Dagur - 22.10.1999, Side 8

Dagur - 22.10.1999, Side 8
24- FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 1999 T Líflegar umræður á Netinu Mannamál nýtir sér kosti þess aö tvinna saman útvarpsþátt og vef- svæöi á internetinu til aö stuðla að lifandi umræðu um þjóðmálin. í viðtölum þáttarins er opið fyrir spjallrás beint af einni heimasíðu Mannamáls og hægt er að kjósa um spurningu vikunnar í Vogarskál- inni. Einnig er hægt að hlusta á þáttinn af netinu að hluta til eða í heild eftir á, svo enginn þarf að missa af honum. Þátturinn er á dagskrá Bylgjunnar frá kl átta til tíu á sunnudagskvöldum og hefur slóð- ina: www.mannamal.is Gestir þáttarins næsta sunnudags- kvöld verða þau Guðmundur Árni Stefánsson, samfylkingarmaður og Jóhanna Bogadóttir, myndlistarmað- ur. Umsjónarmenn eru Sævar Ari Finnbogason og Sigvarður Ari Huld- arsson. „Það sem maður sér...“ „Það sem maður sér það á maður" er yfirskrift sýningar sem Harpa Björnsdóttir opnar laugardaginn 23. október, í hinum nýja listsýningarsa: verslunarinnar MAN að Skólavörðu- stíg 14. Á sýningunni eru vatnslita- myndir sem unnar eru á síðustu árum. Þær eru sjónrænt endurvarp úr umhverfi og upplifun listamanns- ins. „Allt sem við sjáum verður eign okkar í sjónrænum skilningi og við getum tekið þá sýn fram hvenær sem við viljum og umbreytt henni. Hinn sjónræni eignaréttur er miklu meira viröi en hinn efnislegi eignaréttur, því hann lifir með einstak- lingnum allt til æviloka, ekkert fær honum grandað og enginn getur tekið hann frá honum," segir Harpa og hún leikur sér með þessa eign sína. Skrifa Kofi Annan (sfirskar konur taka þátt í evröpskri friðarviku sem nefnist Konur fyrir heimsfriði og hófst þann 16. október og lýkur á laugardag. Markmið friðarviku er tvíþætt, að auka skilning almennings á eðli friðar og hvetja til þess að þjóðarleiðtogar heimsins leggi grunn að varanlegum friði. í því skyni gefst fólki kostur á að skrifa undir bréf til Kofi Annan, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, þar sem hann er beðinn um að kalla saman slíkan fund þjóðarleiðtoga. Af þessu tilefni verður efnt til útisam- komu á Silfurtorgi á (safirði í dag ki. 17.00. Þar verða lúðrasveit og kór, auk þess sem konur á öllum aldri lesa upp fleygar setningar, tilvitnanir og Ijóð. Rauði krossinn býður fólki að þrykkja handarfari sínu á dúk og taka þannig afstöðu gegn ofbeldi. HVAD ER A SEYDI? HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ SÝNINGAR Drekar og prinsessur Sunnudaginn 24. október kl. 14.00 verður fluttur Ieikþáttur í sýningarsal Norræna hússins, þar sem Prinsessu- dagar standa nú yfír. Sænska leikkonan Vanja Nilsson, sem starfar með Folktet- em í Gautaborg flytur frumsaminn leik- þátt um Vind prinsessu. Sýningin fer fram á sænsku og verður túlkað yfír á ís- lensku. Aðgangur er kr. 100 fyrir böm og fullorðna. Sýningin byggist á safni norrænna sagnaminna og segir frá Vind prinsessu sem hefur verið fangi ógnvekjandi dreka um langa hríð og bíður hún í ofvæni eft- ir að prinsinn komi og bjargi henni úr prísundinni. Vind litla prinsessa er for- vitin og hefur frá mörgu að segja. Sýn- ingin um Vind prinsessu er sjálfstætt verkefríi sem Vanja Nilsson vann að og er sprottið upp úr leikhússagnaverkefni fyrir böm sem var þáttur í magisterprófi Nilssons í leikhúslistum við leikhúshá- skólann í Helsingfors. Músorgskíj í MÍR Rússneska kvikmyndin Músorgskíj verð- ur sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10 nk. sunnudag 24. okt. kl. 15.00. Kvikmynd- in er fVá árinu 1950 og fjallar um rúss- neska tónskáldið Modest Petroríts Músorgskíj, sem uppi var 1835-1881. Við sögu koma ýmis kunnustu tónskáld Rússa á nítjándu öld og í myndinni er lögð mikil'áhersla á tengsl Músorgskijs við alþýðu manna og samúð hans með baráttu hinna fátæku fyrir bættum kjör- um og atvinnufrelsi. Brot úr ýmsum tónverkum tónskáldsins eru flutt í myndinni. