Dagur - 23.10.1999, Blaðsíða 8

Dagur - 23.10.1999, Blaðsíða 8
Vm-LAUGARDAGUR 2 3. OKTÓBER 1999 T^mí- Kirkjustarf__________________________ Sunnudagur 24. október AKUREYRARKIRKJA Sunnudagaskóli í Safnaðarheimili kl. 11:00. Messa kl. 14:00. Sopi og spjall eftir messu, þar sem kirkjugestum gefst kostur á að ræða efni predikunarinnar. Biblíulestur í Safnaðarheimilinu mánudag kl. 20:00 í umsjá sr. Guðmundar Guðmunds- sonar héraðsprests. GLERÁRKIRKJA Sunnudagaskóli Glerárkirkju fer í heimsókn til Svalbarðskirkju. Foreldrar eru hvattir til að koma með börnunum. Farið með rútu frá kirkjunni kl. 13.30. Messa verður í Lög- mannshlíðarkirkju kl. 14.00. KFUM OG KFUK, SUNNUHLÍÐ Almenn samkoma kl. 20:30. Kjellrún og Skúli Svavarsson, kristniboðar, tala og sýna myndir frá Kenyu, en þar hafa þau dvalið undanfarin tvö ár. Fundur í yngri deild KFUM og K mánudag kl. 17:30 fyrir drengi og stúlkur 8 ára og eldri. HVÍTASUNNUKIRKJAN, AKUREYRI Bænastund kl. 20:00 laugardag. Sunnudagaskóli fjölskyldunnar kl. 11:30. Kennsla fyrir alla aldurshópa. Yngvi Rafn Yngvason predikar. Kl. 16:30 verðurvakn- ingasamkoma. Katrín Harðardóttir mun predika. Barnapössun. Fyrirbænaþjónusta. KAÞÓLSKA KIRKJAN, AKUREYRI Messa laugandag kl. 18. Messa sunnudag kl. 11. HJÁLPRÆÐISHERINN, AKUREYRI Sunnudagaskóli kl. 11. Bæn kl. 16:30. Sam- koma kl. 17. Unglingasamkoma kl. 20. Heimilasamband kl. 15 mánudag. SJÓNARHÆÐ, HAFNARSTRÆTI Sunnudagaskóli í Lundarskóla kl. 13:30. Al- menn samkoma á Sjónarhæð kl. 17. Barnafundur kl. 18 mánudag. SELFOSSKIRKJA Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Hádegis- bænir kl. 12:10 þriðjudag til föstudags. EYRARBAKKAPRESTAKALL Barnaguðsþjónusta í Stokkseyrarkirkju kl. 11. Messa kl. 14. Sóknarprestur. LÁGAFELLSKIRKJA Guðsþjónusta kl. 14. Kirkjukór Lágafells- sóknar. Organisti Jónas Þórir. Barnastarf í safnaðarheimilinu kl. 11. Jón Þorsteinsson. PRESTSBAKKAKIRKJA l HRÚTAFIRÐI Guðsþjónusta kl. 13:30. Minnst verður Finns Jónssonar, fræðimanns á Kjörseyri, og fjölskyldu hans. Barnastund. Organisti Pálína Skúladóttir. ÁS og GLÁ. ÓSPAKSEYRARKIRKJA f BITRUFIRÐI Guðsþjónusta kl. 16. Organisti Pálína Skúladóttir. ÁS ÁRBÆJARKIRKJA Guðsþjónusta kl. 11 árdegis með þátttöku AA-manna. Barnaguðsþjónusta kl. 13. For- eldar - afar - ömmur eru boðin velkomin með börnunum. Yngri deild æskulýðsfé- lagsins kl. 20-22. „Kirkjuprakkarar“. 7-9 ára kl. 16-17 á mánudögum. T.T.T. Starf fyrir 10-12 ára kl. 17-18 á mánudögum. Eldri deild Æskulýðsfélagsins kl. 20-22. BREIÐHOLTSKIRKJA Barnaguðsþjónusta kl. 11. Messa á sama tíma. Altarisganga. Yngri barnakórinn syng- ur. Organistí: Daníel Jónasson. DIGRANESKIRKJA Kl. 11. Messa. Prestur sr. Sigurjón Árni Eyj- ólfsson. Sunnudagaskóli á sama tíma. Létt- ur málsverður eftir messu. FELLA- OG HÓLAKIRKJA Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Organisti Lenka Mátéová. Barnakór Fella- og Hólakirkju syngur. Nýr hökull verður tekinn í notkun sem hannaður er af Sigríði Jóhannsdóttur og Leifi Breið- fjörð. Barnaguðsþjónusta á sama tíma. Um- sjón Margrét Ólöf Magnúsdóttir. Prestarnir. Starf fyrir 9-10 ára drengi á mánudögum kl. 17-18. Æskulýðsstarf fyrir 9.