Dagur - 23.11.1999, Side 12

Dagur - 23.11.1999, Side 12
12- PRIDJUDAGU R 23. NÓVEMBER 1999 ERLENDAR FRÉTTIR i. Flóttamenn frá Téténíu ásamt rússneskum hermönnum. Búa sig undir orrustu um Grosní Soltsjenitsín hvetur rússneska herinn til dáða. Rússneski herinn er að mestu búinn að umkringja Grosní, höfuðborg Téténíu, og hafa meira en 5.000 téténskir skæru- liðar safnast saman í borginni og eru að búa sig undir stórsókn Rússa. Rússar segjast stefna að því að vera búnir að umkringja borgina um miðjan desember, og þar með Ioka Ieiðum sem skæruliðar hafa komist eftir til og frá borginni. I gær voru harðir bardagar um þorpið Urus-Martan, sem er um það bil 30 km suður af Grosní, en um þetta þorp ligg- ur mikilvæg samgönguleið frá Grosní til suðurs. A fjórða þús- und skæruliðar voru saman komnir í þorpinu og veittu Rússum mótspyrnu. Urus-Martan er einnig talið hafa verið miðstöð gíslatöku- manna, sem hafa haft sig mjög í frammi allt frá því í fyrra stríð- inu um Téténíu fyrir þremur árum. Rithöfundurinn Aleksander Soltsjenitsín lýsti í gær yfir stuðningi sínum við hernaðar- aðgerðir Rússa í Téténíu. „Það vorum ekki við, sem hófum árásirnar," sagði hann í sjón- varpsviðtali á sunnudag. „Það var ráðist á okkur.“ Frá því loftárásir Rússa á Téténíu hófust í lok ágúst hafa meira en 220.000 flóttamenn flúið úr landi, ílestir til ná- grannalýðveldisins Ingúsetíu, og er talið að nokkur þúsund manns komi sér burt á degi hverjum. Rússar hafa hvatt flóttafólkið til að snúa aftur til þeirra svæða, sem komin eru á vald Rússa, og segja rússneskar fréttastofur að meira en 20.000 manns hafi þegar farið til baka til Téténíu. Rússar hafa heitið því að laun og lífeyrir verði greiddur til þeirra sem snúa aftur, og gert verði við gasleiðslur og annað það sem skemmst hefur í stríðsátökun- um og nauðsynlegt má teljast til búsetu. Rússar hertóku Gudermes, næst stærstu borg Téténíu, þann 12. nóvember síðastlið- inn, og hefur þeim gengið mun betur í átökum sínum gegn ísl- ömskum skæruliðum að þessu sinni heldur en í stríðinu árið 1994-96, en þá héldu Rússar á brott frá Téténfu við lítinn orðstfr eftir tveggja ára hernað, en þó hafði þeim tekist að leggja mikinn hluta landsins í rúst. I því stríði fórust um 80.000 Téténar, flestir óbreytt- ir borgarar. Hernaðurinn nú hefur sætt mikilli gagnrýni, einkum á Vesturlöndum, og síðast í gær sagði Joschka Fischer, utanrík- isráðherra Þýskalands, að Rússar væru að gera „risastór mistök" í Téténíu og hvatti þá til þess að hætta þegar í stað þessu „nýlendustríði" sínu. HEIMURINN Réðust inu í fangelsi BRASILIA - Sex vopnaðir menn réðust í gær inn í fangelsi í borginni Sao Paulo í Brasilíu, yfirbuguðu verði og frelsuðu 60 fanga. Allt þetta gerðist án þess að meiðsli hlytust af. Svo virðist sem þetta hafi verið gert í þeim tilgangi að ná einum manni, citurlyfjabarón, út úr fang- elsinu, en hinir fangarnir hafi fengið að fljóta með. Síðdegis í gær var þegar búið að hneppa 11 hinna nýfijálsu fanga í fangelsi að nýju. Trúarleiðtogi myrtur ALSIR - Hátt settur trúarleiðtogi í Alsír var ráðinn af dögum í gær, og var hann skotinn tvisvar í höfuðið og einu sinni í magann. Trúarleið- toginn, Abdelkader Hachani að nafni, var þriðji valdamesti leiðtogi „Islömsku hjálpræðisfylkingarinnar", sem er bannaður stjórnmála- flokkur bókstafstrúaðra múslima í Alsír. Hachani var á leiðinni til tannlæknis þegar óþekktur maður hóf skothríð að honum, og komst skotmaðurinn undan. Enginn hafði síðdegis í gær lýst ábyrgð sinni á verknaðinum. Bjargað úr helli FRAKKLAND - Sjö hellarannsókn- armönnum var í gær bjargað úr helli í suðurhluta Frakldands eftir að hafa verið þar innilokaðir í tíu daga. Þeir lokuðust inni þegar óveður reið yfir á þessum slóðum með gífurlegum rigningum, sem varð til þess að yfir- borð vatns hækkaði þannig að þeir komust ekki út. Leitaraðgerðirnar hafa verið með þeim umfangsmestu í sögu Frakklands, en mennirnir fund- ust á sunnudag og í gær tókst að bjarga þeim út. Þeir voru vel á sig komnir, en gífurlega þreyttir. Þeir höfðu skammtað sér af matarbirgð- um sínum, og áttu enn eftir nokkrar birgðir í gær. Kirkjiun lokað í ísrael ÍSRAEL I gær var öllum ltirkjum í Israel lokað vegna deilumála milli múslima og kristinna, sem geta ekki komið sér saman um hvort byggja eigi mosku fyrir múslima eða torg fyrir kristna ferðamenn á lóð einni í Nazaret, bænum þar sem Jesú Kristur er talinn hafa vaxið úr grasi. Kirkjunum var lokað til þess að vekja athygli heimsins á þessum deilum, og málstað kristinna sér í lagi. Einn hellamannanna h'tur dag- ins Ijós eftir tíu daga innilokun. 