Dagur - 18.11.1999, Page 2
2 - FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1999
ro^ftr
SUDURLAND
RAN G ARVALLA-
HREPPUR
Ásahreppur með í hitaveitu
Á fundi hreppsnefndar Rangárvallahrepps nýverið var kynnt að
stjórn Hitaveitu Rangæinga hefði á fundi nýlega með þeim sveit-
arstjórnum sem aðild eiga að veitunni lagt til að Ásahreppur yrði
samþykktur sem eignaraðili að veitunni með framlagi að upphæð
12 milljónir kr. sem jafngiltu 4% af reiknuðu verðmæti hennar.
Tillagan fékk jákvæðar móttökur á áðurnefndum hreppsnefndar-
fundi. - Þá var kynnt að stjórn Hitaveitu Rangæinga hefði lagt til
að gjaldskrá yrði hækkuð um 5% til jafns við þróun verðlags í ár.
Þess var getið að gjaldskráin hafi ekki hækkað frá árinu 1993 og
jafngildi það 35% raunlækkun. Fram kom á þessum hreppsnefnd-
arfundi hjá þeim sem til máls tóku að æskilegt væri að halda í við
hækkanir á gjaldskrá vegna óhagstæðs samanburðar við önnur
hitaveitusvæði. Stjórn veitunnar mun því taka þessa tillögu til um-
fjöllunar á ný.
Tilhoð í tryggingar
Á hreppsnefndarfundinum var lagt fram bréf frá Vátryggingafélagi
Islands hf. með boði um frekari lækkun iðgjalda trygginga Rangár-
vallahrepps ef samið er um tryggingaverndina til nokkurra ára.
Hreppsnefnd tók hinsvegar þann pól í hæðina að leita eftir tilboð-
um í tryggingapakkanN allan og var tillaga þess efnis samþykkt
samhljóða.
Bætt unglingamenning
Bætt unglingamenning var yfirskrift erindis frá Sigurgeiri Guð-
mundssyni, skólastjóra Grunnskólans á Hellu. Sigurgeir vekur at-
hygli á hugsanlega óæskilegum áhrifum sjónvarpsstöðvar sem er á
kapalkerfi sjónvarpsstöðva í byggðarlaginu. I bréfinu ræddi Sigur-
geir jafnframt um dvöl unglinga á skólalóð á kvöldin um helgar og
ýmsa óæskilega fylgifiska, svo sem áfengisneyslu og reykingar. Sig-
urgeir fór fram á það að sveitarstjórnin athugi hugsanlegar leiðir
til úrbóta til dæmis betri lýsingu skólalóðar, opnun félagsmið-
stöðvar um helgar og fleira slíkt. Máli þessu var vísað til Fræðslu-
og æskulýðsnefndar.
Vínveitingar Kristjáns X
Hreppsnefnd fjallaði á þessum fundi sínum um umsókn um leyfi
til áfengisveitinga vegna veitingastaðarins Kristjáns X á Hellu.
Kristján Ragnar Erlingsson sækir um almennt leyfi til áfengisveit-
inga þar, er gildi til 2ja ára. Einnig sækir Kristján um að fá að hafa
staðinn opinn frá kl. 11:30 til kl. 23:00 á virkum dögum og frá kl.
12:00 til kl. 03:00 að nóttu á föstudögum og laugardögum. Sam-
þykkt samhljóða að veita leyfi til eins árs til almennra áfengisveit-
inga. Umsókn um opnunartíma samþykkt með fyrirvara um
ákvæði lögreglusamþykktar Rangárvallasýslu.
Tilboð í fomleifaskráningu
Á hreppsnefndarfundinum var jafnframt kynnt tilboð Fornleifa-
stofnunar Islands um tilboð um aðalskráningu fornleifa í Rangár-
vallahreppi. Kostnaður er áætlaður rúmar 2,5 millj. kr. og er þá
miðað við að verkið verði unnið í einum áfanga og unnið á næsta
ári. Einnig er í boði að skipta verkinu í fleiri áfanga á nokkur ár,
ef mál þróast svo. Afgreiðslu þessa erindis frestað.
