Dagur - 15.10.1999, Page 13

Dagur - 15.10.1999, Page 13
1 FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1999 - 13 ’iH nokkura aðila í húsinu. Menn hafa haft af því nokkur óþæg- indi, en við höfum reynt að sjá til þess að þeir yrðu fyrir sem minnstri truflun og þetta at hefur verið unnið í sátt og sam- lyndi. Af því að við vorum að ræða mikilvægi þess að starfsemin sé í takt við tfmann, þá má benda á að með þessari nýju byggingu verður veruleg aukning á veit- ingarekstri. Við opnum hér nýtt og glæsilegt veitingasvæði og hingað koma nýir veitingastað- ir. Fólk borðar miklu oftar úti nú, en það gerði fyrir tólf Við erum með þessari framkvæmd að styrkja stöðu okkará þessum markaði og ætlum okk- urað halda okkarhlut. árum. Akkerisbúðin í nýbygging- unni er stór útvistar- eða lífstílsbúð og einnig verða þarna búðir sem einbeita sér að einu vörumerki eða vöru- tegund. Þetta er auðvitað tím- anna tákn. Því má heldur ekki gleyma að við höfum líka verið að taka í gegn ýmislegt í Kringlunni sjálfri, þannig að það má segja að þetta sé and- litslyfting á svæðinu öllu. Það verður því ný og breytt Kringla sem blasir við fólki nú um helgina." j i Einar I. Ha/ldórsson, framkvæmdastjóri húsfélags Kringlunnar, við dularfullt egg, sem sagt er að hafi komið í Ijós þegar grunnur nýbyggingarinnar var tekinn.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.