Bæði hvað varðar frásagnargleði og tök á íslensku, en ekki síst það að sr. Emil hefur frá einhverju að segja. Og síðarnefnda atriðinu hef ég áður vikið að hér; að mik- ilvægt er að hver sá sem stígur á stokk hafi eitthvað erindi við alþjóð. Segja má að sr. Emil afsanni margt það leiðinleg- asta í íslenskri ævisagnagerð með sögum sínum. Merkilegt fyrirbæri Ævisagnaritun er merkilegt menningar- legt fyrirbæri. Sannar kannski best að Islendingar eru bókaþjóð, en ekki bók- menntaþjóð. Hvaða hókmenntir eru að maður tali við mann, samtalið sé skrifað upp af segulbandi og sett í fyrstu persónu eintölu og prentað svo. Þegar gagnrýna sýn skortir, bæði hvað varðar framsetningu efnis en ekki síður á sögupersónuna sjálfa. Margir hafa sjálfir skrifað ævisögur sínar, sem verða málsvörn gagnvart umhverfínu þar sem hið óþægilega er undan skilið. Hvergi kemst að gagnrýnin sýn eða uppgjör á einu né neinu. Ævisaga þjóðþekkts manns kom út fyrir síðustu jól og á um 300 blaðsíðum fyrra bindis var um það bil helmingur sögur af gömlum ástarævintýrum innanlands og utan og ítarlegar lýsingar á forræðisdeilu, miður skemmtilegri. Síðan er sagan auglýst undir þeim formerkjum að viðmæland- inn opni sig og dragi ekkert undan. - Og á Islandi eru líka skrifaðar sögur ýmissa minni spámanna sem fátt hafa til frægð- ar unnið og hafa frá litlu að segja, en engu að síður geta slíkar bækur orðið í öðrum hverjum hörðum pakka undir jólatrjánum. Að sumu leyti getur þetta MENIMIIMGAR VAKTIIM Sigurður Bogi Sævarsson skrifar „Ævisagnaritun er merkilegt menningar- legt fyrirbæri. Sannar kannski best að ís- lendingar eru bóka- þjóð, en ekki bók- menntaþjóð, “ segir m.a. hér í greininni. Sunnlenskir bókahöf- undar með verk sín. þó verið ágætt, því ósiður er að hinir frægu segi eini frá - en hinir sem færri þekkja verða þó í öllu falli að hafa eitt- hvað til málanna að leggja svo bók um þá sé forsvaranleg. Gagnrýnin sýn I þremur bindum hefur Guðjón Friðriks- son skrifað sögur Jónasar frá Hriflu, sem eru gangrýnin sýn á manninn sjálfan, boðskap hans, störf og afrakstur þeirra. Þá ér væntanlegt fyrir jól síðara bindið af sögu Einars Norðurljósasala Bene- diktssonar. Þá vil ég nefna að Þjóðsaga mun á næstunni gefa út sögu Kára Stef- ánssonar sem Guðni Th. Jóhannessson skrifar að Kára forspurðum. Of snemmt er auðvitað að gagnrýna bókina þegar hún er ekki komin út, en það vinnulag sem Guðjón og Guðni viðhafa ætti þó að skila sögu sem veigur er í.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.