Dagur - 23.11.1999, Síða 5

Dagur - 23.11.1999, Síða 5
 ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1999 - 5 FRÉTTIR L. Frj álslyndir boða frumvarpadrlfu „Þá eru eftir 30 milljarðar sem ekki er hægt að gera grein fyrir. IAð teljum að þarna sé um það að ræða að sægreifar hafa farið út úr greininni með þetta fé, segir Guðjón A. Kristjánsson. Guðjón A. Kristjáns- son segir von á mörg- um frumvörpum sem snerta sjávarútvegs- stefnuna. Hann boðar fyrirspum mn hvað varð af 30 miUjörðum króna, sem Þjóðhags- stofnun segir ekki hægt að gera grein fyrir í skuldum sjáv- arútvegsins. Aukalandsþing Frjálslynda- flokksins var haldið um helgina. Þar mætti á annað hundrað manns og ríkti eindrægni á fund- inum, enda þótt menn skiptust á skoðunum, að sögn Guðjóns A. Kristjánssonar alþingismanns. Hann segir að í undirbúningi hjá flokknum séu Qölmörg frum- vörp um sjávarútvegsmál, sem lögð verði fram á Alþingi í vetur. »Við erum m.a. með í bígerð frumvarp um að afnema teg- undatilfærsluna, sem hefur í raun bara verið sjálftöku kvóti, sem hefur beinst að því að halda uppi ofveiði á karfastofnunum. Síðan erum við með hugmynd sem er enn þá í vinnslu um það að draga línu undir alþjóðaflot- ann okkar, sem ég kalla svo, því ég kalla frystitogarana alþjóða- flota, enda er hann kominn með veiðiheimildir hingað og þang- að,“ segir Gujón Arnar. 30 milljarðar týndir Hann segir frumvarpið sett fram til þess að koma í veg fyrir að þessi alþjóðafloti fái að taka meira til sín af aflaheimildum frá bátaflotanum. Guðjón segir að eins og kerfið er nú, geti komið upp sú staða að ákveðið verði að skera niður úthafskarfakvótann og flotann vanti þá verkefni. „Og vegna þess að það má kaupa kvóta hvar sem er og af hvaða bát sem er frá hvaða byggðarlagi sem er, þá getur ákvörðun í London um niður- skurð á veiðum á úthafskarfa orðið til þess að það detti niður öll atvinna í einhverju þorpi út á landi vegna þess að allur kvótinn er keyptur burt úr þorpinu. Þetta er eins fáránlega vitlaust og það mögulega getur verið,“ segir Guðjón Arnar. Hann var spurður hvort vænta megi frumvarps um kvótafram- salið, sem hann og félagar hans í Frjálslyndaflokknum hafa gagn- rýnt mjög harðlega? „Við förum í þessi mál öll hvert af öðru. Eg þarf þó að Ieggja fram nokkrar fyrirspurnir á þingi áður en við leggjum fram öil frumvörpin. Ég þarf þannig að fá fram ákveðnar upplýsingar sem ekki hefur verið auðvelt að fá með öðrum hætti. Þar má nefna hver séu verðmæti samanlagðra leigðra og seldra aflaheimilda, sundurliðað eftir árum og kjör- dæmum. Skuldir sjávarútvegsins hafa aukist um 55 milljarða króna sl. Ijögur ár. Þjóðhags- stofnun telur að hægt sé að gera grein fyrir 25 milljörðum í aukn- um Ijárfestingum. Þá eru eftir 30 milljarðar sem ekki er hægt að gera grein fyrir. Við teljum að þarna sé um það að ræða að sæ- greifar hafa farið út úr greininni með þetta fé. Þeir sem kaupa af þeim kvótann skuldsetja sig og þar liggi þessir 30 milljarðar," segir Guðjón A. Kristjánsson. - S.DÓR Það verður að meðaltali 13% dýrara að hafa barn á leikskóla í Reykjavík eftir ákvörðun leikskólaráðs í gær. Leikskóla- gjöldin nækka Leikskólaráð Reykjavíkur sam- þykkti í gær að hækka Ieikskóla- gjöld í borginni að meðaltali um þrettán prósent. Rök meirihluta ráðsins með hækkuninni nú eru að hlutdeild foreldra í rekstrar- kostnaði leikskólanna sé með þessari hækkun færð í svipað horf og hún var fyrir þremur árum, eða um þriðjung. Fulltrú- ar sjálfstæðismanna í leikskóla- ráðinu hafa lagt til að settur verði á fót vinnuhópur á vegum ráðsins til að finna lausn á þeim vanda sem steðjar að Ieikskólum borgarinnar vegna skorts á starfsfólki. Afgreiðslu þeirrar til- lögu var frestað á fundi ráðsins í gær. Fj ármálafyrirtæki til í aldamótin INNLENT Áhersla á að fylgjast með stærri fyrir- tækjum á fjármála- markaði vegna „2000-vandans“ Lokað á