ÚTVARP SUDIJKLANDS
FM 96,3 og 105,1
Fimmtudagurinn 18. nóvember
07:00-09:00 Góðan dag Suðurland. Sigurgeir H.
09:00-12:00 Allt Önnur Ella. Soffía M. Gústafs.
12:00-13:00 Með matnum. Tölvukailinn
13:00-17:00 Rjómagott. Gulli Guðmunds
17:00-18:25 Á ferð og flugi. Valdimar Bragason
18:25-19:00 Svæðisútvarp Suðurlands. Soffía Sig.
19:00-22:00 Sporlröndin. Fanney og Svanur
22:00-01:00 Kvöldsigling. Kjartan Björnsson
Föstudagurinn 19. nóvember
07:00-09:00 Góðan dag Suðurland. Sigurgeir H
08:20-09:00 Svæðisútvarp Suðurlands. Guðrún
09:00-12:00 Allt Önnur Ella. Soffía M. Gústafs.
12:00-13:00 Með matnum. Tölvukallinn
13:00-17:00 Rjómagott. Gulli Guðmunds
17:00-18:25 Á ferð og flugi. Valdimar Bragason
18:25-19:00 Svæðisútvarp Suðurlands. Soffia S.
19:00-20:00 Islenskir tónar. Jóhann Birgir
20:00-22:00 Dýsel. Unnar Steinn
22:00-01:00 Lífið er Ijúft. Valdimar Bragason
Laugardagurinn 20.nóvember
09:00-12:00 Morgunvaktin. Valdimar Bragason
12:00-13:00 íslenskt tónlistarhádegiJóhann Birgir
13:00-16:00 Vanadísin. Svanur Gísli
16:00-19:00 Tipp topp. Gulli Guðmunds
19:00-22:00 Draugagangur. Kiddi Bjarna
22:00-01:00 Bráðavaktin. Eyvi og Anton
Sunnudagurinn 21.nóvember
10:00-11:00 Heyannir. Soffía Sigurðardóttir
11:00-13:00 Kvöldsigling (e). Kjadan Björnsson
13:00-14:00 Grænir Tónar. Skarphéðinn
14:00-15:00 Mjólkurbú Flóarmanna 70 ára Valdi-
mar Bragason
15:00-17:00 Árvakan. Soffía M . Gústafsdóttir
19:00-20:00 íslenskir tónar. Jóhann Birgir
20:00-21:00 Elvis frá A-Ö. Jói og Halli
21:00-22:00 Spurningakeppni HSK. Valdimar
22:00-24:00 Sögur og sígild tónlist. Friðrik Erlings.
Mánudagurinn 22.nóvember
07:00-09:00 Góðan dag Suðurland. Sigurgeir H
09:00-12:00 Allt Önnur Ella. Soffía M. Gústafs.
12:00-13:00 Með matnum. Tölvukallinn
13:00-17:00 Rjómagott. Gulli Guðmunds
17:00-19:00 Á ferð og flugi. Valdimar Bragason
19:00-20:00 Með matnum. Tölvukallinn
20:00-21:00 Spurningakeppni HSK (e). Valdimar
21:00-22:00 MBF 70 ára (e). Valdimar Bragason
22:00-24:00 Inn í nóttina. Tölvukallinn
Þriöjudagurinn 23.nóvember
07:00-09:00 Góðan dag Suðurland. Sigurgeir H
09:00-12:00 Allt Önnur Ella. Soffía M. Gústafs.
12:00-13:00 Með matnum. Tölvukallinn
13:00-17:00 Rjómagott. Gulli Guðmunds
17:00-19:00 Á ferð og flugi. Valdimar Bragason
19:00-22:00 Skeggjaða beljan. Vignir Egill
22:00-24:00 i minningu meistarana. Jón Hnefill
Miövikudagurinn 24.nóvember
07:00-09:00 Góöan dag Suðurland. Sigurgeir H
09:00-12:00 Allt Önnur Ella. Soffia M. Gústafs.