'iL/t.',, -tik.tJU iiíbl'f I £-Jfr U!l JJinte ÍÞRÓTTIR Ferguson reimar á sig skóna fyrir fyrsta leik United í riðlakeppni Meistara- deildar Evrópu gegn Fiorentina í kvöld. Risarnir á útivölliun Keppnin í úrslitariöl- lun Meistaradeildar Evrópu hefst í kvöld með fjórum leikjum í A- og B-riðlum. Stóru risamir United, Bayem, Barcelona, Real Madrid og Lazio byrja á útivöllum. Eyjólfur Sverrisson og félagar í Hertha Berlín taka í kvöld á móti stórliði Barcelona á Olympíuleik- vanginum í Berlín í fyrsta leik sínum í A-riðli Meistaradeildar Evrópu. Hinn leikurinn í A-riðli fer fram á Letná leikvanginum í Prag þar sem Sparta Prag fær Porto í heimsókn. I B-riðli taka Gabriel Batistuta og félagar hjá Fiorentina á móti Evrópumeisturum Manchester United á Artemio Franchi leik- vanginum í Flórens á meðan Val- encia fær Bordeaux í heimsókn á Mestalla leikvanginn í Valencía. A morgun verður svo leikið í C- og D-riðli þar sem Real Madrid heimsækir Dynamo Kiev til Kænugarðs og Rosenborg fær Bayern Múnchen í heimsókn til Noregs. Lazio ferðast til Frakk- lands og leikur gegn Marseille á Vélodrome leikvanginum í Marseille á meðan Chelsea tekur á móti Feyenoord á Stamford Bridge í Lundúnum. Risamir á útivöUiun Eins og hjá Manchester United og Bayern Múnchen, sem léku til úrslita í keppninni í fyrra, er það einnig hlutskipti stórliðanna Barcelona og Lazio, sem margir spá góðu gengi í keppninni í ár, að heíja riðlakeppnina á útivöll- um. Þessi stórlið hafa ekki beint staðið undir væntingum heima fyrir í vetur og til dæmis mætir Van Gaal, þjálfari Barcelona, til leiks með lið sitt eftir að hafa tap- að þremur síðustu leikjum sínum í spænsku deildarkeppninni. Þar af tapaði liðið síðasta leik sínum um helgina með tveggja marka mun 3-1 gegn Valencia, sem var fimmta tap liðsins í síðustu sjö leikjum. Það sem Van Gaal lét hafa eft- ir sér eftir leikinn gegn Valencia ætti að vera hughreystandi fyrir leikmenn Herta Berlín, því hann sagði: „Þegar ég sá mína menn spila gegn Valencia um helgina missti ég allt traust á liðinu." Barcelona án Bogarde og Femandez Barcelona heldur til Berlínar án miðvarðarðanna Winston Bogar- de og Abelardo Fernandez, sem eru meiddir og líklega munu Frakkinn Dehu og Hollendingur- inn Frank De Boer taka stöður þeirra. Einnig er ólíklegt að Rivaldo geti beitt sér að fullu í leiknum þar sem hann hefur átt við meiðsli að stríða. Það er því Ijóst að leikurinn gæti orðið Bör- sungum erfiður, þar sem leik- menn Hertha Berlín hafa sannað að þeir geta verið erfiðir heim að sækja. Sparta taplaus í Meistaca- deildinui Sparta Prag, sem ekki hefur tap- að leik í Meistaradeildinni til þessa, ætti að eiga töluverða möguleika gegn Porto í kvöld. Porto er þó til alls líklegt, en lið- ið er nú á mikilli siglingu í portú- gölsku deildinni og vann til dæm- is góðan 2-0 sigur á toppliði deildarinnar, Benfica, um helg- ina. Enn markvarðavandræði hjá United? Leikur Manchester United gegn Fiorentina er langt frá því að telj- ast öruggur fyrir Evrópumeistar- ana, sem nú tróna á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-1 sigur gegn Derby um helgina. Liðið á langt í land með að ná sama formi og í fyrra þegar það vann þrennuna frægu og því spurning hvort þeir hafa nokkuð í Batistuta og félaga hjá Fiorentina að gera í Flórens. Alex Ferguson stendur jafnvel frammi fyrir því að geta ekki not- að Mark Bosnich vegna meiðsla, sem er ekkt gott fyrir liðið eftir öll markvarðavandræðin í upp- hafi leiktímabilsins. „Hann æfði á föstudaginn en vaknaði upp á laugardaginn með verki í hnénu. Það er því ekki vfst að hann verði með í kvöld,“ sagði Ferguson. Trapattoni bjartsýnn Giovanni Trapattoni, þjálfari Fiorentina, er bjartsýnn fyrir leikinn og sagði: „Það er ekkert sérstakt að segja um þennan leik. Þeir verða okkur ekkert erfiðari en Perugia um helgina og því er ég alveg rólegur. Ef eitthvað er þá ættu þeir jafnvel að gefa okkur meira svigrúm til að stjórna Ieiknum." SambastíH hjá Valencia Lið Valencia hefur verið á mikilli siglingu eftir að Argentínumað- urinn Hector Cuper tók við lið- inu í haust og því von á hörkuleik þegar liðið mætir Bordeaux í kvöld. Leikstíll liðsins hefur breyst mikið með tilkomu Argentínumannsins, sem leggur áherslu á stuttar sendingar í sam- bastíl að hætti suður-amerískra. - í > t DiJú-.l i ,tj toUft » >c . . .. V »- . W M.i.M^. . . .. - v. --ríJ M.f. . .wL

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.