gamlársdag og 3. janúar í frétt sem Fjármálaeftirlitið sendi fjölmiðlum í gær kemur m.a. fram að undirbúningur ís- lenskra Ijármálafyrirtækja vegna 2000-vandans sé vel á veg kom- inn. Það telur að ekki sé ástæða til að ætla að teljandi áföll verði í þjónustu fyrirtækjanna um næstu áramót. Þó sé ekki útilok- að að tímabundnir hnökrar verði á starfsemi einstakra aðila. Tæp- lega 180 aðilar heyra undir eftir- lit Fjármálaeftirlitsins. Þeirra á meðal eru lánastofnanir, verð- bréfafyrirtæki, vátryggingafélög og lffeyrissjóðir. Mest áhersla hefur verið lögð á að fylgjast með stærri og mikilvægari aðilum í Ijármálakerfinu. Fjármálaeftirlit- ið hefur birt fjórar stöðuskýrslur á vefsíðu 2000-nefndarinnar og sú fjórða fór á vefinn í gær. Slóð- in er http://2000.stjr.is Tengt þessu þá sendu fjármála- fyrirtækin frá sér sameiginlega tilkynningu í gær þar sem sagt er að afgreiðslustaðir banka, spari- sjóða, ýmissa lánastofnana og verðbréfafyrirtækja, auk Seðla- banka og Verðbréfaþings, verða lokaðir 31. desember nk., sem er föstudagur, og mánudaginn 3. janúar 2000. Þetta er gert í var- úðarskyni vegna 2000-vandans alræmda. GSM-banM opnaður Síminn GSM, Sparisjóður Kópa- vogs (SPK) og Smartkort kynntu í gær nýjung í bankaviðskiptum á íslandi, GSM-banka. Með GSM-bankanum er viðskiptavin- um SPK gert kleift að stunda margvísleg bankaviðskipti hvar sem þeir eru staddir og spara þannig tfma og fyrirhöfn, að því er segir tilkynningu frá Lands- símanum. I GSM-bankanum er hægt að millifæra á eigin reikn- ing, reikning annarra eða á smartkort. Þá er hægt að greiða gíró- og greiðsluseðla og fá yfirlit yfir stöðu og færslur bankareikn- inga, greiðslukorta og smart- korta. Jafnframt er hægt að fá upplýsingar um gengi gjaldmiðla og vísitölur og fletta upp í síma- skrá. Þórarinn V. Þórarinsson, forstjóri Landssímans, opnaði GSM-bankann í gær með því að millifæra dágóða upphæð frá fyrirtækinu á reikning Slysavarnafélagsins ...................‘ LámisÚjafgar. 'imib: teítúr.-: - ‘H>W ” ' Vi8 V1' Laus úr gæsluvaxðhaldi Rúmlega tvítugur karlmaður sem verið hefur í gæsluvarðhaldi í tengslum við „stóra fíkniefnamálið“ svokallaða var látinn laus í gær. Lögregla fór ekki fram á að varðhald hans yrði framlengt. Islaud í stióru FAO Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra sat ásamt íslenskri sendi- nefnd aðalráðstefnu FAO, mat- væla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, um helgina í Róm, Island tók þar í fyrsta sinn sæti í stjórn FAO og hefur verið skipaður sérstakur aðalfulltrúi Is- lands í Róm til að sinna þar dag- legum störfum. Fastafulltrúi ís- lands hjá stofnuninni er sendi- herra Islands í París, Sigríður Á. Snævarr. I ávarpi sínu á fundinum skýrði Guðni frá þeirri ákvörðun ríldsstjórnarinnar að bjóða FAO að halda alþjóðlega ráðstefnu á Islandi haustið 2001 um sjálfbærar fisk- veiðar í vistkerfinu. Hafísiuu aðeius 17 sjómílur frá laudi Nýlegt ískönnunarflug Landhelgisgæslunnar leiddi í ljós að hafísinn var þá aðeins 17 mílur frá landi undan Vestfjörðum, næst landi und- an Rit milli Hesteyrarljarðar á Jökulfjörðum og Aðalvíkur. Hafísinn liggur Ijær landi þegar sunnar drcgur og er 34 sjómílur norðvestur af Rarða en þaðan liggur ísbrúnin í norðnorðvestur samkvæmt ratsjá Landhelgisgæsluvélarinnar. Ekki voru sjáanlegir borgarísjakar við ís- röndina. - GG NIB lánar Laudsvirkjun Undirritaður hefur verið samningur milli Norræna Ijárfestingarbank- ans, NIR, og Landsvirkjunar um 20 milljóna Bandaríkjadala lán, eða sem samsvarar rúmum 1,4 milljörðum króna. Lánið er til 15 ára og verður það nýtt til að fjármagna hluta af fjárþörf Landsvirkjunar vegna framkvæmda við Vatnsfellsvirkjun. Landsvirkjun er stærsti lán- , þegi NIB hér, á landi.en bankinn hefur tekið þátt í að fjármagna flest- ar af stærstu virkjunum lfindsins.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.