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Óskar Guðnason með sýningu Óskar Guðnason myndlistar- og tónlist- armaður frá Höfn heldur nú sýningu í Galleríi Regnbogans við Hverfísgötu 54. Þetta er sölusýning á olíu og collagemál- verkum listamannsins. Áður hefur hann haldið þrjár einkasýningar og þetta er sú ^órða og síðasta á þessari öld. Damasksýning Dúkur sem ofinn er með mynstri úr brúðarkjól Margrétar drottningar fyrstu frá 14. öld og hátíðardúkur í til- efni árþúsundamótanna eru meðal sýningargripa á damasksýningu sem opnuð verður um helgina að Safamýri 91. Það er Ragnheiður Thorarensen umboðsmaður Georg Jensen Damask sem heldur sýninguna. Georg Jensen Damask er rótgróið vefnaðarfyrirtæki sem rekur sögu sína 5 aldir aftur í tím- ann og leggur áherslu á listræna hönn- un sem unnið hefur til ótal verðlauna og viðurkenninga. Sýningin er opin frá kl. 14.00-18.00 á laugardag og sunnu- dag, 23. og 24. okt. Kötturinn fer sínar leiðir Um síðustu helgi frumsýndi Leikfélag Mosfellssveitar „Kötturinn sem fer sínar eigin Ieiðir'* eftir Ólaf Hauk Símonar- son, byggt á sögu Rudiard Kipling. Leik- stjóri er Valgeir Skag^örð. Leikritið hef- ur áður verið sett á fjalimar og nokkur lög náð þó nokkrum vinsældum. Þessi Ieikgerð er þó frábrugðin þeim fyrri þar Hauks, ásamt því að semja nýtt lokalag og texta. Leikritið er fjölskylduleikrit og margar skemmtilegar persónur fylla það lífi svo sem kötturinn sem leikinn er af Unni Lárusardóttur. Leikritið „Köttur- inn sem fer sínar eigin leiðir' var valið til að fara á leiklistarhátíð í Uddevalla í Svíþjóð sl. vor, vegna þess að það þykir mikið augnayndi og skemmtun. Fjar-skyn Sýningin Fjar-skyn verður opnuð laugar- daginn 23. október kl. 18.00 í Nýlista- safninu, Vatnsstíg 3B í Reykjavík. Fjar- skyn er sýning sex listamanna sem eru: Anna Júlía Friðbjömsdóttir, Cathrine Evelid, Helga G. Óskarsdóttir, Ingvill Gaarder, Ólöf Ragnheiður Bjömsdóttir og Stine Berger. Sýningin er opin dag- lega fra kl. 14-18 nema mánudaga og henni lýkur 14. nóvember. Vakin er ahygli á breyttum opnunartíma á opn- unardegi. Aðgangur er ókeypis og allir vekomnir. TÓNLIST Norðurljós Sunnudaginn 24. október nk. hefst Tón- listarhátíð Musica Antiqua „Norðurljós" með tónleikum hins kunna strengjakvar- tetts Quatuor Mosaiques sem hingað kemur sérstaklega af þessu tilefni. Qu- atuor Mosaiques er löngu orðinn þekkt- ur fyrir túlkun sína á verkum klassísku meistaranna Hayd'ns, Mozarts, Beet- hovens, Schuberts, Schumanns o.fl. Kvartettinn skipa þau Erich Höbarth og Andrea Bischof fiðluleikarar, Anita Mitt- erer lágfiðluleikari og Christophe Cin sellóleikari og eru þijú þau lyrst nefndu frá Austurrfki, en sá síðast nefndi frá Frakklandi. Þau hafa haldið tórileika víða um heim, gefið út um 20 geisla- diska sem hlotið hafa einróma lof gagn- rýnenda og eftirsótt tónlistarverðlaun. Tónleikamir verða í Listasafni Islands og hefjast kl. 20.00. Kórsöngur og tónleikar í Salnum Snælandsskóli heldur kórtónieika í Salnum laugardaginn 23. okt. kl. 20.00 í tilefni 25 ára almælis síns. Þeir eru jafnframt útgáfutónleikar. Stjómandi er Heiðrún Hákonardóttir. Mánudaginn 25. okt. kl. 20.30 verða tónleikar í