Dagur - 23.11.1999, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 23. nóvember 1999
82. og 83. árgangur - 223. tölublað
Um 83% vilja
stöðugleikaim
Sambandsstj ómar-
fundur ASÍ. Flestix til-
búnir að slá af laima-
kröfum fyrir stöðug-
leika. Lægstu laun í
forgang. Sáttagrunnur
í skipulagi ASÍ.
Anægja hjá RSÍ.
Svo virðist sem launafólk sé tilbú-
ið að taka á sig minni launahækk-
anir en ella ef það mætti verða til
þess að tryggja áframhaldandi
stöðugleika í verðlagsmálum. Þá
bendir margt til þess að meiri sátt
sé að nást innan ASI um leiðir til
að setja niður þær deilur sem ver-
ið hafa vegna skipulagsmála. I
það minnsta tók Guðmundur
Gunnarsson, formaður Rafiðnað-
arsambands Islands, þátt í sam-
bandsstjórnarfundi ASI sem hófst
í gær og lýkur í dag, þriðjudag.
Miiini laiuiahækkanir
A sambandsstjórnarfundinum í
gær var kynnt könnun sem Edda
Rós Karlsdóttir, hagfræðingur
ASI, gerði meðal launafólks. Þar
kemur fram að 83%
séu tilbúin að
tryggja stöðugleika í
verðlagsmálum þótt
það hafi í för með
sér minni launa-
hækkanir fyrir við-
komandi. Hún segir
að það séu einkum
þeir sem séu með
allra lægstu launin
sem ekki séu tilbún-
ir til þess að slá af
væntanlegum kröf-
um sínum til að
tryggja stöðugleika.
Edda Rós bendir
einnig á að það sé
stór hluti þeirra sem
eru með lág laun sem séu tilbún-
ir að slá af kröfum til að viðhalda
stöðugleikanum.
Lægstu laun 1 forgang
I þessari sömu könnun kemur
fram að yfirgnæfandi meirihluti er
á því að há laun eigi að hækka
minna í komandi kjarasamning-
um svo hægt sé hækka lágu laun-
in. Edda Rós segir
að afstaða fólks til
þessa sé ekki aðeins
bundin við þá sem
eru með lág laun
heldur sé einnig
mikið fylgi við þessa
kjarastefnu í röðum
þeirra sem hafa
einna hæstu launin.
Edda Rós segir að
miðað við þetta sé
greinilegt að launa-
fólk vilf ekki fórna
þeim árangri sem
náðst hefur í efna-
hagsmálum. Hins
vegar sé fólk meðvit-
að um það að vissir
hópar hafa setið eftir og því sann-
gjarnt að þeir fái kjarabætur vegna
þessa og sé jafnvel tilbúið að taka
það á sig. í þessari könnun tóku
þátt m.a. bankamenn, kennarar,
verslunarmenn, opinberir starfs-
menn innan BSRB, háskólafólk,
iðnaðarmenn, ófagfærðir og
launafólk utan sambanda.
Sáttagnuinux
I drögum að ályktun sambands-
stjórnarfundarins um skipulags-
mál kemur m.a. fram að það sé
nauðsynlegt að ná fram sátt um
tvö grundvallarsjónarmið. Annars
vegar að allt launafólk eigi aðild
að viðurkenndum stéttarfélögum
og hins vegar að öll stéttarfélög
eigi aðild að sterku Alþýðusam-
bandi sem sé samnefnari launa-
fólks. Stefnt er að því að tillögur á
þessum grunni verði tilbúnar fyr-
ir lok apríl á næsta ári.
Ánægja hjá RSÍ
Guðmundur Gunnarsson, for-
maður RSI, segist vera mjög sátt-
ur og ánægður með ályktunina
um skipulagsmálin ef hún verður
samþykkt. Hún ætti einnig að
losa um þann ósveigjanleika sem
verið hefur þannig að RSI geti
verið innan ASÍ og RSÍ sé heimilt
að taka á móti Félagi fslenskra
símamanna svo dæmi sé nefnt.
- GRH
gert könnun meðal launa-
manna.