-10. bekk á mánudögum kl. 20-22. Bænastund og fyrir- bænir mánudaga kl. 18. Tekið á móti bæna- efnum í kirkjunni. GRAFARVOGSKIRKJA Sunnudagaskóli í Grafarvogskirkju kl. 11. Prestur sr. Sigurður Arnarson. Umsjón: Hjörtur og Rúna. Sunnudagaskóli í Engja- skóla kl. 11. Prestur sr. Anna Sigríður Páls- dóttir. Umsjón: Signý, Guðrún og Guðlaug- ur. Guðsþjónusta í Grafarvogskirkju kl. 14. Sr. Sigurður Arnarson þjónar fyrir altari. Þórður Guðmundsson guðfræðingur prédik- ar. Bænahópur kl. 20. Tekið er við bænar- efnum í kirkjunni alla virka daga frá kl. 9-17 í síma 567-9070. HJALLAKIRKJA Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Sr. Hjörtur Hjartarson þjónar. Kór Hjallaskóla kemur í heimsókn. Stjórnandi er Guðrún Magnús- dóttir. Organisti: Jón Ólafur Sigurðsson. Barnaguðsþjónusta i kirkjunni kl. 13 og í Lindaskóla kl. 11. Við minnum á bæna- og kyrrðarstund á þriðjudag kl. 18. Prestarnir. Æskulýðsfélag fyrir unglinga 13-15 ára kl. 20.30. á mánudögum. Prédikunarklúbbur presta í Reykjavikurprófastsdæmi eystra er á þriðjudögum kl. 9.15-10.30. Umsjón Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson. MINNINGARGREINAR Guðmundur Hákonarson KÓPAVOGSKIRKJA Barnaguðsþjónusta í safnaðarheimilinu Borgum kl. 11. Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Guðni Þór Ólafsson. Organisti: Hrönn Helgadóttir. SELJAKIRKJA Krakkaguðsþjónusta kl. 11. Mikill söngur og fræðsla fyrir krakka. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Ágúst Einarsson prédikar. Organisti er Gróa Hreinsdóttir. Sóknarprestur. K.F.U.K fundir á mánudögum. Kl. 17.15 stelpustarf á vegum KFUK og kirkjunnar fyr- ir 6-9 ára og kl. 18.30 fyrir 10-12 ára. Mömmumorgnar á þriðjudögum kl. 10-12. ÁSKIRKJA Barnaguðsþjónusta kl. 11:00. Guðsþjónusta kl. 14:00. Altarisganga. Kaffi eftir messu. BÚSTAÐAKIRKJA Barnamessa kl. 11:00. Léttir söngvar, bibl- íusögur, bænir, umræður og leikir við hæfi barnanna. Tónlistarmessa kl. 14:00 með þátttöku Cleakheaton flute orchestra frá Huddersfield í Englandi. TTT æskulýðsstarf fyrir 10-12 ára kl. 17:00 mánudag. DÓMKIRKJAN Útvarpsguðsþjónusta kl. 11:00. Sr. Hjalti Guðmundsson þjónar. Dómkórinn syngur undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar. Æðruleysismessa kl. 21:00 tileinkuð fólki i leit að bata eftir tólfsporakerfinu. Sr. Karl V. Matthíasson prédikar. Anna Sigríður Helga- dóttir syngur við undirleik Bræðrabandsins. ELLIHEIMILIÐ GRUND Guðsþjónusta kl. 10:15. Prestur sr. Magnús Björnsson. Organisti Kjartan Ólafsson. Karl- menn leiða söng. Einsöngur Björn Björns- son, baritón. GRENSÁSKIRKJA Barnastarf kl. 11:00. Ferð kirkjukórs, org- anista og sóknarprests í Skálholt. Messa í Skálholtsdómkirkju kl. 14:00. Tónleikar kl. 17:00. Sr. Ólafur Jóhannsson. HALLGRÍMSKIRKJA Fræðslumorgunn kl. 10:00. Biskup hinna fá- tæku. Guðmundur biskup góði: Gunnar F. Gunnarsson, sagnfræðingur. Messa og barnastarf kl. 11:00. Félagar úr Mótettukór syngja. Organisti Hörður Askelsson. Sr. Sig- urður Pálsson. LANDSPÍTALINN Messa kl. 10:00. Sr. Ingileif Malmberg. HÁTEIGSKIRKJA Barna- og fjölskylduguðsþjónusta kl. 11:00. Messa kl. 14:00. Organisti Douglas A. Brotchie. