Dagur - 23.11.1999, Side 8
8- ÞRIÐJUDAGV R 23. NÓVEMBER 1999
ro^r
FRÉTTASKÝRING
L
Annars flokkj
Lífsafkoma góð á ís-
landi, en velferðar-
málin langt á eftir því
sem gerist víðast hvar
í Evrópu. Skerðing líf-
eyris öryrkja vegna
tekna máka nánast
einsdæmi og arfur
fyrri alda. Bætur al-
mannatrygginga ern
lágar samanborið við
grannríkin. Besta leið-
in gegn fátækt er
hækkun lífeyris.
Á ársfundi Tryggingastofnunar
ríkisins (TR) sl. föstudag kynnti
Stefán Ólafsson forstöðumaður
Félagsvísindastofnunar rann-
sóknarskýrslu sína „Islenska leið-
in. Almannatryggingar og velferð
í fjölþjóðlegum samanburði".
Skýrslan er afurð samstarfs TR og
Háskólans, samkvæmt sérstökum
samningi frá því vorið 1996 og ef
til vill má segja að niðurstöður
rannsóknar Stefáns hitti fyrir
skýrslubeiðandann. Meginniður-
staðan er nefnilega sú, að jafnvel
þótt lífskjör og lífsgæði séu
almennt góð á Islandi, þá erum
við langt á eftir helstu nágranna-
þjóðum okkar hvað velferðarmál-
in varðar og sitja tilteknir sérhóp-
ar sérstaldega Iangt eftir.
Taka má saman nokkrar helstu
niðurstöður Stefáns f eftirfarandi
kjarna fullyrðinga: Hvorki útgjöld
til velferðarmála almennt né al-
mannatrygginga sérstaklega eru
vandamál á Islandi. Bætur al-
mannatrygginga þykja hér á landi
Iágar ef ekki nánasarlegar. Vanda-
mál vegna lítillar fólksfjölgunar,
atvinnuleysis og lágs lffeyristöku-
aldurs eru hverfandi hér miðað
við önnur vestræn ríki. Hlutverk
opinbera geirans er ekki mjög
stórt á Islandi og skattheimta
ekki mikil. Landsmenn hafa það
almennt mjög gott, en fátækt er
þó umfangsmeiri hér en í helstu
samanburðarlöndum, því vissir
hópar, eins og aldraðir sem ein-
göngu treysta á lífeyriskerfið og
öryrkjar hafa setið eftir. •
Samandregið er niðurstaðan að
Islenska þjóðin (stjórnvöld íyrir
hennar hönd) sé bullandi rík, en
nánasarleg gagnvart þeim sem
lakast eru settir, án þess að vera
neydd til þess af efnahagslegum
ástæðum. Þetta er pólitísk stefna.
Á meðan útgjöld til velferðarmála
eru á Islandi 19,5% af vergri
landsframleiðslu (VLF) er hlut-
fallið víða í Evrópu 30-40%, t.d.
29,8% f Þýskalandi og 38,5% í
Svíþjóð, en 16,4% í Bandaríkjun-
um. „Almannatryggingar Islend-
inga eru ódýrustu almannatrygg-
ingar sem finnast meðal hagsælli
þjóðanna á Vesturlöndum," segir
Stefán og „bætur almannatrygg-
ínga á íslandi eru almennt lágar
samanborið við grannríkin".
Það sem mestu munar í lægri
útgjöldum á Islandi en í ná-
grannalöndunum er tekjuteng-
ingin, en þó fyrst og fremst, sam-
kvæmt Stefáni, hversu skerðing
bóta vegna tekna hefst snemma
og rís hratt.
„Pólitísk og siðferðileg
afstaða“
Meðal helstu veikleika velferðar-
kerfisins á fslandi að mati Stef-
áns eru, að lífeyririnn er lágur (og
munar þar miklu í samanburðin-
um við nágrannalönd), að fátækt
er heldur meiri hér en á hinum
Norðurlöndunum, að afkoma lág-
tekjufólks er nokkru lakari en á
hinum Norðurlöndunum og síð-
an er að nefna þetta umdeilda
sérkenni, sem nú hefur ratað í
dómsali að frumkvæði öryrkja:
bótaskerðingin vegna tekna
maka.
Að mati Stefáns hefur hópur
aldraðra setið eftir: „Óvenju mik-
il atvinnuþátttaka og tiltölulega
lágir skattar gera það að verkum
að eldri borgarar á Islandi hafa
álíka háar ráðstöfunartekjur og
grannþjóðirnar á Norðurlöndun-
um. Þeir sem fýrst og fremst hafa
Iífeyri almannatrygginga til að Iifa
af búa hins vegar margir hverjir
við mjög þröngan kost,“ segir
Stefán og bendir á að „markviss-
asta leiðin til þess að draga úr fá-
tækt í landinu virðist vera sú, að
hækka lífeyri almannatrygginga".
Hann bætir því við að það sé
„pólitísk og siðferðileg afstaða"
sem ráði því hvar menn „draga
mörkin fyrir öryggisnet samfé-
lagsins sem mótar lágmarksh'fs-
kjörin1'.
