Dagur - 28.10.1999, Blaðsíða 3

Dagur - 28.10.1999, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1999 - 19 F ór yfir landamæri lífs og dauða „Þegar ad neglurnar voru farnar að detta afvar ákveðið að taka fótinn af. Ég hélt að ég ætti aldrei eftir að ganga aft- ur, “ segir Svanur Heiðar. mynd: brink „Það erviss sorg að missa útlim. Fyrirmig erþað eins og að missa ástvin sinn. Því öllu er kippt undan manni. Hugarfarið breytist, “ segirSvanurHeiðar, sem lenti íslysifyrir átta árum ervarð þess valdandi að hann missti vinstrifót. Hann bjó þá á Rifí á Snæfells- nesi. Dag einn fór hann á sjó á netabát, í afleysingum fyrir vin sinn. Þegar þeir voru að leggja netin fékk hann sérta utan um fótinn og kipptist útbyrðis og fór niður með sértanum. Félagar hans sáu hvað gerst hafði og hættu að Ieggja og náðu honum um borð í bátinn. Nokkrum klukkutímum seinna var hann kominn undir læknishendur £ Ólafsvík. „Þarna fór ég yfir landa- mæri lífs og dauða. Aðalmálið var að ná sjónum uppúr lungunum á mér. Eg var settur í gifs í Ólafsvík svo fór ég heim. A þessum tíma átti ég heima á Rifi. Daginn eftir var ég fluttur meðvitundarlaus inná Akranes. Þar var ég allur myndaður og settur í gifs aftur. Það fór allt í sundur í fætinum á mér, allar sinar nema hásinin." Alltgerttilþess að bj arga fætínum Það fylgir því mikið andlegt álag að verða fyrir slysi. Svanur segir að það hefði örugglega hjálpað sér hefði hann hitt og talað við fólk sem hefði misst útlim og sigrast á erfiðleikunum. „Ef ég hefði fengið mann inn á spítal- ann til mín þegar fóturinn var tekinn af þá hefði það stórlega breytt viðhorfinu hjá mér. Mér datt ekki í hug að ég ætti eftir að ganga aftur. Ég vissi að það væru til einhverjir gerfifætur en Fjölskyldan mín reyndi að styðja við bakið áméreins og hægt var og það hjálp- aði mérígegnum þessa erfiðleika að hitta bömin mín. síðan ekki söguna meir. Sjúkrasaga mín er ofboðslega löng, ég lá lengi á spítala og fór í óhemjumargar aðgerðir í kjölfar slyssins. Læknarnir reyndu allt til þess að reyna að bjarga fætin- um. Ég var síðan inná Grensás þegar að neglurnar fóru að detta af, og þá var fóturinn tekinn. Þetta var þremur árum eftir slysið. Það var hryllilegt áfall á þeim tíma að standa frammi fyr- ir þessu, ég ímyndaði mér að ég gæti aldrei gengið framar." Fjölskyldan studdi við bakiö á mér Svanur er öryrki eftir slysið. Hann var múrari á Rifi áður en hann lenti í slysinu og segir það vera takmarkað sem hann geti gert í dag, en hann hafi gripið í hellulagnir annað slagið. Hann fer í sjúkraþjálfun á morganna til Stefáns Ólafssonar, sjúkraþjálfara í Eflingu á Akureyri. Hann segir að það hafi komið fram rýrnun í fætinum og því veiti honum ekki af þjálfuninni. Svanur er íjölskyldumaður, hann átti tvo drengi þegar hann lenti í slysinu og konan hans var ófn'sk af tvíburum. „Ég lenti í slysinu 18. maí árið 1991 en stelpurnar fæddust 11. septem- ber það sama ár. Fjölskyldan mín reyndi að styðja við bakið á mér eins og hægt var og það hjálpaði mér í gegnum þessa erfíðleika að hitta börnin mín. Ég var orðin al- veg rosalega svartsýnn þegar að fóturinn var tekinn en síðan reif maður sig uppúr því þegar kom að því að takast á við lífið á ný. Staðan í dag er mjög góð. Ég lifí fyrir hvern dag og er kominn yfír þessa sorg sem maður upplif- ir þegar að maður missir fótinn. Það var sérstaldega áberandi þeg- ar að maður fór í sund að þá gláptu allir á stubbinn. Fólk sneri sér jafhvel í heilan hring. Það má kannski segja það séu eðlileg