Dagur - 23.10.1999, Blaðsíða 1
Laugardagur 23. október -40. tölublað
Vatnsfj örður og Vatns-
fLrðingar við Djúp
Um miðjan ágúst s.l. var séra
Baldur Vilhelmsson prófastur í
Vatnsfirði við Isafjarðardjúp
kvaddur af sóknarbörnum sín-
um, en hann hefur þjónað sem
prestur í Vatnsfirði í 44 ár. Mun
þar með vera lokið prestseturs-
hlutverki Vatnsfjarðar um ófyrir-
séðan tíma, því ákveðið hefur
verið að nýr prestur verði ekki
skipaður í Vatnsfjörð.
Séra Baldur Vilhelmsson er
fæddur á Hofsósi 22. júlí 1929.
Varð stúdent frá menntaskólan-
um á Akureyri 1950 og Iauk guð-
fræðiprófi frá Háskóla íslands
1956. Sama ár var séra Baldur
settur prestur f Vatnsfirði og
vígður þangað, en veittur Vatns-
fjörður 1958. Asamt prestsemb-
ætti var séra Baldur kennari við
skólann í Reykjanesi við Djúp
1956-1958, stundakennari þar
næstu árin og all oft skólastjóri í
forföllum. Kona séra Baldurs er
Olafía Salvarsdóttir frá Reykjar-
firði við Djúp.
Fram að þeim tíma sem séra
Baldur Vilhelmsson kom í Vatns-
fjörð voru sjálfstæðismenn næst-
um því einráðir í inndjúpinu og
þeir Páll Pálsson í Þúfum og séra
Þorsteinn Jóhannesson, sem var
forveri séra Baldurs í Vatnsfirði,
harðir flokksforustumenn fyrir
Sigurð Bjarnason í Vigur, sem þá
sat á Alþingi fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn í norður Isafjarðarsýslu.
Orfáir framsóknarmenn voru í
inndjúpinu, aðallega á Langa-
dalsströndinni og helstu forustu-
menn þar, synir Halldórs Jónson-
ar á Rauðamýri, þeir Jón H. Fjall-
dal á Melgraseyri og Þórður Hall-
dórsson á Laugalandi. Alþýðu-
flokksmenn voru vart finnanlegir
í inndjúpinu. Þeir voru aftur á
móti fjölmennir á þéttbýlisstöð-
unum við utanvert Djúpið. Sam-
band var ekki mikið á milli and-
stæðra floksmanna, nema helst
ef verið var að jarða einhvern.
Kommúnistar voru engir í inn-
djúpinu og líklegt að ef dauður
kommúnisti hefði fundist þar að
hann hefði verið íluttur úr hérað-
inu til jarðsetningar, svo hann
eitraði ekki jarðveginn í Djúpinu.
Magnað samfélag
I þetta magnaða samfélag kom
séra Baldur og töldu sumir að
það jaðraði við guðlast að senda
mann sem talinn væri yfirlýstur
kommúnisti, sem prest í Djúpið.
Þegar svo kom að fyrstu jarðar-
förinni, kom upp áður óþekkt
vandamál. Systir þess látna harð-
neitaði að láta séra Baldur jarða
bróður sinn, það gæti ekki verið
að Guð legði blessun sína yfir þá
sál, sem send væri til hans, fyllt
af kommúnistiskum anda og
óskaði sérstaklega eftir því að
séra Sigurður Kristjánsson á Isa-
firði, jarðaði hann, sem séra
Baldur gaf góðfúslega leyfi til.
Svo eftir margra ára kynni kon-
unnar af séra Baldri, óskaði hún
sérstaklega eftir því fyrir andlát-
ið, að séra Baldur jarðaði hana.
Séra Baldurs beið óleyst ósætti
innan Kirkjubólssóknar þegar
hann kom í Vatnsfjörð. Forsaga
þessa máls er sú að Kirkjubóls-
kirkja, sem flutt hafði verið að
Nauteyri í þeim tilgangi að hafa
hana sem næst miðsvæðis í sveit-
inni, átti jarðir og greiddu ábú-
endur jarðanna, loðna og lemda
á árlega til kirkjunnar og átti
þetta afgjald að vera rekstrarfé
fyrir kirkjuna. Eigna- og fjár-
haldsmaður kirkjunnar var Hall-
dór Jónsson, bóndi á Rauðamýri,
en faðir hans Jón Halldórsson á
Laugabóli, byggði kirkjuna á
Nauteyri. I erfðaskrá Halldórs
var kveðið svo á að þeir sem sætu
kirkjujarðirnar, ættu að fá þær
keyptar, en kirkjuna sjálfa gaf
hann söfnuðinum. Utstrendingar
voru ekki sáttir við það að taka á
sig rekstur Nauteyrarkirkju, en
vildu fá leyfi fyrir því að mega
nota bænhús sem er á
Melgraseyri til allra kirkjuat-
hafna, en fyrir því fékkst ekki
biskupsleyfi. Þetta mál var búið
að vera lengi óleyst en fékk þó
um síðir sátta endir, með íhlutun
biskups.
