Dagur - 22.10.1999, Síða 4

Dagur - 22.10.1999, Síða 4
20-FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 1999 LtFID í LANDINU „Ogþegar svo búðirnar loks opnuðu var eins og sjálft Jesúbarnið væri fætt. Allir fjölmiðlar sögðu andaktugir frá þvi'að Sig- urður Gísli Páimason hefði klippt á borða viðbygging- ar Kringlunnar með sömu skærunum og faðir hans hafði notað til að klippa á borðann þegar Kringlan var fyrst opnuð einhvern tíma‘‘... Opin búö! Það er reyndar með nokkuð svo hangandi héndi sem ég tek mér hér sæti að þessu sinni, því nú þykir mér þessi þáttur hafa sett allmjök niður og þar með ég sjálfur; þar með reyndar líka Ríkisút- varpið eins og það leggur sig. Astæðan er sú uppá- koma sem haldin var fyrir réttri viku er þátturinn var sendur út í heild frá Kringlunni, þar sem verið var að opna nokkrar búðir í viðbót við þær búðir sem fyrir voru. Verslunarsam- stæðan Kringlan gerði sér þá Iítið fyrir og keypti morgunþátt Rásar tvö til sín í heilu lagi. Hann var sendur út frá Kringlunni (nema minn eigin pistill, enda var ég ekki látinn vita og hefði heldur ekki mætt) og gekk að nokkru beinlínis út á opnun þessara búða í Kringlunni. Þátturinn var meirað segja klukkutíma lengri en venju- lega til að hægt væri að útvarpa ræðustúf sem Sigurður Gísli Pálmason hélt þegar hann opnaði búðirnar, og svo framvegis. Endalausar fréttir um nýjar búðir Eg er satt að segja löngu búinn að fá mig fullsaddan af þeirri viðhöfn sem fylgir opnun búða í þessu Iandi núorðið. Vissu- lega má leiða að því rök að þörf hafi verið á að breyta því hugarfari sem hér á landi var rfkjandi þangað til fyrir svo skömmu, að það væri eitthvað ósiðlegt og næstum dónalegt við verslunarrekstur í sjálfu sér. Það hugarfar átti sjálfsagt rætur allar göt- ur aftur í einokunarversluninni, þegar kaupmenn voru sannanlega óvinir fólks- ins, og því var viðhaldið annars vegar af haftakerfi stjórnvalda Iengst af þessari öld og hins vegar af Halldóri Laxness og öðr- um góðum mönnum. Þetta mátti alveg breytast og hefur líka breyst, því nú vit- um við að verslunarmenn eru ekki endi- lega í sjálfu sér arðræningjar, kúgarar og okrarar. En fyrr má nú rota en dauðrota. Frá því að vera fyrirlitnir menn eru þeir sem reka búðir nú nánast orðnir heilagir menn, átrúnaðargoð Iýðsins, og það er sagt í fjölmiðlum frá opnun búða eins og um sé að ræða musteri drottins. Hver fréttatím- inn af öðrum á ótrúlega mörgum fjöl- miðlum er lagður meira og minna undir það hvaða búðakeðja ætlar að opna versl- un hvar, hvar þessi keðja hefur sótt um lóð undir nýja verslun og hvar einhver önnur keðja ætlar þá að pota niður sinni búð til mótvægis, og svo framvegis. Eins og þetta skipti höfuðmáli í lífinu. Víst skiptir vöruverð í landinu almenning miklu máli, en þessar fjálglegu fréttir af verslunarrekstri hafa fyrir löngu keyrt fram úr öllu hófi - enda snúast þær ekki um vöruverð, heldur þau musteri sem búðirnar eru. Hann er með sömu skærml!!! Og fréttaflutningurinn þegar búðunum í Kringlunni var fjölgað var fjölmiðlamönn- um beinlínis til stórrar vansæmdar. Það gekk á með endalausum fréttum af því hvernig gengi að klára búðirnar og svo mikill var spenningurinn orðinn að það var eins og - ja, ég get eiginlega ekki jafn- að þessu við neitt sérstakt. Opnun búða er nefnilega að öðlast