Dagur - 01.12.1999, Page 4

Dagur - 01.12.1999, Page 4
4 - MIDVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1999 FRÉTTIR Án efa hefur farsíma- og bílaeign ungmenna mikið um það að segja að atvinnuþátttaka þeirra hefur stóraukist á síðustu árum líkt og vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar sýnir. Gemsinn og bíllinn harðir Msbændtir Atvinnuþátttaka hefur auk- ist geysilega meðal 16-24 ára á sama tíma og húu er óbreyt í hópi 25-55 ára og minnkar verulega meðal eldra fólks. Stóraukin atvinnuþátttaka ungs fólks á skólaaldri síðustu tvö árin er það athygli- verðasta sem ný vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar leiðir í ljós. I nóvember 1996 voru 69% af aldurshópnum 16-24 ára í vinnu, litlu hærra ári síðar, stökk síðan í 75% í nóvember í fyrra og nú áfram í 80% - þrátt lyrir 5% atvinnuleysi í þessum hópi, sem þýðir að 85% vilja vera í vinnu. Lýsandi fyrir þróunina er, að fyrir Ijórum árum voru 16-24 ára í starfi nær 2 þúsund færri en 55-74 ára hópur- inn, sem nú er orðinn nær 4 þúsund fá- mennari á vinnumarkaðnum. Stelpumar enii viiiiiusainari Hlutfall starfandi stúlkna hefur hækkað ennþá meira og er ennþá hærra, eða 82% borið saman við 78% pilta. Aftur á móti hefur atvinnuþátttaka fólks á hátindi starfsævinnar, 25-54 ára, staðið í stað síðustu Ijögur árin (96% karla og 87% kvenna) og lækkað töluvert meðal 55-74 ára fólks, sérstaldega síðan í lyrrahaust og sérstaklega meðal kvenna. Um 74% karla á þessum aldri eru í starfi en aðeins tæp 53% kvenna, borið saman við 59% undanfarin haust. Samkvæmt könnuninni eru um 28.100 ungmenni á aldrinum 16-24 ára nú starfandi, um 5.500 eða fjórðungi fleiri en 1996. Þar sem íslendingum á þessum aldri hefur lítið sem ekkert fjölg- að síðustu fjögur árin þýðir öll þessi fjölg- un einfaldlega það, að ungmennum sem vinna með skólanum hefur fjölgað þús- undum saman, aðallega síðustu tvö árin, þ.e. á uppgangsárum GSM-símanna og bílaflotans (sem þurfa fyrirvinnur). SkólafóLk og útlendingar Alls telur Hagstofan að 155.400 manns hafi verið í launuðu starfi (a.m.k. 1 klukkustund í viku) núna í nóvember. Þetta er um 11.800 manna fjölgun frá 1996, sem er nær öll síðustu tvö ár. Þrátt fyrir óbreytt hlutfall hefur starfandi fólki á aldrinum 25-54 ára fjölgað um rösklega 6 þúsund, í 102.900 manns núna í nóv- ember. Kemur þar sjálfsagt hvort tveggja til, Qölgun í þessum aldurshjópi og ara- grúi útlendinga, sem komið hafa okkur til aðstoðar undanfarin misseri. Fjölgun fólks á yfirspenntum vinnumarkaði virð- ist þannig að stórum hluta skólafólk og erlent vinnuafl. Koiiuin yfír 55 ára snarfækkar Þótt 55-74 ára hópurinn stækki hefur starfandi fólki á þessum aldri ekkert fjölgað frá 1996 og er um 24.500 manns. Enda lækkaði atvinnuþátttaka úr 67% niður í 63%, aðallega meðal kvenna sem áður segir. Atvinnuþátttaka er jafn mikil á höfuð- borgarsvæðinu og á landsbyggðinni, 83,5% núna í nóvember, litlu hærri en fyrir ári en rúmlega 1% meiri en á árun- um 1996-97. Athygli vekur að Hagstofan mælir ríf- lega tvöfalt meira atvinnuleysi á lands- byggðinni en opinber skráning sýnir. Þar eru um þúsund óskráðir en reiðubúnir til starfa ef þeir fengju vinnu. — HEI jDagpir Pottveijar veittu atliygli viðtali sem Sjónvarpið átti við Geir Haarde ijár- málaráðherra í seinni fréttatíma síniun í fyrra- kvöld. Hvort það hafi verið vilj- andi gert hjá fréttastofunni að birta viðtalið í þeim fréttatíma sem fæstir horfa á skal ósagt lát- ið en a.m.k. notaði Geir tækifær- ið og gagniýndi það launakerfi harkalega sem forveri hans, Frið- rik Sophusson, kom á legg. Gagn- lýnin var vegna launasprenging- ar í heilbrigðiskerfinu og þeirra framgangssamninga sem teknir voru upp hjá ríkisspítölunum. Pottveijar veittu þvl sérstaka at- hygli að Geir fór að tala um ábyrgð forstöðumanna í málinu og gaf óbeint í skyn að einliverjir hausar myndu ijúka. Pottveijum finnst í því sambandi rétt að benda á að forstöðumaður Ríkis- spítalanna er Magnús Pétursson, íyrrum ráðuneytisstjóri í fjár- málaráðuneytinu frá tíð Frið- riks. Skyldi Geir þora að láta þann haus fjúka?... Geir Haarde. Friðrik Sophusson. Magnús Pétursson. Pottveijar voru líklega ekki einir um að reka upp stór augu er þeir fréttu af forvarsmöimum