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. LANGHOLTSKIRKJA Kirkja Guðbrands biskups. Messa kl. 11:00. Bragi Bergsveinsson flytur hugvekju og kynnir starf Gideonfélagsins. Tekið við sam- skotum til félagsins. Kaffisopi eftir messu. Barnastarf í safnaðarheimilinu kl. 11:00. Umsjón Lena Rós Matthíasdóttir og Bryndís Baldvinsdóttir. Tónleikar í kirkjunni kl. 20:00. Margrét Bóasdóttir og Björn Steinar Sól- bergsson flytja íslenska kirkjutónlist. LAUGARNESKIRKJA Messa og sunnudagaskóli kl. 11:00. Kór Laugarneskirkju syngur, organisti Gunnar Gunnarsson. Hrund Þórarinsdóttir stýrir sunnudagaskólanum með sínu fólki. Leifur Ragnar Jónsson guðfræðingur prédikar. Messukaffi og djús fyrir börnin á eftir. Vinnudagur í kirkju og safnaðarheimili kl. 17:45. Kl. 19:00 er Pálínboð. Hver fjölskylda leggur sitt af mörkum á hlaðborð. Morgun- bænir mánudag kl. 6:45.12 sporahópur mánudag kl. 20:00. NESKIRKJA Félagsstarf aldraðra kl. 13:00 laugardag. Samverustund i safnaðarheimilinu. Dans- hópur sýnir og kennir létta hringdansa fyrir aldraða. Kaffiveitingar. Sunnudagaskólinn kl. 11:00. Átta til níu ára starf á sama tíma. Guðsþjónusta kl. 14:00. Prestur sr. Magnús Björnsson. Tónleikar Sinfoníuhljómsveitar áhugamanna kl. 17:00. 11 1,10-12 ára starf mánudag kl. 16:00. Kirkjukór Neskirkju æfir mánudag kl. 19:00. Nýir félagar velkomnir. Fótsnyrting á vegum Kvenfélags Neskirkju mánudag kl. 13-16. Uppl. Ísima551 1079. Mömmumorgnar alla miðvikudaga kl. 10-12. SELTJARNARNESKIRKJA Messa kl. 11:00. Barnastarf á sama tíma. Organisti Sigrún Steingrímsdóttir. Prestur sr. Sigurður Grétar Helgason. Æskulýðsfélagið kl. 20-22. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN Guðsþjónusta kl. 14:00. Barnastarf á sama tíma. Maul eftir messu. MESSUR ERLENDIS Messa í London, sunnudag 24. okt. kl. 15:00 í Fulham Palace Chapel. Prestur sr. Jón A. Baldvinsson. Biskup íslands vísiterar söfnuðinn. Næsta lestarstöð er Putney Bridge. FRIÐRIKSKAPELLA Kyrrðarstund i hádegi mánudag. Léttur málsverður í gamla félagsheimilinu að stundinni lokinni. ■■ Fæddur 16. september 1930 á Húsavík. Foreldrar Hákon Maríusson, sjómaður og Olöf Kristjánsdóttir, húsmóðir. Guðmundur missti móður sína á fyrsta ári og ólst upp hjá móðurafa og móðurömmu, Kristjáni Jónssyni og Hólmfríði Friðfinnsdóttur í Kvíabekk til 14 ára aldurs. Hann flutti með föður sínum og móðursystur, Fjólu Kristjánsdóttur, sem annaðist heimili fyrir feðgana að Asgarðsvegi 1 (húsið Sel) Hálfbróðir Guðmundar, Sverr- ir Hákonarson, f. 1941, ólst þar upp frá 6 ára aldri. Gangn- fræðingur frá Laugaskóla 1949. Guðmundur kvæntist 15. maí 1955 Stefaníu Halldórs- dóttur frá Bala á