Dagur - 23.10.1999, Qupperneq 6

Dagur - 23.10.1999, Qupperneq 6
VI-LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1999 X^Hr' MINNINGARGREINAR Örvar Pálml Pálmason Fyrir tæpu ári síðan vatt sér að mér ungur maður á götu á Sauð- árkróki og spurði hvort að mig vantaði ekki stuðning í prófkjöri sem ég þá tók þátt í fyrir alþing- iskosningar. Eg játti því og mað- urinn svaraði um hæl að hann skyldi hringja í tuttugu vini sína og hvetja þá til að taka þátt í prófkjöri Framsóknarflokksins. Þannig kynntist ég Övari Pálmasyni. Hann mætti á kosn- ingaskrifstofuna, stóð við sitt lof- orð og gott betur. Vinirnir sem hann hringdi í voru þegar upp var staðið margfalt fleiri en tutt- ugu og allir tóku honum vel enda Örvar bæði viðræðugóður og hafði gert mörgum greiða í gegn- um tíðina. Hann hringdi úr sín- um eigin síma en neitaði að taka við greiðslu fyrir útlögðum kostn- aði. Á kjördag hringdu á kosn- ingaskrifstofuna hjón sem ekki komu heimilisbílnum í gang. Örvar kvaðst geta sótt þau en skynsanlegast væri þó að hann Iagaði bílinn fyrir þau og það gerði hann með berum höndum um hávetur. Þannig var Örvar. Greiðvikinn, ósérhlífinn og óeigingjarn. Hrók- ur alls fagnaðar, kunni mikið af sögum, sagði þær skemmtilega og skapaði stemningu í kringum sig. Að sama skapi gat hann ver- ið viðkvæmur eins og oft er með menn sem eru stórir í lund og eiga gott hjartalag. Með Örvari er genginn mikill og góður drengur. Efinn um lífið og tilveruna sækir að þegar horft er á eftir ungum manni í blóma lífsins en sumt getum við ekki skilið og verðum að sætta okkur við það þó erfitt sé. Eg hugsa til þeirra mörgu og skemmtilegu stunda sem við áttum saman á þessu eina ári og ég er innilega þakklátur. Vissulega hefði ég vilj- að geta þakkað betur fyrir mig og vonandi gefst tækifæri til þess einhverntíma. Ég bið Guð að styrkja fjöl- skyldu og ástvini Örvars í sorg sinni. „Verði þinn vilji" segir í bæninni, sem við lærum öll sem börn. Þannig verðum við lúta höfði fyrir því sem að við getum ekki breytt. Drottinn blessi og varðveiti þann góða dreng sem við nú kveðjum. Árui Gunnarsson Sigurlaug Guðmuudsdóttír Sigurlaug var fædd í Skolla- tungu (Tungu) í Gönguskörð- um í Skagafjarðarsýslu 2. ágúst 1913. Hún andaðist í Hvera- gerði laugardaginn 8. október sl. Foreldrar hennar voru Lilja Kristjánsdóttir húsfreyja (1873-1951) og Guðmundur Þorleifsson bóndi (1855- 1940), síðast búsett á Grindli í Vestur-Fljótum í Skagafirði, en áður á Dalsá (Heiðarseli) og Skollatungu í Gönguskörðum. Systkinin fæddust tíu, en tveir drengir létust í bernsku. Annar þeirra hafði hlotið nafn- ið Sigurður Pálsson, í höfuðið á kunnum Iækni. Hin átta, sem fullorðinsaldri náðu, voru: 3) Sigurjón á Barði, áður bóndi á Grindli og Syðsta-Mói (1894- 1983); 4) Kristín Aðalbjörg, dó um tvítugt; 5) Ingibjörg, vinn- andi á Siglufírði og víðar, dó á fertugsaldri, 1936; 6) Vilhjálm- ur, skipasmiður og smiður (1898-1980), kvæntur Elínu Hermannsdóttur, bjuggu á Siglufírði og á Hofsósi, áttu saman þrjú börn; 7) Elín (1903-1958), gift Sveini Hann- essyni frá Elivogum, bónda og skáldi, bjuggu í Elivogum, í Selhaga á Skörðum, Sneis og Refsstöðum á Laxárdal, og Vindhæli á Skagaströnd, A- Hún., áttu tvö börn; 8) Anna, gift Gunnlaugi Kristjánssyni, bónda í Lambanesi í Fljótum; 9) Jónas verkamaður og reið- hjólasmiður (1910-1976); 10) Sigurlaug, sem hér er minnst. Sigurlaug ólst upp í Tungu, sem nú ber það nafn í daglegu tali, en þegar foreldrar hennar fluttust út í Fljót 1920 varð hún eftir í fóstri hjá hjónunum, sem við jörðinni tóku, þeim Guðmundi Björnssyni frá Veðramód og Þóreyju Ólafs- dóttur, konu hans. Hún giftist Þorsteini Sigvaldasyni, bók- bindara, 1936. Hann andaðist í des. 1998 og var jarðsettur í Þorlákshöfn, en