Dagur - 01.12.1999, Blaðsíða 7

Dagur - 01.12.1999, Blaðsíða 7
MIDVIKUDAGU R 1. DESF.MBER 1999 - 7 ÞJÓÐMÁL Heiðraði Jón Kristjánsson al- þingismaður. Astæða þess að ég ávarpa þig í þessu bréfi er sú að ég hef lesið skrif þín um Fljótsdalsvirkjun í Degi (þökk sé þér fyrir að skrifa), og nú síðast 16. nóvember grein- ina „Fljótsdalsvirkjun og Al- þingi“. Mér finnst þar gæta til- hneigingar til að gera stuðnings- mönnum lögformlegs umhverfis- mats fyrir Fljótsdalsvirkjun upp annarlegar hvatir, og það finnst mér ósanngjarnt. Eg hef undir- ritað kröfu um að fram fari lög- formlegt umhverlismat á Fljóts- dalsvirkjun, og ég skora á aðra að gera það einnig. Og ég skora hér nieð á þig hæstvirtan þingmann að þú beitir þér fyrir því á Alþingi að fram fari lögformlegt um- hverfismat á Fljótsdalsvirkjun. Eg er hvorki knúinn af kala í garð íbúa Austurlands, né upp- hafinni andstöðu við nýtingu vatnsafls til raforkuframleiðslu. Eg er hins vegar þeirrar skoðun- ar að hér sé of viðamikið mál í uppsiglingu til að hægt sé að fjalla um það í hálfkæringi. Híð stóra samhengi Lögformlegt umhverfismat Fljótsdalsvirkjunar er nauðsyn- legur grundvöllur umræðu um hana ef haft er í huga að ákvörð- un um virkjunina er aðeins hluti af ennþá stærri áætlun. Akvörð- un um byggingu Fljótsdalsvirkj- unar nú er réttlætt með því að hún sé forsenda fyrir áframhald- andi samningum um álver í Reyðarfirði og byggingu 1. áfanga þess. I frummatsskýrslu um álver í Reyðarfirði sem legið hefur frammi til kynningar kemur fram að til að knýja 1. áfanga þess (120.000 tonn) þarf auk Fljóts- dalsvirkjunar raforku frá orku- veri sem byggt verði í Bjarn- arflagi (sem er auðvitað um- hverfismatsskylt). Aform eru um stækkun álversins í tveimur áföngum, sem skv. skýrslunni á að vera lokiðárið 2012-2015. Þá verður það orðið tröllaukið (480.000 tonn), u.þ.b. tvöföld samanlögð stærð álvera ISAL í Straumsvík og Norðuráls í Hval- firði. Engin grein er gerð fyrir því í frummatsskýrslunni um álverið hvernig á að afla orku til seinni áfanga þess, en af ummælum opinberra talsmanna (þ.m.t. ráð- herra) er augljóst að gert er ráð fyrir Kárahnjúkavirkjun í Jök- ulsá á Dal, og Arnardalsvirkjun í Jökulsá á Fjöllum. Grundvöllur þeirra virkjana eru tvö stór uppi- stöðulón, og mun eystra lónið ná frá stíflu við Kárahnjúka inn til jökuls. Ennfremur verður nær öllu vatni Jökulsár á Dal og vatni úr austurkvíslum Jökulsár á Fjöllum veitt um virkjanamann- virkin yfir í I Ijotsd.il. ui.rj 1UJJh Þetta er stórbrotin skipulagsá- SIGBJORN KJAKTANS SON JARÐEÐLISFRÆÐINGUR OG ARKITEKT SKRIFAR „Aform eru um stækkun álversins í tveimur áföngum, sem skv. skýrslunni á ad vera lokið árið 2012-2015. Þá verður það orðið tröiiaukið [480.000 tonnj, u.þ.b. tvöföld samanlögð stærð álvera ÍSAL í Straumsvík og Norðuráls í Hvalfirði, “ segir Sigbjörn m.a. í grein sinni. ætlun, sem felur í sér auk eyði- leggingar Eyjabakka, breytingar á vatnasviðum þriggja stórfljóta og stórfelldar fórnir á náttúru- legu yfirbragði hálendisins norð- an Vatnajökuls. Afleiðingarnar verða m.a. þær að vatnsmagn í Lagarfljóti margfaldast, farvegur Jökulsár á Dal verður nærri þurr, og vatnsmagn í Jökulsá á Fjöll- um minnkar - og þar með vatns- magn í Dettifossi og í þjóðgarð- inum í Jökulsárgljúfrum. Virkj- anir í Jökulsá á Dal og Jökulsá á FjöIIum eru að sjálfsögðu háðar mati á umhverfisáhrifum, en það er ótrúlega