Dagur - 30.09.1999, Síða 5

Dagur - 30.09.1999, Síða 5
FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1999 - 21 LÍFIÐ í LANDINU S öngur j ar ð arinnar Listamaðurinn Robert Dell ermikill islands- vinur. Hann kom keyr- andi á bílnum sínum frá New York tilAkur- eyrarþarsem hann setti upp nokkurverk eftir sig íListasafniAkureyr- arvið opnunina ræddi hann um verkin, hug- myndafræðina og tækn- inasemerábakvið þau. „Ég vinn mikið á nóttinni við skúlptúruna mína og hafa ná- grannar mínir talað um að þeir minni þá á norðurljósin. Það er stórkostlegt að vinna hér á Iandi vegna þessa síbreytilega veðurs sem héma er,“ segir bandaríski listamaðurinn Robert Dell. Robert hefur unnið við rann- skóknir við hinn virta tæknihá- skóla Massachusetts (MIT). Hann kom í fyrsta skiptið til Is- lands árið 1988 þegar hann fékk Fullbright-styrk til þess að rann- saka hvemig nota mætti hveri til þess að framleiða rafmagn fyrir skúlptúr sem hann vara að vinna að. Þá kynntist hann Jóhannesi Zoega sem þá var framkvæmda- stjóri Hitaveitu Reykjavíkur. „Hitaveitan útvegaði mér vinnu- stofu og aðstoð, en í staðinn vann ég skúlptúr fyrir þá sem núna stendur við Perluna £ Reykjavík. Ég kom hingað til lands núna til þess að vera með innsetningu á Geysisvæðinu Geysi og til þess að sýna verk eftir mig í listasafninu á Akureyri. Það má segja að ég hafi keyrt frá New York til Akureyrar þar sem besti gámurinn sem til var undir verkin var bíllinn minn.“ Samspil ljóss og vatns Robert Dell fékk leyfí frá Nátt- úmvemd ríkisins til þess að vera með innsetningu á Geysissvæð- inu í dag, fimmtudag. Hann seg- ist ætla að taka þijú verk með sér á svæðið og þau verða sett þar upp í nokkra klukkututíma. Hann verður tekinn upp á myndband. Skúlptúrinn byggir á samspili Ijóss og vatns. Robert hefur fund- ið aðferð til þess að nýta orkuna úr hvernum til raforkufram- Ieiðslu. Þannig er skúlptúrinn sjálfu sér nógur. „Það eru tvær tegundir af málmum og þegar Listamadurinn setur upp verk sín við Geysi í dag. Skúlptúrarnir framleiða rafmagn sem þeir nota til þess að gefa frá sér Ijós. Til þess að geta haldið sýningar í listasöfnum hefur listamaðurinn hannað sérstakan hverahermi. heit gufa leikur um þá verður annar þeirra óstöðugur en allt Ieitar að jafnvægi þannig verður til rafmagn vegna hitamismunar- ins. Þegar kalt er í veðri er meiri orka því þá kólnar yfirborðið hraðar. A daginn þegar kannski er heitt þá er minna að gerast. Það fer eftir því hvernig veðurskilyrðin eru hversu mikil orka verður til. Ég læt rafmagnið síðan búa til önnur sjónræn áhrif og nota til þess Ijósdíóður, kvarts og fjótandi kristala. Það er í eðli sínu kól- esteról sem er fítu atóm þegar þau hitna snúast þau eins og gormur og þá breystast litirnir. Bandaríski iistamaðurinn Robert Dell hefur unnið rannsóknir við Tæknihá- skóla Masssachusetts. Hann flutti erindi í Listasafninu á Akureyri við opnun sýningar á þremur verkum sínum. myndir: bilu. Það er skúlpúr sem byggir á þessu á Listasafninu á Akureyri." Afstaða til náttúruimar Robert minnir á að við lifum á tæknivæddum tímum en ekki í heimi goðsagna eða þjóðsagna. „Fyrir mörgum árum höfðum við jörðina og það var hægt að skýra samband manns og náttúru með goðsögum. Þannig að ég nota tækni dagsins í dag til þess að búa til nýja tegund af goðsögum. Ef maður gæti gert jörðina að einu lífrænu formi sem væri ljós sem skipti litum. Þannig kæmist það kannski inní undirmeðvit- undina að jörðin væri að breytast og þá fa ri fólk kannski að hugsa um það að það skipti einhverju máli hvemig við umgengjumst hana. Hverinn er síbreytilegur og því er hann eins og hjartaslag jarðar- innar. Þetta er mín persónuleg af- staða til náttúrunnar. Ég er að skapa Iífræna eftirmynd af jörð- inni. Þannig að jörðin geti talað til baka. Því má segja að verkin séu eins og söngur jarðarinnar. Eitt af verkunum á MIT, nokkr- um skúlptúrum komið fyrir og það var eins og þeir töluðu saman um veðrið." -PJESTA Þarf að klippa kiær ákanínum SVOJVA ER LIFIÐ Pjetur svarar í símann! Ertu með ráð, þarftu að spyija, viltu gefa eða skipta? Pjetur svarar í símann ld. 9—12. Síminn er 460 6124 (beint) eða 800 7080. Póstfang: Þverholt 14 Rvk. eða Strandgötu 31 Akureyri. Netfang: pjeturst@ff.is Lesandi blaðsins skrifaði eftirfarandi bréf: „Nýlega eignaðist ég ósköp blíðar og góðar kanínur. Þetta er í fyrsta skipti á ævinni sem ég eignast gæludýr og þess vegna kann ég ekki almennilega um þær að hirða. Ég hef rekið mig á það að starfsfólk í gæludýrabúðum veit ekkert alltof mikið um kan- ínur, þó að það geti hugsanlega romsað upp úr sér öllu mögulegu um fiska. Ég hef fengið að láni á bókasafninu tvær handbækur um kanínur á ensku, því ekkert íslenskt lestrarefni er til um kanínuhald. I þessum bókum kemur ekkert fram um það hvort og hvernig á að þrífa kanínurnar sjálfar. Þess vegna spyr ég þig: Þurfa kanínur að fara í bað eins og til dæmis hundar? Hvernig á að baða þær?