Dagur - 14.10.1999, Side 4
4 — FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 1999
SUÐURLAND
Ósvaldur iindirbýr
tónlistarveislu
Úsvaldur Freyr Guðjónsson, tónlistarkennari í Eyjum. Hann undirbýr nú að
setja upp tónlistarsýningu, þarsem lög aiit frá því um 1940 verða rifjuð upp.
Lög frá liðniun árum
njóta alltaf vinsælda.
Á íjalirnar er að fara í
Vestmannaeyjum lög
frá því fyrir miðja öld-
ina, ásamt leik og
söngvum sem þeim
fylgja.
Ósvaldur Freyr Guðjónsson tón-
listarkennari, er einn margra
Eyjasona, sem leitað hefur aftur
til Eyja að loknu námi. Ósvaldur
kennir í Tónlistarskóla Vest-
mannaeyja og kemur ekki til Eyja
til þess að setjast í helgan stein,
því hann ætlar að blása nýjum
lífsanda í tónlistarlífið og hefur
undafarna daga verið að undirbúa
tónlistarveislu sem verður yfirferð
um tónlistarsöguna frá 1940 til
dagsins í dag ásamt dönsum er
tengjast tónlistinni.
Sneri sér snemma
að tropetinum
Ósvaldur á Iangt og strangt tón-
listarnám að baki. Hann bytjaði í
Tónlistarskóla Vestmannaeyja níu
ára gamall og sneri sér snemma
að trompetinum, sem hefur verið
hans hljóðfæri sfðan. Hann flutti
til Reykjavíkur 1988 og stundaði
nám í ýmsum tónlistarskólum og
námi frá blásarakennaradeild
Tónlistarskóla Reykjavik.tr lauk
hann árið 1997. Ósvaldur hefur
verið í nokkrum hljómsveitum og
má þar nefna Atta manna bandið.
Einnig spilaði hann með Lúðra-
sveit verkalýðsins, Sinfónfuhljóm-
sveit áhugamanna, Lúðrasveit
Reykjavíkur og þar segist Ósvald-
ur þó hafa lært mest af því að
spila með hinum ýmsu tónlistar-
kempum þjóðarinnar, eins og
Tómasi R. Einarssyni, Guðmundi
R. Einarssyni, Árna Elfar, Friðrik
Theodórssyni að Guðmundi
Norðdal. Ósvaldur segir að frum-
hugmyndin hafi verið að setja
upp sýninguna með leikfélaginu,
en svo hafi ekki verið nein starf-
semi hjá félaginu. „Eg bjó á Dal-
vík í eitt ár og þar var sett upp
svipuð dagskrá sem þótti takast
mjög vel og mig langar til þess að
gefa tónlistarmönnum í Eyjum
tækifæri til þess að bregða aðeins
á leik og efla tónlistalífið í bæn-
um og virkja fólkið á staðnum."
IJndirlektÍT eru góðar
Ósvaldur auglýsti eftir fólki sem
reiðubúið væri til þess að taka
þátt í svona uppfærslu og segir
hann undirtektir hafa verið góðar.
„Við hittumst í síðustu viku til
þess að bera saman bækur okkar
og rúlluðum yfir myndband sem
tekið var á sýningunni á Dalvík til
þess að gefa fólki hugmynd um
hvað héngi á spýtunni. Það er
hægt að merkja greinilegan áhuga
og vilja til þess að koma þessu af
stað, enda mætti fólk á öllum
aldri.“ - Hann segir að hljómsveit-
in sé byrjuð æfingar og vonast
hann til að hægt verði að helja
sýningar í nóvember, en gert er
ráð fyrir tveimur til þremur sýn-
ingum. Síðan er hugmyndin að
fara af stað aftur eftir áramótin ef
undirtektir verða góðar.