í íslenskum fjöl- miðlum alveg sérstakan heiðurssess með þvílíkri gleði, kátínu og tilhlökkun að engu verður almennilega við jafnað. Það var ósvikin þjóðhátíðarstemmning í loft- inu, nema hvað þjóðhátíð vekur ekki Iengur svona spennu. Þegar maður var búinn að hlusta á nokkra troðfulla frétta- tíma af hamaganginum fyrir opnun Kringlunnar, þá var maður orðinn bljúg- ur, kátur og þakklátur fyrir að fá að upp- lifa þetta ævintýri, og auðvitað löngu bú- inn að missa sjónar á því sem í rauninni var að gerast - en það var nú ekki merki- legra en það að nokkrir menn voru að opna búðir til að selja okkur hitt og þetta sem okkur vanhagar misjafnlega mikið um. Og þegar svo búðirnar loks opnuðu var eins og sjálft Jesúbarnið væri fætt. Allir fjölmiðlar sögðu andaktugir frá því að Sigurður Gísli Pálmason hefði klippt á borða viðbyggingar Kringlunnar með sömu skærunum og faðir hans hafði not- að til að klippa á borðann þegar Kringlan var fyrst opnuð einhvern tíma; þá höfum við sjálfsagt öll fengið tár í augun, mikið var þetta hrífandi, þessi skæri eru helgi- gripur sem eflaust verða afhent Þjóð- minjasafninu svo Islendingar geti á kom- andi öldum horft allir á þessi skæri og hrifist með ævintýrinu - bla, bla, bla. Svo eru menn að furða sig á því hvað fólk útá landi sé að flykkjast til höfuð- borgarsvæðisins; en hér er fjörið, hér er lífshamingjan, hlustið bara á útvarpið, sjáið bara sjónvarpið, það er alltaf verið að opna nýjar búðir, og guð, hvað það hlýtur að vera gaman þarna í búðinni. Ríkisútvarpinii til vansæmdar Þetta var allt saman óþolandi með öllu. En allra verst var þó sem sagt að stjórn- endur Ríkisútvarpsins skyldu vera svo gjörsamlega dómgreindarlausir að selja þennan morgunþátt, sem ég tala nú í, í heilu lagi til Kringlunnar þennan morgun þegar búðirnar voru opnaðar. Vissulega hefur svokölluð „kostun“ færst í aukana í öllum fjölmiðlum og þar á meðal í Ríkis- útvarpinu og þó hafa mætti mörg orð um hversu hvimleitt og varasamt fyrirbrigði það er þegar þættir í fjölmiðlum geta ekki staðið fyrir sínu sjálfir, án þess að utan í þá sé hengd augiýsing frá einhverju fyrir- tæki sem leggur eitthvað smávegis til málanna, þá nenni ég því eiginlega ekki núna. Enda var stigið skrefi lengra hér í morgunþætti Rásar tvö íyrir viku þegar þátturinn var sendur út frá Kringlunni og dagskránni meirað segja breytt svo útvarpa mætti öllum herlegheitunum. Það má hugsanlega réttlæta að fá „kostun" á ein- staka þætti um afmörkuð efni, en að selja heilan þátt sem á að snúast um fréttir og það sem efst er á baugi, sem á að skoða heiminn í morgunsárið svo við vitum útí hvað við erum að fara þann daginn - að selja slíkan þátt í einhveija búð, það er því- lík firra að með ólíkindum er. Hvernig eig- um við að treysta þessum þætti framar? Við vitum nú að hann er til sölu. Eins og það sé nú ekki þegar nóg til sölu. Ég hélt að eina réttlæting Ríkisútvarps- ins í lífinu væri sú að vera ekki til sölu. Að við ættum að geta treyst því að „aðilar útí bæ“ gætu ekki keypt sig inní dagskrá þess. Gætu ekki keypt dagskrána í heilu Iagi. Lengt hana og breytt henni eftir því sem hentar sínum skærum. Þeir sem þessu stjórnuðu vita ekki hvað fjölmiðlun er. Þeir halda að það sé tóm sölu- mennska. Látum vera þó einhver hefði látið glepjast til að fallast á þessa