12:00-13:00 Með matnum. Tölvukallinn
13:00-17:00 Rjómagott. Gulli Guðmunds
17:00-18:25 Á ferð og flugi. Valdimar Bragason
18:25-19:00 Svæðisútvarp Suðurlands Guðrún
Halla
19:00-20:00 Meðmatnum
Tölvukallinn
20:00-22:00 Árvakan (e)
Soffía M. Gústafsdóttir
22:00-24:00 Meira en orð. Sigurbjörg Grétarsd
Fimmtudagurinn 25.nóvember
07:00-09:00 Góðan dag Suðurland. Sigurgeir H
09:00-12:00 Allt Önnur Ella. Soffia M. Gúsfafs.
12:00-13:00 Með matnum. Tölvukallinn
13:00-17:00 Rjómagott. Gulli Guðmunds
17:00-18:25 Á ferð og flugi. Valdimar Bragason
18:25-19:00 Svæðisútvarp Suðurlands. Guðrún
19:00-22:00 Sportröndin. Fanney og Svanur
22:00-01:00 Kvöldsigling. Kjartan Björnsson
Frá Vestmannaeyjum.
Utsvar verði
12 prósent
Bæjarráð Vestmaima-
eyja samþykkír álagn-
ingu opinberra gjalda.
Sorpgjöld lögð á. Úr-
ræðaleysi, segir
minnihlutinn.
Á fundi bæjarráðs Vestmanna-
eyja á dögunum var fjallað um
álagningu gjalda fyrir næsta ár,
það er útsvars, fasteignagjalda,
holræsagjalds og sorpeyðingar-
gjalda. Samþykkti bæjarráð að
útsvar f’yrir árið 2000 verði
12,04% og að fasteignaskattur
fyrir árið 2000 breytist á fast-
eignum, lóðum, lendum og
hlunnindum sem nemur breyt-
ingu á fasteignamati 1. desember
1999. Fasteignaskattur af hús-
næði verði 0,4% á íbúðir og íbúð-
arhús, útihús og mannvirki á bú-
jörðum, sem tengd eru Iandbún-
aði og sumarbústaðir, en á allar
aðrar fasteignir 1,35%.
Holræsagjald á íbúðarhús-
næði, útihús og mannvirki á bú-
jörðum sem tengd eru landbún-
aði og sumarbústaðir 0,20% en á
aðrar fasteignir 0,30%. Þá hefur
bæjarráð samþykkt að leggja
5.500 kr. sorpeyðingargjald á
hverja íbúð og 2.500 kr. sorp-
hirðu- og sorppokagjald. Þá var
samþykkkt að veita 7% stað-
greiðsluafslátt af fasteigna-, hol-
ræsa- og sorpgjöldum og afslátt-
ur er veittur af gjöldum ef að-
stæður hvers og eins krefjast
þess.
Tillögur þessar voru sem áður
segir samþykktar með atkvæðum
meirihluta Sjálfstæðisflokksins í
bæjarráði. Ragnar Oskarsson,
bæjarfulltrúi Vestmannaeyjalist-
ans, var á móti og lét bóka eftir-
farandi: „I tillögu sjálfstæðis-
manna að álagningarreglum fyrir
2000 er gert ráð fyrir hækkun
skatta á íbúa Vestmannaeyja.
Þessi hækkun er enn ein sönnun
þess hvernig fjárhag Vestmanna-
eyjabæjar er illa komið undir
stjórn sjálístæðismanna. Ur-
ræðaleysi þeirra speglast í ofan-
greindri tillögu um gjalda-
stefnu.“ -SBS.
Stjómsýsluhús ris
Bygging stjómsýslu-
huss í Þorláhshöfn
gengiu' vel. Fullhúið í
fehrúar. Bæjarskrif-
stofur, söfn og bariki.