- BEG
SUÐURLANDSVIÐTALIÐ
Hiarðamesbræður í Suðurbyggð
Á fundi bæjarráðs Árborgar í síðustu viku kynnti Dæjarstjóri stöðu
útboðs vegna gatnagerðar í Suðurbyggð. Lögð voru fram gögn frá
bæjartæknifræðingi þar sem fram kom að sex aðilar buðu í gatnagerð
í Suðurbyggð. Hjarðanesbræður ehf. voru með lægsta tilboð um
87,8 milljónir króna, sem er 75,4% af kostnaðaráætlun. Að tillögu
bæjartæknifræðings samþykki bæjarráð samhljóða að taka tilboði
þessu.
Karlakór Akureyrax-Geysir á Selfossi
Karlakór Akureyr-
ar-Geysir heldur
tónleika í Selfoss-
kirkju á föstu-
dagskvöld og hefj-
ast þeir kl. 20:00.
Eftir tónleika taka
félagar í Karlakór
Selfoss á móti
norðanmönnum í
félagsheimili sínu
að Gagnheiði 40.
Á efnisskránni
verður fjöldi
klassískra karla-
kórslaga eftir inn-
lend sem erlend tónskáld, auk kórverka úr óperettum og óperum.
Stjórnandi Karlakórs-Akureyrar Geysis er Roar Kvam og einsöngvari
með kórnum á þessum tónleikum er Þorgeir J. Andrésson.
Rætt um samemiugarviðræður
Á fundi hreppsnefndar Rangárvallahrepps á dögunum var rætt um
stöðu sameiningarviðræðna i Rangárþingi. Upplýsingasöfnun stend-
ur yfir frá öllum hreppunum sem Oli Már Aronsson, oddviti Rang-
vellinga, annast. KPMG Endurskoðun hefur verið falið að taka sam-
an yfirlit yfir fjárhagslega þætti. Eitt af því sem óskað er upplýsinga
um eru sérmál hreppanna, það er ef sveitarstjórnirnar vilja leggja
fram einhver mál sem taka þarf sérstakt tillit til við sameiningu og
eftir hana. Eftirfarandi atriði verða lögð fram af hálfu Rangvellinga,
en það eru hitaveitan, eignarhlutur í ERI og afréttarmál. -SBS.
Njörður hættir
Á fundi sveitarstjórnar Mýrdalshrepps á dögunum var tekið fyrir bréf
Njarðar Helgasonar og Sigríðar E. Sigmundsdóttur, þar sem Njörður
biðst lausnar frá setu í sveitarstjórn og þeim nefndum sem hann á
sæti í. Sigríður óskar eftir lausn sem varamaður í félagsmálanefnd.
Ástæður þessara óska eru að þau eru flutt úr sveitarfélaginu. Sam-
kvæmt sveitarstjómarlögum skal fyrsti varamaður K-lista, Guðrún
Jónsdóttir í Kerlingardal, taka sæti Njarðar í sveitarstjórn. -SBS.
Karlakór Akureyrar- Geysir syngur í Selfosskirkju á
föstudagskvöldið.
Höldum okkur viö grundvallaratriði
Ingurm Guð-
mundsdóttir
formaður bæjarráðs Árborgar
Tíu leikskólakennararí
þremurleikskólum íÁr-
borg hættirog þrír leik-
skólastjórarhafa sagt
upp. Bæjarráð vísaði mál-
inu til Félagsdóms sem
kveðurupp sinn úrskurð
fljótlega. Jafnaðargeðfor-
eldra, segirformaðurhæj-
arráðs.
- Nú eru nokkrir leikskóla-
kennarar á Selfossi hættir störf-
utn og nokkrir leikskólastjórar
liafa sagt upp. Bæjarstjóm hef-
ur hinsvegar snúið sér í þessu
máli þannig að vísa því til dóm-
stóla. Þykir ykltur koma til
greina á þessutn timapunkti að
grípa til einhverra sérstakra úr-
ræða til að bjarga málum tíma-
bundið?
„Þú spyrð hvort grípa eigi til
einhverra sérstakra úrræða. Eg vil
byija á að segja að við leituðum
eftir því við leikskólakennara að
þeir frestuðu sinni útgöngu fram-
yfir félagsdóm en það gekk ekki.
