Dagur - 23.10.1999, Blaðsíða 2

Dagur - 23.10.1999, Blaðsíða 2
FT U-LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1999 SÖGUR OG SAGNIR BPmhi j Vatiisfj öröur ogVatns- íirdmgar viðDjúp GUÐVARÐUR JÓNSSON skrifar Fratnhald afforsíðu Byggð frá árinu 900 A þessum tímamótum munu vera um 1 100 ár frá því Snæbjörn Ey- vindarson austmann, bróðir Helga magra, nam land milli Mjóafjarðar og Langadalsár á Langadalsströnd og byggði sér bæ í Vatnsfirði. Talið er að það hafi verið rétt fyrir eða um alda- mótin 900. Næsti skráði ábúandinn í Vatnsfirði er Asgeir Knattarson goði, en hann og Þorbjörg digra Olafsdóttir, systir Kjartans Ólafs- sonar, urðu stofninn að hinum svo kölluðu Vatnsfirðingum, en þeir sátu Vatnsfjörð í um 500 ár. Þorbjörg var Iandsþekkt fyrir skörungsskap og talin kvenna vænst. Hún var tvígift og síðari maður hennar, Vermundur mjói Þorgrímsson, talinn væn maður og héraðshöfðingi við Djúp á meðan hann bjó í Vatnsfirði. Þórður Þorvaldsson, sem tal- inn var einn af 14 atkvæðamestu mönnum landsins þegar hann sat Vatnsfjörð, byggði fyrstu kirkjuna í Vatnsfirði og lét vígja hana með þeim skilmálum að hann og hans réttir erfingjar skyldu eiga og varðveita kirkjuna. Að þeirra tíma sið, gátu þeir sem reistu kirkju látið vígja sig til prests og mun Þórður vera skráður prestur í Vatnsfirði 1134. Þá var Vatns- fjarðarkirkja bændakirkja. 375 árum síðar, eða árið 1509, telur Stefán biskup Jónsson kirkjuna og allan Vatnsfjörð vera komin undir yfirráð biskups og setti þá kirkjunni máldaga í yfirreið sinni um Vestfirði. Aður höfðu staðið yfir harðar og mannskæðar ill- drilur kirkjunnar við ættingja Sólveigar Björnsdóttur, en Sól- veig fékk Vatnsfjörð í skírnargjöf frá föður sínum, Birni Þorleifs- syni ríka, sem bjó á Skarði á Skarðsströnd. Sólveig mun þó aldrei haf búið í Vatnsfirði. I þessum deilum drap Eiríkur Halldórsson, tengdasonur Þor- leifs hirðstjóra Björnssonar, Pál sýslumann Jónsson, eiginmann Sólveigar Björnsdóttur. Eftir fall Páls gerðu þeir feðgar Björn Guðnason í Ógri og faðir hans Guðni á Kirkjubóli, hvað harð- asta hríð að yfirráðum bisk- upanna yfir Vatnsfirði. Endaði sú viðureign með því að biskup söng Björn Guðnason í bann og alla hans menn, en slíkt bann var mönnum þungbært á þessum tíma þótt mildir valdsmenn væru. Fór það því svo að árið 1517 var orðið svo þrengt að Birni að hann Ieitaði sátta við biskup, sem hljóðaði upp á það að Björn hætti allri mótspyrnu gegn yfirráðum biskups yfir Vatnsfirði. Ari síðar, eða 1518, létust þeir báðir Björn Guðnason og Stefán biskup í Skálholti. Uppfrá þessum tíma var kirkj- an undir stjórn biskupa, fyrst sem kaþólsk kirkja þar til 1546 að Jón biskup Arason fór yfirreið um Vestfirði og kom við í Vatns- firði. Þá lét Jón Eiríksson af emb- ætti s'erri síðasti kaþólski prestur- inn í Vatnsfirði en við tók hinn fyrsti lúterski prestur kirkjunnar séra Jón Þorleifsson og hefur kirkjan verið lútersk kirkja síðan, eða í 454 ár. Landsþekktir höfðingjar Margir landsþekktir menn hafa setið Vatnsfjörð, því Vatnsfjörður var mjög eftirsótt brauð. Sumir hafa að vísu þótt nokkuð yfir- gangssamir og ferill þeirra all dreyra Iitaður, aðrir verið þekktir fyrir dugnað og prúðmennsku. Þegar Páll og Snorri, synir Þórðar Snorrasonar, tóku við Vatnsfirði, varð Páll all mikill fyr- ir sér. Þótti honum Hallgerður Runólfsdóttir, kona séra Ólafs Sölvasonar að Helgafelli fögur kona, fór suður að Helgafelli, kom þar að næturlagi, tók Hall- gerði upp úr rúminu og fór með hana heim í Vatnsfjörð. Um sum- arið eftir varð þó Páll að lúta