Dagur - 18.11.1999, Page 4

Dagur - 18.11.1999, Page 4
4 — FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1999 Dagftr SUÐURLAND Rurímeð sýningu í Eyjum Rún opnar sýningu í Gallerí gamla áhalda- húsinu á homi Vesturvegar og Græðisbraut- ar laugardaginn 20. nóvember ld 16. Þetta er önnur sýningin af tveimur f E\jum á þessu hausti sem Eimskipafélag Islands styrkir, en fyrr í haust höfðu Ráðhildur Inga- dóttir og Ósk Viljálmsdóttir verið með sam- sýningu með tilstyrk Eimskips. Eins og síðastliðinn vetur er enn þá til staðar áhugi á því að efna til sýngarhalds myndlistarmanna ofan af fastalandinu í Eyj- um. Það er Benedikt Gestsson, blaðamaður á Fréttum í Eyjum, sem frumkvæði befur haft af þessu sýningarhaldi og með það að leiðarljósi að myndlistin eigi ekki bara heima á stór Reykjavíkursvæðinu leitaði hann til Eimskipafélagsins um hvort það vildi koma að þessu sýningarhaldi nú og fengust jákvæð svör við þeirri málaleitan og ákvað Eimskipa- félagið að styrkja sýningarnar. Eimskipafé- lagið hefur verið ötull styrktaraðili ýmissa menningarviðburða og í þvf sambandi er rétt að geta þess að félagið er stærsti styrktarað- ili, Reykjavík menningarborg árið 2000. Rún' mun sýna ljósmyndir í stærðunum 55x75 sm og 60x90 sm. Sýning hennar verður opnuð laugardaginn 20. nóvember og verður hún opin tvær helgar, þann 20. og 21., og 27. og 28. nóvember. Opnun sýning- Mynd Rúríar afSigríði baráttukonu Tómasdóttur í Brattholti, en arinnar mun verða kl. 16.00, en að öðru leyti sýningin er tileinkuð henni. Sýning Rúríar heitir Þann dag mun verður hún opnin frá kl. 14 til 18. Lokað er í gg miðri viku, - Sýnt er í gamla Ahaldahúsið á ------------------------------------------- horni Vesturvegar og Græðisbrautar. Húsið er í eigu Vestmannaeyjabæjar, sem lánar það endur- nenrdur f EyJum að láta >essa sýningau ekki fram hjá gjaldslaust og er tillegg bæjarins til þess að efla ser lra' Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. sýnigarhald í Eyjum. Skorað er á myndlistarunn- -SBS. Iþróttahús vlgt á Hellu Nýtt íþróttahús verður vígt á Hellu næstkomandi laugardag. Húsið, scm hefur verið í bygg- ingu í rétt tæp tvö ár, mun bæta úr brýnni þörf vegna íþrótta- kennslu á staðnum en hún hef- ur til þessa farið fram í Hellu- bíói og að Laugalandi í Holtum. Iþróttahúsið er sambyggt sund- lauginni á Hellu en á milli er tengibygging, þar sem verður meðal annars félagsaðstaða, snyrtingar og geymslur. Fram- kvæmdum við tengibygginguna er þó enn ekki að fullu lokið, við áhorfcndapalla og í kjallara þar sem búningsklefar verða - en þangað til verða búningsldefar við sundlaugina nýttir. Iþrótta- húsið er að flatarmáli um 1.200 fermetrar og er keppnisvöllur þess í löglegri stærð. Að sögn Guðmundar fnga Gunnlaugssonar, sveitarstjóra Rangárvallahrepps, reikna menn með að heildarkostnaður við framkvæmdir þessar verði um 140 milljónir króna. A þessum tímapunkti stendur kostnaður í 120 milljónum kr. en við er bú- ist að um 20 millj. kr. bætist við í þeim verkþáttum sem ólokið er, en í þá verður farið á næstu misserum. -SBS. . SUDURLANDSVIÐTALIÐ Óskar eftir bættum laimakjönun Leikskólakennarar við Heklukot á Hellu hafa sent inn erindi til hreppsnefndar Rangárvallahrepps, þar sem þeir óska eftir bættum launakjörum. Á síðasta hreppsnefndarfundi var sveitarstjóra og odd- vita faíið að leita samkomulags við feikskólakennara og hafa þeir nú þegar átt einn fund með kennurunum um þessi mál. Að sögn Guð- mundar Inga Gunnlaugssonar sveitarstjóra byggja leikskólakennar- arnir körfur sínar á því að þeim hafi verið falið aukið vinnuframlag og ábyrgð með því að leikskólinn var gerður að fyrsta skólastiginu í landinu - og það vilja kennararnir nú fá metið til launa. Fagna fíkniefnalöggu Á fundi bæjarráðs Árborgar í síðustu viku var lýst yfir ánægju með að nú skuli ákveðinn lögreglumaður hjá Lögreglunni í Árnessýslu hafa það sérstaka verkefni að sinna fíkniefnamálum. Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að leita eftir því að þessi lögreglumaður komi til fundar við bæjarstjórn. „I tilefni af ábendingum nefndarinnar um ráðningu vímuvarnafulltrúa vill bæjarráð upplýsa að ýmsir möguleik- ar varðandi þann þátt eru til umræðu. Vonast er til að þau mál skýrist á næstu vikum og mun þá verða tekin afstaða til ráðningar," segir í fundargerð. -SBS. Ungmeimafélagiö Dagsbrun 90 ara Ungmennafélagið Dagsbrún í Austur-Landeyjum, sem varð 90 ára í fyrri mánuði, býður til afmælisveislu í félagsheimilinu Gunnars- hólma næstkomandi laugardag milli kl. 13:30 og 17. Þar verður boð- ið upp á veitingar, til sýnis verða verðlaunagripir í eigu félagsins og félagsmanna og jafnframt verða sýndar myndir úr starfi félagsins í áranna rás. Þá hefur félagið látið gera minjagripi sem verða til sölu á staðnum á vægu verði. I fréttatilkynningu eru Austur-Landeyingar, heima og heiman, og Dagsbrúnarfélagar fyrr og nú boðnir velkomnir til samkomu þessarar. Vantar gögn frá Geysi Már Sigurðsson á Hótel Geysi og Ásborg Arnórsdóttir, ferðamála- fulltrúi uppsveita Árnessýslu, hafa sent frá sér tilkynningu þar sem „eftirlýsir eru þeir sem eiga í fór- um sínum gamlar myndir, upptök- ur, greinar, bréf, sögur eða annað er varðar Geysi í Haukdal, svæðið þar í kringum og gestakomur í nú- tíð og fortíð.“ Miklar framkvæmd- ir standa nú yfir á Geysissvæðinu við uppbyggingu á menningar- og þjónustumiðstöð. Eru þeir sem eiga eða vita um gögn sem nýtast í því starfi beðnir um að hafa sam- band við Má í síma 486 8916 eða Ásborgu í síma 486 8810. - SBS. Geysir í Haukadaf Vil ekki norskar kýr Ólafía, Ingólfsdóttir9 varaþingmaður í Vorsahæ. Ólafía hefur tekið sæti á Alþingi ístað Guðna Ágútssonarnæstu tvær vikumar. Virkjanir eystra ogfjarvinnslan eru þau mál sem nú herhátt á þingi og þarhefur Ólafía skýra afstöðu. - Þú hefur nú tekið sæti ú Al- þingi sem varaþingmaður Framsóknarflokksins á Suður- landi. Fyrir hvorn þing- manna flokksins tehur þú nú sæti og ekki er þetta í fyrsta sinn sem þúferð á þing? „Nei, þetta er í þriðja skipti sem ég fer til setu á Alþingi. Á síðasta kjörtímabili tók ég í tvígang þar sæti fyrir Isólf Gylfa Pálmason og starfaði þá fyrir hann í fjárlaga- og um- hverfisnefndum þingsins. Nú er ég hinsvegar á þingi fyrir Guðna Ágútsson, sem mun næstu tvær vikurnar verða er- Iendis. Menn voru að segja í þinginu að hann væri að afla sér sálarstyrks áður en hann tæki ákvörðun í því stóra máli hvort leyfa skuli innflutning norskra kúa hingað til lands.“ -Já, hver er þín skoðun sem varaþingmanns og kúabónda á þvf máli? „Sú afstaða mín er alveg skýr. Eg vil ekki heimila innflutning á norskum kúm, þvf ég tel alltof mikla áhættu f því fólgna. Islenska landnámskýrin hefur reynst okkur vel í gegn- um aldirnar og meðal annars skilað okkur mjólk með lágri frumutölu, en það atriði er einmitt svo mikilvægt. Það sem vakir fyrir mönnum í þessum innflutningshugmyndum þeirra er að hafa í fjósi færri gripi sem mjólka meira - og komast þannig ódýrara frá búskapnum. En er það endilega víst? Það skilar mestum og bestum af- rakstri að menn séu vakandi og sofandi yfir búskapnum." - Nú ber hátt á Alþingi einmitt þessa dagana umræð- ur um virkjanir á Austur- landi. Hvaða pól tekur þú þar í hæðina? „Ég styð alfarið að virkjað verði á Austurlandi, um líf og dauða fyrir byggðir eystra er að tefla og fórnarkostnaðurinn er ásættanlegur. Enda hverju töp- um við með . Eyjabökkum. Mér finnast rök umhverfisverndar- sinna ekki trúverðug og þeir sem kalla sig Umhverfisvinir, sem eru mestanpart fólk í Reykjavík, verða að taka tillit til þess að úti á landi verður að vera til staðar atvinna svo fólkið komist af.“ - Á Alþingi munt þú sitja þessa og næstu viku. Eru ein- hver sérstök mál sem þú hyggst hreyfa á þinginu? „Á mánudag í næstu viku hef ég í hyggju að bera upp fyrir- spurn, sem væntanlega verður beint til samgönguráðherra, um hvernig efla megi fjar- vinnslu og -kennslu á lands- byggðinni. Þar hef ég til dæmis í huga jaðarbyggðir á Suður- Iandi, einsog til dæmis Vestur- Skaftafellsýslu. Ljóst má vera að landbúnaður þar eflist ekki mikið frá þvf sem er í dag, en hinir nýju möguleikar tækninn- ar geta aftur á móti orðið til þess að renna styrkari stoðum undir mannlíf þar eystra - og raunar víðar.“ -SBS.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.