grunnhyggin túlkun á lögum um umhverfismat að gefa sér að matið á þvílíkum stórframkvæmdum sé einfalt formsatriði á lokastigi hönnunar. Það er fráleitt að ætla fyrir- fram að þjóðarsátt ríki um að all- ar þessar framkvæmdir séu æski- legar, eða að þær séu í þágu þjóðarhags. Og það er tortryggi- legt að gefa í skyn að þær verði knúnar í gegn með úrskurði um- hverfisráðherra sem liður í skil- yrtu ferli sem bundið er í samn- ingum um eina málmbræðslu. Mat á umhverfisáhrifum er ein þeirra aðferða sem skilgreindar eru í löggjöf um skipulagsmál sem nota ber til að móta skipu- lagsáætlanir af þeim toga sem hér hefur verið lýst. Hvað ef nið- urstöður umhverfismats á þess- um virkjunarkostum verða þess eðlis að áformin séu óviðunandi? Er hugsanlega verið að veðja á rangan hest? Verður eyðilegging Eyjabakka minnisvarði um skammsýni í umhverfismálum og flumbrugang Islenskra fram- kvæmda-rómantíkera? Sé viðkvæðið það að aðrir virkjunarkostir séu til taks, þá er nauðsynlegt að varpa ljósi á þá og mannvirki þeim tengd, svo sem háspennulínur og vegi. Línustæði til Reyðarfjarðar frá öðrum virkjunarstöðum en há- lendinu pprðan Vatnajökuls | munu væntanlega liggja um lítt: snortin hálerjdissvæði og/eða meðfram Suðausturströnd landsins og um Suðurfirði á Austfjörðum. Eru það góðir kost- ir? Lög um mat á umhverfis- áhrifum Lög um mat á umhverfisáhrifum voru samþykkt frá Alþingi 1993. Þau hafa síðan verið mikilvægur hluti Iöggjafar um skiþulags- og byggingarmál, enda er tilgangur þeirra Ijós. Fyrsta grein laganna er svona: „Markmið laga þessara er að tryggja að áður en tekin er ákvörðun um framkvæmdir sem kunna, vegna staðsetningar, Opið bréf til Jóns Kristjánssonar alþingismanns. starfsemi sem þeim fylgir, eðlis eða umfangs, að hafa í för með sér umtalsverð áhrif á umhverfi, náttúruauðlindir og samfélag hafi farið fram mat á umhverfis- áhrifum, svo og að tryggja að slíkt mat verði fastur liður í gerð skipulagsáætlana." Fimmta grein laganna byrjar svona: „Eftirtaldar framkvæmdir eru háðar umhverfismati: 1. Vatnsorkuvirkjanir með uppsett afl 10 MW eða meira eða vatnsmiðlanir þar sem 3 knV lands fara undir vatn vegna stíflumannvirkja og/eða breytinga á árfar- vegi.“ Sjöunda grein laganna er svona: „Aður en hafist er handa um framkvæmdir sem lög þessi eða reglugerð samkvæmt þeim taka til skal framkvæmdaraðili senda skipulagsstjóra tilkynningu um fyrirhugaða framkvæmd þar sem fram kemur lýsing á fram- l^YafJiþdinpj,, rpögerðri jhpr) nu p ,pg hugsanlegri umhverfisyöskun og fyrirhuguðum ráðstöfunum til að draga úr henni og aðrar upp- Iýsingar sem skipulagsstjóri telur nauðsynlegar. Skipulagsstjóri birtir innan tveggja vikna til- kynningu framkvæmdaraðila ásamt meðfylgjandi gögnum skv. 1. mgr. með opinberri auglýs- ingu. Athugasemdum skal skilað til skipulagsstjóra innan fimm vikna frá birtingu auglýsingar." Tíunda grein laganna er svona: „I mati á umhverfisáhrifum skal tilgreina á viðeigandi hátt áhrif sem framkvæmdir og fyrir- huguð starfsemi kunna að hafa á menn, samfélag og menningu, dýr, plöntur og aðra þætti lífríkis, jarðveg, vatn, loft, veðurfar, landslag og samverkan þessara þátta. Þar skal gera sérstaka grein fyrir því hvaða forsendur liggi til grundvallar matinu. Innan tveggja vikna frá því að skipulagsstjóri hefur tekið á móti niðurstöðum mats á umhverfisá- hrifum skal hann birta þær með opinberri auglýsingu. Athuga- semdum skal skilað til skipulags- stjóra innan fimm vikna frá birt- ingu auglýsingar.