Dagur - 15.10.1999, Síða 12

Dagur - 15.10.1999, Síða 12
Rekstur Krínglumr krefst stöðugs endur- mats og vangaveltm. Framtíðin erbjört og gaman þegarmikið er aðgera. Einar 1. Halldórsson, fram- kvæmdastjóri húsfélags Kringl- unnar, hefur haft í nógu að snúast þessa síðustu daga fyrir opnun nýbyggingar Kringlunn- ar. „Þetta venst,“ segir hann og hlær og það fer ekki á milli mála að hann hefur reglulega gaman af atinu og snúningun- um kringum framkvaemdirnar. „Kringlan var tekin í notkun fyrir tólf árum eða nánar tiltek- ið þann 13. ágúst 1987. Hún var síðan stækkuð þegar við yf- irtókum suður Kringluna eða Borgarkringluna eins og hún var kölluð. I dag eru þetta því um fjörutíu þúsund fermetrar með þeim tíu þúsund sem eru að bætast við með bygging- unni, sem tengir saman núver- andi húsnæði. Auk þess bætast við bílastæði, útisvæði og tengibygging Kringlunnar og Borgarleikhúss, þar sem Borg- arbókasafnið verður til húsa. Það má því segja að verslunin og menningin séu að taka sam- an höndurn." Háð efnahagsástandi - Þegar Kringlan var byggð voru margir á því að með henni væri húið að hyggja verslunarhús- næði, sem myndi duga langt fram á næstu öld? „Menn voru með ýmsa spá- dóma þegar Kringlan var í byggingu og á fyrstu árum hennar. En auðvitað hafði til- koma hennar áhrif á verslunar- hætti, bæði í miðbænum og ekki síður í úthverfunum. Þetta er sú þróun sem er hér og víð- ar, að kjörnunum fækkar og þeir fara stækkandi. Ég held til dæmist að tilkoma Kringlunnar hafi hjálpað Laugaveginum heilmikið. Menn fóru að taka til hjá sér og taka á sínum mál- um, svo Laugavegurinn er allur annar en hann var fyrir tólf árum. Það er eðlismunur á Kringl- unni og öðrum kjörnum sem hafa verið að rísa. Við erum með meira af sérverslunum og meiri breidd, meðan þeir fylgja meira einni lfnu. Sú samkeppni sem við gætum hins vegar átt von á er Smáralindin í Kópa- vogi, ef hún rís. Starfsemi okkar er auðvitað mikið háð því ástandi sem er í efnahagslífinu. Við getum vel við unað, því það má segja að Einar /. Halldórsson, framkvæmdastjóri húsfélags Kringlunnar: „Við þurfum að sjá til þess að hér séu bestu verslanirnar í hverri grein og að húsið þróist i takt við tíðarandann." aðsókn að Kringluni hafi vaxið stöðugt frá byrjun og við eigum von á því að fimm milljónasti gesturinn Iáti sjá sig hér fyrir lok þessa árs.“ Útþenslu ekM lokiö - Með nýhyggingunni hætast við 420 hílastæði. Var orðinn skort- ur á þeim? „Já og nei, við erum nú með um 1800 bílastæði og auk þess eru bílastæði hér í kring. Auð- vitað er ekki alltaf gott að fá bflastæði á álagstímum, en ef menn sýna smá þolinmæði, þá gengur það nú yfirleitt ágæt- lega fyrir sig. Nýju stæðin Ég held til dæmis að tilkoma Krínglunnar hafi hjálpað Laugaveg- inum heilmikið, hann er allur annar en fyrír 12 árum. hjálpa okkur auðvitað heilmik- ið.“ - Er stækkun Kringlunnar lokið með þessari nýju viðbygg- ingu? „Ekki vil ég nú segja það. Við eigum ýmsa drauma og mögu- leika í farteskinu. A sínum tíma, áður en við tókum við Borgarkringlunni, skoðuðum við möguleika á að byggja til norðurs. Við lögðum það til hliðar þegar ráðist var í teng- inguna til suðurs, en nú má búast við því að við lítum aftur til norðurs. Við kölluðum verk- efnið Kringlan 2000 á sínum tíma og það er því vel viðeig- andi að dusta rykið af því.“ Kringlan í lykillilntverki - Hvernig sérðu fyrir þér þróun verslunar á höfuðborgasvæðinu i nánustu framtíð? „Þar sé ég auðvitað Kringl- una fyrir mér í lykilhlutverki eins og hún er í dag. Við erum með þessari framkvæmd að styrkja stöðu okkar á þessum markaði og ætlum okkur að halda okkar hlut. Svæðið er í örum vexti og það verða auðvit- að alltaf einhverjir sem vilja fá bita af kökunni. Við höfum góð vopn f þeirri baráttu, við erum með bestu staðsetninguna, bestu verslanirnar og gott hús sem við munum sjá til að standist kröfur tímanns. Svona húsfélag hefur tvíþætt hlutverk. Við þurfum að sinna innri starfseminni, að allt gangi upp og verslunareigendurnir séu ánægðir. Svo þurfum við auðvitað að draga viðskiptavini að húsinu sem við gerum með sameiginlegum auglýsingum,, Kringlukasti og annarri mark-; aðsstarfsemi. Við þurfum einnig að sjá til þess að sam- setning verslunar og starfsemi í húsinu svari kalli tímanns og markaðarins. Við þurfum að sjá til þess að hér séu bestu versl- anirnar í hverri grein og að húsið þróist í takt við tíðarand- Þolrnmóðir verslunareigendur - Daglegi reksturinn er eitt og svo koma svona framkvæmdir. Hvaða áhrif hefur það á starfið? „Auðvitað gerir það starfið skemmtilegra að fást við svona verkefni og við höfum verið nokkuð heppin með að fá að takast reglubundið á við svona verkefni. Þessi umsvif gefa starfinu gildi og líðanin er góð síðustu dagana fyrir opnun. Ég hef ekki haft neinar áhyggjur. Þessi bygging er óvenjuleg að því leyti að hér er verið að byggja á mjög skömmum tíma. Við notum aðra tækni við bygg- inguna, en við upprunalega húsið með það fyrir augum að stytta byggingartímann. Þetta er stálgrindarbygging sem ein- faldar alla vinnu. Það sem við höfum þurft að glíma við er að það er ekkert auðvelt að reisa svona byggingu með allri þeirri umferð og starfsemi sem er í húsinu. Það hefur gengið furðu vel. Við höfum þurft að huga vandlega að öryggisatriðum og svo há- vaða og ryki sem svona fram- kvæmdum fylgja." - Hafa verslunareigendur sýnt þessu þolinmæði? „Það er ekki hægt að segja annað. Framkvæmdin hefur auðvitað bitnað á starfsemi

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.