nátt- úruvemdarsamtakanna World Wide Fund í slagtogi með Hall- dóri Ásgrímssyni utanríkisráð- herra á fundi Alþjóðaviðskipta- stofnunarimiar í Seattle í Banda- ríkjunum. Þessir aðilar hafa tek- ið saman höndum i baráttinmi gegn ríkisslyrkj- um í sjávarútvegi. Pottverjum fannst það Mókur leikur hjá Halldóri að fá þá WWF-meim til liðs við sig og veltu fyrir sér hvort honum tæMst ekM næst að beygja þá í virkjunarmálinu íyrir austan. Aðrir pottveijar komu einnig ineð þá hugmynd að fá Umhverfisvini til liðs í barátt- umii gegn ríMsstyrkjum í landbúnaði... Launin eru aðalmálið Sólveig Steinsson formaðurÞroskaþjálfafélagsíslattds. Trúnafarmannaráð Þroska- þjálfafélags íslands segir ófremdarástand ríkja á mörg- um heimilum og þjónustu- stofnunum þroskaheftra vegm manneklu. Dæmi um aðvanti í helmingstöðugilda. Vilja bætt launakjör. - Hefur þetta óstand varað lengi? „1 tengslum við atvinnu- og efnahagsástand- ið hefur þetta oft verið að gerast. Eftir því sem atvinnuástandið hefur batnað hefur alltaf ver- ið sífellt erfiðara að manna þessar stofnanir. Fólk stoppar Iíka styttra við. Um Ieið og það fær önnur betri launuð störf þá er það farið.“ - Þannig að lág laun þroskaþjálfa erfyrst ogfremst ástæða þessarar manneklu? „Já, það er fyrst og fremst ástæðan. Það er rétt að benda á þá stöðu á sambýlunum að þar er heimilisfólkið ekki sent burtu. Þess vegna þarf að ráða starfsfólk með einhverjum hætti. Á meðan lendir öll vinnan á þeim fáu sem eru fyrir á staðnum. Að því leytinu til er þetta öðruvísi en dagþjónusta." - Hver eru byrjunarlaun þroskaþjálfa í dag? „Þau eru rúmar 97 þúsund krónur. Ofan á það bætist vaktaálag og ég get ímyndað mér að meðallaunin séu í kringum 120 þúsund krón- ur. Álagið gefur því tiltölulega lítið af sér.“ - Hvaða viðbrögð hajið þiðfengið við þessari ályktun trúnaðarmannaráðs, t.d. frá þeim sem ráða þessum málaflokki? „Viðbrögðin hafa akkúrat verið engin. Það er eins og að þctta sé ekkert vandarriál. Félags- málaráðuneytið er fagráðuneyti málaflokksins og þaðan hefur ekkert heyrst. Þess vegna velt- um við því fyrir okkur hvað þurfi eiginlega að gera til að fá einhver viðbrögð.“ - Hvað teljið þið að gerist? Er ástandið ein- hvers staðar svo slæmt að hreinlega þurfi að loka einhverjum stofnunum? „Nei, heimilum fólks er ekki lokað, eins og þessum sambýlum og heimilum þroskaheftra. Híns vegar veit ég dæmi þess að foreldrar hafa komið inn til starfa og bjargað málum þegar enginn hefurverið mannskapurinn. Slíkt er að sjálfsögðu langt því frá að vera í lagi.“ - Hvað eru ntargir þroskaþjálfar t félag- inu? „1 dag eru um 280 með stéttarfélagsaðild, þar af eru 10 karlmenn. Eg hugsa að um 60 til 70% allra þroskaþjálfa séu starfandi á heimil- um og sambýlum þroskaheftra sem og dag- þjónustunni þar sem er fullorðið fatlað fólk. Aðrir þroskaþjálfar starfa hjá Ieikskólum og grunnskólum. Launin eru ekkert hærri þar.“ - Það bætir semsagt ekkert ástandið aðfjöl- ga þroskaþjálfum, það þarf bara að hækka launin? „Það mætti auðvitað hugsa til þess hvort ekki ætti að útskrifa fleiri en auðvitað eru Iaunin aðalmálið. Einnig má benda á að fjöl- margir starfa á þessum sambýlum í aukastarfi, ekki sem aðalstarf. Þetta á bæði við um þroskaþjálfa eða ófaglærða starfsmenn, sem eru í þessari vinnu t.d. með skóla. Þetta er nefnilega mikil kvöld- og helgarvinna og hefur það í för með sér að erfitt er að kalla fólk út á aukavaktir þegar vöntun er mikil. Þess vegna getur verið erfitt að byggja upp einhverja starf- semi. - Viðbrögð hafa verið lítil við ykkar mál- flutningi. Hvað ætliði að gera ef ekkert verðtir á ykkur hlustað? „Við ræðum það væntanlega aftur í trúnað- armannaráðinu. Við erum auðvitað bundin af kjarasamningi, sem gildir til loka október árið 2000. Við hljótum að ræða hvort eitthvað sé hægt að gera í stöðunni." - Koma aðgerðir eins og hópuppsagnir til greina? „Nei, félagið hvetur ekki til þess. Það væri brot á friðarskyldu. Við höfum gert okkar kjarasamning og við stöndum við hann. Hins vcgar er það yfirmanna þessara stofnana og yf- irmanna málaflokksins að koma með einhver ráð. Ef einhver metnaður er hjá þeim aðilum þá hljóta þeir að velta stöðúnni fýrir sér.“

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.