þar bjuggu þau allt frá 1961. Áður höfðu þau átt heima á Akureyri, Reykjavík, Nauteyri við Isa- Qarðardjúp og að Neðri-Sum- arliðabæ í Holtum. Þau áttu saman sex börn, sem öll Iifa, þau eru: 1) Herdís, f. 9. júní 1943, býr á ísafirði, gift Hauki Eggertssyni, eiga þrjú börn; 2) ísafold, f. 15. maí 1944, gift Gesti Ámundasyni, eiga tvö börn; 3) Þröstur, f. 28. júlí 1945, kvæntur Sigríði Á. Gunnarsdóttur, eiga þrjú börn; 4) Guðmundur Brynjar, f. 23. okt. 1946, kvæntur Sigríði Konráðsdóttur, eiga tvö börn, en hún átti tvö börn áður; 5) Edda Björk, f. 28. Okt. 1947, gift Kristjáni Jónssyni, búsett á Hellu, eiga saman átta börn, þar af sjö af fyrra hjónabandi hans; 6) Grétar Breiðijörð, f. 28. jan. 1950, kvæntur Þórdísi Hannesdóttur, eiga þijú böm. Sigurlaug var ráðskona verkamanna við lagningu vegar yfir Hellisheiði. Hún vann í frystihúsi í Þorlákshöfn, einnig í mötuneyti þar og sinnd ýms- um öðrum störfum jafnframt því að annast um heimilið. Sigurlaug var jarðsett frá Þorlákskirkju í Þorlákshöfn laugardaginn 16. október. Þá er sfðasta móðursystkini mitt horfið af vettvangi þessarar jarðar. Hún Sigurlaug var áratug yngri en mamma og fór ekki að eiga börn fyrr en þrítug, eða ára- tug á efdr systur sinni. Þess vegna eru börn Sigurlaugar tveimur áratugum yngri en börn mömmu. Lífið er stundum tilvilj- unum háð. Óskiljanlegt. Ég man eftir Laugu frænku frá því að ég var um tvítugt. Ég heimsótti þau hjón, ásamt mömmu, vorið 1945. Þá bjuggu þau uppi á Lögbergi, sem svo var nefnt í daglegu tali, þó það héti raunar Lækjarbotnar. Þar sem húsið þeirra stóð, er nú hrað- brautin austur fyrir Fjall. Breytt- ir tímar. Þá voru tvö elstu börnin, Herdís og Isafold, fædd, fæddust á Akureyri, en milli þeirra er tæpt ár. Sfðar áttu eftir að bætast Qög- ur börn í hópinn. Á tæpum sjö árum fæddi Sigurlaug af sér sex börn, og var það ærin áraun út af fyrir sig. Hún var dugleg mann- eskja og ósérhh'fin. Þær voru lík- ar að mörgu systurnar, móðir mín og Sigurlaug. Skarpar til vinnu og hjálpsamar, drógu aldrei af sér. Frá Lögbergi fluttust Sigurlaug og Þorsteinn með dæturnar tvær að Njálsgötu 52b. Þar bjuggu þau í allmörg ár, en fluttust það- an að Nauteyri í Nauteyrarhreppi við ísaljarðardjúp. Þar var sveita- búskapur stundaður. Frá Naut- eyri fluttust þau að Neðri-Sum- arliðabæ í Holtum, en stutt var í búskap þar. Framundan var Þor- lákshöfn með vaxandi möguleika. Þegar þangað var flutt, var Þor- lákshöfn lítið sjávarþorp. Það er nú vaxandi bær. Þar undu þau Steini og Lauga sér vel, byggðu fljótlega hús yfir fjölskylduna og fóru ekki þaðan fyrr en heilsan tók að gefa sig, og bjuggu þá í sambýli fyrir aldraða. Að vísu var Sigurlaug síðustu mánuði líf síns í Hveragerði, og þar dó hún ein- mitt í þann mund, er flytja skyldi hana undir læknishendur í höf- uðstaðnum. Hún mátti þola mik- ið heilsuleysi síðustu árin; hafði gengist undir hjartaskurð, eldri manneskja en áður hafði frést um. Hún var háð súrefnisgjöf frá tæki síðustu árin. En það var hart í henni Laugu frænku. Nú hefur hún fengið hvíldina, bless- unin. Stutt var milli andlátsdaga þeirra hjóna, en Þorsteinn maður hennar lést í Sjúkrahúsi Selfoss 7. desember sl., eftir Ianga van- heilsu. Sigurlaug var lögð til hinstu hvíldar við hlið manns síns í kirkjugarðinum í Þorláks- höfn. Hún kaus að útför sín færi fram í kyrrþey. Ég votta aðstandendum Sigur- laugar samúð við andlát og útför hennar. Hvíldu í friði, og þökk fyrir allt, kæra móðursystir. A.B.S. Jón Kristmn Rögnvaldsson Elsku afi. Ertu þá farinn og loks- ins frjáls. Frjáls frá súrefninu og það aftrar þér ekki lengur. Nú loksins geturðu gert eins og þig langar til. Eins og Margrét, litla systir mín, sagði að nú getur þú verið hjá kindunum sem þú gast ekki