Dagur - 15.10.1999, Side 5
<> e P T mjl-'vn .3 *
FÖSTUDAGVR 15. OKTÓBER 1999 - S
Thgpr
einnig vann við byggingu Kringl-
unnar glottir við þegar hann er
beðinn að bera saman fram-
kvæmdina þá og nú. „Þetta er
alltaf sama stressið og geðveikin
á lokasprettinum."
Gísli Ólafsson og Egill Jóns-
son munda sagirnar af öryggi í
holinu þar sem básar tilvonandi
skyndibitastaða gapa tómir eins
og munnar sem ekki verður
hægt að metta. „Þetta eru
stjörnur sem eiga að fara hér í
loftið“, segja þeir og horfa til
himins. „Það er ótrúlega
skemmtilegt að fá á taka þátt í
þessu“, bæta þeir við og hlægja.
„Þetta Ieit ekki vel út fyrir
nokkrum vikum, en núna sýnist
okkur þetta ætla
að nást.“
Ungur piltur
litast um á
vinnusvæðinu.
Hann lítur
hvorld út fyrir að
vera iðnaðar-
maður, né
áhyggjufullur
eigandi. Hann
heitir Arnór
Bogason og
vinnur með
menntaskólan-
um á nýjum MacDonalds í
Kringlunni. „Eg ætla rétt að
vona það“, segir hann aðspurður
um hvort hann haldi að allt
verði tilbúið fyrir opnun. „Ég
leit hér við í gær og sýnist mikið
hafa gerst síðan þá.“ Hann segir
það algengt að unglingar vinni
með skóla og telur það frekar
aukast en hitt. „Útgjöldin aukast
eftir því sem maður verður eldri
og maður verður að vinna til að
mæta kröfum um skemmtun
utan skóla - og vinnutíma."
Hann er alls óhræddur við
freistingarnar, þótt gnótt skyndi-
bitastaða verði á svæðinu og
hefur ekki orðið var við þrýsting
um að halda sig við þá keðju
sem maður vinnur hjá. „Eg vann
áður niður í Austurstræti og þar
var enginn sem skipti sér af því
sem maður gerði í matarhléun-
um. Hvað ég gerði er hins vegar
ekki gefið upp.“
Verslanirnar eru mislangt á
veg komnar. Sumar virðast rétt
vera fokheldar, aðrar tilbúnar
undir tréverk og enn aðrar bíða
síðustu tiltektar. Ein er algjörlega
tilbúin. Litskrúðugar möppur og
nytjahlutir skrifstofunnar blasa
við mér í úthugsaðri uppröðun. A
merkimiðum söluvörunnar stend-
ur „Ordnung & Reda“, röð og
regla. Þetta er búð sem stendur
undir nafni.
Þetta er sænsk verslanakeðja
sem selur fallegar skrifstofuvörur
um allann heim og Maja Gross
var send til Islands frá Stokk-
hólmi til að aðstoða íslendinga
við uppsetningu búðarinnar.
„Hugsunin að baki þessara búða
er að selja fallega nytjahluti," seg-
ir Maja. „Það er miklu skemmti-
Iegra að vinna með fallega hluti í
kringum sig og áhuginn á þessum
vörum er þvert á
öll landamæri.
Vörurnar eru
ekki bara falleg-
ar og vel hann-
aðar heldur
skiptir ekki síður
máli að þær
þjóna vel þeim
tilgangi að halda
öllu í röð og
reglu. Röð og
regla er mikil-
væg til þess að
spara tíma sem
annars fer í að leita að skjölum og
öðru.“
Hún segist ekki vera vön þeim
vinnubrögðum Islendinga að gera
allt á síðustu stundu. „Við vorum
tilbúin með búðina fyrir viku og
ég vildi ekki vera í sporum sumra
hér í nágrenni við okkur, en mér
skilst að svona sé þetta hjá ykkur.
Eg held líka að hraði, hugkvæmni
og dugnaður Islendinga og röð og
regla okkar Svía ætti að geta farið
ljómandi vel saman. Það yrði
áhugaverð og skemmtileg
blanda.“
Björg Asdísardóttir hefur ekki
áhyggjur af óreiðueðli landans.
„Eg er að vona að við getum
breytt óreiðunni í reiðu. Hugsun
okkar er að vera með vörur sem
sjást, ekki eitthvað leiðinlegt sem
maður felur inn í skáp. Þetta eru
fallegir hlutir sem virka, eru ein-
faldir og vandaðir."
Þegar út úr búðinni er komið
tekur óreiðan aftur við. Hamrar,
sagir og borar í endalausum sam-
hljómi. Þetta reddast örugglega.
Það gerir það alltaf.
„Við vorum tííbúin
með búðinajyrirviku
og ég vildi ekki vera í
sporum sumra hérí
nágrenni við okkur, en
mérskilst að svona sé
þetta hjáykkur.
■
Arnór Bogason leit við til að sjá hvernig gengi að koma nýjum vinnustað
sínum i gagnið og leist bara vel á.
Úreiðan allt um kring hefur engin árhrifá stöllurnar í versluninni Röð og regla. Búðin ber nafn með rentu og er
löngu tilbúin.