valdi laganna og skila prestfrúnni að Helgafelli. Þekktastur mun þó vera Þor- valdur Snorrason. Var Þorvaldi oft lýst sem grimmum, siðspillt- um manni, sem léti hinar frum- stæðustu hvatir ráða gerðum sín- um. Afdrifaríkast fyrir Þorvald var þó þegar hann drap frænda sinn Hrafn Sveinbjarnarson árið 1213. Það varð til þess að árið 1228 brenndu Hrafnssynir Þor- vald inni að Gillastöðum í Króks- firði. Þar með var lokið æfi eins litríkasta Vatnsfirðingsins. Þor- valdur var talinn svo einráður á Vestfjörðum eftir að hann drap Hrafn Sveinbjarnarson að and- stæðingar hans þorðu vart vestur yfir Gilsfjörð. Eftir fall Þorvaldar tóku við Vatnsfirði Þórður og Snorri Þor- valdssynir, en 1232 drap Sturla Sighvatsson þá bræður í Hunda- dal í Dölum er þeir voru á leið suður að hitta Snorra Sturluson. Eftir fall þeirra bræðra var næsti erfingi Vatnsfjarðar Einar Þor- valdsson, en þar sem hann var of ungur til þess að taka við búinu, þurfti mann til þess að fara með forræði Einars, þar til hann hafði aldur til að taka við. Þar sem Ein- ar var sonur Þórdísar dóttur Snorra Sturlusonar , sendi hann Órækju son sinn vestur til að fara með forræði Einars. Órækja reyndist hinn mesti ójafnaðar og ofstopamaður, sem fór rænandi um sveitir. Þegar Órækja fór aft- ur suður 1240, urðu allir Djúp- menn fegnir. Einar systursonur hans reyndist aftur á móti sam- vinnuþýður og vinsæll eftir að hann tók við. Víðförull Vatnsfirðingur Einn af nafnkunnustu og víð- förulasti Vatnsfirðingurinn, var Björn Jórsalafari Einarsson. Hann ferðaðist vítt og breitt um Evrópu og hlaut þar marga sæmd. Aður en Björn fór í Jór- salaför sína árið 1405, gerði hann erfðaskrá og mælti svo fyrir að hann fengi legstað í Vatns- fjarðarkirkju og gaf til þess kirkj- unni hálfan skreiðartoll í Bolung- arvík. þriðjung Drangareka og sjöttung reka í Rekavík á bak Lát- ur. Einnig gaf hann kirkjunni skógarhögg í Isaíjarðarbotni, það sem hún þyrfti. Syngja skyldi sálumessu á ártíðardegi hans og gefa fátækum ölmusu. Kirkjunni gaf hann einnig hálfa Svansvík og kirkjunni í Súðavík raftaviðar- högg í Svarfhólsskógi í Álftafirði og til kolagerðar, svo mikið sem Súðavík þyrfti árlega. Kona Björns var Sólveig Þor- steinsdóttir, hún var talin mjög hæfileikarík kona og fylgdi manni sínum í flestum ferðum erlendis. Árið 1401 fór hún til Evrópu án þess að maður hennar væri með. Björn lést suður í Hvalfirði árið 1415 og var jarðsettur í Skál- holti, þvert ofaní fyrirmæli í erfðaskrá. Björn og Sólveig áttu tvö börn, Þorleif og Kristínu. Þau tóku við Vatnsfirði eftir föður sinn en Þor- leifur drukknaði fyrir framan Iendinguna á Hamri er hann hugðist sækja konuefni sitt norð- ur í Eyjafjörð, sem faðir hans hafði fundið fyrir hann. Geymdi hann hesta á Hamri og Melgraseyri til ferðarinnar fyrir sig og sína menn. Förukona sem átti leið frá Hamri að Melgraseyri sá skrímsli sem lét ófriðlega á steini úti fyrir Iendingunni en þorði ekki að segja frá því, fyrr en seint um kvöld og fannst þá Þor- leifur dauður á steininum. Eftir Iát Þorleifs tók Kristín eða VatnsQarðar-Kristín eins og hún var kölluð, við allri bústjórn í Vatnsfirði og var talin skörungur mikill, rausnar kona hin mesta og álitin sitja Vatnsljörð með mikilli reisn. Eftir dauða Þorleifs var Kristín réttborin erfingi Vatns- íjarðar, en Sólveig móðir hennar afhenti henni ekki eignarhlut hennar í Vatnsfirði, heldur gaf dóttursyni sínum Birni Þorleifs- syni Vatnsfjörð með samþykki Kristínar. Séra Jón Eiríksson sat Vatns- fjörð á miklum umbrota- og óróa- tímum, enda átti hann Iöngum í