“ Sautjánda grein laganna er svona: „Lög þessi öðlast þegar gildi." Mér er ljóst að þingsályktunar- tillaga um framhald fram- kvæmda við Fljótsdalsvirkjun er byggð á þeim skilningi að virkj- unin sé undanþegin umhverfis- mati skv. eftirfarandi texta í lög- unum um ákvæði til bráða- birgða, II: „Þrátt fyrir ákvæði 17. gr. laga þessara eru framkvæmdir sam- kvæmt leyfum útgefnum fyrir 1. maí 1994 ekki háðar mati á um- hverfisáhrifum samkvæmt lög- um þessum." Mér er jafnframt ljóst að það er umdeild túlkun á samhengi málsins. Þá má benda á að um ákvæði til bráðabirgða, I stendur þetta í lögunum: „Lög þessi skulu endurskoðuð jajn^gmt, þyí; sprp fraþt jer.end- urskóðun sjkjpulpgslaga, nr." 19 21. maí 1964, ásamt síðari breytingum, og byggingarlaga, nr. 54 16. maí 1978, ásamt síð- ari breytingum." Þetta ákvæði um endurskoðun hefur verið virt að vettugi, en það hlýtur að teljast ólfklegt að ákvæði til bráðabirgða II verði framlengt óbreytt þegar lögin um umhverfismat verða endurskoð- uð. Og óháð því er reyndar full- komlega eðlilegt að gera þá kröfu til þingmanna að þeir hafi djörf- ung og dug til að endurskoða svo afdrifaríka ákvörðun sem það er að heimila framkvæmd á horð við Fljótsdalsvirkjun í trássi við lög um umhverfismat. 1 því sam- hengi er eðlilegt að vísa til gjör- breyttra viðhorfa í umhverfis- málum á síðasta áratug. Síðan 1991 hafa Islendingar t.d. gerst aðilar að Ríósáttmálanum og Bernarsamningnum um verndun evrópskra tegunda villtra dýra og plantna og búsvæða þeirra. Akveði Alþingi að hunsa lög- formlegt umhverfismat á Fljóts- dalsvirkjun felst í því lítilsvirðing við hlutverk Skipulagsstofnunar og annarra stofnana sem gert er að starfa samkvæmt lögum um umhverfismat og í framhaldi af því verður afgreiðsla ýmissa „smærri" mála í umhverfismats- ferlinu brosleg, Stefna í imihverfismálum og nýtingu náttúruauðlinda Krafan um að Fljótsdalsvirkjun fari í lögformlegt umhverfismat og að um hana verði fjallað í réttu samhengi er augljósiega bæði sjálfsögð og réttmæt. Hún felur í sér grundvallar- spurningar um stefnu í umhverf- ismálum og stefnumörkun um ráðstöfun náttúruauðlinda þjóð- arinnar - hálendisins og fallvatn- anna! Og síðast en ekki síst felur hún í sér spurningu um stefnu í byggðamálum og atvinnuupp- byggingu - er þess að vænta að brugðist verði við byggðavanda í öllum landsfjórðungum með þessu líkum aðferðum? (Sant- kvæmt frummatsskýrslu um ál- ver í Reyðarfirði mun þetta þrátt fyrir allt ekki vera grundvöllur nema tvöþúsund og fimmhund- ruð manna fjölgunar á Austur- landi. Einfaldur framreikningur bendir til að ef virkjað yrði allt nýtanlegt vatnsafl á íslandi mundi það skapa viðurværi fyrir u.þ.b. tíuþúsund manns á lands- byggðinni!) Það er nauðsynlegt að um þessi mál verði fjallað á málcfna- Iegan og yfirvegaðan hátt, á grundvelli ítarlegra upplýsinga um forsendur og afleiðingar! Lögformlegt umhverfismat skv. ferlinu sem skilgreint er í lögum um umhverfismat er liður í þvf. Hvað segir þú? Hef ég misskilið eitthvað? Hef ég hallað réttu máli? Um hvað erum við ósammála? Svar frá þér væri æskilegt inn- legg í umræðuna sem nú á sér stað um þetta umdeilda mál. I ljósi tímamarka sem af- greiðslu málsips hafa yerið seUjá Alþingi - því fyrr, því betra.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.