Dagur - 23.11.1999, Qupperneq 11

Dagur - 23.11.1999, Qupperneq 11
ÞRIÐJUDAGUR 23. NÚVEMBF.R 1999 - 11 Ty^fir. ■a dagskrá Ríkiskaup 50 ára i tilefni af 50 ára afmæli Ríkis- kaupa efnir stofnunin til hátíð- arráðstefnu á Grand Hótel í Reykjavík í dag kl. 12.00 - 16.15. Geir Haarde fjármála- ráðherra setur ráðstefnuna. Arðsemi virkjana Onnur ráð- stefna fer fram í dag á Grand Hótel undir yf- irskriftinni „Arðsemi virkj- ana - þátttaka Islendinga í stóriðju“. Ráð- stefnan hefst kl. 13 og er haldin á vegum félags viðskipta- og hagfræð- inga. Finnur Ingólfsson iðnað- arráðherra setur ráðstefnuna. íslensk hagstjórn í dag kl. 16.15 flytur Valur Ingi- mundarson sagnfræðingur íyr- irlesturinn „Islensk hagstjórn í augum útlendinga" í málstofu sem viðskipta- og hagfræðiskor stendur fyrir í kaffistofunni á 3. hæð í Odda, húsi Háskóla Is- lands. Stærðfræði og hamfarir A morgun, miðvikudaginn 24. nóvember, ld. 15.45 flytur Ró- bert Magnus, vísindamaður á Raunvísindastofnun Háskólans, fyrirlestur sem hann nefnir: „Stærðfræðileg líkön og ham- farir" í matstofu Tæknigarðs Háskólans. Vísindi og guðstrú Annar fundur Vísindafélags Is- lendinga þennan vetur verður haldinn í Norræna húsinu mið- vikudaginn 24. nóvember kl. 20.30. Þar flytur Páll Valsson bókmenntafræðingur erindi sem hann nefnir „Hulduljóð Jónasar — að sætta vísindi og guðstrú." Páll hefur nýverið gef- ið út ævisögu Jónasar Hall- grímssonar, skálds og náttúru- fræðings. Finnur Ingólfsson. Ikrossgátan Lárétt: 1 mætur 5 kvendýr 7 ágeng 9 ætíð 10 þáttur 12 starfræktu 14 hrinda 16 eðja 17þjálfun 18gubba 19jaka Lóðrétt: 1 stafn 2 ánægð 3 viðkvæmur 4 vaðall 6 kvæði 8 meltingarfæri 11 rolur 13 kvenmann 15 skel Lausn á síðustu krossgátu Lárétt: 1 hólf 5 Jakob 7 glás 9 rú 10 gorta 12 afli 14fas 16roð 17skref 18 stó 19kar Lóðrétt: 1 högg 2 Ijár 3 fasta 4 vor 6 búrið 8lokast 11 afrek 13 lofa 15skó Gengisskráning Seölabanka íslands 22. nóvember 1999 Dollari 71,63 72,03 71,83 Sterlp. 116,07 116,69 116,38 Kan.doll. 48,97 49,29 49,13 Dönsk kr. 9,929 9,985 9,957 Norsk kr. 9,022 9,074 9,048 Sænsk kr. 8,576 8,626 8,601 Finn.mark 12,4173 12,4947 12,456 Fr. franki 11,2554 11,3254 11,2904 Belg.frank. 1,8302 1,8416 1,8359 Sv.franki 46,09 46,35 46,22 Holl.gyll. 33,5027 33,7113 33,607 Þý. mark 37,7488 37,9838 37,8663 (t.líra 0,03813 0,03837 0,03825 Aust.sch. 5,3655 5,3989 5,3822 Port.esc. 0,3683 0,3705 0,3694 Sp.peseti 0,4437 0,4465 0,4451 Jap.jen 0,6779 0,6823 0,6801 írskt pund 93,7449 94,3287 94,0368- GRD 0,2244 0,226 0,2252 XDR 98,29 98,89 98,59 XEU 73,83 74,29 74,06 Hátt 150 innbrot I bíla um helgina höfðu verið tilkynnt til lögreglunnar I Reykjavík í gær. - sviðsett mynd A funmta tug tnnbrota í bíla í helgardagbók lög- regliinnar er m.a. brýnt fyrir eigendum ökutækja að skilja verðmæti ekki eftir í bílum sínum. I dagbók lögreglunnar í Reykja- vík um helgina segir hún annríki ekki hafa verið mikið vegna skemmtanahalds borgarbúa „og gesta þeirra á miðborgarsvæð- inu“. Þó kom til átaka milli tveggja gesta og dyravarða veit- ingastaðar aðfaranótt sunnu- dags. Dyraverðirnir hugðust vísa fólkinu út af staðnum en sú beiðni fékk slæmar viðtökur gestanna tveggja. Þeir voru síðan fluttir af lögreglu á slysadeild vegna áverka eftir átökin við dyraverðina. Bakkað var á tvo vegfarendur í Austurstræti aðfaranótt sunnu- dags og segir lögreglan þá ekki hafa slasast við óhappið. 