Dagur - 18.11.1999, Page 3

Dagur - 18.11.1999, Page 3
 SUÐURLAND FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1999 - 3 Einmeiuiiiigs stofnanir hafa lítið holmagn Það vantar peninga, segir PáU Marvin Jónsson, forstöðu- maður Rannsóknaset- nrs HÍ í Eyjum, en setrið er fimm ára um þessar mundir. „Styrkur samfélags- ins í Eyjum svo tengdur sjónum og sjávarútvegi og við megum ekki sitja eft- ir þar.“ Páll Marvín Jónsson sjávarlíf- fræðingur hefur veriö forstöðu- maður Rannsóknaseturs Há- skóla lslands í Vestmannaeyjum þau fimm ár sem það hefur starfað. I tilefni af út- tektarskýrslu gerð var og birt á fimm ára af- mæli setursins er Páli Marvin í viðtali um stöðu og framtíð Rann- sóknasetursins í Eyj- um. Skýrslan er úttekt óháðra aðila á setrinu og mat á því starfi sem unnið hefur verið. Páll var í upphafi spurður að því hvert væri stærsta vandamál- ið sem Rannsóknasetrið stæði frammi fyrir sam- kvæmt skýrslunni. „Það er að fá rekstrarfé og einnig að fá peninga í ákveðin verkefni sem unnin eru, eða vilji er til þess að vinna. Eins og þetta er hérna í setrinu, þá má kalla þær stofn- anir sem eru innan þess einmennings stofnanir. Eg hef verið að sækja um styrki, vinna verk- efni, reka húsið og hugsa um bókhaldið, og þaó sjá allir sem vilja að eitthvað kann að sitji á hakanum undir slíkum kringumstæðum. Við þurfum að fá inn sterkt fólk sem getur unnið að því að setja upp verkefni og afla til þess fjár. Til þess að geta keyrt upp rannsóknaverkefni, þurfum við að hafa ákveðinn grunn og starfsfólk sem hefur hæfileika og getu til þess að skapa. Hérna eru einmenningsstofnanir, sem hafa lítið bolmagn. En Háskólinn hef- ur vilja til að bæta úr þessu með því að fá inn nýtt stöðugildi svo hægt sé að vinna að rannsókn- « um. Skyldan að veita fræðslu og ráðgjöf - Kristallast þetta kannski í samfélaginu hér í Eyjum að of fáir eru að vasast í of mörgu? „Það er auðvitað klárt mál að það eru fáir að vasast í mörgu, ef að þessir fáu eru ekki að sinna málunum, þá eru þau kannski alls ekki gerð. Það þarf að búa til aðstöðu fyrir fólk til að koma hingað og vera hér til þess að dreifa verkefnunum, og allt lendi ekki á sömu aðilun- um. Ég er ekki að segja að ein- hverjir aðrir hefðu ekki getað leyst ýmis verkefni, en það hef- ur hara ekki verið á þeirra tak- teinum í hvert skipti.“ - Hver er skylda Rannsóknasetursins við almenning í Eyjum? „Skyldan er að veita almenna fræðslu og ráðgjöf. Þróunarfélagið hefur séð meira um tenginguna við at- vinnulífið eftir að það kom inn í húsið. Hins vegar eru möguleik- arnir mjög miklir til þess að gera ýmsa hluti. Við höfum haft opna fyrirlestra fyrir almcnning, en í raun hef ég ekkert fjár- magn, sem er eyrnamerkt slík- um verkefnum. Fjármagnið sem notað hefur verið í slíkt er úr rekstrinum á skrifstofunni og aðstöðunni. Þar af leiðandi hef ég mjög lítið bolmagn til þess að gera meira en við þó höfum gert. Hver fyrirlestur kostar að jafnaði 30 þús. kr., sem þýðir 300 þúsund fyrir tíu fyrirlestra. Þetta eru kannski ekki háar fjár- hæðir í sjálfu sér, en fyrir svona litla stofnun, eru þetta mikli peningar. Við verðum hins vegar að sækja meira inn á þetta svið, sem er almenningsfræðslan. At- hafnaverið var fyrst hugsað fyrir ungt fólk, en áherslur hafa hreyst, sem er í sjálfu sér eðli- legt, því menn verða að geta að- lagað sig að breyttum aðstæð- um. Núna er Athafnaverið opið fyrir alla og þar hefur farið fram námskeiðahald fyrir Endur- menntunardeild Háskólans og fjarkennsla hefur einnig farið þar fram. Á þessum nótum get- um við nálgast samfélagið meira en þá er ég fyrst og fremst að tala um Háskólann; þannig að þessi leið að fara í gegnum þessa almenningsfræðslu og sértækara námskeiðahald ætti að vera leið til þess að virkja samfélagið inn í starf Rann- sóknasetursins.