Húsavík. Börn þeirra eru:l) Hákon Óli , f. 8. júní 1961, kona hans er Guðlaug Baldvinsdóttir. bætur þeirra eru: Björg 12 ára og Stefanía 9 ára. 2) Dóra Fjóla, f. 19. febr. 1966, gift Stefáni Geir Jónssyni. Börn þeirra eru Hanna Jóna 10 ára og Guð- mundur Arni 4 ára. Guðmundur starfaði við sjáv- arútveg og byggingarvinnu framan af æfinni, síðan við síldarsöltun og verslun. Starfs- maður hjá Mjólkursamlagi KÞ 1955-1961. Framkvæmdastj. við Höfðaver hf. síldarsöltun. Frkvstj. fyrir Prjónastofunni Prýði frá 1972-1997. Vara- maður í bæjarstjón Húsavíkur frá 1954-1958 og síðan aðal- maður til 1970. I stjórn og for- maður Alþýðufl.félags. Húsa- víkur um árabil og einnig í mörg ár í flokksstjón Alþýðu- flokksins. Formður stjórnar Fiskiðjusamlags Húsavíkur í mörg ár og í stjórn Höfða hf. útgerðarfélags. Framkv.stj Hlöðufells um skeið. Guð- mundur var mjög virkur í Bridsfélagi Húsavíkur til fjölda ára. Hann var virkur í verka- lýðsmálum um langan tíma og sat í stjórn Verkalýðsfélags Húsavíkur. Útförin fór fram frá Húsavík- urkirkju laugard.16. septem- ber s.l. Föstudaginn 8. okt. s.l. átti ég langt samtal í síma við Guðmund Hákonarson. Ahugi hans á vel- ferð Húsavíkur var einlægur sem ætíð áður. Hann undraðist að 80 einstaklingar voru á brott á s.l. 8 mánuðum. Nú er hann sjálfur farinn í þá ferð, er bíður okkar allra. Guðmundur hafði barist hetjulega við illvígan sjúkdóm í mörg ár. Stundum virtist, sem endalokin væru skammt undan, en mikill vilji, og gott skap, sem einkenndi hann ætíð, máttu sín mikils í allri baráttunni. Síðustu orð mín við hann voru hvort hann gæti gengið utandyra. „Eg er með ónota stingi, við sjáum bara til“, og svo kveðjuorð. Enda- lokin voru við næsta leiti. Guðmundur kom úr umhverfi, þar sem vinna og aftur vinna var stunduð hvenær, er færi gafst. Störfin voru tengd sjósókn, land- búnaði eða almennri verka- mannavinnu. Hann missti móð- ur sína á fyrsta ári. Faðir hans var sjómaður. Hann sótti sjó suð- ur eins og títt var á þeim árum. Síld á sumrum og við réttir og sláturverk á haustin. Guðmund- ur elst upp hjá afa og ömmu í móður ætt fram um fermingu. Þá tekur Fjóla móðursystir hans við heimili fyrir Hákon mág sinn og Guðmund, í húsinu Seli á Húsavík Guðmundur ólst upp við mikil og góð kynni af sjó- mennsku og landbúnaði. Hann var fjöldamörg ár í sveit á Langa- vatni í Reykjahverfi og hafði þar gott atlæti. Síðar á sjó. A ung- lings árum hans var frjálst að leika sér á túnum beggja afanna og sinna skepnum eftir atvikum vor og haust. Frelsi fyrir ungling- ana til leikja var algert, á túni eða í fjörunni. Heyskapur var yndi unglinga á Húsavík á uppvaxtar- árum hans. Einnig að stokka og beita línu. Ekki þurftu menn að sitja lengi að umræðum með Guðmundi til þessa að komast að því að mál- efni Alþýðuflokksins voru honum mjög hugleikin. Segja má að hann hafi gersamlega helgað sig hugsjónum jafnaðarstefnunnar alla sína tíð og barist fyrir henni hvar sem við var komið. Þessa hugsjón fékk hann þegar