Dagur - 23.11.1999, Qupperneq 7
ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1999 - 7
ÞJÓÐMÁL
ílug að sextáu
ánrni liðnuni
í síðustu viku sat ég fund sam-
göngunefndar Alþingis um
Reykjavíkurflugvöll. Nefndin
var í heimsókn á Akureyri, sem
ég gat ekki vegna annarra starfa
tekið þátt í, og því notaði ég
mér það að fjarfundabúnaður
var í gangi í Landsímahúsinu í
Reykjavík. Sams konar búnaður
var í gangi á Akranesi, Isafirði,
Sauðárkróki, Akureyri, Egils-
stöðum og Höfn í Hornafirði.
Fundurinn var byggður upp
með fjölda stuttra erinda, en að
þeim loknum voru fyrirspurnir.
Nokkrar staðreyndir
Nokkrar athyglisverðar stað-
reyndir komu fram í máli
manna á fundinum, einkum
flugrekstrarmanna og flugmála-
stjóra. I máli hans kom fram að
70% farþega í innanlandsflugi
eru landsbyggðarmenn og 95%
farþega í innanlandsflugi fara
um Reykjavíkurflugvöll. Það er
því ljóst að flugvöllurinn gegnir
lykilhlutverki í flugsamgöngum
landsins. I máli Sigurðar Aðal-
steinssonar, flugrekstrarstjóra
Flugfélags Islands, kom fram
að allar flugleiðir innanlands
lengjast sé flugið fært til Kefla-
víkurflugvallar og reksturs-
kostnaður flugsins mundi
hækka um allt að 15%. Einnig
kom fram að aðeins brautir og
aðflugskerfi Keflavíkurflugvall-
ar mundi nýtast innanlands-
fluginu, alla aðra aðstöðu vant-
ar. Ferðatíminn til Reykjavíkur
frá Iandsbyggðinni með flugi
mundi Iengjast um allt að einn
klukkutíma. Einnig kom fram
að sjúkraflug til Reykjavíkur-
flugvallar er mjög algengt. Guð-
jón Hjörleifsson, bæjarstjóri í
Vestmannaeyjum, kvað þaðan
vera farnar 40 slíkar ferðir á
ári, og ljóst er að frá Austur-
landi eru farnar fjórfalt fleiri.
Allt eru þetta staðreyndir sem
tala sínu máli um mikilvægi
Reykjavíkurflugvallar sem sam-
göngumannvirkis.
Skipulagsmál í Reykjavík
Allir voru sammála um það á
fundinum að Reykjavíkurflug-
völlur heyrði undir skipulag
Reykjavíkurborgar og ekki þarf
um það að deila. Það er eðlilegt
að framtíð flugvallarins sé til
umræðu. Staða málsins nú er
hins vegar sú að endurbætur
eru hafnar á brautum vallarins
og unnið verður að endurbygg-
ingu og viðhaldi þeirra næstu
tvö árin. Hins vegar er aðal-
skipulag Reykjavíkurborgar í
endurskoðun og málið snýst um
hvað verður eftir árið 2016.
Það kynni mönnum að finnast
nokkur tími til stefnu, en hins
vegar hafa borgaryfirvöld
ákveðið að láta fara fram skoð-
anakönnun um legu vallarins
þegar á næsta ári. Sú ákvörðun
hefur valdið deilum og finnst
mörgum landsbyggðarmönnum
sem þeim beri að fá að hafa álit
á málinu sem notendur þessa
mannvirkis. Helgi Hjörvar, for-
seti borgarstjórnar, upplýsti á
fundinum að borgaryfirvöld
hyggðust kanna vilja lands-
byggðarfólks til málsins, en
ekki kom fram með hverjum
hætti það skal gert. Það er alveg
ljóst að málefni flugvallarins
eru f einkennilegri stöðu, ef yf-
irgnæfandi meirihluti borgar-
búa samþykkir að hann skuli í
burtu að 16 árum liðnum. Það
breytir ekki þörfinni á lagfær-
ingu brautanna, en önnur upp-
bygging á vallarsvæðinu yrði þá
væntanlega í biðstöðu. Það kom
fram í ræðu flugmálastjóra að
miklir möguleikar eru til bygg-
inga og lagfæringa á vallar-
svæðinu, ef gengið væri í það
verk. Það eru möguleikar á því
að hafa sameiginlega umferðar-
miðstöð fyrir bíla og flugsam-
göngur, sem eru sitt á hvorum
staðnum núna. Þannig mætti
lengi telja.
Þétting byggðar
Það er út af fyrir sig ekki und-
arlegt þótt byggingarlandið á
flugvellinum sé litið hýru auga,
enda kom það fram í máli full-
trúa samtakanna „Betri byggð“
á fundinum. Bygging íbúðar-
hverfa og tilheyrandi á flugvell-
inum mundi þétta byggðina í
borginni. Hins vegar verður
aldrei hjá því komist að sam-
göngumannvirki taki rúm í
borgum, jafnvel á stærð við
Reykjavík. Slík þétting byggðar
mundi kalla á enn greiðari leið-
ir í gegnum borgina. Það komu
einnig athyglisverðar hugleið-
ingar fram á fundinum um þau
mengunaráhrif sem af flutningi
vallarins mundi leiða. Ljóst er
að bílaumferð mundi aukast við
flutninginn með tilheyrandi út-
blæstri. Samtökin „Betri byggð“
bera einnig fyrir sig hávaða-
mengun og slysahættu sem
leiðir af staðsetningu vallarins.