Salnum. Þar spila Guðný Guðmundsdóttir á fiðlu og Gerrit Schuil á píanó verk eftir Mozart, K.o: Runólfs- son, Arvo Part o.fl. Jónas Ama endurtekinn Söngur Bjargræðistríósins á textum Jónasar Ámasonar úr ástkærum leikrit- um verður endurtekinn laugardags- kvöldið 23. október kl. 20:00 í Kaffileik- húsinu, vegna fjölda áskorana. Þetta er liður í tónleikaröðinni „Óskalög land- ans“ þar sem þemað verður íslenskir höfundar. Kvöldstundin hefst með Ijúf- fengum kvöldverði kl. 20:00 og söng- skemmtunin kl. 21:30. Miðapantanir eru allan sólarhringinn í Kaffileikhúsinu í sfma 551 9055. Sinfóníuhljómsveit áhugamanna Sinfóníuhljómsveit áhugamanna heldur tónleika í Neskirkju sunnudaginn 24. október, kl. 17.00. Stjómandi á tónleik- unum er Gunnsteinn Ólafsson og ein- leikari á selló er Sigurður Halldórsson. Á efnisskránni er konsert fyrir selló og semjValgeir samdi ný lög_yið texta Qlafs._hljómsveit'eftir Edwart^ El^r og sinfójij nsíl unHnfrgiA ía í d-moll eftir César Franck. Sveitina skipar áhugafólk í hljóðfæraleik auk nokkurra tónlistarkennara og nemenda. FUNDIR OG MANNFAGNAÐIR Dagur Sameinuðu þjóðanna Næstkomandi laugardag kemur hingað til lands framkvæmdastjóri alheimssam- taka UNIFEM, Noeleen Fleyser. Hún mun verða heiðursgestur á hátíðar- morgunverðarfundi UNIFEM sunnu- daginn 24. október, degi Sameinuðu þjóðanna, sem haldinn verður í Vikinga- sal Hótel Loftleiða kl. 10:30. Dagskráin er sem hér segir: Formaður UNIFEM á íslandi, Sigríður Margrét Guðmundsdóttir, setur fundinn. Noel- een Heyser, flytur ávarp. Brot úr dansin- um ÆSA - Ijóð um stríð eftir Lám Stef- ánsdóttur við tónlist eftir Guðna Franz- son. Hlé Þrír tónlistarmenn frá Afríku leika á ásláttarhljóðfæri. Sigríður Dúna Krist- mundsdóttir segir frá ráðstefnunni Kon- ur og lýðræði og svarar fyrirspumum. UNIFEM er þróunarsjóður Sameinuðu þjóðanna til styrktar konum í „þróunar- löndurn". Sjóðurinn var stofnaður 1976 í kjölfar lyrstu kvennaráðstefnu Samein- uðu þjóðanna sem haldin var í Mexíkó 1975 fyrir tilstuðlan kvenna sem störf- uðu innan SÞ. Diskó, pílukast og skák Diskóstuð með DT og Binna verður á Grand Rokk bæði föstudags- og laugar- dagsktöld 22. og 23. okt. Á morgun, laugardag kl. 13.00 verður félagamót í pílukasti og kl. 14.00 sama dag verður fjórða og síðasta Johny Walker skákmót- ið þar sem sigurvegarar fá vegleg verð- laun. Fundur um borgaralega fermingu Kynningarfundur lyrir unglinga sem áhuga hafa á borgaralegri fermingu vor- ið 2000 og aðstandendur þeirra verður haldinn laugardaginn 23. október kl. 11 - 12:30. Fundurinn verður í Kvennaskól- anum, Fríkirkjuvegi 9, nýbyggingu, 1. hæð, stofum 3 og 4. Á fundinum verður næsta námskeið Siðmenntar til undír- búnings borgaralegri fermingu kynnt. Gerð verður grein fyrir einstökum efnis- þáttum námskeiðsins og umsjónarkenn- arar verða kynntir. Ennfremur vcrður greint frá tilhögun væntanlegrar athafn- ar næsta vor. Kjörin verður nefnd for- eldra og forráðamanna til að hafa um- sjón með athöfninni. Ellíðaámar og lífríki þeirra Mánudaginn 25. október heldur Hið ís- lenska náttúrufræðifélag fræðslufund í stofu 101 í Odda og hefst hann kl. 20.30. Fyrirlesari er Gísli M. Gíslason, prófessor og vatnalíffræðingur. Fyrirlest- urinn ber heitið „Elliðaámar og lífríki þeirra" og verður einkum fjallað um botndýralíf og lískigengd. OG SVO HITT... Félag eldri borgara Asgarði, Glæsibæ Kaflistofa opin alla rírka daga frá kl. 10:00-13:00. Matur í hádeginu. Göngu- Hrólfar fara í létta göngu frá Ásgarði laugardag ld. 10:00. Upplýsingar á skrif- stofu félagsins