Fjögur
imgmenni
breimdust
Fjögur ungmenni, tveir piltar og
tvær stúlkur á aldrinum fimmtán
til sautján ára, brenndust illa
þegar gassprenging varð í bifreið
í útjaðri í Sandgerðis á sunnu-
dagskvöld. Tilkynning barst til
Iögreglunnar í Keflavík um
klukkan tíu um kvöldið að þau
hefðu komið á sjúkrahúsið í
Keflavík. Ungmennin voru í
fólksbifreið með 1 I kflóa gaskút
og þegar önnur stúlknanna ætl-
aði að kveikja sér í sígarettu varð
sprenging í bflnum. Ungmennin
fjögur brenndust öll illa og voru
flutt á Landspítalann. Þrjú
þeirra voru í gær komin á barna-
deild en eitt ungmennanna var
enn á gjörgæslu. Sprengingin var
mjög öflug því bifreiðin er nán-
ast ónýt. Meðal annars gengu
hurðir út, þakfestingar losnuðu.
Er talin mildi að ekki fór enn
verr miðað við hvernig bifreiðín
er útleikin.
Útgáfuteiti vegna geislaplötunnar Jólasveinar ganga um gátt var haldið í versluninni Kort og bækur í Bankastræt-
inu síðdegis í gær. Platan, sem inniheldur leikþætti og lög við kvæði Jóhannesar úr Kötlum, er gefin út af Máli og
menningu í samráði við Þjóðminjasafnið. Margir afástsælustu leikurum þjóðarinnar koma fram á plötunni og litu
þeir við i teitið ígær. Að auki voru nýju jólasveinabúningarnir til sýnis. - mynd: eól.
Afgreiddir samdægurs
Venjulegirog
demantsskomir
trúlofunarhringar
GULLSMIÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI ■ SÍMI 462 3524
Vigdís Finnbogadóttir er heiðurs-
forseti Umhverfisverndarsamtaka
íslands.
Þjóðfræg
stjóm
Aðalfundur Umhverfisverndar-
samtaka íslands fór fram um
helgina. Þar var m.a. samþykkt
að skora á ríkisstjórn og Alþingi
að Iáta fram fara lögformlegt mat
á umhverfisáhrifum vegna
Fljótsdalsvirkjunar. Það sé hags-
munamál þjóðarinnar að óvil-
hallur og sérfróður aðili leggi
mat á skýrslu Landsvirkjunar.
Því sé mikilvægt að Skipulags-
stofnun fái skýrsluna til umfjöll-
unar og almenningi gefist kostur
á að gera athugasemdir. A fund-
inum var kosin ný stjórn þjóð-
þekktra íslendinga. Vigdís Finn-
bogadóttir er heiðursforseti sam-
takanna og með henni í stjórn
eru Steingrímur Hermannsson,
Guðfinna Bjarnadóttir, Oskar
Magnússon, Gunnar G. Schram,
Júlíus Sólnes, Ólöf Guðný Valdi-
marsdóttir og Steinunn Sigurð-
ardóttir. I varastjórn eru Arný E.
Sveinbjörnsdóttir og Einar Már
Guðmundsson.
Skora á
Norðmenn
Eitt hundrað íslenskir listamenn
úr ýmsum greinum hafa sent
norsku ríkisstjórninni og for-
ráðamönnum Norsk Hydro bréf,
þar sem skorað er á þessa aðila
að hætta samningum við íslensk
stjórnvöld um álver á Reyðarfirði
á meðan lögformlegt umhverfis-
mat vegna Fljótsdalsvirkjunar
hefur ekki farið fram. Lista-
mennirnir vona að Norðmenn
sýni það í verki að þeir virði leik-
reglur um umhverfismat. Listinn
var bundinn við 100 nöfn og
safnaðist á skömmum tíma, sam-
kvæmt fréttatilkynningu frá Um-
hverfisvinum. A listanum eru
margir af þekktustu listamönn-
um þjóðarinnar í tónlist, mynd-
list, leiklist, bókmenntum og
kvikmyndagerð.
in