Fram kom í ræðu flugmála-
stjóra að hvort tveggja hefur
verið athugað í samanburði við
þá staðla sem gilda. Hávaði er
hvergi yfir viðmiðunarmörkum,
og slysahætta er innan þeirra
marka sem Bretar setja í svip-
uðum tilvikum. Einnig kom
fram að það er síður en svo
einsdæmi að aðflug sé yfir þétt-
býli svo sem allir hafa séð sem
flogið hafa milli landa.
Nægir ein braut?
Helgi Hjörvar var með athyglis-
verðar hugleiðingar um þjón-
ustustig vallarins. Hann velti
fyrir sér hvort ein braut gæti
dugað til þess að veita innan-
landsfluginu þjónustu. Bar
hann Akureyri saman við
Reykjavík í þessu tilviki. Sig-
urður Aðalsteinsson sagði þá að
Eyjafjörður, langur með sínum
fjallahring, „lagaði til vindinn"
þannig að hliðarvindur væri þar
sjaldan vandamál. Sama væri
ekki að segja um Reykjavík.
Þetta leiddi hugann að því hve
Iítið var talað um veðurfarið hér
og áhrif þess á flug og lands-
samgöngur, svo duttlungafullt
sem það getur verið Sannleik-
urinn er sá að þægindi vegna
staðsetningar Reykjavíkurflug-
vallar eru mest áberandi þegar
eitthvað er að veðri og flugið
verður fyrir truflunum af þeim
sökum. Mér finnst líka ein-
hvern veginn að menn séu
alltaf með sumarfærð í huga
þegar talað er um hvort lands-
samgöngur gætu komið algjör-
lega í staðinn fyrir flugsam-
göngur. Sannleikurinn er sá að
veður og færð eru viðsjál og all-
ir sem ferðast að vetrarlagi vita
að ferð, sem tekur til dæmis
fjóra til fimm tíma að sumar-
lagi, getur tekið miklu iengri
tfma í viðsjálu veðri og hálku að
vetrarlagi. Eg er því ekki þeirrar
skoðunar að landssamgöngur
og bættir vegir til fjarlægra
landshluta Ieysi af flugið í ná-
inni framtíð. Mér finnst að ein-
staka menn séu farnir að tala af
litlu raunsæi um slíka hluti.
Ein höfuðborg
Það kann einhverjum að finnast
skjóta skökku við í allri lands-
byggðarumræðunni að lands-
byggðarmenn skuli leggja svo
mikla áherslu á að fá sem
greiðastar samgöngur til Reykja-
víkur, eins og fram kom hjá tals-
mönnum þeirra á fundinum. Um
það nægir að benda á að það
hafa aldrei verið uppi um það
kenningar hjá landsbyggðar-
mönnum að það eigi að byggja
nýja höfuðborg á íslandi. Það er
gerð krafa um dreifingu ýmissar
opinberrar þjónustu og dreifingu
valds, en landsbyggðin vill hafa
sem greiðastar leiðir til sam-
skipta við höfuðborgina til þess
að sinna hinum margvíslegustu
erindum í stjórnsýslu, menningu
og viðskiptum. Flugsamgöngur
eru afar greiðar í dag frá aðal-
flugvöllum landsins, þótt vissu-
Iega hafi munstrið breyst í flug-
inu og flug til nálægari staða
lagst af með betri landssamgöng-
um. Orsök aukningar farþega-
fjölda er að mínu mati aukin
ferðatíðni og greið aðkomuleið
til borgarinnar.
Umræðu er þörf
Eg Ieyni því ekki að mér mundi
finnast miður ef ákveðið yrði að
flytja flugið úr borginni og þá
helst á Keflavíkurflugvöll. Þar
eru stórverkefni fram undan að
bæta aðstöðuna fyrir ört vax-
andi millilandaflug. Rétt er að
einbeita sér að því sem er til
mikilla hagsbóta fyrir byggðirn-
ar á Suðurnesjum og ein af
undirstöðunum í atvinnulífinu
þar um slóðir. Hitt er svo rétt
að borgaryfirvöld í Reykjavík
hafa þetta mál í sínum hönd-
um. Um það er ekki deilt. Ofga-
laus umræða um málið er af
hinu góða, og það ber að forð-
ast að stefna því í pólitískan
hnút, eða tilfinningalega deilu.
Eg vona að fundur samgöngu-
nefndar hafi verið innlegg til
málefnalegrar umræðu um mál-
ið. Hins vegar sýndi hann að
mínu mati að fjarfundir eru
ágætir svo langt sem þeir ná, en
ég hef ekki trú á því að þeir
leysi algjörlega af hólmi þörf
fólks fyrir að hittast og ræða
málin. Einhvern neista vantar í
mannlegu samskiptin í gegn um
hinn ágæta sjónvarpsbúnað.