“ Rannsóknasetrið styrki fræðasamféiagið - Er ekki hætta á faglegri ein- angrun í byggðarlagi eins og Vestmannaeyjum? „Það eru ekki margir á hverj- um stað f sérhæfðum fögum. Þess vegna er mjög gott að geta veitt þessum aðilum sér- tæk námskeið eða er- indi í heimabyggð. Ég tel því að Rannsókna- setrið eigi að styrkja fræðasamfélagið og samfélagið í heild. Hinsvegar dekkar Há- skólinn öll svið sam- félagsins og við höf- um til dæmis unnið mörg verkefni í tengslum við félags- fræðistofnun og mannfræðistofnun. Þannig er setrið opið fyrir öllu og má til dæmis benda á að nemendur sem eru að vinna að einhverjum verkefnum eru vel- komnir hingað og vinna að verkefnum, hvort heldur í raun- vísindum eða hugvís- indum. Það væri líka gaman að hafa sér- fræðinga í ýmsum málum, sem fasta starfsmenn við setrið, en enn og aftur vant- ar peninga. En hins vegar er styrkur sam- félagsins í Éyjum svo tengdur sjónum og sjávarútvegi og við megum ekki sitja eftir þar og þegar setrið var sett af stað var markmiðið sett á raunvísindi frekar en aðarar greinar. En við erum eins og ég sagði opnir fyr- ir öllu.“ Fyrirtæki og háskólar vtnni saman - Nú hefur verið mikil breyting á háskólaumhverfinu hér á landi og einkaaðilar farnir að styrkja ákveðin verkefni og pró- fessorstöður. Sérðu það verða hérna við Rannsóknasetrið? „Við höfum verið með verkefni sem hafa verið styrkt af fyrir- tækjum í Vestmannaeyjum og það er af hinu góða. En það hef- ur ekki verið rætt að fá einkaað- ila til að borga slíka fasta stöðu. Hins vegar höfum við frekar leitað eftir styrkjum fyrir menn til þess að koma og sinna ákveðnum verkefnum, ef slíkt gæti fallið inn á svið einhverra fyrirtækja er hægt að sækja um styrk til fyrirtækja. Einnig má benda á að við gerðum samning við Fullbright stofnunina og á næsta ári fáum við væntanlega bandarískan sérfræðing til þess að stunda rannsóknir hér á ein- hverju efni. Við komum til með að auglýsa opna stöðu fyrir slíka rannsókn næsta sumar. Það gæti verið tengt hvaða grein sem er á meistara- eða doktors- sviði. En ég vil ítreka að fyrir- tæki og háskólar eiga góða möguleika á að vinna saman og þá ekki síst ýmis þróunverkefni og þá sjálfsagt að fyrirtækin leggi fé af mörkum til slíkra samstarfsverkefna. -BEG. AKUREYRARBÆR Viðtalstímar bæjarfulltrúa Mánudaginn 22. nóvember 1999 kl. 20-22 verða bæjarfulltrúarnir Oddur Helgi Halldórsson og Þórarinn B. Jónsson til viðtals á skrifstofu bæjarstjóra að Geislagötu 9, 1. hæð. Bæjarfulltrúarnir munu svara símaviðtölum eftir því sem aðstæður leyfa. Síminn er 460 1000. Akureyrarbær Leikskólinn Iðavöllur Laus er til umsóknar 100% staða deildarstjóra á leik- skólanum Iðavelli. Gránufélagsgötu 43. Umsækjandi verður að hafa leikskólakennaramenntun. Tekið verður tillit til samþykkta bæjarstjórnar Akureyrar við ráðningu í starfið. Staðan er laus strax. Laun eru samkvæmt kjarasamningi FÍL og launanefndar sveitarfélaga eða STAK og launanefndar sveitarfélaga. Upplýsingar um starfið veitir Kristlaug Svavarsdóttir leik- skólastjóri í síma 462 3849 Umsóknarfrestur er til 29. nóvember nk. og skulu umsóknir berast til upplýsingaandyris Akureyrarbæjar. Geislagötu 9 á eyðublöðum sem þar fást. Leikskólakennara og/eða annað starfsfólk vantar á leekskólann Krummakot í Eyjafjarðarsveit. Umsóknarfrestur er til 26. nóvember og skal skilað á skrifsto- fu Eyjafjarðarsveitar, Syðra Laugalandi, 601 Akureyri. Upplýsingar veitir Anna Gunnbjörnsdóttir, leik- skólastjóri í síma 463-1231 frá kl. 10:00-12:00 og í síma 463-1160 frá 19.00-20.00 „77/ þess að geta keyrt upp rannsóknaverkefni, þurfum við að hafa ákveðinn grunn og starfsfólk sem hefur hæfileika og getu til þess að skapa, “ segir Páll Marvin, meðal annars hér í viðtalinu.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.