Dagur - 04.11.1999, Síða 1
FIMMTUDAGUR 4. nóvember 1999
2. árgangur - 36. Tölublað
Samiðum
Bakkahverfi
Fossmenn og Árborg
semja. Nýtt íbúða-
hverfí á bökkum Ölfus-
ár rís, þar sem verða
350 íbúðir og 1.200
maims munu eiga
samastað í tilveruuni.
Bæjaryfírvöld ánægð.
Gengið hefur verið frá samn-
ingum um kaup og uppbygg-
ingu nýs byggingalands á Sel-
fossi, sem er í landi Selfossjarð-
arinnar, milli Eyrarvegs og Olf-
usár. Samningar voru undirrit-
aðir sl. mánudag og eru þeir
milli byggingafélagsins Foss-
manna ehf., sem eignast hafa
tvo þriðju hluta þessa lands og
Sveitarfélagsins Arhorgar, sem
hefur eignast þriðung svæðis-
ins. Eru samningar þess efnis að
Fossmenn muni sjá um alla
skipulagsvinnu á svæðinu, gatna-
gerð og slíkar framkvæmdir, en
það er nýlunda á Selfossi að slíkt
sé í höndum einkaaðila. I hinu
nýja byggingalandi áforma Foss-
menn að byggja hverfi fyrir um
350 íbúðir, þar sem um 1.200
manns geta átt sér sér samastað í
tilverunni. Reiknað er með að
hverfið muni byggjast á áratug.
Garðyrkjuskól-
iimlqniiir
Nemendur Garðyrkjuskóla ríkis-
ins á Reykjum í Ölfusi munu
kynna aðalverkefni sín fyrir al-
menningi í húsakynnum skólans
miðvikudaginn 10. nóvember og
fimmtudaginn 11. nóvember, frá
kl. 10:30 báða dagana. Þetta er í
fýrsta skipti, sem vcrkefnin eru
kynnt á þennan hátt og því er
vænst góðrar þátttöku fólks í
græna geiranum svonefnda.
Fimmudaginn 11. nóvember
frá klukkan 17 til 20 verður síðan
haldið málþing í skólanum um
stöðu og framtíð garðyrkju-
menntunar hérlendis. Ný lög um
skólann gefa honum meðal ann-
ars möguleika á afmörkuðu há-
skólanámi í garðyrkjufræðum.
Samtímis er hugað að því námi
sem nú þegar er boðið upp á og
stöðu þess innan framhaldsskól-
anna. A málþinginu verður tæki-
færi til að ræða og viðra hug-
myndir, skiptast á skoðunum.
Nauðsynlegt er að þeir sem
áhuga hafa á að sitja þetta mál-
þingi skrái sig til þátttöku hjá
endurmenntunarstjóra skólans
fyrir 10. nóvember. -SBS.
Guðmundur Sigurðsson.
Reykvíkingar sýna áhuga.
Nýjimg í sveitarfélaginu
„Hér er um að ræða nýjung við
uppbyggingu nýrra hverfa í sveit-
arfélaginu," segir í minnispunkt-
um sem forystumenn Arborgar,
þar á meðal Karl Björnsson bæjar-
stjóri létu frá sér fara sl. mánudag.
„Fordæmi eru um slíkt hjá
nokkrum sveitarfélögum sem hafa
gefist vel. Bæjaryfirvöld telja kosti
þessa fyrirkomulags augljósa fyrir
sveitarfélagið. Arborg þarf ekki að
Ieggja fé til kaupa á landi eða
binda (jármagn í gatnagerð. Fram-
boð lóða eykst og um leið fjöl-
breytni f vali á byggingalóðum.
Sveitarfélagið mun áfram bjóða
Karl Björnsson. Kostirnir augljósir
fyrir sveitarfélagið.
lóðir í sinni eigu á þeim bygginga-
svæðum sem skipulögð eru hverju
sinni. Markmiðið er að anna ávallt
eftirspurn eftir öllum tegundum
Ióða. I því sambandi verður fljót-
lega úthlutað íbúðalóðum í Suð-
urbyggð á Selfossi," segja bæjaryf-
irvöld á Selfossi.
„Hinir nýju byggingamöguleikar
sem skapast með íbúðasvæðinu í
Fosslandinu hafa þegar kallað
fram eftirspurn eftir lóðum þar og
fram kemur greinilegur áhugi
fólks á þessu byggingalandi," segir
Guðmundur Sigurðsson á Sel-
fossi, en hann er einn af þeim sem
að Fossmönnum standa. Hinir eru
Steinar Árnason og svo eigendur
J.A.-Verktaka, byggingameistar-
arnir Jón Ami Vignisson og Gísli
Agústsson.
