Dagur - 14.10.1999, Side 2

Dagur - 14.10.1999, Side 2
2 - FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 1999 SUDURLAND Byggingu stafkirkju miðar vel Unnið í Noregi við smíði stafkirkju sem verður þjóðargjöf Norðmauua til íslend- iuga í tilefni af kristnitökuafmæliuu. Kirkjau rís á Skausiu- um í Eyjum. Smíðiu er vaudaverk, segir kirkjusmiðuriuu norski. Nú er unnið af fullum krafti við að setja saman stafkirkjuna, þjóðargjöf Norðmanna til Islend- inga í tilefni af þúsund ára af- mæli kristnitökunnar á íslandi í bænum Lom í Guðbrandsdal í Noregi. A dögunum kom Sverre Sorumgárd yfirsmiður kirkju- byggingarinnar til Eyja, til þess að kynna sér aðstæður, hvar kirkjan á að standa á Skansinum. Sverre átt fund með Arna John- sen, formanni bygginganefndar, Ólafi Ólfssyni, bæjartæknifræð- ingi, Páli Zóphoníassyni, bygg- ingatæknifræðingi og Arsæli Sveinssyni, byggingameistara. MiMll áhugi Stafkirkjan er sett saman í Nor- egi en verður síðan flutt í eining- um til Vestmannaeyja, þar sem endanleg samsetning hennar fer fram. Það er fornminjaráðuneyti Noregs sem er verkkaupi og hef- ur yfirumsjón með framkvæmd byggingarinnar. Ráðuneytið sér einnig um gerð heimildarmyndar um bygginguna. Sverre hefur aldrei áður komið að byggingu stafkirkju, enda stafkirkja ekki verið reist frá grunni í 800 ár. Hinsvegar er aðal starf hans fólg- ið í því að reisa bjálkahús, auk þess sem hann og fyrirtæki hans hefur unnið að endurbótum eldri kirkna í Rússlandi. Stafkirkja fær nafn sitt af aðal burðarstoðum kirkjunnar, sem eru heilir tijábol- ir útskornir og skreyttir á ýmsa vegu, en síðan er þiljað með stór- um borðum á milli. Að sögn Sverre hefur stafkirkjubyggingin vakið mikla athygli í Noregi og dagblöð þar í landi verið iðin við að fjalla um kirkjubygginguna. Einnig hefur norska ríkissjón- varpið fylgt byggingu kirkjunnar vel eftir í þeim tilgangi að gera heimildarmynd um bygginguna frá fyrsta spæni og þar til hún hefur risið á kristilegum undir- stöðum sínum á Skansinum. Sjónvarpið hefur því myndað verkið alveg frá því að tré hefur verið valið, það fellt og komið í sögunarmylluna, komið í hendur smiðanna og síðan á sinn stað í krikjunni. Einnig hafa skólabörn komið daglega til þess að skoða hvernig verkinu hefur miðað. Þá er er mikill áhugi hjá ýmsum fé- Iögum og einstaklingum að fylgja kirkjunni og vera viðstödd vígsl- una. Fyrirmyndm frá Holtálen í Þrándheimi Sverre segir að bygging kirkjunn- ar sé mjög mikið nákvæmnisverk. „Þetta er líkast því sem gerist í húsgagnasmíði. Þetta er eins og stórt húsgagn og kröfurnar um nákvæmni er upp á einn tíunda Edvin Espelund er einn þeirra hagleiksmanna sem vinna við byggingu kirkjunnar úti í Noregi. úr millimetra, en það er mjög um, en það er Edvin Espelund erfitt í smíði af svo stórum við- sem sér um handverkið, en hann hefur unnið við að gera upp gamlar kirkjur í Rússlandi. Eins og ég sagði áðan er erfitt að fá réttan við í bygginguna, þess vegna höfum við leitað um allan Noreg að heppilegri trjástærð til byggingarinnar. Stafkirkjur sem til eru í Noregi hafa verið varðar með trjákvoðu bæði veggir og þak. Hér á landi eru hins vegar ólík veðurskilyrði, svo líklega verður kirkjan pensluð með heitri tjöru þriðja til fjórða hvert ár og kostnaðurinn við viðhaldið mun Iíklegast greiðast úr bæjar- sjóði. Það er Iíka fyrirsjáanegt að við sjáum fram á fjárhagslegt tap á þessari framkvæmd, en á móti kemur að við fáum ómetanlega reynslu, sem gæti komið okkur að góðum notum síðar." Gert er ráð fyrir að lokið verði við smíð- ina í Noregi sfðari hluta mars á næsta ári og að hafist verði handa í Eyjum í byrjun apríl. Og kirkjan sfðan vígð og afhent Is- lendingum þann 1. júlí árið 2000. „Við erum dálítið á eftir áætlun, vegna erfíðleika við að fá rétt timbur en við munum vinna það upp. Kirkjan sem reist verð- ur í Eyjum er mjög lítil, eða um 68 fermetrar og verður sjö og hálfur metri á hæð. Um 800 voru stafkirkjur orðnar mun stærri og hér á Islandi eru heimildir um stafkirkjur, jafnvel mun stærri en í Noregi. Fyrirmyndin að kirkj- unni sem reist verður hér er að finna í Holtálen í Þrándheimi en menn telja að kirkjan sem reist var í Eyjum við landnám hafi ver- ið mjög Iík henni, þó ekki sé hægt að færa mjög haldbærar sönnur á það.“

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.