útistöðum við menn, en á hans dögum Iauk langvinnum deilum um eigna og yfirráðarétt yfir Vatnsfjarðarstað. Séra Jón var talinn mikill hagleiksmaður og gengu af honum ýmsar sögur um hagleik hans. Jón á að hafa smíð- að tvö haffær skip og var það minna svo stöðugt að hægt var að vinda fulla ámu upp í það, án þess það hallaðist verulega. Hitt skipið var sexæringur, mjög hag- lega gerður. Smíðaði hann á skip- ið sex trémenn sem héldu á árum og réru. Léku mennirnir í völtum í knésbótunum og blýsakka aftan á herðunum, en árarnar voru læstar í hömlunum. Kengur var festur í brjóst þeirra og snæri fest þar í. Sat séra Jón í skut og hélt í snærið. Þegar Jón kippti að sér, risu þeir upp við árarnar en þeg- ar hann sleppti, féllu árarnar í sjó og trémennirnir tóku bakfall. Sagan segir að sex hraustir ræð- arar hafi ekki getað róið af sér trémennina. Presti viMð úr embætti Séra Jón Þorleifsson mun vera fyrsti lúterski presturinn f Vatns- firði og sennilega sá eini sem hef- ur verið vikið úr embætti í Vatns- firði vegna vankunnáttu. Árið 1546 dæmdi Gísli biskup Jóns- son af séra Jóni Vatnsfjarðarstað vegna vankunnáttu. Sama ár tók séra Jón við Gufudal og þjónaði þar til æviloka. Séra Jón Loftsson varð fyrsti skólameistari Skálholtsskóla eftir siðaskiptin og gegndi því starfi árið 1555 til 1556. Árið 1564 tekur svo Jón við Vatnsfirði og varð hann þekktastur fyrir það að eiga þrjár konur og stunda fjöl- kyngi. Fyrsta kona Jóns var Guð- ríður Jónsdóttir. Miðkona Sigríð- ur Grímsdóttir og þriðja konan Guðrún Sigmundsdóttir. Gifting þeirra Jóns og Guðrúnar varð all- söguleg og hafði töluverð eftir- köst. Snemma vetrar 1591 missti séra Jón Sigríði konu sína og virðist það hafa haft töluverð áhrif á hann andlega og farið að sækja á hann verulegt rugl. Fór Jón þegar að leita sér konu og fékk jáyrði Guðrúnar. Var Jón ekkert að tvínóna við þetta, tók Guðrúnu heim í Vatnsfjörð, drakk til hennar festaröl, þó ekki væri liðinn mánuður frá því Sig- ríður dó. Þó fannst mönnum keyra um þverbak þegar klerkur tók upp á því að gifta sig sjálfur. Fyrir þetta uppátæki og ýmsar skringilegar embættisfærslur, var séra Jón kærður til prófastsins á Isafirði séra Snæbjörns Torfason- ar og enduðu þau málaferli með því að séra Jón var settur af emb- ætti á Alþingi 2. júlí 1596. Allt bendir til þess að séra Jón hafi ekki verið heill á geðsmunum síðari árin. Hann var haldinn þeirri grillu að menn ofsæktu sig, mun mest hafa borið á þessu eft- ir málaferlin út af kvonfanginu. Hlóð hann vörðu eða virki í holti nálægt bænum og dvaldi þar löngum stundum meðan úti var vært og beið þar óvina sinna. Drátthagur prestnr Guðbrandur Jónsson er fæddur í Vatnsfirði 20. janúar 1641. Guð- brandur var sonur Jóns Arasonar, Magnússonar sýslumanns í Ogri. Sennilegt er að Guðbrandur sé eini presturinn sem fæddur er í Vatnsfirði eftir siðaskipti. Hann var fyrst aðstoðarprestur föður- síns en tók svo við Vatnsfirði eft- ir Iát hans 1673. Möðrudælingurinn Hjalti Þor- steinsson er sennilega sá Vatns- fjarðarprestur sem oftast heyrist nefndur nú til dags vegna sinnar listhneigðar. Eftir hann eru mun- ir bæði útskornir og málaðir á þjóðminjasafni og teikning hans af Hallgrími Péturssyni oft fyrir augum manna. Séra Hjalti gerði einnig landsuppdrætti af Vest- fjörðum, bæði af hverri sýslu fyr- ir sig og heildarkort. Þessir upp- drættir voru taldir betri en eldri uppdrættir, lögun Vestfjarða rétt og bæir og firðir á réttum stað. Hann smíðaði sjálfur kvaðrat sem var svo fullkominn að hann mældi bæði stig og mínútur. Tvær prestsfrúr