Hentar vei uiulir íbúðabyggð
„Það er ekki síst fólk af höfuðborg-
arsvæðinu sem hefur sýnt lóðum á
þessu svæði áhuga," segir Guð-
mundur Sigurðsson og segir að
svæði þetta henti einkar vel undir
íbúðabyggð. „Náttúran með nær-
veru Ölfusár er heillandi yfir að
líta og víðáttan sem tekur við fyrir
vestan og norðan svæðið er ein
órofin heild og blasir við frá
byggðinni. Sólarlag er óvíða feg-
urra en á þessu svæði og um 60
metra breiður árbakkinn er með
vel varðveitta villta náttúru og úti-
vistarsvæði sem býður upp á fjöl-
breytileika sem tengist vel ánni
með fuglalífi og þeirri mildu fisk-
gengd sem þar er á sumrin."
A þessum tímapunkti gera Foss-
menn sér þær væntingar að fram-
kvæmdir við fyrstu húsin í hinu
nýja hverfi á bökkum Ölfusár geti
hafist f maí næsta vor. Hverfinu
hefur enn ekki verið gefið nafn, en
hugmyndir hafa vaknað um að
nefna það Bakkahverfi og götu-
nöfnin yrðu þá til dæmis Arbakki,
Lækjarbakki og svo framvegis.
Þykir mönnum að þau nöfn hæfi
hverfinu vel, sérkennum þess og
staðháttum. -SBS.
Þórður Rafn Sigurðsson útgerðar-
maður um borð í Dala-Rafni, þar
sem verið er að hífa sorpgáminn
góða um borð.
Umhverfis
vemd i verM
Fyrsti sorpgáumurinn settur um
borð í íslenskt fiskiskip. 1 sama
skipi er ísþykknivél.
Útgerðarmenn Dala-Rafns VE
hafa ætíð verið framsýnir og
snöggir að tileinka sér nýjungar.
Á dögunum var verið að hífa um
borð í skipið sorpgám, sem er
sérhannaður til þess að taka við
sorpi sem til fellur frá áhöfn-
inni, en þetta er fyrsti sorpgám-
ur sinnar tegundar sem tekinn
er í notkun á íslensku skipi. En
fleira hafa eigendur skipsins
verið að koma fyrir um borð í
skipinu sem til nýjunga telst, því
þeir hafa tekið í notkun ís-
þykknivél sem framleiðir ís úr
sjó. Dala-Rafn er þó ekki fyrsta
skipið sem tekur slíka ísþykkni-
vél í notkun, því slík vél mun
einnig vera um borð í Bylgjunni
VE.
Ekkert sorp í sjóímui
Þórður Rafn Sigurðsson, út-
gerðarmaður Dala-Rafns, segir
þetta Iið í að vernda umhverfið
og þann fisk sem í sjónum synd-
ir. „Með tilkomu gámsins er
engu sorpi hent f sjóinn, hcldur
sett í gáminn og hann losaður í
landi. Gámurinn sem tekur um
1500 Iítra er framleiddur í
Kanada af Sæplasti og er held ég
fyrsti gámurinn sem kemur til
landsins og settur um borð í ís-
lenskt skip.“ Þá segir Þórður að
það sé nú mikill munur á því að
geta framieitt ís um borð í skip-
inu. „Fyrir það fyrsta geturn við
búið til ís eftir þörfum hverju
sinni og þar af leiðandi kælt
fiskinn á tveimur tímum, sem
tók hátt í sólarhring með ís sem
fenginn var í landi áður. Vélin
tekur um 3.000 Iítra og er um
það bil tvo tíma að framleiða
það magn. Þetta tryggir auk þess
mun meiri ferskleika hráefnis-
ins, sem er krafa dagsins.
Verðmætaaúkning
Þórður Rafn segir að unr leið fái
kaupandi aflans ferskari vöru og
útgerðin hærra verð. „Eg gæti
trúað því að verðmætaaukningin
með tilkomu fsþykknivélarinnar
sé á bilinu tíu til fimmtán pró-
sent. Þessi vél er framleidd af
Brunnum í Hafnarfirði og bygg-
ir að miklu lcyti á íslensku hug-
viti og hönnun," sagði Þórður
/ dag kemur út hljómplatan Leikur að vonum, þar sem Ólafur Þórarinsson, títtnefndur Labbi í Glóru, syngur lögin
sfn. Rætist þar með draumur Labba um sólóplötu, en í brjósti hans hefur draumurinn búið í um aldarfjórðung. En
Labba er sitthvað fleira til lista lagt en að geta sungið og leikið. Tvisvar í viku fer hann suður til Reykjavíkur og
æfir þar fimleika, sem margur myndi telja gott hjá manni á hans aldri. Sjá viðtal við Labba á bls. 3, um þetta
merkilega tvíeðli hans. mynd: teitur.