sem unglingur og vék ekki frá henni. Sameiningin nú milli gamalla hugsjónaflokka var honum mjög hugleikin og vildi hann veg hennar sem mestan. Það gladdi hann mjög að vel tókst til við síð- ustu kosningar á Húsavík. Guðmundur var í eðli sínu fé- lagslyndur og naut sín vel við spil og spjall. I mjög langan tfma spil- aði hann brids og var vel liðtæk- ur á því sviði. Ahugi hans á hagsmunum og atvinnu fólksins var ekki eingöngu bundin við Húsavík. Hann var eldheitur bar- áttumaður fyrir því, að almenn- ingur gæti lifað við góð kjör hér á landi og réttmætur jöfnuður ríkti. Hann hafði mikinn beyg af þeirri þróun síðustu ára sem kvótakerfið var að leiða yfir þjóð- ina. Hann kallaði flóttann utan af landi þjóðflutninga og var- hugaverðan. Sanngjarn jöfnuður í lffskjörum yrði að ríkja í Iand- inu, og möguleikar til þess að njóta sín. Það er svo að jafnaði, að hug- sjónamenn þurfa á stuðningi að halda heimavið sem út á við. Guðmundur naut þess í ríkum mæli frá konu sinni Stefaníu Halldórsdóttur, og síðar syni og dóttur. Heimilisfriður er rofinn með símtölum í tíma og ótima. Þessu öllu var mætt með still- ingu og velvild á heimili þeirra í tugi ára. Liðsinni var þeim eðlis- lægt. Minningin um hcilsteyptan drengskaparmann mun lifa með- al þeirra, sem þekktu til Guð- mundar. Eg votta fjölskyldunni dýpstu samúð. Jón Ármann Héðinsson. ^ýFAKAKSTo^ /SLANDS Markmið Útfararstofu Islands er að veita trausta og persónulega þjónustu, Aðstandendur geta leitað útfararstjóra hvenaer sólarhrings sem er. Útfararstofa íslands er aðstandendum innan handar um alla þá þætti er hafa ber í huga er dauðsfall ber að. Útfararstjórar Útfararstofu íslands búa yfir mikilli reynslu og hafa starfað við útfararþjónustu um árabil. Utfararstofa Islands sér um: Útfararstjóri tekur að sér umsjón útfarar í samráði við prest og aðstandendur. - Flytja hinn látna af dánarstað í líkhús. - Aðstoða við val á kistu og líkklæðum. - Undirbúa lík hins látna í kistu og snyrta ef með þarf. Útfararstofa íslands útvegar: - Prest. - Dánarvottorð. - Stað og stund fyrir kistulagningu og útför. - Legstað í kirkjugarði. - Organista, sönghópa, einsöngvara, einleikara og/eða annað listafólk. - Kistuskreytingu og fána. - Blóm og kransa. - Sálmaskrá og aðstoðar við val á sálmum. - Líkbrennsluheimild. - Duftker ef líkbrennsla á sér stað. - Sal fyrir erfidrykkju. - Kross og skilti á leiði. - Legstein. - Flutning kistu út á land eða utan af landi. - Flutning kistu til landsins eða frá landinu. Sverrir Einarsson, útfararstjóri Sverrir Olsen, útfararstjóri Útfararstofa íslands - Suðurhlíð 35 -105 Reykjavík. Sími 581 3300 - allann sólarhringinn. ÍSLENDINGA^TTIR íslendingaþættir birtast í Degi alla laugardaga. Skilafrestur vegna minningagreina er til þriðjudagskvöids. Reynt er að birta allar greinar eins fljótt sem verða má en ákveðnum birtingardögum er ekki lofað. Æskilegt er að minningargreinum sé skilað á tölvutæku formi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.