hug- mynd, hafi hún verið komin frá Kringl- unni en ekki frá Ríkisútvarpinu sjálfu sem ég þori satt að segja ekki að spyrja um. En að starfsmenn skyldu ekki stoppa þetta í tíma, það er þeim öllum til van- sæmdar. Ég hlýt að trúa því og treysta að menn hafi bara ekki áttað sig á því sem var að gerast, svo ótrúlegt hafi það verið. SjoppukaUar hafa ekkert að gera í Blaðamannafélaginu En kannski er það bara ég sem er blindur og heimskur. Kannski er þetta allt sama tóbakið. Tóm sölumennska. Að minnsta kosti virðast furðu margir frétta- og fjöl- miðlamenn líta á það sem eðlilegt fram- hald af sinni vinnu, og alveg jafn gilt starf, að fara til einhverra markaðs- og kynningar- og auglýsingafyrirtækja og fást þar við að ginna fjölmiðlana til að fjalla vel um hin og þessi fyrirtæki, búðir og svoleiðis dót. Þeir virðast líta á það sem alveg sama karríerinn að selja hitt og þetta og að segja fréttirnar og skoða með því og skilgreina veröldina sem við búum í. Þeir vilja meirað segja fá að vera áfram í Blaðamannafélaginu eftir að þeir eru orðnir sölumenn í sjoppum, þó sjoppurn- ar þeirra selji markaðsráðgjöf en ekki sleikibrjóstsykur. Ef talað er við þessa gömlu blaða- og fréttamenn berja þeir sér gjarnan á brjóst er gefið er í skyn að nýja starfið þeirra sé á einhvern hátt ómerki- legra en hið gamla; það sé í rauninni eng- inn eðlismunur á starfi blaðamanns og kynningarfulltrúa, markaðsráðgjafa, fjöl- miðlasérfræðings og hvað þeir heita. En sjoppukailar eru þeir nú samt og sjoppu- kallar verða þeir; starf þeirra er að selja fjölmiðlunum efni og ímyndir, og þá eiga þeir að vera í félagi með öðrum sjoppuköllum, en hafa ekki hót að gera í Blaðamannafélagi Islands. Blaðamennska er nefnilega - þrátt fyrir alla hina mis- jöfnu sauði í stéttinni - í eðli sínu afar göfugt og lífsnauðsynlegt starf. Það er ekki það sama að vera fréttamaður og sjoppukall. Én kannski hafa sjoppukallarnir rétt fyrir sét, kannski er þetta allt saman til sölu og allt jafn gott og blessað, bara ef maður fær borgað íyrir það. Ef það er hægt að kaupa sér heilan svona þátt eins og þennan, þá fara að minnsta kosti að renna á mann fáeinar grímur. Ekkisegjafxá vúmuþrælkim í Kringlnmiil Og það hefur eflaust verið markaðs- og kynningarfyrirtæki einhverra sjoppukall- ana sem sá um að koma því á framfæri við fjölmiðlana hvað opnun nýju álmunn- ar í Kringlunni væri stórkostlegt fyrir- bæri; eflaust hafa það véfið gamlir frétta- menn sem stjórnuðu því að eingöngu væri fjallað um hvað þetta væri allt gam- an og skemmtilegt en í guðs bænum ekki segja frá einhveijum Ieiðindum - ekki segja frá því að iðnaðarmönnunum í Kringlunni var þrælað svo út að fleiri en einn og fleiri en tveir keyrðu sig gjörsam- lega um koll - ekki segja frá því, segið frekar frá þjóðhátíðarstemmningunni, flugeldasýningunni, frá vertfðarstemmn- ingunni þar sem allir leggjast á eitt í gleði og sáttfýsi og samstöðu svo ævintýrið verði að veruleika og Sigurður Gísli geti stigið fram á tilsettum tíma með skærin - guð, við verðum að vinna meira og leggja harðar að okkur svo Sigurður Gísli geti örugglega stigið fram með skærin. Eins og kellíngin sagði: Ja, svei því öllu saman. Pistill Illuga varfluttur í morgunþætti Rásar 2 í gær. UMBUDA- LAUST

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.