voru í Vatns- firði, afkomendur Hjalta Þor- steinssynar. Ingibjörg Marteins- dóttir sýslumans í Ögri og Elínar dóttir Hjalta í Vatnsfirði, Ingi- björg giftist Magnúsi Teitssyni er var aðstoðarprestur séra Hjalta og tók svo við Vatnsfirði eftir að Hjalti lét af embætti. Hin var Sigríður Magnúsdóttir Teitsson- ar. Hún var gift Illuga Jónssyni sem var aðstoðarprestur Magn- úsar Teitssonar og síðar prestur á Kirkjubóli í Langadal frá 1779- 1782. Séra Illugi var aðeins eitt ár á Kirkjubóli, fluttist síðan að Neðribakka 1780. 1 janúar árið 1782 fór Illugi til ísafjarðar með Hinriki Bjarnasyni, bónda á Arn- gerðareyri, Jóni syni sínum og Jóni Jónssyni, sem var sonur Jóns Sveinssonar, prests á Stað í Steingrímsfirði og tveimur mönnum öðrum. Er þeir komu til baka frá ísafirði hrepptu þeir hvassviðri með snjókomu og lentu á skeri utan við lendinguna á Arngerðareyri og drukknuðu þar allir. Árni Helgason er sennilega sá prestur sem styst hefur þjónað Vatnsfirði. Séra Árni stundaði nám við Kaupmannahafnarhá- skóla og útskrifaðist þaðan 1807. Árið eftir hlaut hann verðlauna- pening úr gulli fyrir úrlausn guð- fræðispurninga, sama ár var hon- um veittur Vatnsfjörður, en komst ekki heim fyrr en árið eftir og þá hinn 9. júlf 1809 tók hann prestsvígslu. Sama ár var vígður Jón Matthíasson, sem Árni fékk til þess að þjóna fyrir sig í Vatns- firði um hríð. Séra Árni fór svo snögga ferð til Vatnsfjarðar, messaði þar eitthvað tvisvar sinn- um og gaf saman ein hjón. Að því Ioknu fór hann suður og lét Jón Matthíasson þjóna fyrir sig áfram þar til hann sleppti brauðinu 1811, er hann hafði fengið veit- ingu fyrir ReynivöIIum. Séra Arnór Jónsson tók við af Ama Helgasyni 1811 og þjónaði í Vatnsfirði til dauðadags eða í 42 ár. Sigríður dóttir Arnórs giftist Hannibal Jóhannessyni bónda á Bakka í Langadal. Dóttursynir þeirra voru alþingismennirnir Hannibal og Finnbogi Rútur Valdimarssynir. Séra Hannes Arnórsson varð aðstoðarprestur séra Þórðar Þor- steinssonar í Ögri 1824. Árið 1829 varð hann aðstoðarprestur föður síns í Vatnsfirði og gegndi því starfi þar til hann varð prest- ur á Stað í Grunnavík 1841. Meðan Hannes var aðstoðar- prestur föður síns bjó hann fyrst í Vatnsfirði en síðan í Svansvík þar til hann flutti að Stað. Hannesi var meinað að giftast Sólveigu Bogadóttur, Benidikts- sonar vegna fátæktar hans. Hannes drukknaði á Isa- fjarðardjúpi á heimleið úr kaup- stað 18. des. 1851. Séra Páll Ólafsson tók við Vatnsfirði 1901. Árið 1908 var Kirkjubólsþing og Staður á Snæfjallaströnd sameinuð Vatns- firði og hafa Vatnsfjarðarprestar þjónað þessum þremur sóknum síðan. Staður á Snæfjallaströnd hafði verið sjálfstætt prestakall frá því snemma á öldinni eða þar til 1858. Eftir það var því þjónað um tíma af jprestinum á Stað í Grunnavík. Árið 1865 tók prest- urinn á Kirkjubóli í Langadal að þjóna Staðarkirkju og nokkru síð- ar var Staðarprestakall sameinað Kirkjubólsþingum. Kirkjuból hafði frá því í öndverðu verið annexía frá Stað á Snæfjalla- strönd, en varð síðar sjálfstætt prestakall og hélst það svo þar til 1908 að bæði prestaköllin voru sameinuð. Hér hafa verið nefndir ýmsir þeir er Vatnsfjarðarstað hafa set- ið og orðið landsþekktir á sínum tíma, annað hvort vegna þess að þeir hafa setið Vatnsfjörð á viss- um áherslupunktum á líflínu staðarins, eða vegna persónu- legra sérkenna sinna og hefur hér verið stiklað á örfáum atrið- um hjá hverjum og einum. Marg- ir merkir Vatnsfirðingar eru þó ótaldir en hér mun látið staðar numið.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.