síðustu ár vegna veikinda þinna. Það er á svona stundum sem maður hugsar um allt það góða og skemmtilega sem við gerðum saman þegar ég var yngri. Ef ég ætti að taka það allt væri það sjálfsagt efni í heila bók en svona nokkrar minningar komu upp í hugann. Maður mun aldrei gleyma þér og margar minningar úr æskunni í sveitinni eru tengdar þér. Ég man alltaf þegar þú gafst mér veiðistöngina þína. Þú varst bú- inn að fá nýja og stærri stöng og þess vegna gafstu mér þína gömlu. Mér fannst mér allir veg- ir færir og allir fiskarnir í ánni máttu fara að vara sig því ég hafði fengið gömlu stöngina hans afa að gjöf. Einnig sagðirðu mér oft sögur af miklum veiðiskap frá fyrri árum þegar þið pabbi veidd- uð mikið þó svo að minna höfum við fengið nú á síðari árum. Ljóslifandi eru einnig fyrir mér minningarnar þegar þú varst oft- ar en ekki á dráttarvélinni og ég fékk að standa hjá þér. Mér fannst þetta alveg rosalega gam- an og ekki var það síðra þegar ég fékk að stýra með þér. Þú varst Iíka fyrsti kennarinn minn á dráttarvélarnar og fannst mér það rosalega gaman að geta loks- ins gert eins og þú. Fleiri útiverk eru mjög svo tengd þér í minningunni. Fjár- húsin munu alltaf eiga stóran sess hjá mér í huganum. Ég man það svo vel að þú reifst heyið í sundur og pabbi gaf á garðann. Svo þegar ég varð nógu gamall til að geta hjálpað til við að gefa var sú ábending frá þér, að ekki mætti slæða á hausana á kindun- um, sem rótgróin í huga mér og ég reyndi eftir bestu getu að fara eftir henni þó svo að það gengi ekki alltaf sem skydi í byrjun. Ljóslifandi er það mér í minn- ingunni þegar þú varst að reyna að kenna mér að slá með orfi og Ijá. Þú varst alger snillingur með Ijáinn en það gekk frekar brösug- Iega að reyna að kenna mér. Þær voru ekki síðri stundirnar sem við áttum saman inni. Ég man alltaf þegar við vorum að tefla. Ég var byrjandi og þú varst alltaf að kenna mér hvernig væri .hægt að verjast sókn taflmannanna. Það gekk svo sem ekki vel í fyrstu því þú vannst oftast og í þau skipti sem ég vann held ég að þú hafir alveg getað unnið en bara viljað láta mig vinna. Einnig þótti okk- ur systkinunum á unga aldri gaman að leggjast inn til ykkar ömmu á svefnbekkina á kvöldin og sofna þar. En pabbi bar okk- ur síðan yfir í okkar rúm þegar leið á kvöldið. Óheppni mín í íþróttum og þá aðallega fótbolta var mikil um tfma. Og alltaf baðst þú mig að hætta að spila þegar ég kom meiddur heim. Ég ætti ekki að vera að þessu. Þú sagðir að ég hefði ekkert annað en beinbrot og önnur meiðsli upp úr því og það kom svo á daginn að þetta hélt áfram. Hef ég síðan farið að þínum ráðum, hætt í fótboltan- um og verið heill maður upp frá því. Til marks um hve rólegur og yfirvegaður þú varst þá varð það hrein unun að fýlgjast með ykkur pabba horfá' á handboltaleik. Hvort sem það var KA eða ís- lenska landsliðið og allt á suðu- punkti þá sátuð þið sallarólegir og Iétuð ekki læti okkar hinna í fjölskyldunni yfir leiknum hafa ein einustu áhrif á ykkur. Sem dæmi um góðvild þína var að Skódinn þinn var alltaf til reiðu þegar ég þurfti að fá hann lánaðan svo og rakvélin þín þeg- ar mér fór að vaxa smá skegg. Elsku afi, þegar frá líður koma fallegar minningar í stað sárs- aukans og það sem gerði mann sorgmæddan eru í raun allar fal- legu minningarnar. Það að vita að nú sértu fíjáls og að þér Iíði vel eru Ijós í myrkrinu. Nú blundar fold í bltðri ró, á brott er dagsins stríð, og liður yfir land og sjó hin Ijúfa næturtíð. Þá mæða sálar hverfur hver, svo hvílst þú getur rótt, og sjálfur Drottinn sendir þér, er sefur, góða nótt. J. Helgason Guð geymi þig elsku afi minn. Svanberg Snorrason. . QRÐ DAGSINS 462 1840 n________________________r

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.