“ I Gæludýraverslun Norðurlands fengust þau svör að feld- urinn á kanínunum sé þannig að dýrin sjá sjálf um að þrífa hann. Það megi strjúka þeim með rökum klút ef þurfa þykir. Það sé oft nauðsynlegt að klippa klær dýranna en kanínur sem gangi mikið lausar fái ekki langar neglur. Kanínur eru nagdýr og þurfa að vera í búri, og yfir vetrartímann þarf búr- ið að vera innan húss en það má geyma það á skjólsælum stað utan húss yfir sumartímann. Gott er að hafa sag á botn- in búrsins. Af öllum gæludýrum getur komið lykt og eru kan- ínur engin undantekning. Það þarf að þrífa búr dýrsins reglulega og sérstaklega vel út í hornin þar sem þau gera þarfir sínar. Mörgum hefur tekist að venja kanínur á að gera þarfir sínar í kassa með kattasandi. Þá er sandurinn hafður í horni búrsins. Kanínur Iifa á heyi, grænmeti eða þurrmat. Starfskonan í gæludýraversluninni sagði að minni lykt kæmi af dýrum sem ætu frekar þurrmat. HVAD ER Á SEYDI? FJÖLSKYLDUSTUNDIR í KEFLAVÍKURKIRKJU Opið hús verður í Kirkjulundi á þriðjudagsmorgnum milli 10 ogl2 fýrir aðstandendur bama undir grunnskólaaldri. Fyrsta fjölskyldustundin verður 5. október n.k. Umsjón með fjölskyldustundunum hafa Lilja G.Hallgrímsdóttir, djákni, og Laufey Gísladóttir, kennari. Börnum verða kenndar bæn- ir, Iesið fyrir þau og sungið með þeim. Boðið verður upp á safa, kex, eða ávexti. Fundimir verða færðir í nýja safnaðar- heimilið þegar það verður opnað. Nánari upplýsingar veitir djákni í símum 421-4327 og 855-0834. Liija G. Hallgrímsdóttir. HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Nan Golden í Listasafni Islands Fimmtudaginn 30. september verður opnuð sýning á Ijósmyndum bandarísku listakonunar Nan Golden í Listasafhi Is- lands. Þetta em ljósmyndir sem hafa farið sigurför um heiminn á undanfömum ámm, og sýning þeirra hér á landi er stórviðburður í íslensku menningarlífi. Sýningin stendur til 24. október. Evrópa gegn krabbameini Vikan 4. -10. október verður helguð bar- áttunni gegn reykingum ungs fólks. Átak- ið er á vegum Framkvæmdastjómar Evr- ópusambandsins og heilbrigðisyfirvalda. Markmið vikunnar er að vekja ungmenni til vitundar um um vamir gegn krabba- meini og um þeirra eigin afstöðu til tó- baksneyslu, en árlega látast um 500.000 manns af völdum hennar. Nánari upplýs- ingar um átaksvikuna og viðburði hennar veitir Krabbameinsfélag Reykjavíkur í síma 562-1414. LANDIÐ Atvinnu- og staðar- dagskrárfulltrúi ráðinn Rúnar Óli Karlsson, landfræðingur, hefur verið ráðinn atvinnu-og staðardagskrár- fulltrúi Isafjarðarbæjar. Starf hans felst í að vinna eftir nýsamþykktri stefnumótun í atvinnumálum og hrinda í framkvæmd Staðarframkvæmd 21 (Local Agenda 21) fyrir sveitafélagið. Staðarffamkvæmd 21 er samstarf Umhverfisráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitafélaga. „Vegggígjur" á Café Karólínu Laugardaginn 2. október opnar Kristján Pétur Sigurðsson sýningu sína á „vegg- gígjum“ á Café Karólínu í Listagilinu á Akureyri. „Vegggígjumar" em allar nýjar og unnar með tiltölulega blandaðri tækni í tré, ljósmyndir, málma og gler. Sýningin er opin á opnunartíma Café Karólínu. Opnunardaginn 2. október kl. 16:00 verð- ur smá „húllumhæ" með ljóðalestri, hljóðfæraslætti og söng. Bingó hjá Baldursbrá Hið árlega októberbingó kvenfélagsins Baldursbrár verður í Glerárkirkju, sunnu- daginn 3. október, kl. 16:00. Allur ágóði rennur til kaupa á steindum glugga í Glerárkirkju. - Glæsilegir vinningar. Ráðsfundur 1. ráðs ITC á íslandi Laugardaginn 2. október verður haldinn ráðsfundur 1. ráðs ITC á íslandi. Fund- urinn verður á Hótel Húsavík. Markmið samtaka ITC er að vinna að þjálfun í for- ystu og málvöndun í þeirri von að með betri tjáskiptum taldst að efla skilning manna á meðal um veröld alla. Tvær af ellefu deildum ITC á Islandi eru á Norð- urlandi; Fluga í suður-Þingeyjarsýslu og Hnota á Þórshöfh og nágenni. Málefhi fundarins em félagsmál og fræðslufyrir- lestrar m.a. um ferð á heimsþing ITC í Japan í sumar. Fundurinn hefst kl. 11:00 og stendur til kl. 17:00. Fundurinn er öll- um opinn.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.