Ef til vill má segja að meginnið-
urstaða Stefáns sé, að íslending-
ar komi vel út úr helstu saman-
burðardæmum hvað lífskjör og
lífsgæði varðar, en að hér sé fá-
tæktin þó heldur meiri en al-
mennt gerist meðal norrænna
þjóða og tekjuskiptingin ívið
ójafnari, auk þess sem „lífskjara-
vandi sérhópa“ sé „heldur meiri á
Islandi en hjá frændþjóðunum“.
Stefán telur að ef það tekst að
laga þessa annmarka muni fáar ef
nokkrar þjóðir standast íslend-
ingum snúning hvað gæði lífs-
kjara snertir. En snúum okkur þá
að þeim þætti rannsóknarinnar
sem mestu athyglina hefur vakið;
stöðu öryrkja.
Bætur 2.300 öryrkja skertar
Stjórn Öryrkjabandaíags Islands
(ÖBI) fól Ragnari Aðalsteinssyni
hæstaréttarlögmanni að höfða
mál gegn TR, fyrir hönd ríkis-
stjórnarinnar, vegna tengingu
bóta við tekjur maka. Málið var
tekið fyrir í héraðsdómi á dögun-
um og krefst ÖBI þess að viður-
kennt verði með dómi að skerð-
ing á örorkulífeyri vegna tekna
maka sé ólögleg og brot á stjórn-
arskrá og mannréttindasáttmála.
Ragnar bendir á að með laga-
breytingu 1993 hefði fallið út
heimildarákvæði til að skerða
bæturnar og því um ólögmætan
gjörning að ræða. Enn fremur
hélt hann því fram að skerðingar-
ákvæði sem sett var í lög og tók
gildi á þessu ári væri andstætt
stjórnarskránni.
Falli dómur Öryrkjabandalag-
inu í vil verður gerð krafa um
endurgreiðslu skerðingarinnar
aftur í tímann og gæti það kostað
rfkissjóð nokkra milljarða króna,
en árlega nemur skerðingin um
300 milljónum króna. Bætur ein-
hleypra öryrkja eru í heild 67
þúsund krónur, en við sam-
búð/hjónaband fellur niður heim-
ilisuppbót upp á 21 þúsund krón-
ur og er þeirri skerðingu ekki
mótmælt. Við sambúð/hjónaband
eru tekjur bótaþegans lagðar
saman við tekjur makans og deilt
í með tveimur og geta bæturnar
þá farið niður í 17 þúsund krón-
ur á mánuði. Um 2.300 öryrkjar
verða fyrir slíkri skerðingu um
þessar mundir eða um 36% ör-
yrkja.
Heilbrigðisráðuneytið hefur
túlkað umfjöllun Umboðsmanns
Alþingis um málið sér í vil. „Við
höfum býsna hreina samvisku í
þessum málum. Málið hefur í tví-
gang verið til umfjöllunar hjá
Umboðsmanni Alþingis og hann
hefur komist klárlega að þeirri
niðurstöðu að þessi mál séu með-
höndluð með réttum hætti,“ seg-
ir Jón Sæmundur Sigurjónsson,
deildarstjóri í heilbrigðisráðu-
neytinu.
Hann segir rétt, að umboðs-
maður finni að því að lögin og
lagatextinn mættu vera skýrari,
að sérstök reglugerðarheimild
hafi verið felld út úr lögum á sín-
um tíma og að ráðherra hafi eftir
það stuðst við almenna reglu-
gerðarheimild. „Umboðsmanni
þykir rétt að gera þetta skýrar.
Rauður þráður í gegnum aðra
Iöggjöf er gagnkvæm framfærslu-
skylda hjóna. Annað hjóna á
alltaf heimtingu á tekjum og
eignum hins, ef ekki er gerður
sérstakur sáttmáli þar um. Þetta
prinsipp hefur fullt gildi gagnvart
tryggingalöggjöfinni þegar tillit er
tekið til tekna viðkomandi og
þess vegna skerðast bætur lífeyr-
isþega ef hans maki hefur veru-
Stefán Ólafsson: Kemst að þeirri
niðurstöðu að íslensk þjóð sé bull-
andi rík en nánasarleg gagnvart
þeim sem lakast eru settir.
legar tekjur,“ segir Jón Sæmund-
ur.
„Arfleifð gömlu fátækraað-
stoðarinnar“
Skoðum þá hvað Stefán Ólafsson
hefur að segja um þessi mál í
rannsóknarskýrslu sinni. Með
samanburði kemst hann að því að
sú skerðingarregla sé fátíð að
skerða lífeyri öryrkja vegna tekna
maka þeirra. „Sú regla er arfleifð
gömlu fátækraaðstoðarinnar frá
fyrri öldum, þar sem framfærslu-
skylda var lögð á fjölskylduna eða
Bolli Héðinsson: Lýsir víðsýni Trygg-
ingastofnunar að láta gera svona
skýrslu.
,V\ V