31 áhraðferð Um helgina voru 8 ökumenn stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og 31 vegna hraðaksturs. Umferðar- slys varð á Miklubraut við Grensásveg á föstudagsmorgun er ljögur ökutæki skullu saman. Þrennt var flutt á slysadeild til aðhlynningar. Umferðarslys varð á Breiðholtsbraut við Suður- landsveg að kvöldi sunnudags. Þrennt var flutt á slysadeild. Reyndi að blekkja lögguna I dagbókinni segir frá fíkniefna- máli er lögreglumenn höfðu af- skipti af manni sem ók bifreið án þess að hafa til þess gilt ökuskír- teini. „I fyrstu hafði hann reynt að Ijúga til nafns en ekki blekkti það laganna verði að þessu sinni og mun hann sæta sekt fyrir aksturinn og vörslu fíkniefna," segir í dagbókinni. Þá voru tveir menn handteknir á laugardags- morgun eftir að fíkniefni fund- ust á þeim. Lögreglu barst tilkynning um átök milli manna í Þingholtum aðfaranótt laugardags. Einn var fluttur slysadeild vegna áverka. Karlmaður var handtekinn síðar á Iaugardag vegna málsins. Mikið var um innbrot í öku- tæld um helgina einkum í vest- urborginni. Lögreglu hefur borist á fimmta tug slíkra til- kynninga eftir helgina. Af því til- efni minnir lögreglan forráða- menn ökutækja á að skilja ekki eftir verðmæti í bílum sínum. Einnig eru þeir sem kunna að hafa upplýsingar um einhver þessara innbrota beðnir að koma þeim til lögreglu. Þá var brotist inní íyrirtæki í vesturborginni og þaðan stolið nokkrum verðmæt- um. Tilraun til íkveikju Karlmaður var handtekinn þar sem hann gerði tilraun til að kveikja í íbúðarhúsi í austur- borginni. Karlmaðurinn hafði hellt bensíni framan við húsið er hans var vart og lögreglu gert að- vart. Maðurinn reyndi að flýja af vettvangi en var handtekinn skammt frá og vistaður í fanga- geymslu lögreglu. Þá kviknaði í potti á eldavél í íbúð í Grafarvogi á föstudagskvöid. Nokkrar skemmdir urðu vegna elds og reyks. Snj óflóðagarður þykir vera of stór Þykir ekki ásættan- legur valkostur að byggja upp skíðalyftu að nýju á Seljalands- dal. Bæjarráð hefur falið bæjarstjóra að fara fram á altjóns- bætur vegna skíða- lyftu á Seljalandsdal. Bæjarstjórn ísafjarðarbæjar ræddi á fundi nýlega um snjó- flóðavarnir í Seljalandsmúla og hugsanlegar breytingar á bönn- un þeirra. Bæjarstjóri, Halldór Halldórsson, hefur rætt við full- trúa umhverfisráðuneytis og Veðurstofu lslands um þetta mál. Bæjarráð hefur Iagt til við bæjarstjórn að með tilvísun til samþykktar bæjarstjórnar frá 2. september sl. verði verkið boðið út fyrir komandi áramót. Bæjarstjóri segir að sér hafi alltaf þótt þessi garður vera hrylliega stórt og mikið mann- virki og hann segist ekki skilja að á þessu svæði þurfi að byggja svo stór mannvirki til þess að verja Seljalandshverfið þó ekki væri siakað á öryggiskröfum. Minnt skal á að fyrir nokkrum árum féll snjóflóð á Seljalandsdal og eyði- lagði hluta sumarhúsanna sem þar stóðu. Einn maður fórst. Byggingakostnaður er áætlaður 240 milljónir króna en útboð til þessa vegna snjóflóðvarnar- mannvirkja á Siglufirði, Flateyri og Neskaupstað hafa numið um 70% af áætlun byggingakostnað- ar. Garðurinn mundi þá kosta um 170 milljónir króna ef það gengi eftir. Bæjarráð telur að í Ijósi svars Viðlagatryggingar vegna trygg- inga á uppbyggingu skíðasvæðis- ins og skíðalyftu á Seljalandsdal sé það staðfest að það sé ekki ásættanlegur valkostur að byggja upp skíðalyftu að nýju á Selja- landsdal. Bæjarráð hefur falið bæjarstjóra að fara fram á altjónsbætur vegna skíðalyftu á Seljalandsdal. — GG k iiilUU [fiifiiiil! riaöl LEIKFELA6 AKlfRFI ÍRAR Miðasala: 462-1400 mm á Njálsgötunni eftir Auði Haralds Sýnt á Akureyri miðvikudaginn 24. nóvember kl. 20:00 fimmtudaginn 25. nóvember kl. 20:00 föstudaginn 26. nóvember kl. 20:00 Aðeins þessar sýningar Miðasalan opin alla virka daga frá kl. 13:00-17:00 og fram að sýninau, sýninqardaqa. Sími 462 1400. www.leikfelag.is Kortasalan í fullum gangi!

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.