í síma 588-2111 milli kl. 9;00 til 17:00 alla virka daga. uíUi iAa-í n&m! ” ■ Bamaheill 10 ára Skemmtun verður fyrir böm og aðstand- endur þeirra 24. október í tilefni 10 ára afmælis Barnaheilla. Hún verður haldin í sal Ráðhúss Reykjavíkur og stendur frá ld. 15.00-17.00. Einar Gylfi Jónsson formaður félagsins býður gesti vel- komna, Þórhildur Líndal umboðsmaður bama flytur ávarp og kynnir verður Edda Heiðrún Backman, leikkona. Mörg böm af ýmsuni þjóðemum flytja dagskrá af ýmsu tagi, með tónum, upp- lestri og dansi. Má þar nefna japönsk böm sem syngja, rússnesk lesa ljóð, thailensk og filippísk dansa og 3 systkini frá Kosovo syngja saman. Fjögurra og fimm ára leikskólaböm syngja Meistara Jakob á sex tungumálum og íslenskir bamakórar syngja Vetrarfagnaður Breiðfirðingafélagið heldur vetrarfagnað laugardagskvöldið 23. október í Breið- firðingabúð, Faxafeni 14 og hefst dag- skráin ld. 22.00. LANDIÐ TÓNIJST Opið hús á Selásnum Tónlistarskóli Austur-Héraðs á Egils- stöðum hefur fengið viðbótarhúsnæði á Selási 20. Þetta er vistlegur salur sem getur tekið allt að 70 manns í sæti. I til- efni þessa verður opið hús í Selásnum laugardagskvöldið 23. október, þar sem kennarar og nemendur flytja tónlistarat- riðí og bomar verða fram léttar veitingar. Tónlist frá Skælskör Á Akranesi er nú staddur fríður hópur tónlistamema frá Skælskör í Danmörku. Þau munu halda tónleika í Grunnskóla Akraness í kvöld kl. 20.00. SÝNINGAR Ljósmynda- og sögusýning Húsnæði leikskólans Iðavalla við Gránu- félagsgötu á Akureyri, verður 40 ára þann 24. október nk. Haldið verður upp á afmælið fyrsta vetrardag, 23. október. Þá verður opnuð á leikskólanum ljós- mynda- og sögusýning. Formleg opnun hefst kl. 13:00, þar sem ýmsir boðsgestir verða, s.s. bæjarstjórinn, bæjarstjóm, skólanefnd, eldra starfsfólk o.fl. Sýning- in er svo opin fyrir almenning frá kl. 13:30 til 16:00. Ef fólk á minningar eða myndir frá Iða- völlum frá fyrri tíð, er það hvatt til þess að taka þær meðferðis um leið og sýn- ingin verður skoðuð. FUNDIR OG MANNFAGNAÐIR Fyrsta vetrardagsball í Félagslundi Félag harmoníkuunnenda á Selfossi heldur fyrsta vetrardagsball í Félags- lundi Gaulveijabæjarhreppi laugardags- kvöldið 23. október. Söngvari með hljómsveitinni verður Hjördís Geirsdótt- ir sem þarna heldur upp á 40 ára söngafmæli sitt. Það besta áskjánum Ruslpóstur Norska kvikmyndin Ruslpóstur (Budbringeren eða Junk mail) segir frá ungum bréfbera sem kemst í hann krappann, þegar hann tekur upp á því að hætta að bera út póstinn og fleygir honum á skuggalegan stað, sem á eftir að hafa alvarlegar af- leiðingar. Myndin er sýnd á Stöð 2 á fostudagskvöld kl. 22.25 og er bönnuð börnum. Box f beiuni Prinsinn Naseem Hamed sem hefur lagt mótherja sína í 32 bar- dögum, mætir Cesar Soto frá Mexíkó í beinni á Sýn í kvöld kl. 23.00 þar sem heimsmeistaratitillin ku vera í húfi. Spennumynd frá Higgins Mary Higgins Clark er þekktur spennusagnahöfundur og hafa margar bíómyndir verið gerðar eftir sögum hennar. Eina slíka er að finna í Ríkissjónvarpinu á laugardagskvöldið kl. 22.20. Moonlight becomes you fjallar um tískuljósmyndara sem rann- sakar dularfullt lát stjúpmóður sinnar. Það besta á hádegi í kvikmyndinni As good as it gets eða eitthvað sem ekki getur orðið betra, leikur Jack Nicholson ein- dæma sérvitran náunga með full- komnunaráráttu, sem engan veginn getur umgengist annað fólk. Sýnd á Bíórásinni á hádegi á sunnudag. Ojni h\4 á\a anirUpjí.t^ dntomftddtHil tú dFOI

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.