Við höfum verið með sérstök úr-
ræði í gangi sem ganga út á að
halda skólunum gangandi þannig
að börnin fái í það minnsta pöss-
un. Við bæjarfulitrúar fylgjumst
grannt með þessu máli á hvetjum
degi. Við höfum viljað halda okk-
ur við grundvallaratriðin sem eru
þau að fá svör við spurningum
um samskipti aðila á vinnumark-
aði, einsog þeim hvort Ijöldaupp-
sagnir starfsmanna á miðjum
samningstíma séu réttmætar. Og
það er aðeins tilviljun að þessu
máli en ekki einhverju öðru var
vísað til félagsdóms, það hefðu
allt eins getað orðið kennarar eða
heilbrigðisstéttir. En það hlaut
bara einfaldlega að koma að því
að einhver segði hingað og ekki
lengra um þessar aðferðir við að
sækja sér kjarabætur. Málið var
tekið fyrir í Félagsdómi á mánu-
daginn og ég vænti þess að niður-
staðan komi fljótlega. Frávísunar-
krafa Félags íslenskra leikskóla-
kennara sem fór alla Ieið fyrir
Hæstarétt tafði málið mikið.“
- Krafa leikskólakennara hef-
ur verið sú að þeir eigi að fá
sörnu laun og grunnskólakenn-
arar. Finnst þér sú krafa vera
eðlileg?
„Við höfum ekki rætt launa-
kröfur leikskólakennara á þessu
stigi. Það er örugglega hægt að
færa rök fyrir því að þeir og marg-
ir aðrir launþegar séu ekki of sæl-
ir af sínum launum, ég vil hins-
vegar leggja á það áherslu að mið-
að við gildandi kjarasamninga þá
á að ríkja friður á vinnumarkaði."
- Ef laun leikskálakennara
yrðu hækkuð til samræmis við
það sem kennarar í grunnskól-
um Árborgar hafa hve ntikið
myndi það auka útgjöld bæjar-
sjóðs?
„Það hefur ekki verið reiknað
en ég vil benda á að hækkaður-
rekstrarkostnaður leikskóla yki
ekki einungis útgjöld bæjarsjóðs
heldur myndi hlutur foreldra
einnig hækka.“
- í lesendabréfi í héraðsblöðum
í sl. viku telja foreldrar ungrar
stúlku sem er í einum af leik-
skólunum á Selfossi að eðlilegt
sé að fá 20% afilátt af leikshóla-
gjöldum hennar, þar sent leik-
skólakennarar séu ekki lengur
til staðar. Telur þú þessa kröfu
réttmæta?
„Nei, alls ekki. Það er ekkert
nýtt að einstakar deildir leikskól-
anna hafi ekki á að skipa leik-
skólakennurum, það heíur ekki
tíðkast að lækka þjónustugjöld
þess egna. Það hefur reyndar
enginn vakið máls á slíku í bæjar-
kerfinu og þess vegna aldrei verið
til umræðu."
- Hveniig finnst þér foreldrar
Itafa tekið þeirri stöðu sem nú er
í þessu máli og hvað eru það
mörg bönt setn þetta neyðar-
ástand snertir?
„Eg minni á að það ástand sem
þú kallar neyðarástand ríkir í
þremur leikskólum af sex. Leik-
skólafulltrúi og leikskólastjóm-
endur hafa staðið sig vel í því að
láta starfsemina ganga með til-
tæku starfsliði. Mér finnst að
foreldrar hafi tekið þessum að-
stæðum sem nú eru ríkjandi í
þessu máli með ótrúlegu jafnað-
argeði miðað við aðstæður en ég
geri mér grein fyrir að svona get-
ur það ekki gengið lengi því þetta
tekur á og setur margar daglegar
áætlanir foreldra úr skorðum.
Bæjarráð fundaði með forráða-
mönnum foreldrafélaganna fyrir
helgina og var fundurinn hugsað-
ur til upplýsingar og skoðana-
skipta sem ég trúi að hafi verið til
gagns fyrir báða aðila.“
- SBS.