Þegar séra Baldur fór að kenna
við barnaskólann í Reykjanesi
fóru hin heiðbláu hjörtu þeirra
heittrúuðu að slá hraðar. Fannst
sumum að ungum sálum gæti
orðið hált á of fjölbreytu pólit-
ísku andrúmslofti. Var þó lítið að
gert og ekki hefur frést að neinar
ungar sálir hafi hlotið skaða af.
Vegna þess hvað séra Baldur
skar sig rækilega úr þessu samfé-
lagi, lék sagnagáfan lausbeisluð
um svæðið og sagðar voru ýmsar
sögur um séra Baldur, sumar
sannar með skopskynsívafi, aðrpr
yfirfærðar á hann. Ég held að
flestar þessar sögur hafi borist til
Baldurs með tímanum og þær
fallið nokkuð vel í hans sérstæða
skopskyn.
Ævintýri í rússajeppa
Að sjálfsögðu ók séra Baldur á
rússajeppa fyrstu árin í Vatns-
firði. Sögðu menn að meðan
jeppinn var nýr og dekkin með
austrænu lofti, hafi hann átt í
erfiðleikum með að þræða hina
mjóu og krókóttu vegi Djúpsins,
en þó ekki hlotist af, holdlegur
skaði. Sagt var að svo hafi hann
látið setja vestfirkst Shellloft í
dekkin, eftir það hafi aksturslag-
ið batnað til muna.
Ymsar sögur voru sagðar um
Baldur og jeppann. Eitt sinn átti
hann að hafa boðið kunningja
sínum út í Kaldalón og komið við
á Armúla hjá Sigurði Hannessyni
og Rósu Jóhannsdóttir konu
hans. Ætlaði Baldur að fá Sigurð
með þeim út í Lón til útskýringar
á örnefnum. Þegar þeir fóru frá
Armúla, settist kunningi Baldurs
aftur í jeppann, en þar voru
bekkir meðfram hliðum. Þetta
var blæjujeppi og blæjan aftaná
blakti laus. Baldur var þekktur
íyrir það að gefa jeppanum vel
inn um leið og hann tók af stað
og það brást ekki í þetta sinn,
jeppinn prjónaði um Ieið og hann
tók af stað og kunninginn átti sér
einskis ills von og rann aftur
bekkinn, út úrjeppanum og varð
eftir á hlaðinu. Ekki urðu þeir
Baldur og Sigurður varir við
hvarf mannsins og héldu áfram
sem leið liggur út í Lón. Voru
þeir alltaf að útskýra staðháttu
fyrir manninum sem hvarf, en
þegar þeir voru komnir vel útfyr-
ir Armúlatúnið, fannst þeim
skrýtið að heyra ekkert frá mann-
inum aftur í. Brá þeim heldur í
brún þegar þeir litu við og sáu að
þar var enginn. Keyrðu þeir í of-
boði til baka og skimuðu eftir
manninum á leiðinni en fundu
ekki, fyrr en þeir komu í eldhús-
ið á Armúla. Þar lá maðurinn á
grúfu á bekk og Rósa að tína
glerbrot úr rasskinn mannsins,
hann hafði verið með pela í
rassvasanum.
Sumir telja að þegar séra Bald-
ur er í veislum, þar sem hömlu-
eyðir er hafður um hönd, sé
hann skyggn og sjái sálir áhrifa-
manna í sókninni allsberar og
hafði þá til með að hugsa upp-
hátt. I einni slíkri veislu á séra
Baldur að hafa horft góða stund
á framsóknarmenn tala saman og
sagt þá stundar hátt. Það væri nú
gaman að jarða þessa, og heyra
þá sunka. I annarri veislu á Reyk-
víkingur að hafa vikið sér að
Baldri og óskað honum til ham-
ingju með, að vera orðinn pró-
fastur. Þá á séra Baldur að hafa
sagt, hvernig heldur þú að það sé
að vera prófastur yfir þessum
svartnættis heiðingjum, sem hafa
aðeins eitt takmark að hver og
einn, sé einn á móti öllum.
Það er augljóst að séra Baldur
hefur skipað sér á bekk með öðr-
um landsþekktum Vatnsfirðing-
um og þannig hafa bæði í upp-
hafi og endi á prestsetri í Vatns-
firði setið landsþekktir menn. Að
vísu má séra Baldur þakka pólit-
ískum andstæðingum hluta af
þeirri athygli sem hann hefur
fengið, því þó þeir hafi ætlað sög-
unum í upphafi að gera lítið úr
Baldri, þá fór það eins og oft
áður að sögupersónan Iifir, en
frásagnaraðilinn fellur í
gleymsku. En sögum um séra
Baldur mun eiga eftir að fjölga
og lifa með þjóðinni, vel fram á
næstu öld.
Sjá næstu síðu
iM&öfeíQS "Wán Oí* 3 jií«ri íaHíiII