Nú er unnið af fullum krafti við
að múra og leggja í gólf hins nýja
menningar- og stjórnsýsluhúss
sem er að rísa í Þorlákshöfn. Er
annar áfangi byggingarinnar á
seinni stigum og verður honum
lokið í febrúar á næsta ári. Þá er
fyrirhugað að sveitarfélagið Ölf-
us flytji sig með sínar skrifstofur
í nýja húsnæðið, en húsnæði það
sem skrifstofur sveitarfélagsins
eru nú í er löngu sprungið utan
af starfseminni. Einnig er ætlun-
in að Landsbanki Islands flytji
um svipað Ieyti í húsið, en hann
er nú til húsa í allt of litlu hús-
næði. Þá er ætlunin að drjúgur
hluti neðri hæðarinnar fari undir
bóka- og minjasafn, utan þess
pláss sem Landsbankinn hefur
til afnota.
Að sögn Sigurðar Jónssonar,
byggingarfulltrúa Ölfuss, hefur
annar verkhlutinn gengið vel,
litlar sem engar tafir orðið og
verkið því vel á áætlun. Mun
húsið á endanum svo og um-
hverfi þess verða hið glæsileg-
asta. Umhverfi hússins er hann-
að af Landmótun ehf. og sam-
kvæmt lýsingum Sigurðar Jóns-
sonar kemur það til með að verða
mjög skemmtilegt og gjörbreytir í
raun nánasta umhverfi hússins.
Hönnunin utanhúss tekur
einnig mið af því að í bígerð er
að breyta innkomunni í þorpið;
færa hana vestar og meira frá
hafnarsvæðinu, Sú breyting mun
væntanlega fylgja í kjölfarið á
lagningu Suðurstrandarvegar.
- HS
Fróðlegix fyrirlestrar
Áfram heldur fyrir-
lestraröðin í Húsinu
á Eyrarbakka, þar
sem á næstunni verð-
ur m.a. fjaUað um
þéttbýlisríki og
dvergríki á íslandi.
í þessum mánuði heldur áfram
fyrirlestraröð sú sem nú stend-
ur yfir um sagnafræðileg efni og
er í Húsinu á Eyrarbakka. Þeg-
ar hefur hér í blaðinu verið sagt
frá tveiniur fyrstu fyrirlestrun-
um. í gær 17. nóvember, flutti
Davíð Ólafsson, sagnfræðingur
í ReykjavíkurAkademíunni, fyr-
irlesturinn Menningargerð í
mótun - þéttbýlisvæðing í spegli
íslenskra dagbóka á síðari hluta
19. aldar og fyrri hluta þeirrar
20. „Davíð mun bera saman
dagbækur bænda og þéttbýlis-
búa á áratugunum fyrir síðustu
aldamót, og greina breytingar á
menningargerð vegna byggða-
þróunar og samfélagsbreytinga
á þessum tíma. Eins og þær
birtast í sjálfstjáningu dag-
bókanna," segir í fréttatilkynn-
ingu.
Fjórði og síðasta fyrirlestur-
inn í Húsinu í þessari lotu verð-
ur síðan þann 25. nóvember kl.
20.30 þegar Axel Kristinsson,
sagnfræðingur í Reykjavíkur-
Akademíunni, flytur fyrirlestur-
inn Dvergríki á sunnanverðu Is-
landi - Ríki Árnesinga á 11. og
12. öld. „Einhvern tíma seint á
I 1. öldinni eða snemma á þeir-
ri 12,, myndaðist dvergríki á
sunnanverðu íslandi. Það var
hið fyrsta af mörgum sem áttu
eftir að spretta upp í landinu á
næstu 100 til 150 árum. Ríki
þetta í Árnesþingi er venjulega
kennt við Haukdælaætt, sem
fór með stjórnartaumana allt
frá upphafi og þar til það leið
undir lok með tilkomu kon-
ungsvalds á íslandi... Sagn-
fræðingar eru nú að mestu
hættir að segja söguna útfrá
æviatriðum kónga og keisara.
Er ekki kominn tími til að segja
sögu Árnesþings á þjóðveldisöld
fremur en aðeins sögu Hauk-
dæla? Má kannski gera því
skóna að fólkið sem þar bjó hafi
frekar litið á sig sem Árnesinga
en Islendinga?,“ segir m.a. í
fréttatilkynningu um fyrirlest-
urinn.
-sps.