við- brögð en af því þetta kom fyrir mann sjálfan þá tekur maður frekar eftir því. Fólk vissi nátúr- lega ekki betur." -PJESTA Vinna að réttinda- mdliiiii útlnnalausra „Þó að maður missi af fæti þá getur maður verið í fullri vinnu og borgað sína skatta og skyldur til samfélagsins. Það fer mikið eftir því í hvað gerfilimir eru notaðir hve fljótt þeir úreldast, “ segir Gísli Jónsson, forsvarsmaður félagsins Ný lífssjón. Félagskapurinn Ný lífssjón, em samtök einstaklinga sem missa útlim íslysi eða á einhvem annan hátt. Hann hefurþað að markmiði að veita þeim eða aðstandend- um þeirra stuðning. „Sjúkraþjálfarar, læknar og hjúkr- unarfólk hafa gott af þvf að þekkja þessi samtök. A dögunum voru samtökin með fund á Norð- urlandi til þess að kynna starf- semi sína. Samtökin vantar tengiliði um allt land, ekki sfst á Akureyri. A sjúkrahúsinu þar eru framkvæmdar aðgerðir, þar sem sjúklingar eru allimaðir,“ segir Gísli Jónsson, forsvarsmaður fé- lagsins Ný lífssjón." Hann segir að félagið vinni að réttindamálum þeirra sem af ein- hverjum orsökum hafa misst út- lím og reyni að veita þeim og að- standendum þeirra stuðning. „Hver sem er getur lent í slysi sem veldur því að það verði að fjarlægja útlim. Það geta verið æðasjúkdómar sem valda því. Það er lfka til í dæminu að fólk hafi hreinlega fæðst þannig. Það eru aðilar innan hópsins sem geta miðlað af reynslu sinni. Sumir eru búnir að standa í þessu í tugi ára. Meðal annars er maður í fé- laginu sem missti fót á togara á stríðsárunum." Vildi eiga einn til skiptanna Gísli Ienti í um- ferðarslysi fyrir 17 árum og missti hægri fót við hné. Hann segist oft hafa þurft að reka sig á veggi og farið í margar fjall- göngur í gegn- um kerfið. „Ég þyrfti að eiga tvo gervifætur og hafa annan til skiptanna ef eitthvað gerðist. Við fáum einn fót á tveggja ára fresti. Sumir nota hann lítið en aðrir meira. Þó að maður missi af fæti þá getur maður verið í fullri vinnu og borgað sína skatta og skyldur til samfélags- ins. Það fer mikið eftir því í hvað gervilimir eru notaðir hve fljótt þeir úreldast. Það fer mik- ið eftir því til hvaða þarfa þeir henta og fer eftir lifnaðarháttum fólks. Gervilimir eru misjafnir, þeir fara eftir fólki og í hvað fólk notar þá. Við eigum ágætt sam- starf við framleiðendur stoð- tækja og getum aðstoðað fólk við að benda á bestu lausnirnar. Það eru marg- ir fylgikvillar sem geta fylgt því að missa út- lim. Það kemur upp vöðvabólga og hryggvanda- mál af því að fólk beitir sér ekki rétt. Ef Tryggingastofn- un greiddi fyrir nudd eða lík- amsrækt þá myndi það skila sér til baka til samfélagsins. Það er hins vegar takmarkað sem stofnunin tekur þátt í kostnaði við slíka hluti.“ Félagar út uin allt land Gísli segir lækna, hjúkrunarfólk og sjúkraliða hafa gott af því að vita af þessum samtökum. „Þetta er ekki bara stuðningur við fólk þegar það lendir í slysi, við höfum staðið fyrir sam- verufundum sem hafa gefist mjög vel. Samtökin hafa talhólf. Það er í sfma 699 1550. Þar er hægt að skila inn skilaboðum. Það er reglulega kíkt í þetta hólf og það líður aldrei löng stund þangað til haft er samband við fólk. Félagar í samtökunum eru um allt land, ef það kæmi upp beiðni um stuðning þá væri fé- lagsfólk um allt land sem gæti sinnt því.“ -PJESTA Hversem ergetur lent í slysi sem veldurþví að það verði aðfjarlægja út- lim. Þaðgeta verið æða- sjúkdómarsem valda því. Það er líka til í dxm- inu aðfólk hafi hrein- legafæðstþannig.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.